Tíminn - 21.12.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.12.1960, Blaðsíða 16
MiSvikudaginn 21 desember 1960. 289. blað. Disney sendi áritaða mynd í þakkarskyni Litbrá gefur út fjölbreyttar Dis'neybækur fyrir yngstu Iesendurna Nú fyrir jólin sendir HTBRA frá sér fjölbreytt skemmtiefni fyrir yngstu börnin, sem mikla athygli hlýtur að vekja. Þetta er lita- leikja- og lestrarhæk urnar með hinum þekktu Walt Disney-myndum, mjög vel úr garði gerðar. Bók- hneigður þjófur Það bar til tíðinda í Vest- mannaeyjum í vikunni að helzti bóksali staðarins fékk bókasendingu úr Reykjavík, og er ekki í frásögur færandi út af fyrir sig á bókakauptíð fyrir jólin. Bækurnar voru sendar flugleiðis. Sú nýlunda (Framhald á 15. síðu). Þar eru myndir af Andrési Önd, Plútó, Toppi og Tappa- og Jóa frænda, sem aldrei hugsar um annað en pening- ana sína. Sérstök ástæða er til þess að geta Galdraverksins eftir Disney. Galdraverkið, sem auk þess að vera hin skemmtileg- asta lita- og myndabók, hef- ur að geyma alls kyns þrautir fyrir unga og gamla að kljást við. Má þar nefna Myndaleik- in, flöskugaldra, teskeiða- þrautir, Mikkaleikinn, eld- spýtnaþrautina, hornabolt- ann, orðaleiki og svo kappsund Gosa, Rosa og Tosa. Þess má geta til gamans, að þeir Litbrár-menn sendu Walt Disney nokkur eintök af bókum sínum. Disney var fljótur til svars og kvaðst sjaldan hafa séð eins vel far- ið með verk sín eins og í út- gáfubókum Litbrár á íslandi — og hangir nú uppi á vegg í Litbrá, árituð teikning frá Disney, send hingað í þakk- arskyni. Á horni Vitastígs og Grettisgötu rekur Vigfús Árnason rakarastofu sina. Hann hefur nú tekið upp nýjung, sem ekki hefur áður tiðkazt hér á landi, en verður efaiaust vinsæl. Hann lætur kúnnana hafa afgrelðslunúmer og síðan geta þeir farið ferða sinna þangað til röðin kemur að þelm. Er nú viðbúið að margur hyggi gott til glóðarinnar og vilji spara sér biðina. Myndin sýnir Vigfús afhenda afgreiðslunúmer og sýnilega hefur kúnninn hár, sem hann má missa. Spurningin er bara: Hve mikið og hvar af höfð inu??— (Ljósm.: TÍMINN KM). 4 dagar til jóla - Gluggagægir kemur í Tíundi var gluggagægir. grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit Fnn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Teikning eftir Tryggva Magnússon. Vísurnar gerði Jóhannes úr Kötlum. Skinnbækurnar gefnar út Ijósprentaðar Eins og kunnugt er, byrjaði Ejnar Munksgaard árið 1930 á því stórvirki að gefa út Ijós- prentanir helztu íslenzkra skinnbóka. Corpus codicum Islandicorum, og var Flateyj- arbók fyrsta bindið. Alls komu út tuttugu bindi. Þetta ritsafn vakti mik!a athyglí og hlaut m. a. guilverðlaun á heims- sýningunni í París 1937. Nú eru flest bindin uppseld fyrir löngu og komin í geipiverð. Núverandi eigendur útgáfufyrir- tækis Ejnars Munksgaards byrj- uðu fyrir sex árum útgáfu nýs flokks Ijósprentana, Manuscripta Islandica. í honum eru yfirleitt i minni handrit og sum þeirra, sem ■ torlesnust eru. En þar er notuð ný aðferð, ljósmyndun við kvarz- ílampa, sem gerir eftirmyndirnar jmiklu auðlesnari en frumritin, 1 | En það sýnir bezt, hvers hin fornu íslenzku handrit eru metin ! erlendis, að enn hexur verið hafizt ■ handa um útgáfu nýs flokks ljós- | pfentana, Early Icelandic Manu- schripts in Facsimile. Er það út- gáfufyrirtækið Rosenkilde og Bagger, sem að því stendur, en aðalritstjóri er prófessor Jón Helgason og í útgáfunefnd prófess- orarnir Magnus Olsen í Oslo, Dag Strömback í Uppsölum og Sigurð- ur Nordal í Reykjavík. Fyrirhugað er, að í þessum flokki verði tuttugu bindi, Öll í arkarbroti, stærstu handritin, sem enn eru ekki útgefin á þennan hátt, meðal | annars Bergsbók, Tómasskinna, ! Ólafs saga Tryggvasonar hin meiri jog Kálfalækjarbók Njálu. Út eru | komin tvö bindi, Króksfjarðarbók ISIurlungu, með formála eftir dr. ÍJakob Benefliktsson og Skarðsbók, ' r,-eð formála eftir dr. Desmond ' Siay. Þessar útgáfur eru vitanlega gerðar eftir fullkomnustu Ijós- myndúm og óvenju vandaðar að óilum frágangi, enda hafa þær þegar vakið mikla athygli. Sér- staklega þótti það tíðindum sæta, þegar Skarðsbók kom út. Þetta núkla og merkilega handrit. aðal- handrit Postula sagna, ritað á 14. öid af snúidarskrifara, var um 3700 Jl Skarðí á. Skarðsströnd og gat Árni Magnússon ekki eigriazt það, hvernig sero hann reyndi en iét skrifa það upp, og eftir því pappírshandriti voru sögurnar gefnar út 1874. Hugðu þá allir skinnbókina glataða. Loks 1890 fann Eiríkur Magnússon hana í e.inkabókasafni í Englandi. Síðan hafa menn lengi ekki haft spurnir af henni, fyrr en Jón Helgason skoraði á dr. Slay að leita hana upp.i. Skarðsbók er síðasta skinn- bókin, sem íslendingar héldu í og varðveittu, og fyrsta skinnbókin (Ef til vill líka sú síðasta), sem menn um langt skeið hafa talið alveg glataða, en kemur síðan í leitixnar. Núverandi eigendur hennar lánuðu hana til Hafnar til ljósmyndunar, en óséð er enp hvar skinnbókin sjálf lendir að lokum. Kaldi Sjálfvirki maSurinn á veð- ursfofunni segir, að I dag verðl norðvestan kaldi, éljaveður og hifi um eða undir frostmarki. Regn á rykið Ný bók eftir Thor Vilhiálmsson Komin er út hjá Helgafelli ný bók eftir Thor Vilhjálms- son og nefnist hún REGN Á RYKH). Bókin er 410 blaðsíð- ur og skiptist í fjóra megin- kafla. í fyrsta kaflanum eru þættir af ferðum höfundar, einkum frá Ítalíu en einnig frá Norðurlöndum. Annar kaflinn fjallar um kvik- myndir og kvikmyndageiðarmenn þá, sem fremstir standa, en þar er einnig vikið að leikhúsmálum og minnzt komu Pekingóperunnar til Reykjavíkur og sextugsafmælis Leikfélags Reykjavíkur. í þriðja kafla kennir fleiri grasa og er þar vikið að ýmsum málum, sem varða almenning. Fjórði og síðasti kaflinn fjallar um skáldi erlend og hérlend, og bókmenntir; þar eru og Ijóð, sem þókarhöfund ur hefur snúið úr ítölsku og er frumtextinn birtur. Eins og sjá má af þessari upp- ..tainingu. er þett.a æ,ði margslungin bók og girnileg tii lestrar. Regn á rykið er fknrota bók höfundar, Thor Vilhjálmsson sem er kunnur að því að segja sína meiningu hreinskilnislega og djarf lega. Má telja víst að þessi nýja bók hans verði.mikið lesin og með athygli ekki síður en hinar fjórar fyrri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.