Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, sunnudaginn 3. september 1961. Norman Levine: Kennslustundin — þar sem notuð var hin náttúrulega kennsluaðferð jnús Jéhannsson frá Hafnarnesi: LEIÐID Karl sat og drakk svart kaffi á áætlunarbílastöðinni í Dorchester. Það hefði verið skemmtilegra að sitja inn á á „Honey Dew“ við St. Chatr ine strætið og hlusta á hljómlist og virða fyrir sér fólkið um leið og það gengi hjá. En hann hafði aðeins tíu mínútur til stefnu, svo að hann hafði ekki tíma til þess að fara inn á ..Honey Dew“ og aftur til baka. Auk þess ætlaði hann að reyna að verða sér úti um sæti aftast í áætlunarbílnum, helzt vinstra megin, — það féll honum bezt. Nokkrum mínútum áður en bíllinn lagði af stað, steig ung kona upp í bílinn og settist við hlið hans aftur í. Hún var móð og rjóð í kinnum. Karl tók töskuna hennar og setti hana í far- angursnetið. Þegar billinn ók frá Dorchester og sveigði í vesturátt, horfði hann á borgarljósin fjarlægjast. Hann ætlaði að fá sér blund, meðan bíllinn æki um lands byggðina, en af því varð þó ekki, því að hljóð hjólbarð- anna á malbikuðum vegin- um dunaði í eyrum hans og varnaöi honum svefns. Einn af farþegunum hafði lítið ferðatæki opið, og hann hlustaði á það um leið og hann virti konuna fyrir sér, sem sat við hlið hans. Hún er Ijómandi falleg, en sennilega dálítið feimin, hugsaði harin. — Nú var leikið í útvarpinu „Grátandi í regninu“. Karl leit á kon- una og sagði: „Þetta er fal- legt lag“. — Fyrirgefið, sagði konan, tala ekki ensku. — Eruð þér frönsk? — Oui. — Eg tala ekki frönsku, sagði Karl. Þau sátu bæði þegjandi. Bíllinn hlykkjaðist áfram eftir veginum og síbylja vél- arinnar fyllti eyru hans. Nú var leikið í útvarpinu laeið „Minningin". Karl raulaði með. — Þetta lag er gott, sagði hann. — Oui, je cannias ca. Ósjálfrátt benti Karl á giftingarhring hennar. — Á ensku — hringur, — á frönsku? — La bague. — La bague,vsagði Karl. — Hringur, sagði konan. Næst snerti Karl ullar- peysuna hennar. — Peysa, sagði hann. — Peysa, endurtók konan, á frönsku, veste. — Og þetta. sagði Karl, blússa. — Blússa, á frönsku chemisier. — Chemisier, sagði Karl. Hann tók hönd hennar — hó’hd. — Hönd — la main. — La main. Hann sleppti ekki hendi hennar. Hún var þurr og heit. Hann hélt áfram að halda í hönd hennar, en með hinni benti hann og snerti andlit hennar og nefndi hvern hluta þess sínu nafni. Hún endurtók og nefndi síð- an nöfn þeirra á frönsku og hann endurtók. Hún var i dökkblárri blússu og utan yfir henni 1 guiri treyiu. sem var frá- hneppt. Hann snerti háls hennar — háls — le cou. Nef hennar var litíð, og hún hafði blóðríkar varir. og hann tók eftir. að augu hennar voru mjög óvenju- leg. Venjulega eru blá augu þannig, að þau eru dekkst. við hvíturia, en hennar voru jafnblá. Hann nefndi augu, íFramhald a ib síðu > Gamla konan gekk hægt og álút. ■ Hún bar bréfpoka, sem í voru blómlaukar. Við vorum á leið í graf- reitinn. * Hann var utan við bæ- inn. Vorið var í nánd og fyrstu frjógangarnir að skjóta upp kollinum. Við áttum skamma leið eftir, er ég sá, að hún var farin að þreytast. Það stóðu svitadropar á snni hennar. Hún var nær sjötugu og fyrir skömmu staðin upp úr lungnabólgu. Hún hafði brálátan hósta, burran og liótan. Við skulum pústa, gamla mín, sagði ég. Við settumst í grasið utan við veginn. Vestangolan bar til okkar megnan þef frá fisktrönum úti í hrauninu og matjurta- rrarðarnir voru hvítir af svili. Hún leysti af sér skýluna, grárúðótta og snjáða, lagði hiá sér í grasið. Hár hennar var mittis- sítt og slegið mjúkum fölva í sólinni. Það var miður maí, ver- tíðin afstaðin og lundabyggð in í klettinum gegnt bænum hvanngræn. Þetta er mikil blessuð blíða, sagði gamla konan, pírði augun og þó enni sitt hnýttri hendi. Vorið er komið. Blessað vorið, sagði hún. Hendur hennar, smáar og lúnar, kjössuðu grasið. Bráðum koma blessuð blómin, sagði hún. Fíflar og sóleyjar. Þá verður gaman að lifa. Hún var fríð í elli sinni, björt yfirlitúm, aðeins hend- urnar og bakið vitnuðu um harða lífsbaráttu. Mikið varstu vænn að koma þetta með mér, kerl- ingunni, og nógar stúlkur til að labba með. Þú gefur þeim ungu ekk- ert eftir. Ég er orðin óttalegt skar, sagði hún. Svitna við minnstu áreynslu. Er það furða. sjötug mann eskjan. Ég var sosum feginn að tylla mér. Ég var léttari á fótinn. þegar ég var yngri. En nú er það farið. farið eins og annað Hún horfði fram hjá mér út í bláinn. Það var sorg í augum hennar. Vegurinn var þurr og liós brúnn i sólinni. Það var mjög hljótt í graf reitnum. Gamla konan bograði milli leiðanna og las graf- skriftir. Svo komum við að leiðinu þínu, Ásta. Það var fátæklegt leiði, enginn varði, aðeins hvlt- málaður kassi með glerloki og mold í. Ásta. Það eru fimm ár síðan þú hvarfst frá mér. Síðasta kvöldið okkar lif- ir mér enn í fersku minni. Við vorum tvö í húsinu. Þú í legubekknum. ég út við gluggann og las. . Augu þín voru grá og hendur, sem hvíldu á teppi, hvítar og tærðar. Móðir bín hafði gengið út. Hún átti bað sosum skili*. svo lengi hafð'i hún setið vfir bér siúkri. Rökkrið svarf að og úr- svnningsélin spiluðu ömur- leo-q á glugganum. Ég sá ekki lengur til Við lesturinri. settist hjá þér. Þú hafðir verið þögul. en nú reistu upp við dogg. Þú ættir ekki að koma svona nærri mér, vinur. Ég er eitruð. Augu þín voru stór í rökkr inu. Baneitruð. Sú held ég, að sé eitruð, sagði ég og reyndi að hlæja. Sú held ég sé eitruð, svona rjóð og sælleg. Jú, ég er eitrúð, farðu. Þú bandaðir við mér tærðri hendi. Farðu. Af hverju ertu svona vond við mig? Mér lá við gráti. Þú hafðir aldrei ýtt mér frá þér áður. Af hverju ertu svona? Skilurðu ekki, vinur. Ég er veik. Þú gætir smitazt. Ég vildi ekki skilja það, gat það ekki. Þú, sem hafðir verið svo hraust. .Þetta er bara kvef. Ásta. Slæmt kvef. Það batnar. Vertu ekki að þessu, Árni. Þú veizt það. yeit ég hvað? Ég á að fara á hælið. Það varð löng þögn. Ég sá bað ekki, fyrr en Ijósin höfðu verið kveikt, hvernig þú varst orðin. Vangar þínir, sem höfðu verið rjóðir og fullir. voru marmarableikir og hönd þín þvöl í lófa mínum. Þetta var i janúar, og þú fórst suður viku seinna. Ég var þá á sjó. Flugvélin, sem flaug með big. sveif skammt yfir bátn um. Ég horfði á eftir henni, unz hún hvarf vestur yfir landið. Hósti gömlu konunnar vakti mig. Hún kraup við leiðið og hafði opnað kassann. Fingur hennar grófu i briúfa moldina. Ég sá ekki andlit hennar. en herðar bennar undir rúð óttri og snjáðri skýlunni (Framhald á 13 síðu'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.