Tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 5
T f MI N N, fimmtudagmn 11. apríl 1957. 5 RITNEFND S. U. F.: Áslcell Einarsson, form. Örlygnr Hálfdánarson, Ingvar Gíslason. 11 KJARVAL GAF MÉR FYRSTU TUBURNAR”, segir GUÐMUNÐUR GUÐMUNDSSON Vettvangur íslenzks æskufólks er á mörgum sviðum^Jiáð er ötæm adni efni að skyggnast þar um, og í þetta skiptið býð ég ykkur í stutta heimsókn til Guðmundar Guðmundssonar, listmálara. Hon- um er sjálfum meinilla við frek- ari kynningu á sér, en ykkar vegna verð ég að láta þess getið, að hann er fæddur hinn 19. júlí 1932 í Ól- afsvík, en ólst upp á Kirkjubæjar- klaustri með móður sinni og fósturföður. Guðmundur hefir tek ið sér nafnið FERRÓ, sem þýðir járn. Því nafni merkir hann verk sín. Leið okkar liggur upp vitastig- inn. Ragnið hellist úr loftinu og allt blotnar, sem blotnað getur, nema við Guðmundur. Hans ágæta ítalska regnhlíf veitir hið bezta skjól. Líklega ættum við íslending ar að nota þessi ágætis skjólföt meira en við gerum. Nú beygjum við inn á Njálsgötuna og von bráð- ar erum við komnir að húsinu, þar sem hann býr. Það er lítið en snoturt bakhús, umgirt fallegum trjám, sem náð hafa nokkurri hæð þarna í skjólinu milli húsanna. Uppi á lofti, í litlu kvistherbergi, hefir hann aðsetur. Vinnustofan er annars staðar í bænum og þar höf- um við þegar verið, en hvar hún er, og hvernig þar er umhorfs, er leyndarmál, sem Guðmundur bann ar mér að segja frá að sinni. Bókaskápur, legubekkur, og lítið borð, önnur eru húsgögnin ekki, en á veggjunum hanga málverk og teikningar eftir ýmsa listamenn. Nú er þessi formáli orðinn þegar of langur, því er bezt að hefja spurningaskothríðina að Guð- mundi. Hvenær fórstu fyrst að fara með liti og blýant? Svei mér að ég muni það svo ná- kvæmlega. Ætli það hafi ekki smá komið. En hvað olli því að þú lagðir út á þessa braut, varstu fyrir engum áhrifum frá öðrum? Jú, maður er alltaf að verða fyr- ir áhrifum, en það var Kjarval, sem gaf mér fyrstu litatúburnar. Hann kom oft heim að Klaustri, sá eitthvað eftir mig og sendi mér síð an nokkrar túbur. Eg var að íikta við þetla þaiigað til égifór í Hand- íðaskóiann. Varstu lengi við nám þar? Þrjú ár. Eg fór þangað fyrst til reynslu, stóð jafnvel til að ég lærði húsamálun, að reynslutíman Tvö ár. Mér er raunar minnis- stæoust ferð sem skólrnn fór til Spánar, Þýzkalands og Frakkiands. Þú heíir kynnst vei norskri mál- aralisí meðan þú varst þar. Hvern norsku málaranna t.elur þú þeirra fremstan? Munch, hann er mestur á Norð- urlöndum. Sökum formsins? Já, einmitt vegna síns persónu- lega forms. Hann „málaði sig út“, Fórstu svo beint til Ítalíu að námi loknu í Noregi? Fyrst fór ég heim, en hafði áð- Ustamaðurinn ræðir við sýningargesti við opnun sýningar í Róm. um loknum. Svo fór þó ekki og því er einum húsamálaranum færra hér í bæ. Hvaða kennara minnist þú helzt úr Handíðaskólanum? Vaigerðar Briem, teiknikennara. Hún hefir örvandi og lifandi hæfi- leika til kennslustarfa. Síðan hef ir leiðin legið til Ítalíu? Nei, hún lá fyrst til Noregs. Þar stundaði ég nám við Stadens Kunst Akademi í Ósló. Hvaða þátt myndlistar lagðir þú stund á í Noregi? Fyrst og fremst málun, en jafn- framt svartlist og afresco, þ. e. kalkmálun, sem var mér hvort tveggja nýmæli. Hvað varstu lengi í Noregi og hvað er þér minnisstæðast þaðan? Storkur og skjaldbaka (mosaik). um mósaik? Flestum Islendingum kemur líklega í hug fyrirtæki liér í bæ, sem ber þetta nafn, og fram- leiðir víst handrið, fremur' en að setja það í samband við listaverk. i Það er ekki nema von. Þeir munu vera fáir hér, sem hafa I kynnst rnósaík. Hún er upprunnin við Miðjarðarhaf, en engin veit um hina fyrstu upphafsmenn. Yfir bví er sarna hulan og hverjir rituðu fornritin okkar. Þessi listgrein hef ir varðveist aðallega innan sömu fjölskyldunnar, þótt að sjálfsögðu ýmsir aðrir taki upp þetta tján- ingarform. Þér lætur þetta tjáningarfom vel? Mjög vel, það á sérstaklega vel við mig. Það er hart en lilbrigða- i'íkt, líkt og íslenzku fjöllin. Mósa- býr yfir leyndardómnum um til- búning steinar.na. Það. rr.yndu margir vilju ciga formúluna. Það væri ábatasamt. Hvað fara nú margir steinar í eina mynd, er þetta ekki mikil vinna? . . Jú, gífurlega. Þessi mynd þarna er um fermeter og í henni eru lík lega um 20 þúsund steinar. Allir lagðir hver fyrir sig. Væri ekki hægt að nota íslenzka steir.a í mósaík? Ef til vill, en það er hægur varidi að flytja efnið inp frá Ítalíu. Svo við hverfum nú aftur frá ■nósaíkinni, hvað varstu lengi á Ítalíu? Eg var þar í tvö ár. Hélztu ekki sýningar þár, bæði Skuggi dauðans (Pompei) í sköpun. ur skroppið þangað niður, og vissi þá að Ítalía væri fyrirheitna land- , ið. Eg ferðaðist um Ítalíu fram og i aftur í tvo mánuði, til að vita hvert ég ætti að fara, þegar ég sneri þangað í alvöru. Þú trúir því kannske ekki, en ég ferðaðist á puttanum, þ. e. ég stöðvaði bíla og fékk mér far frá einum stað til annars. Það er ódýr og góður far- armóti, sem þekkist mikið þar niðri. Þegar ég kom þangað aftur fór ég til Flórence. Á Ítalíu fann ég mig strax heima fyrstu vikuna, en í Noregi fannst mér ég aldrei vera sem heima hjá mér. Ítalía hefir átt vel mig þig, en hittir þú ekki landa okkar þar? Þegar ég kom þangað fyrst hitti ég Braga Ásgeirsson listmálara. Við ferðuðumst saman til Sikil- eyjar. Þú hefir gengið á einhvern lista skóla í Flórence var það ekki? Jú, Accademia di Belle Arte. Þar í Florence hafði ég góða vinnu stofu, sem kunningi minn útvegaði mér. Það var fyrrverandi vinnu- stofa Degas. Hún er í gamalli kirkju og er látin ungum lista- mönnum í té. Þótt hún sé kennd við hinn fræga málara er þar lít- ið, sem rninnir á hann. Einnig stundaði ég nám í Ravenna, en þar er eini Bysantiski mósaík-skól- inn í heiminum. • Hvað geturðu annars sagt okkur Kínverskur ballet. ík efnið er í stórum glerplötum, sem bera yfir 8000 litbrigði. Þær eru muldar niðurmeð hamri í hent ugar stærðir. Frummyndin er dreg Arlcaisk figúra (teikning) in á blað, síðan „kalkerað" á blautt steypulag og steinarnir þar næst lagðir eftir fyrirmyndinni. FjÖlskyldufyrirtæki í Feneyjum einn og með öðrum? Mig minnir það. í Róm, Mílanó og Flórence hólt ég sjálfstæðar sýningar, og svo tök cg-þátt í samsýningum í Florenck, Castello, Brozze, Róm og Mílanó. Einnig á ég núna myndir á sýá- ingu í London með tveim frægum frönskum málurum. Það er Obc’l- isk Gallery, sem heldur þá sýp- ingu. Hverjar hafa undirtektir hinria (Framhalú a 8 atnu. Þátttaka í * tækíiisamvmm! Grein, sem nýlega birtist hér 1 blaðinu eftir Steingrím Hermanns- son um tækniaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefir að verðskulduðu vakið marga til umhugsunar urá hvað íslenzka þjóðin gæti tileink- að sér í þessari grein alþjóðasam- vinnu. Raunverulega erum víð skammt á veg komnir tæknilega á marga lund og ríður því á miktu að hagnýta okkur það ixernsta, sem er á því sviði. Sérstaklega vegna þess að svo háttar í þjóðar- búskap okkar að framleiösluat- vinnuvegirnir eru of fábreyttir og áhættusamir. (Framhald á 8. síðu). )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.