Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 2
Franskir bændur í stríði við kvikmyndastjörnur í haust réðust mörg hundr- uð bændur um hánótt inn á heimili hins heimsfræga kvikmyndaleikara Jean Gab- ins, örvita af bræði og sturl- aðir af hatri, rifu hann fram úr rúminu á náttfötunum og hótuðu honum öllu illu. Hann reyndi að sefa hinn æsta bændalýð, hélt ræðu og táraðist en það kom að litlu gagni. Lögreglan hefur haft strangar gætur á búgörðum Brigitte Bar- dot þvl einnig þar er búizt við innrás bænda. ' Að baki þessum aðgerðum bændanna liggur ekki nein ó- vild í garð kvikmyndaleikara, Gabin er jafn vinsæll sem leik- ari meðal bænda sem annars fólks i Frakklandí og bændur viðurkenna að ekkert fyrirtæki færir franska ríkinu jafn mikla valútu og Bardot. En þeir eru að mótmæla að ríkisbubbar frá París kaupi si- fellt meira af landi fátækra bænda sem ekki hafa annað lifi brauð en landgæðin. Jean Gabin .'hefur sífellt verið að kaupa fleiri og fleiri búgarða og leggja undir sig meiri landspildur, fleiri akra og engi en notar þetta land einungis í því skyni að Jean Gabln rækta kyn veðhlaupahesta. Þetta leiðir sdðan til þess að fátækir bændur flosna upp og fara á ver- gang. Bændur hafa látið ófriðlega, kveikt í svínastium og brotið hús. Þó tókst að semja vopna- hlé meðan ferðamannastraumur var sem mestur um landið, að öðrum kosti hefði mátt búast við þvi að vígi hefðu verið reist á vegum úti og barizt af miklum móð. í tilefni af þessu öllu hefur því verið haldið fram að smá- bændastéttin franska muni líða undir lok þegar Evrópumarkað- urinn kemur til sögunnar. Einn af forustumönnum landbúnaðar- ins hefur reiknað út að héruðin kringum París geti hæglega framleitt allar landbúnaðarvör- ur sem Frakkar þurfa á að halda. Þar með er stöðum kippt undan tilveru allra smábænda víðs veg- ar um landið. Smábændurnir vilja ekki yfirgefa kotbæi sína þar sem þeir búa að vísu við bág kjör en hafa engan áhuga á að laga sig eftir breyttum stað- háttum og vélvæðingu. Reiði franskra bænda er einn- ig af því sprottin að upp á síð- kastið hafa flutzt inn fjölmargir flóttamenn frá Alsír og haft nokkur fjárráð, þeir hafa keypt allmarga búgarða í Frakklandi og hrakið bændalýðinn á brott, þannig geta þeir lifað lífinu á svipaðan hátt og þeir vöndust í Alsír. Lögregluhormenn hafa átt fullt I fangl meS að halda hlnum reiSu bændum í sekfjum. -2-A ^d'/n ' wm -<áj td/7i um VtQt 1 HÉR kemur bréf frá SigurSl frá Brún, og er þar rætt um mynd- list. Þar segir: „GUNNAR BERGMANN á í Tíman- um 5. sept. tal við listmálarann Þorvald Skúlason um málaralist og ýmlslegt fleira raunar, svo sem það, hvort stjörnufræðl geti verið þjóðleg. Það er ætíð fengur að lesa það, sem ritað er af rósemd og nokk- urri þekkingu. Viðtal við Þ, Sk. er því allrar þakkar vert og sýnir sitthvað, sem satt má reynast um málaralist hans og skoðanabræðra hans. Það veitir lika — með dæm. um þeim, sem Þorvaldur notar til skýringa á myndum slnum, — út sýni til fleiri listgreina, og það er þeim verðmæti, sem bera skyn á aðrar hliðar fegurðar en þá, sem er aðalumræðuefni hans, þvl að orð skýra mynd, og mynd skýrir orð, er einhver mynd er á mynd eða orði. Og tilgangur viðtalsins virðist frá Þorvalds hlið vera sá að afsaka og rökstyðja ómyndræn málverk, en mætti, þar sem orð- um er beitt, skýringum og dæm- um, ekki aðeins ræða myndirnar heldur lfka myndgildl eða list- gildi orða hans_og fleiri skyldra fyrirbæra. Sjaldan eða aldrei ber það við, að drekavafningum eða höfðalet. ursborðum á útskornum munum sé vegna eðlis þeirra neitað um listgildi eða fegurð. Þótt hvorugt þetta sýni eftirlfkingu nokkurs hlutar f náttúrunni, hafa mörg sýnishorn þess þótt mikilsverð, bæði fögur og listræn. Þráflæktar bugður drekanna geta vanið inn í menn smekk fyrir fögrum bjúg- línum og andúð til annarra, sem miður þykja fara. Þess háttar formskyn og smekksæfing getur svo valdið þeim dómi rúmfjala- vanra og þaulkunnugra heiða- smala á Brúardölum og Vestur- öræfum, að vissulega sé andarháls og vel settur hrossmakki fegurri en nokkur hreindýrssvfri. Það skyldi því enginn lasta ómyndræn málverk sem listaverk, fremur en rúmfjölina eða spónskaftið,-vegna þess eins að það sýnir engan nátt úrlegan hlut. Hitt mætti spyrja um: Vekur þessi sjón nokkra kennd í vitund þess, er hana sér, eða ef svo er, verkar hún til skaða og skammar ef nokkuð er? Og Viðtalið er myndskreytt. Þegar á þær myndir er litið, kemur upp ærið áleitln ósk um skýringu á^orsökum þess, að lín- urnar í húsum þeim, sem sjás^ á málverkinu „Sjávarþorp" eru all- ar eins sannar og við verður búizt, t.d, stafngluggl hér um bil rétt- hyrndur, en limir mann-ógerða þeirra, sem taka upp meginhluta grunnflatarins hægra megin eru hundvitlaust dregnir, svo að lfkj. ast meira vindilstúfum, skæraodd um eða vírspottum en nokkrum hlutum mannlegra ifkama. Hvaða tilgiangi þjónar slík myndagerð, eða eru hendur og fætur fegurri svo og lærdómsrfkari á að sjá, sýndir með ámóta sannsögli og stafn á húsi, flögrandi mávar eða fuglabringur á sjó? — Ellegar naílastrengur sá, sem liggur frá miðbletti efri myndar- innar á fyrri síðu viðtalsins í átt- ina að öxl myndarmálarans sjálfs. Hvert er hlutverk hans í mynd- Inni? Væri listaverkið stórum ó- persónulegra, ef strik það skorti? Þorvaldur getur þess, og er það spaklega mælt frá almennu sjónar miði, og auk þess einhver álitleg asta málsvörn alls nýjabrums, að meira sé vert að gera þau verk, sem óunnin biða en að vinna upp aftur þau störf, sem þegar hafa verið leyst af hendi til nokkurrar hlftar. En mun ekki ráðlegra til skjóls og nytja að byggja heldur ofan á þá grunna, sem til eru, en að leggja steypuna, sem ætiuð var í efri hæðir nývirkjanna á tómt löftlð eða óundirbúna lóðina? Þótt þannig komi margs konar spurningar I hugann vlð lestur áð- urnefnds viðtals og athugun mynda þeirra, er i því eru prent- aðar, þá verður varla komizt hjá að viðurkenna hófsemi Þorvalds f orðalagi og uppteknum skýring- um viðhorfs sins. Hver skyldi t.d. hafa umboð til að áfellast Piet Mondrian, er hann nefnir sem dæmi, þótt hann fengi ofnæmi fyr ir trjám og hætti að mála lands- lagsmyndir? En er þá ekki íslenzk um kjarrvinum lfka frjálst að æskja sér heldur teikninga af greniflækju og stofnum eða mál- verka af bláfátæku birkilaufi en brotlínusafns, sem engu líkist, eða mislitra bletta á blaði — bletta, sem vekja hvorki minningu né von, nema ef vera skyldi von um að geta varlð augu sin síðar fyrir öðru ámóta ólífrænu litasulli og strikadreif um steindauða lérefts búta. Svipað er um aðrar listgrein ar. Þeir, sem fara stórlega fram úr eða dragast mjög aftur úr gangna röð annarra leitarmanna í smala mennsku næmloiks og mann. þroska, mega að réttu vænta þess eins að verða nauðleitarmönnum sínum nytjalausir við verkið og fá fyrirhöfn sfna vanþakkaða og að engu goldna. Sú er harmsaga bæði brautrýðjenda og getulítilla slóða, að vísu hvorki frumleg né skemmti leg, en alveg dagsönn. Flest sem Þorvaldi er eignað f greininni mun vera verjandi og að nokkru ' satt en færra. óyggj- andi, og þá slagorðið sízt, þetta endemis atkvæði um hugtakið þlóðlegur, Stjörnufræði verður að vera með nokkrum hætti þjóðleg eins og annað. Við, sem búum á norðurhveli jarðar, verðum þann ig að láta okkur nægja að rann- saka það, sem vitað verður um pól stjörnuna og umhverfi hennar, en hljótum að iáta suðurkrossinn vera órannsakaðan á sama hátt og hott- entotti verður að sleppa hafísrann sóknum, enda mun bæði blaða- manninum og málaranum vera þetta ijóst undir niðri, þótt annað liggi á lónni. (Framhald á 12. siðu). 5 milljónir á dag „Vís'ir hefur það eftir góðum heimildum, að þjóðarbúið tapi 5 mil'ljónum króna á dag, með- an ósamið er f síldveiðideil- un,ni“. Með þessum orðum stór- og fe'itletruðum hefst aðalfréttin á forsíðu stjórnarmálgagnsins Vísis í gær. Sé Vísir snjall að margfalda, ætti hann að vita, að þetta eru 150 milljónir á mánuði. Gunnar Flóvenz, fram kvæmdastjóri sfldarútvegs- nefndar, hefur lýst þvj greiní- lega yfir, að það sé jafnvel meira en þetta fé, sem sé í hættu, ef sfldveiðarnar hefjist ekki þegar, einnig mark. aðir okkar fyrir Suðurlands- sfld í fnamtíðinni. Kannske Vísir vilji reyna að reikna út, hve miklu það tap gæti numið 'á dag. Þetta sýnir það gleggst, hví- líkt skemmdarverk ríkisstjórn. in Vinnur með þvi að koma ekki síldvciðunum af stað strax. Ætlar hún kannske að tefja haustsíldveiðarnar um þrjár vikur eins cig sumarsíldveið- arnar? Þetta er því hatrammlegra sem bráðabirgðalausn í máli þessu virðist blasa Við og vera ríkisstjórninni auðveld. Samn- ingar eiga að sjálfsögðu að halda áfram um síldveiðikjör- in, en meðan verið er að ganga frá þcim á ríkisstjórnin að beita sér fyrir því, að ráðið sé á síldarskipin samkvæmt gömlu samningunum, en ríkið taki að sér að greiða tækjauppbót til síldarskipanna til bráðabirgða sem svarar þeirri upphæð, sem tekin var af sjómönnum í sum ar með igerðardómnum. Á öllum síldveiðunum í sum- ar mun þessi tækjauppbót frá sjómönnum til skipanna hafa numið 20—30 millj. kr. Sést á því, að hér yrði aldrei um að ræða nema brot þess, sem annars tapast á því að láta sfld arskipin liggja í höfn — að ekki sé minnzt á þá geigvæn- legu hættu, sem yfir vofir af missi markaða, Hér stendur fyrst og fremst á aðgerðum ríkisstjórniarinnar. Gagnkvæm ánægja Það sér á, að ástríki er mik- ið á stjórnarheimflinu, því að s. I. sunnudag gcfa stjórnar- flokkarnir hver öðrum trausts- yfirlýsingu og lýsa ánægju sinni hvor með annan. Bjarni BenediktSson se-gir í Reykja- víkurbréfi: „Núverandi stjórnarflokkar hafia unnið saman af heilind- úm og festu að Iausn hinna þýðingarmestu mála og sett sér það markmið að láta sam- starf standa út kjörtímabilið. Bendir nú allt til þess, að því marki verði náð“. Benedikt Gröndial segir i héigarspjalli sínu i Alþýðu- blaðinu: „Þjóðfélag okkar er á athygl isverðu stigi um þessar mund- ir . . . Það sameinar margt þ.að bezta úr jafnaðarstefnunni og hinni frj'álsu samkeppni, og byigigist á góðum lífskjörum og miklum kaupmætti hins breiða fjölda, cn ekki hinna fáu ríku, eins og áður var“, Ánægjan er sem ságt gagn- kvæm, og „jafnaðarstefnan“ og „frjálsa samkeppnin" virðast eiga góða samleið. En hvað segja menn um hinn „mikla kaupmátt hins breiða fjölda" hér á landi núna? Og eru hér engir „fá'ir ríkir"? Hverjir (Framhald á 12. síðu). 2 TÍMINN,' þriðjudagurinn 9. okt. 1902.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.