Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 4
J Landkönnuðurinn líf hans ou starf ★ VILHJÁLMUH Stefánsson land könnuffur er fæddur í Huldu- hvammi í Árnesbyggð á Nýja- íslandi í Manitoba, Kanada, 3. nóvember 1879. Faðir Vil- hjálms, Jóhann Stefánsson, var fæddur að Tungu á Svalbarðs- strönd við Eyjafjörð, en bjó á Kroppi í Eyjafirði, áður en hann fluttist búferlum til Vest- urheirrís. Stefán Stefánsson, fyrrum bóndi á Varðgjá, sem nú býr á Svalbarði á Svalbarffs- strönd, er föðurbróðir Vil- hjálms Stefánssonar. Kona Jó- hanns og móðir Vilhjálms var Ingibjörg Jóhannesdóttir, hreppstjóra í Hofstaðaseli í Skagafirði. Árið 1876 fluttust foreldrar Vilhjálms vestur um haf og settust að í Árnesbyggð í Nýja íslandi. Árið 1881 fluttust þau til Norffur-Dakota og settust að í Víkurbyggð. Kallaði Jóhann bæ sinn Tungu. Ólst Vilhjálm- ur upp þar syðra, en taldi sig kanadískan þegn. Sagt er, aff Vilhjálmur hafi veriff hægfara barn og nokkuð einrænn í leikum. Snemma fór að bera á námshæfileikum hjá honum. Eftir barnaskólanám i Mountain stundaði hann nám í ríkisháskólanum í Grand Forks, en lauk þó.ekki fulln- aðarprófi þaðan. Árið 1902 gekk hann í ríkis- háskólann í Iowa. Lauk hann fjögurra ára námi á. níu mán- uðum og brautskráðist árið 1903. Sæmdi háskólinn Vi]- hjálm síffar doktorsnafnbót í heiðursskyni. Næstu þrjú árin stundaði Vil hjálmur í fyrsta kafla bókar- vardháskóla og lauk þar meist- araprófi. Hugur Vilhjálms hneigðist fyrst að bókmenntum, og eitt- hvað orti hann á háskólaárun- um. Fyrstu ritsmíðar hans fjöli uðu um íslenzkar bókmerintir. Síðan hefur Vilhjá.lmur Stefáns son ritað 23 bækur, og hafa margar þeirra orðið heimsfræg ar. UM ÆSKU sína ritar Vil- hjálmur í fyrsta kafla bókar- innar „Veiðimenn á norðurveg- um“, pg kennir þar margra grasa. Lífsbarátta landnemanna og ævintýraþrá Vilhjólms speglast í eftirfarandi fráscgn: „Opin sléttan var í mínum augum ævintýraland. Vísund- arnir voru horfnir, en bein þeirra hvítnuðu um allt, og djúpir götuslóðar eftir þá lágu , í bugðum endalaust um lautir og leiti. Sitting Bull og Indí- ánar hans voru á næstu grösum og engin lomb að leika sér við, svo að þeir okkar, sem gætnari vorum, óttuffust hann, en hinir sem langaffi í ævintýrin, von- uðu, aff herflokkar hans kæmu einhvern dag í augsýn út við sjóndeildarhringinn. Ég get séð sjálfan mig í huganum, þar sem ég var hraustur njósnari, er'úr fjarlægð hafði gætur á varðeldum Indíária, og sveitin átti líf sitt undir. En einn dag fréttum við, að Sitting Bull hefði verið skotinn. En þó aff vísundarnir væru farnir, þá var þó Vísunda-Villi (Buffalo-Bill) enn á meðal vor. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON á norðurslóSum. Ýmsir af kúasmölunum, spm ég vann með, höfðu þekkt hann. Flestir þeirra hældu. sér af því að vera meiri skyttur en hann. Hæverska er engin sérscök dyggð við landamærinn, og ekki er afbrýðisemi ókunn. Fyrsti metnaður minn, að því er ég man, var að vcra Vís- unda-Villi og drepa Indíá.na. — Þegar ég varff kúasmali og íór að ganga klæddur eins og Vís- unda-Villi og stinga á mig skammbyssunni á morgnana, þá fékk ég annan metnað, og fyr- irmyndin varð Robinson Crus- oe. Sá metnaður hefur fylgt mér síðan“. FYRSTU ÁR frumbyggj- anna voru harðir reynslutímar. Meff látlausu striti breyttu þeir eyðimörkinni í frjósöm akur- yrkjuhéruð. Uiri þennan mikla reynslutíma ritar Vilhjálmur: „Eftir látlaust tveggja ára strit hafði fólk mitt eignazt þægilegt bjálkahús og skógar- höggiff gekk vél. En þá komflóð og drekkti sumu af búpeningn- um, tók burt heyin okkar og nágrannanna og skildi eftir skort, er með vorinu varð að hallæri. Sagt er, að bróðir minn og systir hafi dáið af harðrétti, og sumir af nágrönnum okkar urðu hungurmorða. Ofan á þetta bættust ógnir bólusóttar- innar, því. að farsóttir og hall- æri verða löngum samferffa“. VILHJÁLMUR Stefánsson rit ar skemmtilega um skólamennt un sína og æskudrauma: „Skáldmetnaður minn hélzt, meðan ég var að lesa flest ensk skáld og á einum tveimur eða þremur öðrum tungum. Svo kaqn að virðast, að þetta hafi verið óhentugur undirbúningur fyrir mig til að veiða hvítabirni og rannsaka heimskautlönd. Ég er ekki viss um það. Landkönn- uður er skáld athafnanna, og að sama skapi mikiff skáld, sem hann er landkönnuður. Hann þarf sál til að sjá sýnir, engu síður en hann þarf þrótt til að hafa sig á móti stórhríðum . . , Ferff Magellans var eins ágæt og alger úrlausn stórfelldrar hugsjónar, eins og leikrit eftir Shakespcare. Náttúrulögmál er ódauðlegt ljóð“. Og Vilhjálmur valdi til náms og helgaði líf sitt þeim vísind- um, er fjalla um lífið á jörff- unni. I „Darwin og Spencer tóku nú það sæti, er Keats og Shelley höfðu áður skipað“. Og nú hóf Vilhjálmyr Stef- ánsson þann vísindaferil, er aflaði honuin heimsfrægðar og er vart lokið enn, því að Vil- hjálmur er enn afkastamikill rithöfundur, þó að hann sé kom inn nálægt áttræðu. ÞAÐ VÆRI að bera í bakka- fullan lækinn að reyna ?.ð telja upp helztu mannraunir og af- rek Vilhjálms Stefánssonar á norðurslóðum. Fyrstu kynnum sínum af hinum frumstæffu Eskimóum lýsir Vilhjálmur á þessa leið: „Maðurinn frá Connecticut hjá Mark Twain lagðist til svefns á 19.öld og vaknaði á tím um Arþúrs konungs í hópi ridd ara, er riðu af staff í brakandi brynjum hefðarfrúm til hjálp- ar. — Viff höfðum ekki cinu sinni sofnað, en gengiff út úr tuttugustu öldinni inn í land, þar sem menn að andlegum þroska og menningu heyrðu til miklu eldri öld en Arþúrs kon- ungs. Þeir voru ekki á borð við þá, sem Cæsar fann í Gallíu og á Bretlandi — þeir vora líkari enn eldri veiðimönnum, er lifðu á Bretlandi og í Gallíu í þá mund, er fyrsti pýramidinn var reistur í Egyptalandi. Það var tíu þúsund ára tímaskekkja, að þeir skyldu vera á sama megin- landi og stórhorgirnar okkar. svo sem andlegu lífi þeirra og efnahag var farið . . . Ég þurfti engu ímyndunarafli aff beita, ég þurfti ekki annað en að horfa og hlusta, því að hér voru ekki menjar steinaldarinnar, heldur steinöldin sjálf — karl- ar og konur, einkar mannleg, fullkomlega vingjarnleg, og buðu okkur velkomna heim til sín og báðu okkur að vera“. EKKI var maturinn alltaf upp á marga fiska að dómi nú- tímamannsins. Stundum lifffi Vilhjálmur og menn hans á hrá- um húffum og reipum. Þessi matargerff hefur sennilega aldrei birzt í nokkurri mat- reiffslubók: „Máltíff okkar var tveir rétt- ir: Fyrst kjöt, síðan súpa. Súp- an var svo gerð, aff köldu sels- blóffi var hellt í soðiff undir eins og soffna kjötiff hafffi ver- iff fært upp úr pottinum, og hrært rösklega í því, þangaff til allt var komið aff suðu. Úr þessu varff súpa, á þykkt við enskar baunasúpur, en náði hún aff sjóða, þá storknaði blóðiff og settist á botninn. Þegar komið var að suðu, var slökkt á lamp- anum undir pottinum, og fá- einum snjóhnefum var hrært saman viff súpuna“. I bók Vilhjálms úir og grúir af einföldum leiðbeiningum, og margar kreddurnar hefur hann afsannaff. Margan kann aff furða það, sem Vilhjálmur seg- ir um svefn undir beru lofti í hörkufrosti: „Meffal hvítra manna norður frá, svo sem Hudsonflóa félags- manna og hvalveiðimanna, er mikil hjátrúarblandin hræðsla viff það aff sofna úti í köldu veffri. En svefninn er ekki hættulegur þreyttum manni, heldur hitt, aff hann fer ekki nógu snemma aff sofa. Reyni maður aðeins hóflega á sig, svitnar maður ekki, og meðan svo er, haldast fötin sæmilega þurr. Eskimóar kunna aff halda fötum sínum þurrum, hve lengi sem vera skal, en menn, sem stundum struku af hvalveiðiskipum, kunnu þaff ekki. En þaff var þó ekki affal- mein þeirra, heldur hitt, að þeir gengu sig sveittá, brutust áfram, þangaff til þeir voru orðnir rennblautir og dauðupp- gefnir og féllu þá loksins í svefn, er endaði meff dauða. Affferff mín hefur í mörg ár veriff sú, aff leggjast niður úti á víffavangi og fara að sofa, hve nær sem mig langaffi til. Ég hef oft gert það um stjörnu- bjartar vetrarnætur, þegar frostið var 45—50° C, eða svo mikiff, sem það nokkurn tíma verffur þar norffur frá. Reynist mér þaff svo, að kuldinn veki mig eftir 15—20 mínútur. Það er ekki langur blundur, en þeg ar ég vakna af honum, er ég talsvert hressari og geng áfram þangað til ég verð syfjaður aft- ur og fæ mér annan blund. — Hræðslan við aff sofna í miklu frosti er ekki aðeins ástæffu- laus, heldur hefur hún orðiff mörgum að bana í heimskauta- löndunum. Menn brjótast áfram og halda sér vakandi meffan þeir geta. Á endanum verða þeir uppgefnir og neyðast til að sofna. Þá er það, að hættan kemur, að frjósa og vakna ekki aftur". HIN leyndardómsfulla gáta um örlög íslenzka kynstofnsins á Grænlandi verður sennilega aldrei ráffin til fulls, en eitt- hvað má ráða af líkum. Mann- fræðingurinn og landkönnuð- urinn Vilhjálmur Stefánsson hefur sett fram kenningar sín- ar í málinu og styður þær með eigin reynslu. Hann fann kyn- stofn norður á Viktoríueyju, sem var mun bjartari yfirlitum en Eskimóarnir, nágrannar þeirra í næstu byggðum, og háttalag þessa kynstofns var að nokkru leyti frábrugffiff lífi Eskimóanna. Hallast Vilhjálm- ur helzt að þeirri skoðun, að menn frá íslenzku byggðunum á Grænlandi kunni að hafa hald Framhald á 15. síðu «3 T í M I N N, þriðjudagurinn 28. ágúst 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.