Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 16
KÁRI BORGFJÖRÐ HELGASON KEYPTIÞORSTEINSAFN Híð mikla bókasafn Þor steins Dalasýstumanns hef ur nú loks verið selt, og var gengið frá sölunni á laugardaginn. Kaupandi er Kári Borgfjörð Helga- son, kaupmaður, Njáls- götu 49 í Reykjavík. Fréttamenn blað'sins hittu hann að máli í gær og spurðust fyrir um kaupverðið, en Kári sagði það hafa orðið samkomulag milli full- trúa dánarbúsins og sín að lúta það ekki uppskátt. Aðspurður hvort hann hefði lengi haft auga- stað á safninu sagði Kári að hann hefði í fyrstu gert ráð fyrir, að ríki eða bær mundi kaupa það, enda hefði sér ekki dottið í hug, að safnið kæmist í hans eigu, fyrr en útséð virtist, að ekkert yrði úr káupum af hálfu þess opinbera. Stefán Guðjónsson, fornbóka- sali, hafði gert tilboð í safnið, en ekkert varð úr kaupum. Kári gerði svo tilboð á eftir Stefáni. Því var ekki hafnað, en samið um annað tilboð frá honum. Ætlar ekki að selja Safnið er nú í vörzlu fulltrúa dánarbúsins og geymt í Tjarnar- götu. Kári kvaðst mundu flytja það heim til sín í næstu viku, en það verður þá afhent samkvæmt skrá. Ekki sagðist Kári mundu selja Þorsteinssafn, ef hann treysti sér til að halda því. Sjálfur hefur Kári safnað bókum, en einkum tímarit. um, og á nú stórt tímaritasafn. 195. tbl. 46. árg. Þriðjudagur 28. ágúst 1962 FANNST SOFANDI í GRÓINNI GJÓTU Rétt eftir klukkan 16 á sunnudag týndist lítill dreng- ur frá Loranstöðinni við HelHs sand. Drengurinn, sem heitir • • • • SOLUSTODVUN? Búnaðarsamböndin á Suð- ur- og Vesturlandi boðuðu til fundar, sem haldinn var í Borgarnesi í gær og hófst klukkan tvö. Fundinn sátu stjórnir allra sex búnaðarsam- bandanna á þessu svæði og fulltrúar á Stéttarsambands- þingi af svæðinu, alls 39 fund- arfulltrúar. Auk þess voru mættir Kristján Karlsson erindreki Stéttarsam- bands bænda og flestir ráðunautar búnaðarsambandanna á svæðinu og 'nokkrir aðrir gestir. Fundarstjóri var Jóhann Jónas- son form. Búnaðarsambands Kjal- arnesþings og fundarritarar Guð- mundur Ingi Kristjánsson á Kirkju bóli og Jón Helgason í Seglbúðum. í upphafi fundar voru flutt tvö framsöguerindi. Páll Diðriksson á Búrfelli, form. Búnaðarsambands ÚRENDUR m VEGINN Laust fyrir hádegi í gær tók Halldór Valdimarsson mjólkurbílstjóri frá Borgar- nesi eftir liggjandi manni við vegamótin skammt frá Hjarð- arholti í Stafholtstungum. Við nánari athugun sá bílstjórinn, að maðurinn var látinn. Sá látni var Þorvaldur Jónsson, til heimilis að Skipholti 30 í Reykjavík. Hann var um fimmtugt, ættaður frá Bessastöðum í Fljóts- dal. Þorvaldur hafði verið við smíðar í Hjarðarholti frá því í vor. í gærmorgun ætlaði hann til Reykjavíkur, og hljóp við fót heimaii frá Hjarðarholti fram að vegamótunum í veg fyrir áætlun- arbíl, en sú vegalengd er um þrír kílómetrar. Er talið, að þau hlaup hafi riðið honum að fullu, en ekk- ert sá á Þorvaldi þegar hann lagði af stað. Lögreglustjórinn í Borgarnesi flulti líkið til Reykjavíkur. Suðurlands, talaði um verðlagsmál landbúnaðarins og Gunnar Guð- bjartsson á Hjarðarfelli, formaður Búnaðarsambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, um afuröalán bænda. Nefndir voru kosnar til að fjalla um bæði þessi mál, og mikl- ar almennar umræður voru um þau á fundinum. Kom fram stuðn- ingur við tillögur bænda í sex- mannanefnd um verðlagsmál land- búnaðarafurða haustið 1961, og lýstu flestir megnri óánægju með úrskurð yfirdóms í verðlagsmálum það haust. Margir voru þeirrar skoðunar, að ef tillögum bænda í sex-mannanefndinni 1961 fengist ekki frámgengt, að viðbættum síð- ari hækkunum, yrði að grípa til sölustöðvunar nú í haust til að fylgja. málinu eftir. Þá var mikið rætt um lánamál landbúnaðarins og þá érfiðleika, sem nú steðja að ungum mönnum, sem ætla að hefja búskap, ef ekki verður úr bætt, Einn fundarmanna sagði, að ekki væri hátt reiknað þótt talið væri, að vei hýst jörð með búfé og vélum kostaði nú eina milljón króna, og þyrfti þá búið að geta staðið undir vöxtum af því fé. Ályktanir verða birtar á morgun. IJóhatm strauk - bræddi úrbíi NOKKRU eftir miðnætti á laugardag lagði Tómas Karls- son skipstjóri á Stokkseyri, bíl sínum við hús eitt í þorpinu, og þar eð hann hugðist ekki staldra þar lengi við, skildi hann lykilinn eftir í bílnum. — Þegár hann kom út aftur var bíllinn horfinn. Tómas gerði þegar lögregl- unni á Selfossi aðvart um bíl- stuldinn, og fór svo sjálfur að leita hans. Hann fór strax að Litla-Hrauni, og spurðist þar fyrir um það, hvort saknað væri nokkurs fanga. Fékk hann þau svör, að svo væri ekki. Lögreglan á Selfossi gerði strax viðvart lögreglunni í Reykjavík og Hafnarfirði og öðrum löggæzlumönnum, og var allsstaðar farið að litast um eftir bíl Tómasar. Klukkan 5,30 á sunnudags- morgun urðu lögreglumenn í vegaþjónustunni varir við bíl- inn undir Ingólfsfjalli. Var hann á leið í áttina til Selfoss, en lögreglan á leið til Reykja- víkur. Nokkurn tíma tók að snúa við, og auk þess var skyggni ekki gott, þar eð þoka var yfir, og sáu lögreglumenn- irnir ekki meira til bílsins í bili. Skömmu síðar fréttist til bíls ins fyrir ofan Eyrarbakkaveg- inn, og að lokum fundu lög- reglumennirnir hann yfirgefinn við Geirakot. Um 7-leytið fundu þeir svo ökumanninn, sem var Jóhann Víglundsson stroku- fangi af Litla-Hrauni. Jóhann fór fúslega með lögreglunni að Litla-Hrauni, og var kominn inn aftur um 7 tímum eftir að hann fór þaðan. Bíll Tómasar var mjög illa farinn eftir þessa ökuferð, vél- in hafði brætt úr sér og er gjör- eyðilögð, enda er talið^að fang inn hafi ekið bílnum á um 160 km. hraða, að minnsta kosti hluta af leiðinni. Er tjónið met- ið á 20 til 30 þúsund, og af fyrri reynslu manna í þessum málum, mun eigandi bifreiðar- innar sennilega verða að bera þann skaða sjálfúr. Að sögn fangavarðarins á Litla-Hrauni litu fangaverðir Frambald a 15 siðu Sævar Pétursson, og er aSeins tveggja ára, fannst ekki fyrr en um miðja nótt, og þá meo aSstoS sporhundsins Dúnu, sem er í eigu flugbjörgunar- sveitarinnar en Carlsen minkabani hefur æft hana. Sævar litli hafði veiið að leika sér með tveimur öðrum drengjum á sunnudagin skammt frá heimili sínu, en þegar líða tók á daginn, tók fólk eftir því, að hann var horf inn. Leit var strax hafin, en bar engan árangur. Um kl. 18 var ákveðið að leita til Slysavarnafélagsins um að senda flugvél til Loranstöðvarinn- ár. Átti hún að fljúga yfir umhverf ið, ef vera mætti, að drengurinn hefði sofnað, en vaknað'i aftur við flugvéladyninn. Nokkuð var orðið skuggsýnt, þegar flugvélin kom, og sást enn hvergi til drengsins. Nokkru síðar var fengin önnur flugvél, og flutti hún sporhundinn Dúnu og lögreglumanninn Bjarna Bjarnason frá Reykjavík. Dúna lróf nú leit að Sævari, en þar sem mikið var af slóðum eftir hann allt í kring unr stöðina, gekk það erfiðlega. Að lokum barst leitin út í hraun, og er hundurinn fór fram hjá djúpri gjótu lýstu leit- armenn niður í hana, og þar sást lítil barnshönd standa upp úr gróðrinum. Sævar hafði að öllum likindum rennt sér niður í gjótuna, sem var tæpir tveir metrar að dýpt með grónum börmum. Gjótan var þröng að ofan, en víkaði þegar niður kom. Ekki hefð'i Sævar get- að komizt upp úr henni hjálpar- laust, og mun að öllum líkindum ekki hafa heyrzt í honum, þegar hann fór niður í hana og hann sofnað skömmu' síðar. Hátt á annað hundrað manns tók þátt í ieitinni að drengnum, bæði frá Loranstöðinni og Hellis- sandi, og einnig ætlaði hópur manna að koma frá Ólafsvík til þess að aðstoða urn nóttina. % Sævari hafði ekki orðið neitt meint af dvölinni í gjótunni, en var orðið nokkuð kalt, þegar hann fannst. Hann er sonur Péturs Pét- urssonar símvirkja í Loranstöð- inni. SÆVAR PÉTURSSON BANASLYS A GRENSÁSVEGI Hemlaförin 37 metrar Klukkan hálf þrjú á sunnu- dagsnóttina varð maður fyrir bifreið á Grensásvegi, móts við Breiðagerði, með þeim af- leiðingum, að hann lézt dag- inn eftir. Hann hét Halldór Gunnar Sigurðsson, 25 ára gamall, til heimilis að Sigtúni 59. Hann var prentari að iðn, og lætur eftir sig eiginkonu. Bifreiðarstjórinn, sem ók á Hall- dór, var á léið norður Grensásveg. Hann hafði verið á skemmtun á Hótel Borg fram til klukkan eitt, þar sem hann kveðst lrafa neylt víns, en í smáum stíl. Hann var einn á ferð í bifreiðinni og virtist hafa ekið hratt, þar sem hemla- förin á slysstaðnum mældust 37 metrar. Bifreiðarstjórinn kveðst hafa séð Halldór í ljósgeislanum, koma á móti sér, en i sömu svifurn varð hann fyrir framhorni bifreiðar- innar, kastaðist upp á vélarhús’-ð og braut framrúðuna. Við þetta kom slíkt fát á bifreiðarstjórann, að hann hélt umsvifalaust burtu, en á Sogaveginum hélt hann að sima frá Bæjarleiðum og bað um Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.