Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 8
ÆSKUNNAR ÆSKUNNAR Spjallað viS Pál H. Jónsson, gjaldkera F.U.F. á Akureyri í Akureyrarför minni í fyrri viku hitti ég að máli stjórnar- menn F.U.F. á Akureyri, eins og fram kom í síðasta Vett- vangi. Ræddi ég meðal ann- ars við Pál H. Jónsson, gjald- kera félagsins en hann hefur tekið mikinn þátt í íþróttalíf- inu á Akureyri undanfarin ár og verið í hinu sigursæla knattspyrnuliði Akureyrar, sem nú keppir í 1. deild. Eg haföi hug á því að frétta eitthvað af þessum málum, og bað því Pál að segja mér lítil- legá frá þeim, og lagði fyrir hann fyrstu spurninguna: — Hvernig er aðstaða til knattspyrnuiðkunar hér, Páll? — Til knattspyrnuæfinga er aðstaða mjög slæm, sér- staklega á vorin, þair sem ekki er nema einn völlur fyr- ir hendi, grasvöilur, sem ekki er unnt að nota fyrr en eftir miðjan júni. Enginn maiar- völlur er lengur fyrir hendi, því gamli völlurinn er orðinn ónothæfur og þess vegna fékk Þór til dæmis léðan túnskika til æfinga síðastliðið vor, en hann var þá svo ósléttur, að vart var hægt að notast við hann. — Það er brýn nauðsyn að koma upp góðum malarvelli í framtíðinni, en sennilega verður hann ekki kominn fyr ir næsta vor. Akureyrskir knattspyrnumenn horfa af þessum sökúm kvíðnir fram til næsta árs um æfingaað- stöðu. Meðal annars leikur 1. deildar lið okkar aldrei leik fyrr en keppnistímabilið er hafið og alvaran við sunnan- liðin byrjar. — Hafið þið haft aðkom- inn þjálfara? — Jú, í sumar hefur Reyn- ir Karlsson verið þjálfari ÍBA, en í fyrra var hann þjálf ari Fram í Reykjavík. Líkaði okkur mjög vel við Reyni. — Á sumrin eru æfingar j þrisvar í viku í meistara- flokki íþróttabandalags Akur eyrar og og æfa bæði Knatt- spyrnufélag Akureyrar og Knattspyrnufélagið Þór sam- an. Við önnur félög hafa ver- ið leiknir um 15 leikir af hálfu ÍBA, í sumar, bæði í 1. deild og við erlend félög. Þá hefur einnig verið leikið við Kefl- víkinga í bæjakeppni stað- anna. — Hvaða fleiri greinar eru æfðar en knattspyrnan? — Áður fyrr voru frjáls- íþróttir æfðar nokkuð að sumr F.U.F. Á AKUREYRI / Aðalfundur F.U.F. á Akureyri fyrir árið 1962 veróur haldinn í skrifsfofu Framsóknarflokks- ins, Hafnarstræii 95, í kvöld, priöjudaginn 9. október, kl. 20,30. — Dagskrá: 1. Venjuleg aóalfundarstörf; 2. Kosnir fulltrúar á þing F.Ú.F. ÚTGEFÁNDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANN A RITSTJÓRI: HÖRÐUR GUNNARSSON íþróttaleikvangurinn á Akureyri Knattspyrnan vinsælasta íþróttin á Akureyri inu en nú má heita að þær hafi fallið niður aftur. Yfir sumarið er tæpast um æf- ingar annarra íþrótta að ræða, sem keppt er í en knatt spyrnu. Á vetuma iðka menn aðallega körfuknattleik og eru allfjölmennar deildir, bæði innan vébanda Þórs og KA. — Þá er starfandi skauta- félag, sem segja má að sé for- ystufélag í þeim efnum í land inu, enda eru velflestir meist- arar skautaíþróttarinnar Ak- Aðalftindur FUF á Ströndum Félag ungra Framsóknarmanna í Strandasýslu hélt aðalfund sinn að Stóra-Fjarðarhorni í Fells- hreppi, sunnudaginn 12. ágúst s.l. Fundurinn var allvel sóttur og kom fram mikill áhugi fyrir að efla ' félagsstarfið enn frekar og vinna að því að gera hlut Fram- sóknarflokksins sem beztan í al- þingiskosningunum næsta vor. Stjórn félagsins skipa nú: Páll Þorgeirsson, Hólmavík, formaður; Brynjólfur Sæmundsson, Hólma- vík, varaformaður; Grímur Bene diktsson, Kirkjubóli, gjaldkeri; Jón Alfreðsson, Kollafjarðarnesi, ritari; Pálmi Sæmundsson, Borð- eyri, meðstjórnandi. — Vara- stjórn: Sigurður Jónsson, Stóra- Fjarðarhorni; Erla Magnúsdóttir, Kambárvöllum; Baldur Sigurðsson j Klúku, Bjarnarfirði. — Endurskoð endur: Bragi Guðbrandsson, Hey dalsá; Björn Karlsson, Smáhömr- um. — Varaendurskoðendur: Ósk ar Ágústsson, Hvalsá; Sigurður Benediktsson, Kirkjubóli. Félagið efndi til almenns félags fundar_ í Árnesi, laugardaginn 8. sept. Á fundinn mættu Örlygur Hálfdánarson, form. SUF og Magn ús Stefánsson, gjaldkeri SUF og fluttu ávörp. Tókst fundurinn hið bezta og ríkti ánægja með heim- sókn þessara embættismanna heildarsamtakanna. ureyringar. — Einnig lifir sundfélag viö sæmilegan orðstír. — Skíðaferðir eru töluvert stundaðar á vetrum, enda hef ur' aðstaða til skíðaæfinga batnað mikið með tilkomu skíðaheimilisins í Hlíðarfjalli. — Og að lokum Páll, spurn- ing, sem hefur í rauninni þegar verið svarað: Hvaða íþrótt nýtur mestrar hylli Akureyringa? — Ja, knattspyrnan er mjög vinsæl í bænum, bæði af leik mönnum og öðrum, svo ekki sé meira sagt. Eg tek mér í hönd Hátíða- blað Dags í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Akureyr- ar 29. ágúst s.l. Af tilviljun opnast blaðið, þar sem Ár- mann Dalmannsson, formað- ur íþróttabandalags Akureyr- ar, ritar um íþróttir Akureyr- inga, vetur og sumar. Hann lýkur grein sinni með þessum orðum: — „Það var mikill fram- farahugur í æskumönnum Ak ureyrar í byrjun þessarar ald- ar. Þeir, sem stofnuðu „Glímu félagið Gretti“ og U.M.F.A. urðu þjóðkunnir. og út frá þeirra starfsemi vaknaði í- þróttaáhugi um allt land. Ælsknmenn Akureyrar nú Páll H. Jónsson hafa að sjálfsögðu breytt við- horf vegna breyttra tíma. en þeir eru engu siður fullir á- huga fyrir því að vinna í þróttaafrek fyrir bæinn sinn, vinna að því að hann geti orðið miðstöð fyrir vetrar- íþróttir, sem hann hefur skii- yrði til, og vinna að eflingu alls þess, sem Akureyri horfir til heilla.“ Þessi orð finnst mér að und irstriki þau áhrif sem ég varg fyrir meðan á spjalli okkar Páls stóð. Þar var maðurinn, sem vinnur íþróttunum braut með þátttöku sinni og góðum hæfileikum. Það er ekki einsk is virði Akureyringum að eiga slíka páia. H.G- 9. ÞING S.U.F. Eins og tilkynnt hefur verið verður 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna haldið í Borgarnesi dagana 2., 3. og 4. nóvember n.k. Um tilbögun þingsins og dagskrár þess /erður formönnum félaganna og stjórn- um sent bréf mjög fljótlega. Sambandsstjórn hvetur ö!l F.U.F.-félög til að senda fulltrúa til þingsins og minnir stjórnir þeirra á að boða til aðalfunda í tæka tíð of senda hið fyrsta félagaskrár til framkvæmdastjórnar 8 T f M í N N, þriðjudagurinn 9. okt. 1962,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.