Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 12
12 T f MIN N, sunnudaginn 3. september 19fíl. Mörg var bón landans „Þér getið því nærri, að orsaka-i laust muni ég ekki gera, mig svo djarfa að ónáða yður með bréfi. Líka veit ég þér getið nærri, að það muni ekki vera um pólitík, þar er ég ekki inni í .... Ég er hætt að fá blaðið „Dagmar ‘ .. og datt mér í hug, þar ég sé eftir blaðinu, að leita yðar og vita, hvert þér vilduð vera svo góður að hjálpa mér til að fá það með þvl að gefa útgefaranum mina Adr. og hann sendi það þá til Fins-1 ens (póstmeistara) með hverri ferð, og að borgunin mætti þá ganga gegn um yðar hendur. Þetta er nú ein- staklega djarft, ég veit það, en þér hafið fyrirgefið meira stundum". Seinna vill Þuríður hætta að kaupa „Dagmar“, en fá í þess stað „Hjemmets Mönst er Bazar“. Þegar hún hefur kynnzt því blaði um skeið, vill hún skipta og fá „Dag- mar“ á nýjan leik. Og að sjálfsögðú umgengst Jón þetta allt fyrir frú Kúld. Jón var stundum í útveg- unum fyrir verzlun Ásgeirs Ásgeirssonar á ísafirði. Þeg- ar hann sat á þingi 1867, fékk hann boð frá Ásgeiri um að saltlaust væri vestra, og var hann beðinn um að greiða úr þeim vandræðum hið bráðasta, með því áð senda salt frá Reykjavík, ef fáan- legt væri, en annars að út- vega það frá Danmörku. í annan tíma var Ásgeir í önglahraki, og þá skrifaði hann Jóni. Þistilfirðingar biðja um trjávið og hunda í þriðja í nýári 1856 senda þessir menn Jóni Sigurðs- syni eftirfarandi bréf: — Séra Vigfús Sigurðsson á Svalbarði í Þistilfirð'i, Gunn- laugur Sigvaldason, Gunnars stöðum, hreppstjóri í Þistil- firði, séra Halldór Björnsson á Sauðanesi og Eiríkur Eiríks son Eidjárnsstöðum, hrepp- stjóri á Langanesi: „Nú eru fyrir löngu horfnar þær gullaldirnar, þá íslendingar ráku sjálfir verzlun sina erlendis og fluttu þaðan til Fróns allsnægtir. — Að vísu færa danskir lausakaupmenn oss hingað á Þórshöfn — þó oft af skornum skammti — matvörur, er vér þörfnumst, en timbur lítið, lé- legt og þar hjá með afarverði, sem oss er því tilfinnanlegra, þar eð mestu leyti má heita tekið fyrir all- an trjáreka. — Af téðum orsökum hefur oss bændum í Þistilfirði og á Langanesi komið saman um, að óska ráð mundi að leggja drög til, að ein- hver Norðmanna vildi heimsækja oss á Þórshöfn nú þegar á næstkomandi vori með nokkuð af timbri til verzl unar . En til þess að geta komið á fram færi við Norðmenn áminnstu tilboði voru og ósk um viðskipti við þá, þurfum vér vegna fjarlægðar og ó- kunnugleika að fá milligöngumann erlendis. Og þar vér nú þekkjum þar engan mann, sem vér getum gefið jafn traust til að vilja takast á hend- ur slík umsvif í vorar þarfir sem og hins ,að geta íengið því framgengt, sem vér æskjum eftir eins og yður, dýrmæti föðurlandsvinur, vor herra Tjamarcafé Tökum að okkur alls konar veizlur og fundarhöld. — Pantið með fyrirvara í síma 15533 13552. Heimasími 19955. Kristján Gíslason Jón Sigurðsson, þótt oss á hina síð- una sé það ógeðfellt að þurfa að mæða yður með því að auka á hin mö-rgu og mikiívægu störf yðar, knýr þörfin oss samt til að biðja yð- ur að taka að yður málefni þetta vor vegna .... Um leið og vér að lyktum biðjum yður, háttvirti herra, velvirðingar á mæðu þeirri, sem þörfin hefur nú knúð oss að baka yður með línum þessum, skuldbindum við oss hér með og lofum að borga yður á sínum sima allan þann kostnað og óamk, er þér færizt í fang við framkvæmd þess umrædda málefnis vors, eftir sem yður mætti þóknast að áskilja'. Um sumarið kom skipið Óðinn frá Björgvin með trjá- farm til Þistilfirðinga og um haustið 8. okt. 1856 skrifar séra Vigfús á Svalbarði Jóni á þessa lund: „Ástúðlegast þakka ég yð- 'ur yðar góða bréf . . . ásamt þar hjá yðar (fyrirhöfn) og umönnun fyrir því að útvega okkur trjáfarminn“. — Nú er ekki lengur mínnzt á greiðslu fyrir ómakið, enda Jón ekki' ýjað við' slíku. En það var síður en svo, að þetta væri í eina skiptið að timburfafmur kæmi til ís- lands fyrir atbeina Jóns, því að það var algengt .... En það var fleira en timb- ur, sem Þistilfirðingar vildu fá frá Noregi fyrir atbeina Jóns, sem marka má af þess um orðum: „Enn þá einu sinni tilknúðir af einhverri hinni bráðustu og sárustu þörf vorri flýjum við til yðar, dým- mæti vinur .. Svo er háttað, að seint í sumar eð leið geisaði hér í Þistilfirði svo skæð hundapest, að hún á crstuttum tíma gereyddi að kalla má öllum hundum og nú kvað hún að mestu vera búin að gjöra hundal'ausa Norðlendinga- og Austfirðingafjórðunga. Þetta er okkur svo tilfinnanlegur skaði, að það gengur næst því, að pest komi upp í gripum okkar, því að án hund anna getum við ekki haldið fénað- inum við Iíði. Þetta er hverjum manni auðsætt auðsætt, sem gáir að því, hvernig landi hér er háttað með tilliti til hárra fjalla, ófærra gilja, kletta, fenja og foraða, en á hina hliðina til tíðarfars á vetr- i um .. . Oss hugkvæmist því af hérgreind- um ástæðum, heiðraði vin, að biðja yður að vera milligönguamður milli okkar og Norvegsmanna með það er- indi, að þeir færi okkur á Þórshöfn á sumri koamndi frá 30—50 hunda. Þar munu hundar vandir til fénaðar- geymslu líkt og hér er títt, ef þeir á annað borð koma þar, eips og við fremur væntum eftir. Það kann að þykja, að við séum nokkuð stórtækir, eða að tal'a þessi sé vel há, en ef að er gætt og litið á þarfir okkar, þá verður ofan á ein- mitt það gagnstæða, því að þörfin er aimenn og einkar brýn.“ Undir þetta bréf, sem er dagsett 5. jan. 1856, rita séra Vigfús Sigurðsson á Sval- barða og Guðjón Halldórsson í Brekknakotshjáleigu. og er það með rithönd þess siðar- nefnda. Smjör frá Möðruda rjúpur frá Reykjavík .... Jón rak einnig marg- vísleg erindi fyrir innlendu verzlunarfélögin. Þannig seldi hann og keypti vörur fyrir verzlunarfélag það í Reykja- vík, sem stofnað var 1848, og honum var falið að sjá um sölu á fyrsta farminum sem Gránufélagið sendi utan. En einstaklingar leituðu einnig til hans með að selja fyrir sig ýmiss konar varning. — Þorsteinn J. Kúld skrifar Jóni 4. marz 1843: „Ég sendi þér með skipinu 4 smá- kassa með 93 rjúpum i, aldeilis nýj- um, snöruðum og vöfðum í pappír, sem ég ætla að biðja þig að útvega sölumann að og taka svo á móti verðinu". Jón seldi rjúpurnar, og Þor steinn fékk 11 dali og 4 mörk. Til Sigurðar Jónssonar i Möðrudal réðst Sigríður IvTagn úsdóttir, ættúð úr Breiða- fjarðareyjum, „að fyrirmæl- um konu minnar“, eins og hann orðaði það. Sigríður J hafði fyrir umsjá Jóns Sig- urðssonar lært mjólkurverk úti á Sjálandi. Þegar hún hafði stundað þau nokkur ár i Möðrudal „með öllum sóma, svo að smjörverkun hennar hefur skarað langt fram úr annarra hér i sýslum, en fáir kunnað að meta þann mis- mun nema danskir sýslu- menn og verzlunarfulltrú- ar“, snýr Sigurður sér til Jóns og biður hann að selja fyrir sig smjör í Danmörku: Þykir mér leiðinlegt að þurfa að vera að biðja landa mína að kaupa þessa vöru mína fyrir það verð, sem þeir kynnu að vilja fyrir hana gefa, því að það er cins og fáir geti vilað hér neinar framfarir í landinu og því síður menn vilji neinu til kosta að nema þær.“ Af framanskráöum ástæðum lief- ur mér hugsazt sem öðrum góðum mönnum að fiýja til yðar þess mesta íslandsvinar, sem nú er uppi, og biðja yður að útvega mér góðan smjcrsölumann í Höfn ....“ Sendir Sigurður Jóni 9 kvartel smjörs með Vopna- fjarð'arskipi, og auk þess fær Ingibjörg forsetafrú smjör- dunk frá Sigríði. Allan til- kostnað á Jón að taka af smjörveröinu, bæði til sín og annarra .... Ut af frétt um vísindamál Það er að vonum, og um leið vel farið, að hin fyrsta íslenzk ráð- stefna um raunvísindi verði blöð- um fréttaefni. En sjálfsagt er nokkur vandi á því að færa það efni í frásögur, m. a. af því, hversu margt kom þarna fram í stuttum athugasemdum, oft í tengslum við einhver fyrri ummæli. Á ráðstefnunni var mönnum fyrst skipt í hópa til að ræða sér- staka málaflokka, en á sameigin- legum fundi fluttu umræðustjórar hópanna yfirlit, og síðan voru mál- in enn rædd nokkuð. Undirstöðu- visindi, en þar hafði veiið fjallað mest um stærð- og eðlisfræðilegar greinar, voru þar höfð fyrst í röð. Eðl'lega vantaði í yfirlitin ýmis- legt, sem drepið hafði verið á, og hér saknaði ég máls, sem margar þjóðir hafa tekið til athugunar og framkvæmda undir nöfnum eins og „scientific manpower", sem þýtt hefur verið „vísindalegur mann- afli“. Ég notaði nú auðfengið tæki- færi til að minna enn á þetta mál, sem ég te! skipta okkur miklu. Er þar margs að gæta, þó að mín orð væru fá. í grein á fremstu síðu Tímans 30. ág. er sagt frá þessu, en með stór um magnaðra orðalagi en ég kann- ast við að hafa notað. Ég taldi, að gera þyrfti meira en enn er til þess, að þjóðin eignaðist sem fær- asta vísindamenn, ekki aðeins til að fylla tiltekin sæti þjóðskipu- lagsins, heldur og til að hefja menningu og virðingu þjóðarinnar. Smáþjóð getur orðið drjúgur styrkur að frægð vísindamanna. og má sem dæmi nefna Dani og Niels Bohr. Ég veik að skortinum á full- færum kennurum í raunvísinda- greinum. Mjög ylti á kennslu þeirra greina í menntaskólum; þar væri að vísu til gott kennaralið, en of fámennt. Að öðru leyti mun ég ekki hcfa rætt skort á sérfræð- ingum. í yfirliti um náttúruvísindi hafði dr. Sigurður Þórarinsson borið fram sterka gagnrýni á kennslu miðskólanna í náttúru- fræði og öðrum raunvísindum. Með þessa gagnrýni í huga mínunr og annarra viðstaddra sagði ég nú, að ég ætiaði það satt vera, að ástand miðskólanna væri í þessru efni „ekki gott, eða jafnvel slæmt“; orðin voru þessi, eða því sem næst Mér þykir það þó heldur rífleg útlegging, að ég hafi talað um „megnasta ólestur“ allrar raun- vísindakennslu ,.í skólum lands- ins“. En úr því að ég fór að ónáða dagblað út af þessu, deltur mér í hug að ieita um leið framfæris fyrir eldri ummæli um sama mál. Er það kafli úr grein. sem ég hripaði fyrir Stúdentablaðið 17. júní 1954 og kallaði Vísindi á ís- landi. „Og ef vér viljum gera ísland að vísindalandi, verðum vér að reyna að koma til þroska þeim mönnum, sem bezt er efnið í til vísinda- mennsku. Ekki tjáir að setja það fyrir sig, að um það verður ekki sagt fyrir nema með líkum, og að ýmsar þær vonir hljóta að bregð- ast. Ekki heldur það, að örðugra kann að vera hér en í stærri lönd- um að fá hæfileika manna metna án vildar og óvildar. Ég mun nú bera fram nokkrar lauslegar lillögur og fara um þær fáeinum orðum. 1) Þegar á barnaskólastigi þarf að gefa gaum þeim börnum, sem búin virðast frábærum hæfileik- um, gæta þess, að löng skólaseta yfir litlu dragi ekki úr þeim dáð, og síðan styðja að því, að þau megi njóta framhaldsnáms. Auðvitað þurfa allar stéttir á góðum hæfi- leikum að halda, en úr þessum hópi eiga vísindin von flestra sinna forustumanna. Ýmsar aðrar þjóðir hafa tekið þetta mál á dag- skrá og til einhverra framkvæmda. Hér var það eitthvað rætt á stór- mektartímanum eftir stríðið, en aldrei neitt framkvæmt. Velvilji kennara og námsstjóra hefur ekki við fátæktinni. 2) Taka þarf upp aftur „4 ára styrki“ stúdenta til náms erlendis, og þá þyrftu það að vera minnst 5 ára styrkir. Stúdentar þeir, er þá hljóta, eiga sérstaklega að leita til þeirra skóla, þar sem þeir geta sem fyrst notið kennslu og hand- leiðslu kunnra manna, sem sjálfir eru að skapa vísindi. Sú kynning mun oft verða sterkari starfshvöt en nauðþekking á afmörkuðu svæði, sem menn síðar hika við að fara út af. Styrkir þessir voru veittir frá 1919, er Garðstyrkur féll niður, og allt til 1952, en lagðir þá niður, er lánasjóður stúdenta var stofn- aður, en lánasjóðsmálið virðist hafa verið rekið af vanhyggju, svo sem þessi ráðstöfun vottar beisk- lega. Nú er það ofviða flestum fjöl skyldum í landinu, þar á meðal menntamannafjölskyldunum, að kosta börn sín til náms erlendis, ekki sizt ef það er af því tagi, sem litil uppgripavon fylgir. Þó að hópur fyrri styrkþega sé nokkuð sundurleitur og farsælleg- ar hefði stundum mátt í hann velja, munu þó í honum vera flest- ir þeir ísiendingar, er stundað hafa eiginlegt vísindanám erlendis. Myndi fjöldi þeirra að öðrum kosti hafa orðið frá því að hverfa, og þætti nú ærið skarð fyrir skildi, ef svo hefði verið. 3) Við háskólann ættu að vera nokkrar styrkþegastöður, þar sem menn með mjög efnilegan háskóla- feril fengju aðstöðu til að sinna sérgrein sinni í 2—4 ár með lítilli eða engri kennsluskyldu. Kjör yrðu að vera svo ríf, að af mætti komast án þess að eyða tímanum í snapavinnu. Það hefur verið sann að og sýnt. að árin kringum þrí- tugt hafa verið hinum beztu vís- indamönnum drýgst til afreka. Að sjálfsögðu getur það brugð- ízt, að menn hafi unnið afrek inn- an 4 ára, og af engum verða tekin heit um það, því að vísindamaður- inn leggur tíðast af stað i óvissu, og jafnan var svo. er hann fann hina óvænlu nýjung. Sjálft nnfnið „styrkþegi“ á hér illa við. Það vekur þá trú hjá mörg- um, að hér sé um gustukaverk að ræða, og er því ekki niðrunar- laust þeim, er hlýtur. En hér er alls ekki um Hjálparstarfsemi fyrir sérvitringa að ræða, heldur á að koma upp framvarðasveit fyrir menningu vorri. 4) Rétt hygg ég, að hinar föstu stöður háskólans skiptust í 2 fiokka, misstóra, og væri í þeim stærri bein kennsla aðalstarf, en í hinum væri mönnum meira ætlað að sinna sjálfstæðri vísindastarf- semi og vera á þann hátt lelðtogar í greinum sínum. 5) Háskólinn þarf að fá til um- ráða miklu meira fé til styrktar námi og vísindum utan kennslu- skrár.' Til þeirra hluta hefur hann nú nær eingöngu tekjur Sáttmála- sjóðs. Með tilliti til verðlækkunar peninga annars vegar, en hins vegar fjölgunar landsmanna og aukningar verkefna telst mér til, að geta háskólans til þessarar styrktarstarfsenri sé tvö- til þrefalt minni nú en 1939, en þyrfti að vera meiri. Úr þessu ætti að bæta með tvennu móti. Annað er að leyfa háskólanum að verja til þess- arar starfsemi hluta, t. d. 20%, af happdrættistekjum sínum, sem nú er eingöngu varið til greiðslu á stofnkostnaði mannvirkja háskól- ans. Hitt er, að gjafir til háskól- ans — og ef til vill fleiri menn- ingar- eða mannúðarstofnana — verði undanþegnar opinberum álögum (tekjuskatti og útsvri) hjá gefandanum að miklu eða öllu leyti. Hér á landi hefur verið fátt um stórgjafir af þessu tagi, enda telja fróðir menn, að löggjöf vor láti þeim ekki margar leiðir opnar. Hins vegar eru næg dæmi um slíkt skattfrelsi í öðrum löndum. Til eru menn, sem segjast andvígir því. að efnamenn geti þannig aflað sér sæmdar með fé sínu. Ekki tek ég undir það, enda hægt um vik fyrir Alþingi að kippa að sér hendinni aftur, ef gjafir þessar þættu rugía dómgreind manna um of. Ég myndi nú hafa aukið hér nokkru við, og örfá atriði eiga ekki við ástæður nú. Þannig er þess að geta, að 1959 voru, að lofsverðu frumkvæði Gylfa Þ. Gíslasonar - menntamálaráðherra, teknir upp myndarlegir 5 ára stúdentastyrkir. Mér þótti þá vænt um að hafa ef til vill eitthvað stuðlað að því með grein minni og nokkurri vinnu á öðrum vettvangi. Veitingin var að nýju falin Menntamálaráði, og' þar hefur svo til tekizt, að ánægja mín yfir þessari viðleitni minni er harla lítil nú. í grein minni í Stúdentablað- inu gat ég þess, sem mér þótti undarlégt. að þótt Íslending3r hefðu gerzt aðilar að fjölda al- þjóðasamtaka, þá hefðu þeir hald:ð sig utan við vísindasamtök Sam- einuðu bjóðanna. Unesco. Enn er- um við þar utan við, ásamt Portú- gölum og Jemenbúum, en æt’i ekki, að nú fari að líða að því, að við verðum með? 1/9 ’61. Leifur Ásffeirssnn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.