Tíminn - 16.07.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.07.1957, Blaðsíða 5
T í M IN N, þriðjudaginn 16. júlí 1957. 5 Nokkur hundruð Hólasveina og fjöldi gesta sótti glæsilega afmælishátíð bændaskólans að Hólum Hólum á sunnudagskvöld, aflokinni 75 bændaskólans. — ritara Timans. Skin og skuggar frá létt- skýjuðum himni hafa ieikið um hinn fornhelga Hólastað í allan dag og gert litskrúð- uga og ánægjulega umgjörð um hátíðahöld Hólasveina í tilefni af 75 ára afmæli bændaskólans. Mikill mann- fjöldi hefir verið hér í mest- allan dag. Hólamenn komu snemma til hátíðarinnar, en óbreyttir gestir tóku að streyma heim að Hólum fljót lega eftir hádegi. Rykraekkir hafa stigið til him- ins frá g'ötunum á bökkum Hjalta dalsár í ntest allan dag, líkt og þegar biskupssveinar þeystu haim aö Hólum eftir langa ferð forðum daga. Géstirnir í dag komu þó fæstir ríðandi heldur á tugum, ef ekki hundruðum bifreiða og neðri hluti gamia túnsins var brátt þak inn marglitum bifreiðum. Mitt í þröng bifreiðanna, af mörgum gerðum og árgöngum, mátti lesa á auglýsingu, að þar væri Gvend- arbrunnur nýlega upphlaðinn. Þar mætt.ust gömul saga og ný, eins og raunar alls staðar á Hólum og ekki sízt á minningadegi sem þess um. En úti á tröppunum \oru gestir þegar boðnir velkomnir til Hóla og hátíðarinnar með sigurbogann, sem strengdur var yfir veginn. — Hátíðanefndin hafði hvar vetna reynt að gera gestum til geðs, en áhrifaríkast er sarnt ætið aðeins að koma að Hólum og liía þar í agsKvoia, aow • 1*1 •• r . 1 iJk>* •'™*"*“;‘5|Par var imnnzt merkiiegrar sogu og agætra brautryoj- enda og um leið horft með bjartsýni tíl komandi tíma Steingrímsdóttir, Páll Zóphómas- son fyrrv. skólastjóri og frú Gnð- rún Hannesdóttir, Steingrimur Steinþórsson f>rrrv. skólastjóri, Kristján Karlsson, núverandi skólastjóri og frú Sigrún IngólfS- dótitir, kennarar núverandi og f.vrrverandi og loks Hólamenn, margir árgangar. Var áætlað að þar færu 250—300 nemendur, eldri og yngri. Var gengið til dóm kirkjunnar, þar sem hin eiginlega hátíð hófst með guðsþjónustu. Var kirkjan fullskipuð, og hlýddi margt manna messu undir berum himni með aðstoð hátalara. Dom- kirkjupresturinn, sr. Björn Björns son flutti bæn og prédikun, en kirkjukór Sauðárkróks söng undir stjórn Eyþórs Stefánssonar tón- skálds. Hátíðin i brekkunni Að kirkjuatböfninni lokinni tóku gestir sér sæti í brekkunni framan við skólahúsið, en við ræt- ur hennar, upp við kirkjubarðs- vegginn, hafði verið komið fyrir ræðustól. Var veðm- hið fegursta um það bil er útihátíðin hófst, hlý viðri og bjartviðri mest af og; undu menn sér vel í brekkunni, i með útsýn til dómkirkju og minn- ingaturns Jón-s Arasonar, út yfir grundirnar og ána, og inn til dals- ins, þar sem djúpar fannir ríkja enn, í hærra veldi en oft áður, eft ir kalt vor. j i Ávarp skólastjóra Það var hinn dugmikli og áhuga sami skólastjóri og bústjóri að Tveir elztu Hólasveinar, Árni Árnason frá Kálfsstöðum til vinstri og Ól- afur Tr. Ólafsson frá Hólshúsum í Eyjafirði. þjóðlífinu í samræmi við sögu erfðir staðarins. og Karl frá Veisu, Stefán í Stakkahlíð og Tryggvi á Hvarfi. ímynd sögu liðinna tima, jafnvel þött ekki sé horíið iengra aftur í tímann en 75 ár, til upphafs bændaskóla á hinum fræga stað. Hátíðin hefst Laust eftir kl. 1 hófu Hóla- mtenn, ungir og gamlir, að skipa sér í fylkingu á flötinni ofan rið gamla bæinn. Voru menn flokk- aðir eftir árgöngum og fóru þar fyrstir, þeir Ólafur Tr. Ólafsson frá Hólshúsum í Eyjafirði, skóla- sveinn 1896—1898, og Árni Árna- son frá Kálfastöðum í Hjaltadal, srkólasveinn 1898—1899. Elzti nú- lifandi Hólamaður mun vera Stef- án bóndi Stefánsson á Svalbarði, útskrifaður 1896 en hann gat ekki komið að Hólum í dag. Síðan fóru nemendur þessarar aldar, og voru þá fleiri saman og þó flestir er hinir seinni árgangar fylktu liði. Þegar Hólamenn höfðu raðað sér upp í fylkingu voru góðir gestir hátíðarinnar leiddir til forustu og fóru fyrst forsætisráðherrahjónin, Hermann Jónasson og frú VigdóS Hólum nú í dag, Kristján Karls- son, sem setti hátíðina með stuttu ávarpi. Hann ræddi hið breytta búskaparlag nútímans, erfiðleika fortíðarinnar, fyrirheit nútíðar Og framtíðar. Hann lýsti í fáum orð- um hlutverki bændaskólans,1 menntun og verkmenningu, hag- sýni í vinnubrögðum, hagfelldri notkun nýrrar tækni, raunhæfri til brautryojenda Góðir raddmenn Karlakórinn Heimir hafði tekið sér stöðu undir stafni dómkirkj- unnar og söng í milli þess, sem ræður voru fluttar. Söngstjóri er Jón Björnsson. Þessi kór er lif- andi dæmi um tónlistaráhuga ís- lendinga, sem sigrast á öllum erf- iðleikum, þrátt fyrir allt. Bændur og bændasynir úr strjálbýlum sveitum stofna og æfa kór og láta lifa af fjöri svo árum skiptir. Og kórinn sannaði það í dag, að það er ekki eintóm þjóðsaga, að beztu raddmenn landsins séu Skagfirð- ingar. Ræða forsætisráðherra Næsti ræðumaður var Hermann Jónasson forsætisráðherrá og flutti hann þróttmikla og snjalla ræðu, sem ekki verður rakin hér vegna þess, að hún verður birt hér í blaðinu nú eftir fáa daga. Allir landsmenn ættu að lesa þessa ræðu. Hún er til þess fallin að auka skilning á gildi búskapar og á gildi búfræðinienntunar, og einkum þó á því, hve mikilvægt er að bændur og víisindamenn vinni I saman, bændur notfæri sér niður- stöður tilrauna og visindalegra at hugana og vísindamen hlusti á rök bænda, sem hafa lært í lífsins skóla, með ærnu erfiði. Þessi ræða verður sem sagt ekki endur- sögð í þessari fréttagrein. Hún verður birt, og ætti að vera lesin á hverju heimili, sem lætur sig skipta þessi- þýðingarmiklu mál. Ræða forsætisráðherra var eins og að líkum lætur, mjög vel fagn- að af áheyrendum. þeir sem lilýddu, þekkja betur en áður 3 ágæta íslendinga, ólika að öllu nema einu: Hinum brennandi áhuga fyrir íslenzkum landbún- j aði, framför og menningu þjóðar- innar. í því efni voru þeir aliir sem einn maður. Minningar og hvatning Páll Zóphóníasson fyrrv. skóla- stjóri, fyrrv. búnaðarmálastjóri, núv. alþingismaður og einn helzti forustumaður og fræðaþulur ís- lenzks landbúnaðar, flutti áhrifa- ríka og rnjög skemmtilega ræðu. Páll gekk ekki heill til þessa leiks. Hann varð fyrir þeirri raun kvöldið fyrir hátíðina að veikjast hastarlega, en hann lét það ekki á sig fá, reis upp af sjúkrabeði og gekk fyrir Hólamenn og aðra gesti og ílutti sterka hvatningarræðu, sem lengi mun í minni þeirra, er á hlýddu. Páll sagði margar skemmtilegar minningar frá dvöl sinni á Hólum, en hann var þar sem skólasveinn á árdögum þess- arar aldar. Þá var aðeins eitt her- bergi í skólahúsinu upphitað. Það var „spítalinn“. Þangað þurfti enginn af rösklega 30 sveinum að sækja í skólatíð Páls. Lífið var erf itt, en það var heilbrigt og kallaði á dug manna og þor. Eru samtíð- armenn samingjusamari með sinn stóra hlut en við vorum með’okk- ar, spurði Páll. Hann vildi mega leggja þá mælistiku á framfarirn- ar a. m. k. á sumar þeirra. í ræðu Páls Zóphóníassonar komu fram þær upplýsingar, að Hólamenn bændaskólans mundu vera 1190. Síðan fór Pálil út í skemmtilegar athuganir á því, hvað orðið hefði um þessa sveina og fann þá marga aftur í hrepp- stjóra-, oddvita og sýslunefndar- embættum. Hann fann auk held- ur 4 Hólamenn í sveit alþingism. Siðan ræddi Páll skemmtilegf. og fróðlega um nauðsyn sam- heldni og samvinnu, og iipplýstí með dærnum úr skólasögunni og persónulegri reynslu. Ræða hans fékk hinar bezlu undirtektir og alí ir hátíðagestir dáðuist að þreki Páls og lífsfjöri, og því úthaldi, að fara ekki á „spítalann“ enda þótt í móti blósi. Qpc*, <rieingríms Lo&aræðuna flutti Steingrímur Steinþórsson, fyrrum skólastjóri j-.erra og núv. alþm. Skag- firðinga. Hann dáðist að dug og framsýni Skagfirðinga að hafa ráðist í það fyrirtæki að stofna búnaðarskóla á Hólum fyrir 75 ár- um, einmitt sama árið og „ekkerf sumar kom á Norðurlandi". Það þurfti trú á framtíð landsmanna til þess. Steingrímur dvaldi við örlagaaugnablik í lífi þjóðanna og minnti á, að þau láta ekki ætíð mikið yfir sér. Hinir smæstu at- burðir geta orðið stórviðburðil' ‘í sýn sögunnar. Það voru ekki stór- tíðindi þegar hinn fámenni og ör- snauði skóli hóf starf, en verkið hefir borið mikinn árangur. Steingrímur ræddi þær merku félagshreyfingar, er upp komu á öldinni sem leið, er hafa í raun- inn verið aflgjafi framkvæmdanna í landinu síðan: Búnaðarfélögin, samvinnufélögin, kvenfélögin og loks bændaskólana. Hann ræddi hinar miklu framfarir hér og hin skjótu umskipti eftir að ræktunar menningin hélt innreið sína og kvað íslenzka bændur geta verið stolta af því, sem áunnizt hefir.. Hann kvað hlut bændaskólanna í þri verki vera meiri en menn æti uðu að óreyndu. Að lokum flutti hann skólanum árnaðaróskir. Gjafir til skólans Ágætar gjafir bárust við þetta tækifæri. Páll alþingismaður Zóp hóníasson og frú Guðrún Hannes- dóttir gáfu málverk frá Axarfirðí eftir Svein Þórarinsson. Á það var letruð þessi vísa, se-m Guðmundur á Sandi helgaði eitt sinn Ræktun- arfólagi Norðurlands: . (Framhald á 7. síðu). Minnzt horfinna raunastarfsemi, til þekkingarauka og hagsbóta fyrir bændur. Hann dvaldi við sögu staðarins og þær breytingar, sem þar hafa orðið, skýrði frá því, að gamli bærinn á Hólum væri nú í umsjá þjóðminja varðar og i endurbyggingu. Á Hólastað væru t\7ö hús, sem hefðu mikið gildi fyrir þjóðlí'fið. Fyrst, upp skýra mynd og fremst dómkirkjan, hin ein- j brotnu mönnum, falda, stílhreina og fagra bygging með dýrmætum minjutm liðins tíma og gamli bærinn, lifanöi minning um horfna lifnaðarhætti og horfið búskaparlag. Skólastjór- inn hvatti til þess að bændasfcól- inn á Hólum mætti í framtíðinni gegna menningarhlutverki sínu í ' Gísli Magnússon í Eyhildarholti sá þjóðkunni bóndi, ræðuskörung- ur og ritsnillingur, flutti ágæta ræðu um sögu skólans og þó eink um um skólastjórana þrjá, sem gengnir eru, Jósep Björnsson, Hermann Jónasson og Sigurð Sig- urðsson. í fáum orðum dró Gísli af þessurn stór- og lýsti síðan á- hrifurn þeira á samtíð og framtíð á mjog snjallan hátt. Þessir þrír skólastjórar eru allir í tölu helztu vormanna þjóðarinnar, og kom- andi kynslóðir munu gera ævi- starfi þeirra verðug skil. Verður ekki reynt að endursegja hina j hnitmiðuðu ræðu Gísla hér. Em Karlakórinn Heimir skem.mti ræðna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.