Tíminn - 16.07.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.07.1957, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudagimn 16. júlí 1?5Z Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og biaðamenn). Auglýsingasímn 19523, afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan EDDA hf. ■~—k Þegar skugga í VIKUNNI sem leið óku broddborgarar í Sjálfstæðis- félaginu Verði austur í Ár- nessýslu. Þar uppgötvuðu þeir, að sögn Morgunblaðs- ins, að þar væri vítt land og fagurt og búsældarlegt. Birti blaðið þessa niðurstöður í há tíðaleiðara. Það vakti þó einna mesta athygli í skrifi þessu, að mitt í frásögninni varð Mbl. allt í einu fóta- skortur á hátíðlegheitunum og hóf að skamma ríkisstjórn ina, alveg upp úr þurru. Þeg ar hér var komið, rann upp fyrir lesendum, að lífgrösin á Suðurlandsundirlendinu mundu ekki hafa nema tak- markað aðdráttarafl fyrir þetta peningafólk. Þegar á hólminn kom, var því eftir allt saman, rikara í huga heiftin til þeirra, sem höfðu stjakað þvl úr forréttinda- stöðum en framtíð sveitanna. Leiðari Mbl., sem upphófst með hátlðlegheitum, en end- aði með skömm, er líka um leið hæfllegt tákn um við- horf Mblmanna til sveitanna Fögru orðin spara þeir ekki né smjaðrið, en þegar að kjamanum kemur, er ekkert nema sérhagsmunir og vesal dómur þar fyrir. Þróunar- saga landbúnaðarins síðustu árin er um leið saga um þessi viðskipti. Sú framför, sem hér hefur orðið, hefst ekki að neinu ráði fyrr en Framsóknarflokkurinn tók forustuna í landbúnaðarmál um í ríkisstjórninni. VIÐHORF íhaldsburgeis- anna til landbúnaðarins.eins og það er í leiðarlok, en ekki í upphafi pistils, kom líka ágæta vel fram undir þing- lokin í vor, þegar rætt var um skylduspamað til íbúða bygginga. En þar var gert merkilegt nýmæli í íslenzkri löggjöf, sem á eftir að skilja eftir spor í sögu landsins, ef vel er á haldið. Það er kunn ara en frá þurfl að segja, að Sjálfstæðismenn snerust á móti skylduspamaðinum. Er verðugt að þess sé minnzt, þótt ekki tækist þeim að kveða hann niður. Helzta af- rek þeirra á þessu sviði og það, sem lengst mun lifa, er i formi breytingartillögu, er þeir fluttu. Var hún allmikill langhundur, og tók nokk- um tíma fyrir menn að átta sig á innihaldinu. Verður hún ekki birt hér í heild, heldur rakin efnislega. Það er þá fyrst, að Sjálf stæðismenn vildu ekki hafa neinn skyldusparnað, held u r aðeins „samningsbundin sparilán". Með þessu var kippt fótunum undan mál- inu. Engin trygging fyrir því, að fé kæmi til fram- kvæmdanna. ÚTI UM sveitir vakti það þó mesta athygli í tillögum bar á lífgrösin þessum, að Sjálfstæðismenn heimtuðu að allt það fé, sem inn kæmi skyldi „ganga til kaupa á A-bankavaxtabréf- um hins almenna veðlána kerfis“. En með þessu ætl- uðu Sj áflfstæðisforingj arnir að sniðganga veðdeild Búnað arbankans og skáka sveita æskunni úr málinu. Þetta til ræði var eins og endir á há- tíðaleiðara um landbúnaðar mál í Morgunblaðinu. Upp- hafið rósamál og smjaður- yrði, endirinn skammir og undanbrögð. Þessi tillaga Sjálfstæðismanna á þingi ætti að vera lengi í minnum höfð í sveitum landsins Þarna datt gríman af íhaldinu örlitla stund. Og andlitið á bak við grímuna var ekki brosmilt eins og þegar Magnús frá Mel stend ur í ræðustól á framboðs fundi í sveit, heldur grett framan í sveitafólkið. Þá má ekki gleyma því, að Sjálf- stæðismenn ætluðu að láta innlög í hin samnings- bunc|nu sparilán sín vera undanþegin tekjuskatti og útsvari, 5 þús. kr. á nef. Þarna var smuga fyrir þá sem þurfa að losna frá skatt heimtu með toppinn á tekj um sínum, enda vafalaust, að til þeirra hefur verið hugsað. Þar næst átti að skylda þá til að verja því til húsalána, og um leið skylda þá til að verja því til kaupa á A-bankavaxtabréf- unum til 25 ára, en þó skyldu þeir undirseldir þá kvöð, að greiða innleggjendum út peningana þegar kröfurétt- ur væri fyrir hendi. Þarna var sparisjóðum dreifbýlis- ins réttur sinn skerfur, og víst, að margir þeirra hefðu ekki undir honum risið. í þessu kom glöggt fram, hversu floklksfaringjarniir hér í Reykjavk eru sljó- skyggnir og kærulausir um allt nema „hagsmuni okk- ar“, sem formaður þeirra mælti fjálglegast um á lands fundinum í fyrra. ÞETTA var nú ein hin siðasta reisa Sjálfstæðisfor- ingjana út í sveit og þetta skyldu þeir eftir i slóðinni. Aðrir urðu til að firra sveit- irnar þeim vandræðum, sem af samþykkt þessarar end- emistillögu hefði leitt. En þannig er reynt að vinna, hvenær sem tækifæri býðst. Það kemur heim við þetta að það, sem Mbl. höfundinum var minnisstæðast úr öku- ferð um Suðurlandsundir- Ijiendiþ, var, að íhaldinu hafði verið stjakað burt úr ríkisstjórn. Sú endurminn- ing skyggði á grösin og rækt unarframkvæmdirnar, þegar skrifið birtist í Morgunblað inu. Úrslit í 3. og 4. umferð á skákmótinu Equador sigraði ísland í 3. umferð með lx/i f -l1/, en ísland vann Danmörk 3-1 í 4. umf. •• ■ ■ _ __________„ 3. unrferð. í þriðju umferð tefldi ísland við Equador. Friðrik hafði svart á móti Munoz, sem vann Larsen í annarri umferð. Byrjunin var Nimzo-ind versk vörn. Skákin var lengi vel jöfn, en um 30. leik virtist Frið rik vera að ná betri stöðu. Þá fórnaði Munoz skyndilega ridd- ara, vann hann aftur 3—4 leikj- um síðar og fókk unnið endatafl. Munoz er þannig bæði búinn að vinna núverandi og fyrrverandi N orðurlandsmeistar a. Guðmundur haiði hvítt á móti O. Yepes. Tefldi Yepes kóngind- verska vörn. Guðmundur hafði alla skákina heldur betra tafl, vann peð í endataílinu, en tókst ekki að vinna þrátt fyrir ítrekað \ ar tilraunir. Ingvar tefldi kóngs-indverska vörn á móti Benites. Ingvar hóf snemma sókn á kóngsvæng, en Benites reyndi fyrir sér á drottn ingarvæng. Varð Benites fyrri til og virtist vera að vinna, þegar hann lék af sér og tapaði hrók. Jón Einarsson tefldi skozku byrjunina á móti Yepes á 4. borði. Stóð þar í nokkru þófi. Yepes virtist vera að fá unnið endatafl, þegar hann skyndilega gaf Jóni kost á því að vinna hrók, en Jóni sást yfir það og tapaði skákinni. Kunningi okkar Larscn virðist vera alvarlega miður sín, því að hann var búinn að tapa fyrir Kolarov eftir aðeins 2Vz tíma. í þessari umferð töpuðu Rúss- arnir sinni fyrstu skák. Var það í viðureigninni við Austur-Þjóð verja. Þar tefldu Rússinn Poluga jefski og Þjóðverjinn Liebert á 3. borði. Rússinn hafði lengi vel betra tafl, en er báðir keppendur komust í tímahrak, sneri Liebert vörn í sókn, fórnaði manni, rak kóng Rússans út úr greni sínu og , mátaði hann síðan á miðju borði. Engu munaði, að Spasski færi sömu leiðina á móti Bertholdt, þar sem hann hafði verra tafl all an tímann. Bjargaðist Spasski sennilega fyrir þá sök, að andstæð i ingurinn bar of mikla virðingu1 fyrir honum. 4. unifcrð. í fjórðu umferð tefldu íslcnd ingar við Dani. Friðrik hafði svart á móti Lars en og tefldi kóngs-indvcrska vörn. Friðrik vann snemma peð, og hóf síðan sókn eftir a-línunni. Larsen tapaði öðru peði, og að lokum var svo að honum kreppt, að hann sá sér þann kost vænstan ~að gef- ast upp. Guðmundur hafði hvítt á móti Danmerkurmeistaranum Palle Ravn. Skákin var ákaflega erfið og flókin. Guðmundur lét peð í byrjuninni, en vann svo skipta- mun fjTÍr annpð peð. Guðmundur komst i mjög mikið tímahrak og lék þá af sér manni. Ingv'tlr tqfldi kóngs-indverska vörn á móti Börge Andersen. Gerði Ingvar tilraunir til kóngs sóknar, sem þó tókust ekki alls kostar. Barst leikurinn víða, en að lokum komst Daninn í tímahrak og stóðu þá skyndilega „spjólin svo þétt að kóngi Danans, að hann náði vart að falla fyrir.“ Þórir tefldi með hvítu á móti! Dinsen. Fékk Þórir betri stöðu. | Daninn fórnaði manni í 13. leik, og var tæplega unnt að sjá hvað hann ætlaðist fyrir með því. Þór ir vann síðan mann, og þó hann j kæmist í ofsalegt tímahrak, slak aði hann ekkert á, og hafði 3 menn yfir að 40. leik loknum. Tékkarnir töpuðu sinni fyrstu skák I þessari umferð, og aftur var hér Þjóðverjinn Liebert að verki, sem vann Marzalek á skemmtilegan hátt. Úrslitin í 4. umferð: Danmörk—ísland 1—3 Larsen—Friðrik, 0—1 Ravn—Guðmundur 1—0 Andersen—Ing\rar 0—1 Dinsen—Þórir 0—1 Svíþjóð—England Söderborg—Persitz Haggquist—Martin Sehlstedt—Davis Palmkvist—Gray bið 0—1 0—1 0—1 2'/2—1'/2 1—0 j/2—v2 0—1 1—0 3'/2—'/2 1—0 V2—y2 1—0 1—0 Urslitin. Equador—ísiand. Munoz—Friðrik Y epes—Guðmundur Benites—Ingvar Yepes—Jón Sovétríkin—A-Þýkaland Tal—Dittmann Spassky—Bertholt Polugajefski—Libert Gipslis—Juttler Ungverjaland—Svíþjóð Benkö—Söderborg Portisch—Haggquist N avarovsky—Sehlstedt Molnar—Palmkvist Mongólía—Rúmenía. Tumurbaatar—Drimer bið Munhu—Ghithescu % % Miagmarsurem—Szabo %—Vz Tseveloidoff—Botez 0—1 Búlgaría—Danmörk 3l/2—'/•> Kolarov—Larsen 1—0 Minev—Ravn 1—0 Padevski—Andersen 1—0 Tringov—Dinsen Vz—Vz Tékkósióvakía—Finnland 4—0 Filip—Lahti 1—0 Blatny—Kajaste 1—0 Marzalek—Aaltio 1—0 Vyslouzil—Sammalisto 1—0 England—Bandaríkin 1—3 Persitz—Lombardy 0—1 Martin—Mednis ]/2—Vz Davis—Fauerstein 0—1 Gray—Sobel 1/2—1/2 Úrslit biðskáka úr 1. og 2. umferð. Gray—Yepes 1—0 Filip—Söderborg 1—0 A-Þýzkal.—Tékkóslóvakía 2—2 Dittimann—Filip }/z—V2 Bertholdt—Kozma Vz—Vz Liebert—Marzalek 1—0 2 Vz—1'2 Júttler—Vyslouzil 0—1 1—0 1/2—V2 Bandaríkin—Equador 2Vs—1'2 0—1 ! ------------------------------ l—0' Polugaéfski, Sovétríkjunum, fyrsti sigurvegarinn á skákmótinu, en hann vann fljótt í 1. umferð. Teikning H. Ó. Lombardy—Munoz ’.'z—Vz Mednis—Yepes 0—1 Feuerstein—Benites 1—0 Saidy—Yepes 1—9 Finnland—Ungverjaland 0—1 Lahti—Portisch 0 —1 Rannanjárvi—Forintois 0—1 Aalt.io—Navarovsky 0—1 Sammalisto—Haag 0—1 Rúmenia—Sovétríkin Mititelu—Tal 0—1 Drimer—Spasski Vz—V2 Ghithescu—Gurgenzidze bið Szabo—Nikitin Vz—Vz Búlgaria—Mongolía Kolarov—Tumburbaator bið Minev—Munhu bið Padevski—Miagmarzurem 1—0 Bogdanov—Tseveloidoff 1—0 Staðan eftir fjórar umferðir: 1. Tékkóslóvaida 2. Sovét.ríkin 3. Uneyerjaland 4. Búlgaría 5. ísland 6. ,A-þýzkaland 7. England 8. R.úmenía 9. Bandaríkin 10. Equador 11. Mongólía 12. Danmiörk 13. Sn'þjóð 14. Finnland 13 vinninga 12 v. (1 biðsk.) 11% vinning 10 v. (2 biðsk.) 9 vinninga 9 vinninga 8% V: (1 bið) , 8 v. (2 biðsk) 8 vinninga 8 vinninga 4% v. (3 bið) 3y2 vinning iy2 v. (1 bið) y2 vinning Samvinnumenn í Skagafirði hyggja á byggingu nýtízku verzlunarhúss Áðaífundur Kaupfélags Skagfiríiinga var nýlega haldinn á SauSárkróki Sauðárkróki. — Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki var haldinn dagana 21. og 22. júní s. 1. Fund- inn sátu 45 kjörnir fulltrúar og auk deildarstjóra 11 féla gs- deilda, stjórnar félagsins og endurskoðenda. Ennfremur sátu fundinn allmargir félagsmenn. Rekstursárið 1956 var lang- stærsta ár í sögu félagsins. Ileild- arsala innlendra og erlendra vara, svo og sala frá verkstæðum félags- ins nam um 43,5 milljónum króna. Er það um 10 milljónum króna meira en árið áður. Þó eru sjávar- afurðir ekki taldar með, en þær voru seldar á árinu á vegum Fisk- iðju Sauðárkróks h.f., sem félagið á að hálfu. Nemur verðmæti þeirr- ar framleiðslu um 4 milljónum króna. Aukning á sölu erlendra vara var um 5 milljónir króna og var meðalálagning svipuð og und- anfari nár eða um 14% af útsölu- verði. Endurgreiðsla til félagsmanna var 8% af ágóðaskyldri vöruút- tekt þeirra, og nokkur afgangur að auki, sem aðalfundur ákvað að verja til nicnningarmála í hér aðinu. Hagur félagsins er hinn traust- asti. Vörubirgðir og fasteignir cru varlega metnar til verðs og afskrift ir yfirleitt færðar að fullu sam- kvæmt lögum. Byggíng aðalverxkunarhúss Hagur félagsmanna gagnvart lé- laginu hafði batnað á árinu og mun ar þar mest um aukningu á inni- stæðum í Innlánsdeild félagsins. Nam aukningin um 1,3 milljónum króna. Stofnsjóðir félagsmanna nániu í árslok ki’. 1,5 milljónum (Framhald á 7. síð\n. Dægurlög eftir Tóífta september Út er komið fjölritað hefti með tólf danslögum eftir Tólfta sept ember, en hann er þegar kunnur fyrir dægurlög sín. Heftið fæst i Bókabúð Æskunnar í Reykjavík, og kostar það 30 kr. Æ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.