Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 2
T f MIN N, srunnudaginn 3. september 1961. Benedikt Gröndal liæSist yfir ofbeldisaðgerðunum á Akranesi Höfundur ofbeldisaígeríanna 'segir þær hafa veriS fullkomlega löglegar, þótt bæjar- sjótSi hafi veritS dæmt aU grciða miklar fé- bætur og málskesínaÖ aílan aÖ auki. í lelðara Alþýðublaðsins í gær skrifar Bencdikt Gröndal af kok- hreystl mikllli og fáheyrðri ó- svífni um dóminn í bæjarstjóra- málinu á Akranesl. Hefði þessum höfundi ofbeldisaðgerðanna verið sæmra að hafa hljótt um sig, því að hann hefur með hinni ósvífnu framkomu sinnl og ævintýra- mennsku bakað bæjarsjóði Akra- ness óþarf útgjöld, sem nema meiru en elnum fjórða úr millj- ón. í þessum leiðara snýr Benedikt öllum staðreyndum við og full- yrðlr fullum fetum, að brottvikn- ing Danícls hafl verlð FULLKOM LEGA LÖGLEG. Benedikt seglr: „Melrlhluti bæjarstjórnar Akra- ness fór því löglega að máli þessu og gerðl ekkert, sem er skaðabótaskylt." Dómurinn staðfesti að Daniei ber laun út allt kjörtímabililö. Hefði Daníel ekkert unnið eftir að honum var vikið úr starfi, hefði hann fenglð launin óskert, en til frádráttar komu tekjur hans á tímabllinu. Þar sem heykst var á öllum ásökunum á hendur Daníel i vörn málsins og þær höfðu verlð dæmdar dauðar og ómerkar fyrir fógetarétti 31. ágúst 1960, féilu miskabæturnar niður. Benedikt Gröndal segir, að Daniel hafi verið boðin laun í eitt ár af lögfræðingi bæjarstjórnar- innar. Þetta er hreinn uppspuni og ósvífinn. Sannleikurinn er sá, að meirihluti bæjarstjórnar sam- þykkti að svipta Danfel launum frá og méð uppsagnardeg! og sendi Daníel bréflega tilkynningu þess efnls. Sigurður Guðmunds- son, bæjarfulltrúi, bar fram til- lögu á þessum sama fundi um að Daníel yrðu greidd laun fyrst um sinn og teknir væru upp samn- ingar við hann um málið. Hálfdán Sveinsson neitaði að bera þessa tillögu upp! Það er ekki fyrr en nú í sumar þegar málið er að komast á lokastig og kratar sjá sína sæng uppreidda, að lögfræð- ingur bæjarins tekur að þreifa fyrir sér um samninga. í vörn málsins hélt Hálfdán Sveinsson þv[ fram, að Daníel bæri ekki að fá neln íaun — ekki krónu — þar sem brottvikningin hafi verið LÖGLEG. Þó treysti hann sér ekki í vörninni, að standa við eina einustu af þeim mörgu ásökunum, sem samþykkt- ar höfðu verið í bæjarstjórninni (og þá taldar sannaðar) og for. sendur voru fyrir því, að Daníel var gerður brottrækur úr emb- ætti bæjarstj. Dómurinn dæmdi bæjarsjóði að greiða Daníel laun út allt kjörtímabilið frá 13. marz að telja og 8% vexti frá þeim tíma, og að auki voru Daníel dæmdar 12 þúsund krónur i máls- kostnað. Samt heldur Benedikt Gröndal því fram, að brottvikn- ingin hafi verið lögleg. Þessi dóm ur væri býsna skrýtinn, ef svo væri. Hann væri eins óréttlátur og frekast gæti verið, ef brott. vikningin hefði verið lögleg, þar sem sá aðilinn, sem að lögum fór (að sögn Ben. Gröndal) er dæmd- ur til mikilla fjárútláta og dæmd- ur til að greiða málskostnað gagnaðilans að auki. Það væri þokalegt rétfarfar, ef unnt væri að leika þá, sem að lögum fara, svo grátt. Tíminn vill benda Benedikt Gröndal á það, að máls- aðili er aldrei dæmdur til að greiða málskostnað gagnaðilans, nema málsaðili hafi ótvírætt gerzt freklega brotlegur við lögin. Þessi dómur er vörn fyrir baej- arstjóra og viðvörun til bæjar- stjórna í framtíðinni að leggja ekki út í slíkt ævintýrl. Dómur- inn tekur af allan vafa um það, að bæjéarstjórum ber full laun úf allt kjörtímabilið og munu bæjarstjórnir því hugsa sig um tvisvar áður en þær leggja út í slíkar ofbeldisaðgerðir og ævin- týramennsku, því að aðfarirnar á Akranesi, hafa þegar kostað bæj- arstjórnina hátt á þriðja þúsund krónur — og fyrir afleiðingarnar er ekki séð ennþá. Ásakanir á hendur Daníel Ágústínussyni, sem notaðar voru til að bola honum úr starfi, voru dæmdar dauðar og ómerkar fyrir fógetaréttl og Daníel hafði því enga ástæðu til að áfrýja þeim dómi, því að fébótamál sitt varð hann að sækja fyrlr ögrum rétti. Hálfdán Sveinsson áfrýjaði þeim dómi ekki, og í fébótamáiinu féll hann að sækja fyrir öðrum rétti, ásökunum um brot Daníels ' starfi, en byggði vörn sína ein- göngu á því, að pólitísk viðhorf hefðu valdið brottvikningunni, — þ.e. aðgerðir til að koma póli- tískum andstæðingi á kné. Vegna þess, að fallið var frá öllum ásök unum og þær höfðu áður verið dæmdar dauðar og ómerkar, tald dómurinn rétt að miskabætur féllu niður. Svo hælist höfundur ofbeldis- aðgerðanna yfir dómsúrslitunum og segir ofbcldið hafi verið lög- um samkvæmt. Situr sízt á þess- um ævintýramanni að hælast yfir því, að hafa bakað bæjarsjóði Akraness óþorfa útgjöld, sem nema ekki minna en Vt úr millj. Stygg og dreifð hreindýr í sumar Egilsstöðum, 1. september. Svo virðist sem hreindýrin haldi sig í haust miklu dreifðar en áður. Sennilega hefur styggð kom- ið að þeim við hinar tíðu manna- fcrðir í lönd þeirra og það ónæði, sem því fylgir. Getur þctta orðið til þess, að stofninum megi gjarn- an fjölga. Það hefur haldið hon- um niðri hingað til, á hve tak- mörkuðu svæði hreindýrin héldu sig. Hreindýr sjást nú varla við Snæ- íell, þar sem þau héldu sig gjarna áður. Þau hafa fært sig mikið suð- ur á afréttir, suður í Víðidal. Clæð- ingur er af þeim á Fljótsdalsheiði. Mesta kornuppskera (Framhald aí 1 síðu.) arfirði og Norðfirði. Kaupfélag Héraðsbúa hefur komið upp korn- þurrkunarstöð, sem það rekur, í Egilsstaðaþorpi. Akrarnir austan lands eru samtals á annað hundr- að hektara. Sveinn á Egilsstöðum er sjálfur mestur kornyrkjubóndi austan lands og hvatamaður þess, hve kornyrkjan er komin þar vel á ,veg. Þau eru einnig komin vestar, í Kringilsárrana. Þar er gott hag- lendi um vetur, en þetta er í fyrsta sinh, sem hreindýr halda sig þar að ráði. Lítið hefur verið skotið í haust af hreindýrum. Bæði er nú lengra og erfiðara að komast að þeim og einnig er fjárhagslegur ávinningur aí veiðunum vafasamur. Helzt eru það sportmenn, sem veiðarnar stunda. E. S. Saimtarfíð heldur áfram Kaupmannahöfn í gær. Einka- skeyti. — Að loknum stjórnar- fundi í gær tilkynnti þingflokkur radíkala vinstriflokksins Viggo Kampmann forsaétisráo .erra, að stjórnarsamstarfinu yrði haldið á- fram á grundvelli þeirrar stefnu- skrár, sem samningamenn beggja flokkanna hafa komig sér saman um. Enn er ekki ráðið, hverjir skuli af hálfu radíkala ganga í spor Bertel Dahlgords efnahags- ráðherra og Jörgen Jörgensens menntamálaráðh. í ríkisstjórninni, e.. búizt er við, að hinir nvju ráð herrar verði útnefndir í síðasta lagi á þriðjudaginn. — Aðils Ný frímerki í tilefni af 50 ára afmæli há- skólans mun póst- og símamála- stjórnin gefa út hinn 6. október næstkomandi þrjú ný frímerki með verðgildunum kr. 1,00 (upp- lag 2.000.000), kr. 1,40 (upplag 1.500.000) og kr. 10.00 (upplag 750.000). Einnar krónu merkið verður brúnt að lit með mynd af Benedikt Sveinssyni, sem á Alþingi var einn helzti talsmaður fyrir stofn- un háskóla á íslandi. Einnar krónu og fjörutíu aura merkið verður blátt ag lit og með mynd af Birni M. Olsen, fyrsta rektor háskólans. Tíu króna merkið verður grænt og með mynd af háskólabygging- j unni. ! Jafnframt mun sama dag verða i gefin út minningarblokk i 500.000 ! eintökum og verða í henni ofan- greind þrjú frímerki. Söluverð blokkarinnar verður samanlagt verð frímerkjanna eða kr. 12,40. Góftur burrkur Reynihlið 2. sept. — Þurrkur hefur verið góður siðan á höfuð- daginn, en fram að þeim tíma höfðu verið látlausir óþurrkar. Síð- ari sláttur stendur nú sem hæst og gengur prýðilega. Óvenjulítil veiði hefur verið í Mývatni í sumar Margt útlend- inga hefur komið hingað og dvalið hér sér til skemmtunar. Hefur verið mjóg mikil aðsókn að hótel- unum, og i ágústmánuði voru þau svo til alltaf full. P.J. , Tveir þjóðleiötogar í Afríku, Nasser og Nkrumah, ræðast vlð. Kjarnorkusprenging- in var reiöarslag NTB—Belgrad og London 2. sept. — Kjarnorkusprenging Ráðstjórnarríkjanna í gær hefur að vonum vakið mikla at- hygli, ugg og kvíða, en hvorki Tassfréttastofan né Moskvu- útvarpið hefur enn minnzt á atburðinn einu orði. Nkrumah, forseti Ghana, sagði í dag á ráðstefnu óbandalagsbundinna ríkja í Belgrad, að fréttin um kjarnorkusprengingu Rússa hefði komið yfir sig eins og reiðarslag, og Nehru, forsætis- ráðherra Indverja, sagði á sömu Yáðstefnu, að með síðustu kjarnorkusprengingu Ráðstjórnarinnar væri ástandið í heim- inum orðið miklu hættulegra en það hefði nokkru sinni verið eftir síðari heimsstyrjöldina. Nasser, forseti Arabíska sam- bandslýðveldisins sagði í gær á fundi ráðstefnunnar, að ákvörðun Ráðstjórnarinnar að hefja spreng- ingar aftur, vekti hjá sér undrun og ugg. Fréttin um kjamorku- sprengingu Rússa yfir Asíu barst svo seint, að hún náði ekki fundi Belgradráðstefnunnar í gær. Afríka kjarnvopnalaus Nkrumah forseti Ghana sagði í dag á ráðstefnunni, að fréttin um sprengingu Rússa í gær hefði komið yfir sig eins og reiðarslag. Sá atburður hlyti að sýna alþjóð fram á, að heimurinn væri á helj- arþröm, nema eitthvað yrði að gert, er kæmi í veg fyrir, að svo færi fram sem nú horfði. Tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu tafar- laust að hætta, og væri það skylda óbandalagsbundnu ríkjanna að gera sitt til þess. Hann lagði einn- ig til, að Afríka yrði skilyrðis- laust kjarnorkuvopnalaust svæði. Þar átti hann að sjálfsögðu fyrst og fremst við, að koma yrði í veg fyrir framhald kjarnorkuvopnatil- rauna Frakka í Sahara. í lok ræðu sinnar skoraði Nkrumah á Kennedy forseta og Krustjoff forsætisráðherra að setj ast þegar í stað að samningaboiði til þess að semja um Berlínar- málið og Þýzkaland og stöðvun kjarnorkulilraunanna. Bauð hann Ghana fram sem fundarstað. Nkrumah sagði \ísambandi v ið Þýzkalandsmálin, að Vestur-Þýzka land yrði að ganga úr Atlantshafs bandalaginu og Austur-Þýzkaland úr Varsjárbandalaginu, en eftir það mætt.i reyna að ná samkomu- lagi um Berlín. Fyrsti ræðUmaður á fundi Bel- gradfundarins i dag var Hailie Selassie Abessyníukeisari. Hann sagði, að eina vonarhald mann- kynsins a slíkri hættustund sem nú væri, væri það, að stórveldin myndu hika við áður en þau legðu út í alheimseyðileggingu með kjarnorkuvopnum. Hann sagði einnig, að nýlendustefnan í hin- um gamla skilningi væri nú úr sögunni. en í staðinn væri komin nýlenduscefna í nýrri merkingu. Við hana væri síður en svo auð- velt að fást. nemru — hættulegasta ástand Jawaharlal Nehru, forsætisráð- 1 herra Indlands, sagði að fréttin ; um sovézku kjarnorkusprenging- 1 una væri sannkölluð harmafregn, og eftir hana væri heimurinn hættar staddur cn nokkru sinni eftir aðra heimsstyrjöldina. Ráðstefnunni í Belgrad hafa bor- izt óskir um farsæld og árangur I frá leiðtogum fjölmargra þjóða, þeirra á meðal bæði Krustjoff og Kennedy. 1 Kjarnorkusprenging Rússa hefur verið fordæmd í opinberum yfir- lýsingum bæði í London og Wash- ington, og er hún kölluð tilræði við heimsfriðinn. Formælandi ut- anríkisráðuneytisins í London sagði, að það væri augljóst af sprengingunni í gær, að meðan Rússar hefðu talað um kjarnorku- vopnabann í Genf, hefu þeir heima fyrir verið önnum kafnir við að undirbúa tilraunina.' Hefðu þeir þannig fullkomlega leikið tveimur skjöldum. Með sprengingunni hef- ur algerlega nýtt ástand skapazt ! í heimspólitíkinni, og ríkisstjórnir vesturveldanna sitja á rökstólum | vegna hins nýja vanda. Þegar er I fréttin barst um tilraun Rússa, kallaði Kennedy Bandaríkjaforseti þá McCloy, sérfræðing sinn í mál- ; efnum kjarnorkuvopna og afvopn- unar og A. B. Dean, aðalfulltrúa á þríveldaráðstefnunni í Genf, sem tilkynnt var í gær af stórveldun- um, að settist aftur á rökstóla ! eftir helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.