Tíminn - 21.12.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.12.1960, Blaðsíða 5
5 T f MIN N, miðvtkudaginn 21. desember 1960. L Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJtvæmdastión: Tómas Arnason Rit stjórar Þórannn Þórarmsson (áb i, Andrés Kristjánsson F'réttastjón Tómas Karlsson Auglýsmgastj EgiD BJarnason Skrifstofur i Edduhúsinu — Slraar 18300—18305 Auglýsingaslml: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda bJ Áflaleysi togaranna Eins og sést á fiskiskýrslum, hefur afli togaranna verið óvenjulega rýr á þessu ári. Hins vegar hefur afli bátanna orðið miklu meiri en áður og verður því heild- araflinn í ár talsvert meiri en í meðalári. 1. okt. var hann t. d. 50 þús. smái. meiri en 1957 og 1956. Afla bátanna má vafalaust þakka útfærslu fiskveiðilandhelg- innar. Minnkandi afli togaranna stafar ekki eingöngu af því, að fiskur hafi brugðizt á hinum venjulegu miðum togaranna. Að nokkru leyti rekur hann rætur til þeirra áhrifa „viðreisnarinnar", að útgerðarmönnum hefur þótt heppilegra að láta togarana flytja aflann ísaðan á erlend- an markað en að leggja hann upp til vinnslu hérienöis. Þetta hefur þýtt það, að verulegur tími hefur farið í það hjá togurunum að sigla milli landa og veiðidagar því orðið færri en ella. Eftir því, sem næst verður komizt, hafa togaranir farið um 100 söluferðir t»l útlanda á bessu ári í stað rúm- lega 30 á seinasta ári. Söluferðir togaranna hafa það ekki aðeins í för með sér, að veiðidögum þeirra fækkar, heldur sækja þeir oft á önnur mið, þegar þeir veiða beint fyrir erlendan markað. Þetta verður stundum til þess að draga nokkuð úr aflamagninu. Minnkandi heildarafh togaranna rekur þannig að talsverðu leyti rætur til stóraukinna utanlandssiglinga togaranna, sem hafa hiotizt af „viðreisn1, ríkisstjórnar- innar. Hitt er jafnframt rétt, að aflabrestur hefur orðið á mörgum helztu veiðislóðum togaranna. Vegna þess aflabrests. sem hefur orðið hjá togurun- um undanfarið, tala nú vmsir með verulegu irúleysi um framtíð togaraútgerðar a íslandi. Slíkt byggist þó ekki á rökum. Allir atvinnuvegir geta orðið fynr óhappi bæði af völdum náttúru og manna, eins og hér hefur átt sér stað. Togaraútgerðin hefur fært mikla björg í bú ís- lendinga á liðnum áratugum og mun vafalaust gera það einnig í framtíðinni, ef rétt er haldið á málum. Hins vegar sýnir þetta, að það er rangt að treysta á hana eina, eins og t.d. nýskópunarstjórnin gerði. Það þarf emnig að treysta bátaútveginn, landbúnaðinn, iðnaðinn o. s. frv. Því öruggari verður afkoma þjóðarinnar, sem hún byggist á fleiri greinum. Það er ekki heldur neinn útlegðardómur yfir ís- j lenzkri togaraútgerðinn: þótt kappsamir gróðamenn hafi j keypt nýja togara, sem eru af vafasamri stærð. og fengið í til þess ríkisábyrgð ógætinnar ríkisstjórnar Slík mistök j eiga sér stað 1 öllum atvmnugreinum þar sem ævintyra- j leg gróðasjónarmið fá að mega sín oí mikils Síðast, en ekki sízt, er svo aflaleysi togaranna hvatn- I ing um, að hert verði bc.ráttan gegn ofveiði á fiskimið- unum við ísland og að íslendingum einum verði tryggð yfirráð yfir landgrunninu Utanstefna Alþýðublaðið segir fra því í gær, að Guðmundur í. Guðmundsson sé staddui i London og hafi ræct við Home utanríkisráðherra um landhelgismáhð. Eins og áður hefur verið sagt frá, hafa Bretar iagt áherzlu á, að íslenzkur ráðherra eða ráðherrai kæmu til London til viðræðna um landhelgismauð. ís'enzka stjórn- m hefur hins vegar reynt að þrjóskast og viljað sýna styrk sinn með því að lata samningana fara fram hér heima. Nú hefur hún látið undan á þessu sviði eins og öðrum. Harmi deilt með hollvin Of scint, óðinshani eftir Alan Stewart Paton í þýðingu Andrésar Björnssonar. ísa- foldarprentsmiðja gaf út. Fáum rithöfundum mun veitt eins mikil athygli 1 heiminum um þessar mundir sem Suður-Afríku- manninum Alan Stewart Paton. í Evrópu og Ameríku er hann hyllt- ur um þessar mundir sem ágætur lithöfundur og boðberi frelsis og mannréttinda. í heimalandi sínu er hann á svörtum lista stjórnar- valda, stimplaður sem „óvinur föð- urlandsins" i „þjónustu óvina Suð- ur-Afríku.“ Vera má, að Paton sé um þess- ai mundir áhrifaríkasti baráttu- r.iaður gegn hörmungum kynþátta hatursins, sem helríður mannfólk- ínu svörtu og hvítu á suðurodda hinnar miklu heimsálfu. Og vafa- lítið hefur hann þegar með verk- um sínum tryggt sér ærinn styr um nafn sitt næstu árin. Paton varð heimsfrægur fyrir sögu sína Grát ástkæra fóstur- mold mikið öndvegisverk. sem Al- rcenna bókafélagið gaf út í ís- lonzkri pýðingu 1955. Önnur skáld- saga hans er „Joo late the Phaiar- ope“, sem ísafoldarprentsmiðja hefur nú gefið út í þýðingu Ar.drésar Biörnssonar. Sú bók er ekki síður merkisviðburður en h.'n fyrri og engu að síður ;víþætt aí gildi, afburðagóð skáldsaga og hrópand; ákæra gegn siðleysi kyn- þáttahatursins. Þetta er mikil harmsaga í eðli sinu og hlýtur að snerta hvern mann djúpt. En þessi ákæru- þunga harmsaga er ekki sögð með ókvæðum eða bölbænum, heldur sarmjúkum tökum, sem verða undraföst og slerk vegna skáldlegs innsæis og réttsýni glöggrar mann þokkingar. Og bak við harmleik- inn örlar oftast á gleðiboðskapn- im um sigur réttlætis og menn- ingar í þessum efnum. vegna þess að hver dráttur sögunnar sýnir gerla, að þetta haturstré á sér ekki rætur í sál eða eðli manneskj- ai.na, svartra eða hvítra, eins og þær eru af guði gerðar, heldur í drottnunargirnj og grxmmd sýktrar og spilltrar veraldar, sem leiðir af ! sér þrælalög nútímans. Þessi stór- brotna skáldsaga á erindi til allra, cg þrátt fyrir harm sinn er hún l.úfur lestur og skilur við lesand- ann bjartsýnni en áðui Svo miklir eru töfrar höfundarins, að það er eins og lesandinn hafi fengið að ceila harminum með hollvini sin- um og hughrifin verða eins og segir í stefi ágæts, íslenzks höfund- ar: Deilir þú með hollvin harmi — harmurinn er undarlegur — hjartað. sem þér berst í barmi, bljúgt er þá af ást og þökk. Eg get ekki betur séð en þýð- ing Andrésar Björnssonar sé af- fcrigðagóð, og hefur hún þó verið niikið vandaverk, svo viðkvæm og fcrothætt sem sagan er. Ég hef að vísu ekki lesið bókina á ensku, en * íslenzka búningnum er hún svo fagurt og heilsteypt skáldverk og fciugljúf að málfari, að þetta getur varla farið milli mála. Þetta er vafalítið bezta þýdda skáldsagan, sem út hefur komið fyrir þessi jól og hollur jólalestur er hún Þess má geta um athygli þá, sem bókin hefur vakið erlendis, að hinn 10. des. s. 1. fannst ritstjórum New \ ork Times ástæða ti' að skrifa rit- sljórnargrein um haná, og talar það sínu máii. í greininni er bent á það, að þessi bók hafi enn auk- ið hróður höfundar sem mikils bar- áttumanns lyrir mannlegum rétt- indum og menningu, og lítill vafi sé á því, að heiður og nafn Patons iiiuni lifa lengi eftir að þeir Voer- ward forsætisráðherra S-Afríku og f.eiri ráðherrar hans eiu gieymd- ir Þeir herrar hafi og gert sitt til þess að tryggja Paton heiðurssess- inn sem lengst í augum annarra þióða með því að setja hann á svartan lista og reyna að neita hon- urc. um vegabréf til að komast úr lar.di sem frjáls maður. Þeir hafa og stimplað hann sem óvin Afríku. Glæpur Patons í beirra augum er auðvitað sá, að hann hefur hafið upp rödd sína í þágu menningar- imar, segir New York Times. og hann geti borið höfuðið hátt Þótt baráttan um svart og hvítt eigi ekki fólfestu hér á landi í af- ríkanskri mynd, er íslendingum fcollt að gefa boðskap þessarar bók ar gaum, því að hið illa sæði á alls staðar sinn jarðveg. A. K. Dýridalur Johans Bojer Johan Bojer: Dýridaluj. Skáldsaga. Séra Sveinn Víkingur íslenzkaði. Bóka- útgáfan Fróði Reykjavík. Eins og flestum mun kunnugt e: Johan Bojer meðal frægustu sagnaskálda Norðmanna. Nokkrar af sögum hans hafa verið pýddar á íslenzku og hefur þeim verið mjög vel tekið. Þar á meðal eru tvær, sem eru taldar meðal beztu sagna hans, Innsta þráin ag Síð- asti víkingurinn og svo smásög- urnar Ástaraugun. Dýridalur er sveitalífssaga Höf- uðpersónur hennar eru Marta og Hans. Hún var bóndadóttir hafði trúlofazt sKógfræðingi, en þegar foreldrar hennar dóu og arii var skipt eftir þau, drógu bræður hennar sér mikinn hluta arfsins, svo að hennar hlutur varð lítill og þótti þá skógfræðingnum ráðahag- urinn ekki girnilegur og brá heit- orði sínu við hana. Hún vann hjá hræðrum sínum, en tekur svu þann kost að fara frá þeim, og binda sig drykkjusvallaranum og brask- aranum Hansi, er var þá trúlof- •aður annarri stúlku. Upp frá þvfc e1- líf þeirra og saga samantvinn- að. Lífshugsjón hennar verður sú, að gera mann sinn að eins auðug- vm og miklum manni eða meiri en skógfræðingjnn, sem hafði svikið fcana. En til þessara framkvæmda þurfti mikil og margþætt átök. Hans var ( eðli sínu ævintýra- maður, áræðinn og djarfur dá- lítið hrekkióttur í viðskiptum en tók sér létt bæði sigra og ósigra. f au byrja búskap sinn í afskekktu koti, fátæk og með litlar mann- virðingar, pví að Hans er orokk- gengufc. En þau vinna áður en rnörg ár líða hvern stórsigurinn á fætur öðrum Hans verður hepp inn i braski sínu, kaupir stór- fcýlið Dýradal, mesta höfðingja- setur allrar byggðarir.nar Fylgdu þv margar hjáleigur stórt skóg- lendi og veiði-hlunnindi; þau hafa vinnufólk, græða fé og verða skuldlaus. Hans gerist bindindis- maður, vinnur sér álit, og þau komast í heldrimanna tölu. Nú er sá sigur Mörtu fenginn, að maður hennar er ekki minna virtur en skógfræðingurinn. En eitt amaði að. Þau eignast ekki erfingja sem geti tekið við Dýradai. er þau ger- ast gömul. Þetfca verður orsökin tn þess, að sigrar þeirra verða haldlitlir er aldur færist yfir þau. Þau koma sér saman um að taka fósturbarn. Fyrir valinu verður systursonur Mörtu. tíu ára gamall. Móðir hans var fátæk ekkja og átti nokkur börn Þau leynast honum vel og ætla að láta hann erfa sig. Hann þýðist þau ekki, en vill þó fá eignir þeirra, og á brúðkaupsdegi hans gefa þau honum Dýradal. Eigingirni fóstursonarins er hóflaus. og að því kemur, að gömlu hjónin hrökkl ast burt frá Dýradal og hefja kot- fcúskap á nýjan leik. Óvænt atvik kveikir enn ljós í lífi gömlu hjónanna. Bréf kemur frá borgarstjóra og verksmiðju- eiganda stórborgar einnar i Am- eríku. Segir bann, að Hans sé faðir sinn, en móðir sín sé dáin. En hún var stúlkan, sem var trú- lofuð Hans, er Marta tók hann frá henni. Sagðist sonurinn mundi koma til Noregs á næsta sumri. Mynd fylgdi bréfinu, er hreif þau bæði. „Sonurinn" var jafnan í huga þeirra beggja og um hann töluðu þau á hverjum degi. En þegar þau hittu hann á hót- eh þar við fjörðinn og sáu hve mikill höfð’ngi hann var, og hann sá hve fátækleg og lítilmótleg þau voru, þá var dýpið á milli þeirra svo ijúpt að það varð ekki fcrúað. Og er þau koma heim til sín, voru þau mikiu fátækari en nokkru sinni fyrr. Þau áttu engan son framar. En út úr my-krinu fceima hiá séi s-já þau Dýradal bað- aðan í silfurskæru ljósi. Hin skapir.ikk kona sér nú að fcún verður að líða fyrir syndir sínar. Saga þessi er álirifamikil og sýnir ljós og skugga mannlegs lífs. Skemmtileg sögupersóna er Knútur, fátækur drengur er kom íremur ungur á heimili þeirra fcjóna í Dýradal á velgengnisárum þeirra. Hann var ákveðinn i því að verða mikill maðui Fyrst voru það miklir hershöfðingjar sem voru fyrirmyndir hans, en síðar stjórnmálamenn. Að lokum fiæmir „fóstursonurinn“ hann frá Dýradal, en Knútur fer út í heim, gengur í skóla og veröur róttækur stjórnmálamaðu En mér virðist höfundurinn ekki skýra til fulls áhrif hans á líf Dýradalshjóna. Þess hefði þó mátt vænta af því, hve höfundurinn skipar honurn mikið sæti í sögunni, að hann fcefði meiri þýðingu fyrir örlög þeirra en sagan greinir. Atburða- lýsingar sögunnar eru annars með agætum. Enginn vafi er á því, að saga þessi verður vinsæl meðal lesenda- ejns og fyrri sögur Bojers sem þýddar hafa verið á íslenzku Og s-nilldaitök þýðandans á íslenzku máli stuðla að því að svo verði. Frá útgelandans hendi er sag- an vel úr garði gerð Pappír og prentun er hvort tveggja gott og band mjög smekklegt Þorsteinn M. Jónsson Algert einsdæmi Akureyri, 16. des. Siglufjarðarskarð var opnað í dag og fóru jeppar yfir það þegar í gær. Mun það vera algert eins- dæmi, að Skarðið sé fært bifreið- um á þessum tíma árs. Vegurinn milli Reykjavíkur og Akureyrar er alveg snjólaus. Nú munu 29 þús. mál síldar hafa borizt til Krossanesverksmiðj unnar með áætlaðri veiði í dag. Af þeirn átta skipum, sem veiðarnar stunda, er Gylfi aflahæstur með um 8000 mál. Er hásetahlutur þar orðinn mjög góður. E.D.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.