Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 9
Helgi Valtýsson Orðið er frjálst: Virkjun og rafvæðing Áusturlands Forspjall Nú vík ég máli mínu eingöngu til ykkar, „landar“ mínir og frænd ur eystra. Og það er engin ný bóla hjá undirrituðum! Um ára- tugi hefir hann átt við ykkur er- indi um hagnýt efni og arðvænleg fyrir hérað ykkar og sýslur, og al- gerlega einstæð hérlendis, en ykk ur þó að kostnaðarlausu. Heyrðist þá aldrei hljáð úr ykkar horni, enda var þá ekki um tug-milljóna- málefni að ræða. — Þó er gam- an að minnast þess, að samt gat mitt málefni a. m. k. hlaupið' á einum 2 litlum milljónum og jafm vel meiru, árlega, í ykkar garð, væri vel á haldið. Þessari áratuga málaleitan minni við ykkur landa mína eystra lauk þannig að lokum, að' á sýslu- nefndarfundi Norður-Múlasýslu 1959 samþykkti sýslunefndin þá tillögu allsherjarnefndar og var meira að segja samhljóða að „ekki þykir tímabært (leturbr. höf.) að fallast á tillögu Helga Valtýssonar um tamningu hreindýra á Fljóts- dalsöræfum . . .“ Þar með var hafn að opinberlega dýrmætu tækifæri, sem aldrei býðst Norðmýlingum framar, — og var þá enda hjá- liðið fyrir meira en hálfum ára- tug! Eg fjölyrði hér ekki frekar um þetta, en mér gefst sérstakt tæki- færi til að drepa á það síðar. Þetta málefni hef ég rætt og þrautrætt í fulla tvo áratugi, svo ykkur er það vel kunnugt! Og nú dugir ykk ur því mið'ur ekki, þótt þið setjið skoru í borðstokk sýslu-fleytu ykk ar, — eins og hinir frægu héraðs- búar Molshéraðs í Danmör'ku gerðu forðum daga tii þess að miða við kirkjuklukku sína, sem þeir höfðu sökkt niður í vatnið'! — Tækifærið sem þið slepptuð fram hjá ykkur á hverju ári síðan 1949, verður aldrei framar „tíma- bært“ né miðað! Það kemur ekki aftur, hversu margar' skorur sem þið setjið í borðstokkinn! Nú gerizt þið háværir um stór- virkjun og stóriðnað — á Norð- urlandi! En stór-iðju-krafa ykkar er eins og hamarinn Mjölnir í óvita höndum. Hann kemur ykkur sjálf- um í koll! Þið vitið alls ekki, hvað þið biðjið' um. Þetta verður aðeins ný skora í borðstokkinn! Hróp ykkar um stóriðju i öðrum landsfjórðungi er aðeins vanhugs- aður vökudraumur, sem aldrei ræt ist á ykkar vegum! Um það sér „væntanleg Þjórsárvirkjun", sem þegar hefir lagt undir sig Þjórs- árdals-hlíðar og Búrfellsheiðar! — Og bið ykkar verður löng! — Og meðal annars verður þessi barnalegi vökudraumur ykkar til þess að valda áratuga töfum á eðlilegri iðnþróun í ykkar eigin Lokaspjall við „landa” mína og frændur eystra heimahögum og algerlega í ykk- ar eigin höndum! (Sbr. II. kafla þessará þátta.). Hjá ykkur eystra er mikil virkj unarþörf, og skilyrði öll óvenju góð til að leysa úr læðingi fjöl- breyttan iðnað og margvíslegan, alinnlendan og í ykkar eigin hönd- um! Þá myndi spretta upp hjá ykkur hraðvaxandi, þroskavæn- leg fjöl-iðja, en ekki stóriðja í er- lendum höndum! Auðvitað mynduð þið ekki verða milljónamæringar í hvelli, — sem betur fer, — en þið' mynduð stofna og reisa frá grunni farsælt og varanlegt efnahagslíf, er síðan gengi að erfðum eftir ykkar dag, — og að loknu miklu og þjóðnýtu starfi! — Og Fljótsdalshérað verða fullræktað út til sjávar, báðumeg- in Lagarins! VI. LAGARFOSS Fegurri sveitasýn mun torfund- in hérlendis en frá norðurbrún Fjarðarheiðar að mórgni dags við sólarupprás, yfir Fljótsdalshérað allt, innan frá Snæfelli út til sjáv- ar! Fjallasýnin víð og fögur á báða vegu, og sólblikandi Lögurinn lygn og breiður út undir Egilsstaði. En er utar dregur þrengir að hon- um, og hann smásafnar kröftum, unz hann fellur í Lagarfoss með feikna-þunga. — En það er eins og augu manns sakni þess, að Lögur- inn skuli raunverulega hverfa fyr- ir utan Brú! Sennilega er hvergi í landinu jafn virkjunarhæft fallvatn lagt þannig upp í hendur eins víðlend- asta og gróðurvænlegasta héraðs landsins með óvenju fjölbreytt og glæsileg framtíðarskilyrði! Og að- staða til allmikillar virkjunar ó- víða, eða jafnvel hvergi í landinu, hagkvæmari eða jafngóg og við Lagarfoss! Með' fullri virkjun Lag- arins færi hann serín.ilega all- langt frarn úr Laxárvirkjun og yrði öruggari. En fyrir hljóta að liggja tiltækilegar áætlánir á þessum vettvangi, s-é eftir þeim gengið! Orkumagn það, sem gefið er í skyn, að Austurlands-virkjun muni fá — á sinum tíma — ætti Lagarfoss og fullvirkjaður Lög- urinn að geta látið í té, 6000— 12000 kw. (með hækkun Lagar- ins upp í lygnan fjörð frá Fossi og upp í Fljótsbotn, eða enn lengral). Að lokum mætti einnig benda á, , hve fullvirkjaður Lögurinn myndi stórfegra Fljótsdalshérað, þótt hann auðvitað myndi færa í kaf nokkur harðbala-nes og minni- háttar landsvæði, — og jafnvel einhver mannvirki. En hér virðist aðstað'a svo hagfelld og viðráðan- leg á allan hátt, að virkjun Lagar- foss ætti eðlilega að taka skemmri tíma en flestar aðrar sambærileg- ar virkjanir. Og einnig sökum þess að verða tiltölulega ódýrari. í stað harðbalanesja og 1 anc!- skika, sem fullvirkjaður Lögurinn myndi leggja undir sig, yrð'u full- ræktuð löndin báðumegin Fljóts á úthéraði: Tungan öll, „þetta ó- hugnanlega flagholtaforað, rækt. uð í samfelldan akur milli Jöklu j og Lagarfljóts! Þar bíður þykkur, jarðvegur framtíðarinnar!“ „ . . . Og ekki eingöngu Tungan, sem hæfir ræktun, heldur Ut- mannasveitin öll, flárnar og for- öðin! Þurrka þarf allt landið! Nes- SíðarLhlutl. in meðfram Lagarfljóti eru lítils- virði á móti þessu landi: Útmanna- sveit, Eiðaþinghá og Tungan . . .“ — Þannig er gestsaugað oft og tiðum óvenju glöggt og athugult! Er hér ekki nærtækt og all- alvarlegt umhugsunarefni, „land- ar mínir og frændur" í Bændafé- lagi Fljótsdalshéraðs? VII „Stóriðnaður Fl jótsdalshéraðs" — En hvar á iðnaður okkar að ! setjast að, og hvað á að vinna? i spyrja sennilegar íandar mínir og frændur eystra. — Því er fljót- svarað. Ykkar „stóriðnaður" hefur þegar kosið sér kjörstað og er tekinn ; að festa þar rætur. Þar myndi j honum skjótt vaxa íiskur um hrygg í einstæðu og vel skipulögðu ^ iðnaðar-hverfi sem eðlileg mið- j stöð glæsilegs héraðs. Og er þið j hafið manndóm til að leysa Lagar- foss úr læðingi, mun hann óðar „leysa aflvéla fjöld“! — Og það þegar á þessum áratug! Egilsstaðir er óskastaður Fljóts dalshéraðs og sjálfkjörin miðstöð mikilla athafna, m. a. víðtæks landbúnaðar-iðnaðar og margvís- legs. Mun ég nefna hér nokkur helztu undirstöðuatrið'i slíks iðn- aðar: 1. Vélsmiðja og vélaverkstæði til víslegra smíða og viðgerða á bílum, landbúnaðarvélum, vega- gerðarvélum o. s. frv. 2. Trésmíða- og tréiðnaðar-verk- smiðja til margvíslegrar vinnslu og m. a. hagnýting Hallorms- staðar-skóga nútíðar og framtíð- ar. — Fyrirtæki af þessu tvennu tagi o. fl. starfa nú þegar að Eg- ilsstöðum. 3. Ullar- og tóvinnu-verksmiðja, sem fyrst ynni úr allri ull Fljóts dalshéraðs, og síðan alls fjórð- ungsins. Það yrði fjölbreytt vinnsla (framleiðsla) kembing, spuni, lopi og vefnaður marg- vislegur, siðan saumastofa, prjón les og prjónaiðnaður margs kon ar, peysur, teppi, rúmteppi, gólf teppi og margt fleira. -Samanb. verksmiðjur SÍS á Akureyri: Gefjuni Heklu o. fl. Þessar verk- ! smið'jur eru víðkunnar að við- skiptum bæði heima og erlend- is!). 4. Ullarþvottastöð fyrir Fljótsdals- hérað og síðan allan fjórðung- inn. 5. Mjólkurbú: — Mjólkursamlag alls héraðsins, með fjölbreyttri framleiðslu mjólkurafurða. 6. Kornmylla og korniðnaðar-vélar margs konar. 7. „Dósa-iðnaður“ niðursuða margs vísleg): Kjötmeti alls konar, sláturhúss-afurðir o. fl. — Hér átti einnig að rísa hið mikla sláturhús, þar sem m. a. væri slátrað árlega a. m. k. 1000 dýra aukningu stofnhjarðar Múlsýsl- unga á Vestur-öræfum (stofn- hjörðin 2000 dýr!). Sláturpen- ingur: Flest þrevetrir geldingar, mjög verðmætir, og síðan haust- kálfar eftir þörfum, flest bola- kálfar. Skinn mjög verðmæt. j— (Afar fjölbreytt vinnsla. Sér- s-tæð norsk framleiðsla á brezk- um markaði: — Dósir með kjöt- kökum í brúnni sósu: Hreindýra kjöt 80% og nautakjöt 10%. En Bretar eru matvandir og strangir dómarar um alla mat- vælagerð!). 8. Sútunar- og skinna-verksmiðja: Þar átti m. a. að súta sérstaklega hinar 1000 hrein-stökur öræfa- hjarðarinnar, og sérstaklega kálfskinnin, sem eru mjög verð- mæt og eftirsótt af Bretum og Frökkum, sem nota þau í marg- víslegan kventízku-iðnað. (Um tveggja ára skeið fékk ég ekki „lifandi frið“ fyrir hreindýra- fulltrúa Bretaveldis, sem sendi mér hvert bréfið á fætur öðru, og voru þau öll um ísl. hrein- dýraskinnin, en hann hafði einn ig verið mesti skinnakaupmað- ur Breta um áratugi, og keypti þúsundir hreinskinna frá Síber- íu, og síðan frá Alaska, eftir að kommúnistar höfðu lokað bæj- ardyrum sínum! Nú hafði hann komizt á snoðir, um sérstakt á- gæti íslenzku hrein-skinnanna, og fékk síðan hjá mér staðfest- ingu á þessu. — En hér þver- girtuð þið einnig ykkar eigin götu!) —---------- Þrátt fyrir þetta er þörf mikill- ar og góðrar sútunnar- og skinna- verksmiðju eystra, bæði fyrir gráu gærurnar og alls konar skinn og húð'ir! Allt er þetta undirstaða „stór- iðnaðar Fljótsdalshéraðs!" Og þetta ætti að vera ykkur nægilegt verkefni fram til aldamótanna næstu! Jadnframt þessu myndi spretta upp í Fjörðum margvísleg- ur sjávarafurða-iðnaður, óðar er hugviti manna og verkhyggju værj beitt að hagkvæmum og viðráðan- legum framkvæmdum undir’ stjórn verkskyggnra og ábyrgra aðila, en ekki braskhneigðra fjármálaglópa! Sennilega mundu slíkar fram- kvæmdir fyrst hefjast á Seyðis- firði og Reyðarfirði, ýmiss konar aósaiðnaður, fjölbreyttur og vand- aður frá upphafi, þótt í smáum stíl sé. Annað dugir ekki! Síldar- iðnaður í margvíslegum myndum, og fjölbreytt vinnsla úr öðrum fisktegundum! Vísir að slíkum iðn aði og allgóðar fyrirmyndir eru þegar m. a. á Akureyri, Siglufirði og niðursuðu-verksmiðjur í Reykja vík, Akranesi o. v. Álareyking SÍS i Hafnarfirði o. s. frv. Hér er úr mörgu að moða, land- ar mínir og frændur eystra, nær- tækara, æskilegra og viðráðan- legra en erlend risa-fyrirtæki í erlcndum höndum! Með innlend- um, þroskavænlegum iðnaði myndu haldast í hendur aðrar fjöl- breyttar framfarir, m. a. samgöng- ur innan héraðs ykkar og sveita milli, sem víða eru enn harla öm- urlegar! Fagradalsvegur yrði m. a. gerður greiðfær alla tíma árs, — þessi stutta lífæð ykkar, — og hefi ég áður diepið á það. Allur slíkur innlendur iðnaður ætti að vera, — og þarf einnig nauðsynlega að vera menningar- auki, undirstöðuatriði kunnátta og vandvirkni, enda ætti verknám að vera hér vinnuskilyrði! Aftur á móti er erlend stóriðja alloft hreinn „skáldaspillir" á margvís- legan hátt í lífi almennings, og siður en svo menningarauki, þótt til s'éu á síðarj áratugum glæsi- legar undantekningar með vel skipulögð stóriðju-ver og fast- búandi starfslið'i. Á þennan hátt gætu íslendingar orðið allmikil iðnaðarþjóð og hald ið menningu sinni og mannkostum óbrjáluðum, en yrðu ekki aðeins ótíndur verkalýður hugsjóna- snauðra erlendra stóriðju. — Og hér ætti framvegis að rætast hið gamla og góða spakmæli, að vinna göfgar manninn! Framhald á bls. 13. T f M I N N, þriðjudagurinn 28. ágúst 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.