Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.08.1962, Blaðsíða 6
Sveitalífið Framhald aí 8 síðu. um og dýrum verðmætum. Og menn sofna örþreyttir og sælir eftir erfiðið. Meira að segja hin dapra sláturtíð á sína marg breytni og ánægju. Það er bónd anum ekki aðeins metnaður og manndómsauki að eiga víðlenda jörð, sem hann hefur ef til vill mikið prýtt að byggingum og bætt með ræktun. Hann gleðst líka yfir hjörð sinni og veit hvers virði það er að geta lagt inn fjölda vænna dilka auk mik illar mjólkur. Og húsmóðirin er þeim mun öruggari og glaö- ari, sem hún á fleiri og ágætari gnægtir í búi á haustnóttum. Myrkurs og kulda vetrarins kennir að vísu ólíkt meira í sveitinni en í uppljómaðri borg inni, þar sem líka er ylur í hverju horni. En í uppbót nýtur sveitafólkið ólíkt betur hinna fögru vetrarkvölda og þeirrar kyrrðar og þagnar, sem öllum mun nauðsynleg til sálarþroska. Það ©r og enn álit margra, að börnum sé yfirleitt hollara að alast upp í sveit en í borg. Að minnsta kosti fagna ég því fyrir mitt leyti að ég lifði mína æskudaga í skauti náttúrunnar. Nú orðið, síðan bifreiðir komu á flesta bæi, á æskufólk sveitanna hægt með að sækja skemmtanir meira og minna ár- ið um kring. Víða eru komin upp ágæt samkomuhús og ung mennafélög, kvenfélög og enn fleiri samtök hafa það m.a. á starfsskrá sinni að gera mönn- um við og við glaðan dag. Á konudaginn síðasta stóð t.d. kvenfélagið í minni sveit fyrir gleði, sem ég veit að bæði ung- ir og gamlir hafa lengi í minni. Hún var bæði fjölmenn og fjöl- þætt. Spiluð framsóknarvist, sameiginleg kaffidrykkja og samsöngur (ættjarðarljóð og gleðisöngvar), og dans að sjálf- sögðu. Gamlir dansar eins og Vefarinn voru rifjaðir upp. Það gerðist og í miðjum klíðum að 8 pör komu allt í einu inn í sal inn. Voru dömurnar klæddar bolþúningi, en herrarnir á hvít um skyrtum og dökkum buxum. Fólk þetta var á öllum aldri m. a. leiddi 14 ára piltur sjötuga konu. Bæði tóku sporið eins og þau væru í blóma lífisns. — Stundum tíðkast vísnamars. Herrarnir draga þá fyrripart einhverrar vísu, en dömurnar þann síðari og vekur spenning hverjir lendi saman. Og þótt sumum þyki forlögin misskiptin sakar það lítt, því að allir ringl ast að marsinum loknum og næg tækifæri til að ná í þann eða þá, sem ^ hugurinn leitar mest í átt til. Ýmiss konar hring dansar eru og enn við líði og ósjaldan hrífst fólkið svo af létt um lögum, að flestir syngja und ir — hver með sínu nefi, en allir af hjarta. Boðin eru blóm, eða að velja um’ trú, von og kærleika og heppnin eða ó- heppnin eykur tilbreytinguna. Að lokum kemur heimferðin, sem oft á sína sö,gu í morgun- sárinu. Ég minnist á þetta sakir þess, að mér þykir sem sveitafólkið sitji ekki í sveltu hvað skemmt- anir snertir, þótt enginn neiti því, að margt sé stærra í snið- um í þéttbýlinu. Auðfarnara í kvikmynda- og leikhúsin og meiri ljósadýrðin úti og inni. En þess munu þó dæmin að margur syngur innilegar og meira af hjarta: Blessuð sértu sveitin mín, heldur en hann lof ar borgina, þrátt fyrir alla hennar dýrð. 2. Vélvæðingin hefur gjörbreytt öllum búnaðar- og starfsháttum sveitanna. Gert sumt að leik, eins o,g heyskapinn margan góð viðrisdaginn. Samt verður því ekki neitað að enn er landbún- aðarvinna einna mest bindandi og vinnutími margra einyrkja — hvort heldur einhleypinga eða hjóna — lengri en flestra eða allra annarra vinnandi manna í landinu. Svo er látið heita sem bændur eigi að fá verakmannakaup, en það er langur vegur frá því að margir þeirri beri það úr býtum, ef allt er réttilega mælt og vegið. Það finna menn í sveitinni og telja ungir menn að því sé ekki hlítandi, þeir verði að rífa sig upp og komast í uppgripin í bæjunum. Annað rekur þó enn meira á eftir í þessum efnum. Menn finna í orði og raun að bændur eru vanmetnir og fram lag þeirra til þjóðarbúsins van þakkað. Það var táknrænt svar, er ungur drengur gaf mér, er ég spurði hann eftir sumardvöl í sveitinni, hvað hann ætlaði sér að verða, þegar hann væri orðinn stór. Fyrst nefndi hann tvennt, síðan hikaði hann við og klóraði sér í höfðinu á.ður en hann bætti við: „Nei, ann- ars, ég ætla mér að verða bara bóndi.“ Auðheyrt að ekki var hát stefnt, en sætzt á skarðan hlut vegna vonarinnar um meiri ánægju, þr'Stt íyrir allt. Já, nú er svo komið í íslenzku þjóðlífi að bændur, sem áður voru í fylkingarbrjósti og flest- ir á þingum, eru hæddir af sum um rithöfundum og skipað skör lægra en flestum öðrum, þeg- ar raðað er í virðingarsæti eða þjóðartekjunum skipt. Stjórn- málamennirnir virðast margir líta á bændastéttina sem hálf- gerðan þurfalýð — telja að betra væri að flytja inn flest- ar landbúnaðarvörur en halda uppi, búskap í strjálbýlinu. — Aldrei í seinni tíð hefur hlutur bændanna þó verið meira skert ur en allra síðustu árin að mér virðist, enda vaxandi óánægja meðal sveitafólksins af þeim sökum. Eflaust stafar þetta fyrst og fremst af því að þeir, sem með völdin fara hafa ekki nægan skilning né fulla þekk- ingu á því, hvað bændur og búa lið leggja hart að sér til að geta framfleytt búum sínum, svo að þau gefi sæmilegan arð, né vita þeir hversu mikinn hug þeir hafa á því að búa sem bezt í hag sinn og framtíðarinnar. — Vera má og að þeir séu haldn- ir þeirri trú, að ekki skipti svo miklu máli um landbúnaðinn, þar sem aðrar atvinnugreinar afli ríkissjóðnum miklu meiri tekna eins og nú er komið. Sízt af öllu geti borgað sig að við- halda strjálbýlinu með dýrum vega- og raflögnum. Slíkt og þvílíkt heyrist svo oft. En ég fæ ekki unað þeirri hugsun að byggðin eigi að smá eyðast í mörgum héruðum, jafn vel þótt hún þéttist þar, sem ræktunin er auðveldust. Hvert eyðibýli vekur mér hryggð og dapurleika. Mér finnst þar hafi verið fleygt fjár sjóði ,sem hefði átt að ávaxta og margfalda. Og að bæði i nú- tíð og framtíð sé og verði land búnaðurinn og sveitalífið það, sem þjóðin má sízt vanmeta, hvað þá afrækja, svo að hag hennar og menningu sé ekki stefnt í óefni, jafnvel voða. — Þess vegna vona ég ekki aðeins að fólksflóttinn stöðvist ur sveitunum, heldur fari þeim sífjölgandi i^framtíðinni, sem færa út ræktarlöndin og una glaðir við sitt, út með sjó og inn til dala, í nánu samfélagi og fjölþættri samvinnu innan hvers byggðarlags og jafnframt SELUR: Opel Caravan ’60—’61. Opel Reccord ’61 4ra dyra. Fíat 1200 ’59. Mercedes Bens 190 ’57. Volkswagen ’55 —’61. Ford ’55—’57.’ Chevrolet ’53—’59. Opel Capitan ’56 ’60. Ford Zephyr ’55—'58. Skoda ’55—’61. Standard Vanguard station ’59. VÖRUBÍLAR: Volvo ’47 benzínbíll. Volvo '55—’57 diesel. Mercedes-Bens ’55—’61. Ford ’54, ’55, ’57. Chevrolet ’53, ’55, ’59, ’61. Skandia ’57, með eða án krana. Chevrolet ’47. Gjörið svo vel að líta við. Örugg þjónusta. Bíla- & búvélasalan Eskihlíð B við Miklatorg Sími 23136 Til sö!u 3 herb. íbúðarhæð við Skipa- sund. Bílskúrsréttindi. 5 herb. íbúð í sambyggingu við Miklubraut. Bílskúrsrétt- indi. Útborgun 250 þús. kr. 2 herb. kjallaraíbúð við Rauð arárstíg. Einbýlishús við Hlégerði í Kópavogi. 6 herb. bílskúr og ræktuð lóð. HUSA og^KlÞASÁLAN Laugavegi 18 (11 hæð Símar 18429 og 18783 Guðlaugur Einarsson MALFLUTNINGSSTOFA Freyjugðtu 37, slmi 19740 Póstsendum í unaðsríku sambýli við náttúr- una. Á þann veg mun og íslenzku tungu og hugsun bezt borgið Því tvennu sem okkur ætti að vera hvað allra dýrast og vild- um sízt í súginn. Sveitakona. El.lót afgreiðsla GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiSur Bankastræti 12 Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu ! Sjötugur: orlákur Stefánsson, bóndi á Svalbarði Sjötugur er í dag Þorlákur Stef- ánsson bóndi á Svalbarði í Þistil- firði. Hann er fæddur í Efrihól- um í Núpasveit 28. ágúst 1892. Foreldrar hans voru Stefán Þórar- insson, bónda þar Benjamínsson- ar og kona hans Guðrún Guð- munda Þorláksdóttir, Einarsson- ar. Þorlákur missti ungur föður sinn, en ólst upp í Laxárdal í Þistilfirði hjá móður sinni og stjúpföður, og dvaldi þar fram um þrítugsaldur. Ein alsystir hans er á lifi, Stefanía, hjúkrunaykona í Reykjavík, en 'tvær látnar, Hólm- fríður, sém gift var Ólafi Hjartar- syni frá Ytra Álandi, og Vilborg deildarhjúkrunarkona á Lands- spítalanum, sem fórst með Detti- fossi á leið frá Vesturheimi á stríðsárunum. Hálfsystkin Þorláks börn Guðmundu og síðari .manns hennar, Ólafs Þórarinssonar, eru: Þóra í Reykjavik, Kjartan, Þórar- inn og Ófeigur húsa- og húsgagna- smiðir s.s.t og Eggert bóndi f Lax- árdal. Þorlákur stundaði nám í Hóla- skóla og hóf búskap á Ytra-Álandi í Þistilfirði um 1920. Þar kvænt- ist hann Þuríði Vilhjálmsdóttur frá Ytri-Brekkum á Langanesi. Hef ég áður getið hennar hér í blaðinu. Þegar sr. Páll H. Jóns- son fluttist frá Svalbarðj til Rauf- afhafnar, tók Þorlákur vijj ábúð á þeirri jörð og keypti hana síðar. Er þar um landmikla kostajörð að ræða, og hafa þau hjón búið þar einu stærsta búi þar um slóðir. Þorlákur reisti þar íbúðarhús úr steini árig 1937 og hefur, ásamt syni sfnum, sem þar býr nú með honum, aukið mjög ræktun á jörð- inni og byggt hana upp með mynd. arbrag. Börn þeirra Þuríðar og Þorláks eru: Magnús húsgagnasmiður í Kópavogi, Jón Erlingur trygginga- fræðingur í Reykjavík, Sigtryggur bóndi á Svalbarði, Stefán Þórar- inn og Vilhjálmur, verkfræðingar í Reykjavík. Þorlákur á Svalbarði er hinn vasklegasti maður f hvívetna, hag- sýnn búmaður, dugnaðar- og at- orkumaður til verka. Hann hefur um áratugi átt við vanheilsu að stríða, orðið að þola uppskurð hvað eftir annað og á þessum tíma sjaldan gengið heill til skógar, en harkað af sér með karlmennsku vanheilindi sín og að jafnaði sinnt störfum sem heill væri. Hlýtur hann aft hafa verið óvenjuhraust. byggður maður að eðlisfari. Hann hefur og gegnt mikilsverðum trún- aðarstörfum. Var um langan tíma stjórnarnefndarformaður í Kaupfélagi Langnesinga og hrepps nefndaroddviti i Svalbarðshreppi. Frá kynnum okkarlá ég persónu- lega góðs að minnast 'um leið og ég árna honum og fjöiskyldu hans heilla á sjötugsafmæli hans í dag. G.G. Kveðja til Bjarna Kolbeinssonar Njálsgötu 80 á fimmtíu og fimm ára afmæli híins. Þín voru Bjarni æskuárin ofin margri þnaut. Leiddu örlöig litla drenginn löngum grýtta braut, jafnframt manndóms hug og hreysti honum lögðu’ í skaut. Ráðdeild hlauztu’ og vinnuvilja, Vit og trausta mund. Jafn.au me® iðni og elju ávaxtaðir pund. Gæfan manga gaf að launum gleðiríka stund. Konan hollur gleði- oig gæfu- gjafi reyndist þér. Barnalán og hugarhlýja hjartans yndi lér. Heímilisins hugblær allur hér um vitni ber. ' Árin fiinm og aldarhelming áttu liðin hjá. Gleði, sorgir, gróða Oig töp’in gaf þér tími sá, um Ieið og han,n með hraða rann í Iiorfnra alda sjá. Óskabyrinn, þýður, þekkur þina fylli voð meðan lífsins ö'ldur öslar ævi þinnar gnoð. Máttug alvalds hjálparhendi hoilla veiti stoð. Kær kveðja frá vini. 6 TÍMINN, þriðjudagurinn 28. ágúst 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.