Tíminn - 21.12.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.12.1960, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, miflvnnidaglim tU desejiAer H0O. ég stUltl mlg og sagði vi3 sjálfa mig aS nú væri þessn að verða lokið í bili. Pyrir enda gangsins væru dyr, sem ég væri bráðum komin að. Eftir augnablik myndi ég vera komin út á götuna aftur. Og að baki méf hljómaði fóta takið, fast og stöðugt. Svo vorum við komin að dyrunum. í kæti minni reif ég þær upp og ætlaði að hlaupa 1 snatri, en hann greip reiðilega í öxlina á mér, gægð ist út og fullvissaði sig um, að enginn væri á ferli. Svo sleppti hann mér og nú var mér frjálst að fara. — Mánudagskvöld á sama tíma, sagði hann dimmri röddu, svo bætti hann við: — Og farið varlega. Já, hugsaði ég með sjálfri mér: Parðu varlega, því að þú nærð í peninga handa mér og það er hið eina sem ég kæri mlg um. Eg flýtti mér eftir gang- stéttinni, en það -var eins og fætumlr vildu ekki hlíta vilja mínum. Þeir voru þung ir sem blý. Eg hafði sloppið lifandi. Ekkert hafði komið fyrir mig. Það var allt sem ég áttaði mig á til að byrja með. Það var hið eina, sem nokkru máli ekipti. Og ég gat ekki sómasamlega andað að mér fersku útiloftinu eftir svækjuna og íúla loftið í skuggahúsi dr. Mordaunts. Og þótt undarlegt megi virðast hafði þessi för mín til læknisins haft svo kynleg áhrif á mig, að ég skildi ekki að min gæti beðið hætta ann ars staðar en í litla kjallara- herberginu. Mér datt ekki í hug að nokkur hætta gæti stafað af manninum, sem nú á þessari stundu sóð við litlu sælgætisbúðina og horfoi á mynd slna í speglinum. Hann var klæddur brúnum fötum og virtist stara óaflátanlega á sjálfan sig. Eg sat rétt hjá á bekk með an ég beiö eftir neðanjarðar- lestinni, og skyndilega varð ég þess vör að hann gaf mér nánar gætur. Hann hvarf mér þegar iest in kom æðandi inn á stöðina — það var um marga vagna að velja. Og þegar ég var kom inn upp i lestina hafði ég gleymt honum. Og þótt ég sæi hann aftur þegar ég skipti um lest til að komast í Kanalgötu — þá fannst mér það ekki umhugs unarvert. Hann skipti líka um lest, en skiptu ekki þúsundir manna um lest mörgum sinn um á dag. Eg skynjaði alls enga hættu . . . eftir að ég hafði sloppið heii og ósködd uð út úr læknishúsinu. Eg hafði tekið þá ákvörð- un að fara eftir skipunum læknisins. Af þeirri ástæðu einni, að ég varð að hitta hann að minnsta kosti einu sinni enn, ef til vill oftar. Eg var engu nær nú en þegar ég fór til hans í fyrra sinnið. i forsalnum eins og ég væri að velta fyrir mér, hvort ég ætti að setjast eða snúa frá. Það voru margir gestir þótt klukkan væri margt. Öll beztu borðin í salnum voru upptek in og þó að margir gestanna virtust fyrir löngu hafa lokið snæðingi, sátu þeir í smáhóp- um og ræddust við. Eg fór inn í aðalsalinn, Bjalla hringdi, en enginn evo Eftlr Cornell Woolrich 11 Hann hafði þekkt Miu Mercer. Hann hafði ekki verið læknir hennar en staðið i einhverj- um ólöglegum viðskiptum við hana. Þar eygði ég von um að finna frambærilega á- stæðu fyrir að hann hefði myrt hana. Maður sem hafði skammbyssu hjá sér á borð- inu, þegar hann talaði við hjálparmenn sína myndi á- reiðanlega ekki hika við að drepa þá, ef hann væri svik- inn eða stafaði hætta af við- komandi. Og því var það, að þetta smnnudagskvöld lagöi ég af stað. Eg vissi raunar aðeins óljóst um hvað málin snerust. Mér var að vísu fullkomlega ljóst að hér var um giæpsamlegt athæfi að ræða; þessar pen- ingafúlgur, sem ég átti að veita viðtöku töluðu sinu máli, og þá ekki slður allar þær ráðstafanir, sem gerðar höfðu verið til að leyna nafni mínu og þeirra, sem pening- ana skyldu greiða Og jafnvel þótt það hljómi ótrúlega þá var ég enn harla óviss hvað þetta merkti allt saman. Eg hélt hálft í hvoru að þetta væru peningar fyrir gerðan „greiða“. Já, mér datt senni- lega flest annað en hið sanna í hug. Eg gekk inn í „Antons Cafeteria“, stóð stundarkom mikið sem leit um öxl til að sjá, hver inn kæmi. Eg tók bakka og stillti mér upp við afgreiðsluborðið. Á pappírsræmunni sem hann hafði brennt, stóð Com Flakes, en ég kom ekki auga á neinn pakka. Loks kallaði ég á stúlkuna og spurði, hvort ekki væri hægt að fá Corn Flakes. — Jú, svaraði hún, — en við höfum það aldrei frammi við á kvöldin. Það er kannski eitthvað eftir frá því í morg un. Nú skal ég sækja pakka. Að lítilli stundu liðinni kom hún aftur með Corn Flakes- pakka, sem hún ætlaði að hvolfa úr á djúpan disk handa mér. En ég minntist fyrirmælanna, sem mér höfðu verið gefin og sagði: — Nei, ég vil gjarnan fá rjómann fyrst, síðan Corn Flakes og sykurinn síðast. Hún leit á mig, dálítið undr andi á svip, en fór fúslega að óskum mínum og sagði: — Það eru ekki margir, sem vilja Corn Flakes á kvöldin. Við höfum einn viðskiptavin sem var vanur að koma hér stundum og borða Corn Flak es á kvöldin, en ég hef ekki séð hann upp á síðkastið. ' Mér hefði þótt fróðlegt að vita, hvort honum var kunn- ugt um að þetta var leyni- merki. En ekki var svo að sjá á svip hennar. Eg setti diskinn á bakka og gekk að innsta borðinu við langvegginn. Klukkan hringdi og maður kom inn og fékk sér kaffi við sjálfsalann. Hann sneri baki i mig, en fljótt á litið minnti hann mig á manninn, sem ég hafði séð tvisvar í lestinni þá um kvöldið, eftir að ég fór úr húsi dr. Mordaunts. Eg sagði við sjálfa mig, að þetta hlyti að vera ímyndun . . . . og ef ekki, gat varla verið um tilviljun að ræða. Eg hrærði með skeiðinni í Corn Flakesnu og hugleiddi hvort ég ætti að borða það. Maðurinn með kaffibollann var horfinn. Þegar ég leit bet ur í kringum mig sá ég hann sitja alllangt frá mér við tveggja manna borð. Hið eina sem ég sá almennilega af hon um var flókahatturinn á höfð inu. En samt gat ég ekki var izt þeirri hugsun að þessi maður og maðurinn í lestinni væri einn og sami........ Hann leit aldrei í áttina til mín, en einbeitti sér að því að drekka kaffið. Og án þess að ég yrði þess vör strax var einhver setztur vlð borðið hjá mér. Eg leit snarlega upp, en sá lítið ann að en stóreflis dagblað og óljóst glytti í karlmann bak við það. Hann hlaut að hafa gefið mér gætur allan tím- ann. Eg tók eftir þvi ,ð hjartað í mér barðist venju fremur ótt. — Eruð þér með það? hvisl aði hann án þess að líta til mln eða dráttur hreyfðist í ' andliti hans. ! Áður en ég gat svarað, var | hann orðinn leiður á biðinni. — Hvað er að? Eruð þér ekki með neitt? Lét hann yður ekk ert ifá? — Jú, en hann lét mig bara . . . Maðurinn var sem á nálum. — Hvurs lags hangs er þetta. Eg get ekki setið svona í alla i nótt. Það eru fleiri hér. Þér | eruð nýjar í starfinu, sýnist ■ mér, er ekki svo? I — Hvað viljið þér eigin- ; lega að ég geri? spurði ég í hiálparvana. i I mín. Ýtið veskinu yðar til að því aftur og þokað þvl var lega til mín aftur. Svo hvæsti hann: — Hvað í fjáranum? Eruð þér ekkert með? — í litla hólfinu með renni lásnum, stamaði ég. Hann hrifsaði veskið til sln aftur og innan hálfrar mín- útu heyrði ég laumulegt skrjáf, töskunni var lokað og skyndilega va.r maðurinn horf inn .... Eg greip eftir töskunni og renndi lásnum. Eg sá að einn af fjórum pökkunum, sem dr. Mordaunt hafði látið mig fá voru horfnir, en þar lá seðla- vöndull, marg krumpaður og hafði sýnilega verið handleik inn lengi og krampakennt. Eg taldi peningana .... tvo jjundruð og fimmtíu dollad- ar. Eins og í leiðslu ýtti ég töskunni til hans. Eg áttaði! mig enn ekki, hvað ég var raunverulega að gera, og ég deplaði augunum ákaft til að fullvissa mig um, að ég værií vakandi. Með fáeinum handtökum ■ hafði hann opnað veskið, lokl Miðvikudagur 21. desember; 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 18.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Jólin koma“ eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur; IV. (Höfundur les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.40 Tilkynningair. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleiðritið: „Anna Kár- enina“ eftir Leo Tolstoj og Oldfield Bax; VIH. kafli. Þýð- andi: Áslaug Árnadóttir. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leik endur: Ævar R. Kvaran, Guð- björg Þorþbjarnard., Helga Valtýsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Rúrik Haraldsson, Jón Sigurbjömsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Amdís Björnsdóttir, Haraldur Bjöms son, Gestur Pálsson, Anna Guð mundsdóttir, Jónas Jónasson, Stefán Thors og Þóra Borg. 20.45 Vettvangur raunvísindanna: Fannamenn og furðudýr (Örn- ólfux Thorlacius fil. kand.). 21.05 íslenzk tónlist: Verk eftir Björvgin Guðmundsson. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk as" eftir Taylor Caldwell; XXIV. (Ragnheiður Hafstein). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Rétt við háa hóla": Úr ævi- sögu Jónasar Jónssonar bónda á Hrauni í Öxnadal eftir Guð- mund L. Friðfinnsson; IX. (Höfundur les). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23.00 Dagskrárlok. FTRÍKUR VÍÐFÖRLI Merki Jómsvíkinga 38 Menn Eiríks eru nú komnir og .hann skipar þeim að flytja Bolor til kastalans og flytja fangann einnig. Vínóna kemur til móts við þá. Hún er náföl af geðshræringu. — Þessi dauði Dani var Jómsvíking- ur, segir hún. — Og Axel líka!, segir Eiríkur argur í skapi. Hann snýr sér að lækninum og segir: — Hér verður komið með dauðsærðan mann, gerið allt sem unnt er til að bjarga lifi hans og sjáið um að vakað sé yfir honum. — Ef þér er annt um líf þitt skaltu nú leysa frá skjóðunni, seg- ir Axel. — Talaðu! segir Vínóna, þú verður að hlýða konunginum. Axel er í þann veginn að segja eitthvað en hann hættir við það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.