Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, augiýsingar og aðrar skrifstofur j Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523, Af. greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í iausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Húsnæðisskorturinn Eitt af því, sem stjórnarblöðin hafa haldið fram að undanförnu, er það, að ríkisstjórnin hafi varið meira íé til íbúðalána í kaupstöðum og kauptúnum en áður hafi verið gert. Nú sé því ófullnægt miklu minni eftir- spurn hjá Húsnæðismálastjórn eftir íbúðalánum en nokkru sinni fyrr. Ef þetta væri rétt, ætti ástandið í húsnæðismálunum að vera betra en áður. Framboð nóg á húsnæði og húsa- leiga jafnvel heldur lækkuð, miðað við byggingarkostnað. Slíku er hins vegar ekki til að dreifa. Hvaðanæva úr kaupstöðum og kauptúnum berast nú fregnir um hús- næðisskort og stórhækkandi húsaleigu. Ástæðan er sú, að ,,viðreisnin“ hefur dregið mjög úr íbúðabyggingum seinustu árin, eins og glöggt sést á eftirfarandi tölum: 1956 var byrjað á byggingu 1775 íbúða í landinu, árið 1957 á 1610, árið 1958 á 1462, árið 1959 á 1597, árið 1960 á 1013 og árið 1961 á 770 íbúðum. Það er m. ö. orðum byrjað á byggingu næstum helmingi færri íbúða árlega á ,,viðreisnarárunum“ 1960 og 1961 en á tímabili vinstri stjórnarinnar. Tölur, sem liggja fyrir um fullgerðar íbúðir í Reykja- vík, sýna vel þessa öfugþróun. Árið 1956 var fulllokið 705 íbúðum í Reykjavík, árið 1957 935, árið 1958 865, árið 1959 740, árið 1960 642 og árið 1961 541 eða nær 400 færri en árið 1957. Þessi mikli samdráttur veldur því, að nú er aftur kominn til sögunnar verulegur húsnæðisskortur í höfuð- borginni og allmörgum kaupstöðum og kauptúnum víða um land. Ástandið í húsnæðismálunum hefur því stórversnað í húsnæðismálunum í tíð núv. ríkisstjórnar en ekki batn- að, eins og stjórnarblöðin halda fram Það er nefnilega enginn mælikvarði á þetta, þótt heildarlán húsnæðis- málastjórnar hafi eitthvað aukizt að krónutölu, þar sem verðgildi krónunnar hefur rýrnað um helming á þess- um tírna, eða þótt minni eftirspurn eftir lánum sé ófull- nægt hjá húsnæðismálastjórn, þar sem stórlega hefur dregið úr byggingum og lán út á einstaka íbúð hafa verið stórlækkuð. ef miðað er við byggingarkostnað. Ef húsnæðisskorturinn á ekki að haida áfram að auk- ast, verður nú að gera alveg nýtt átak í byggingamál- unum. Það þarf að endurskoða alla löggjöfina um þessi mál og aukna aðstoð við íbúðabyggingar hinna mörgu einstaklinga vegna hins stóraukna byggingarkostnaðar af völdum ,,viðreisnarinnar“. Það er eitt hinna stóru vandamála, sem hún hefur skapað. Öfugmæli í fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur ein- hver skopsamur náungi komizt i það að skrifa Reykja- vikurbréf Mbl. á sunnudaginn. Mun þar sennilega að ræða um sama blaðamanninn og nýlega talaði í útvarpið um daginn og veginn og ræddi þar m. a. um íslenzka’ fegurðardísir og íþróttagarpa í skemmtilegum öfugmæla stíl. Hann gerir viðreisnarstjórninni svipuð skil í Reykja víkurbréfinu. T. d. segir hann, að hún hafi stórlækkað skatta og tolla. stöðvað verðbólguna og skapað jafnvæg' í efnahagsmálum! Öllu betur er vissulega ekki hægt að snúa staðreynd unum við. Wfalter Uppmann ritar um al^éðamál!"ntfr,*""ll'Tn "■ Kennedy hefur leyst vel delluna við ríkisstjórann i Missisippi En framvegis verður að reyna að leysa þessi mál án valdbeífingar FORSETINN og dómsmála- ráðherrann haía leyst verk sitt vel af hendi fyrir þjóðina með framkomu sinni í vandamálinu í Mississippi. Þeir hafa beitt val.di án hávaðasemi, minnugir þess, að hin óumflýjanlegu sár verður að græða. Fyrir mitt v leyti virðist mér forsetinn hafa náð fullu valdi yfir því feikna- afli, sem hann hefur yfir að ráða, en það álit hef ég ekki haft síðan Kúbu-hneykslið gerð ist 1961. Forsetinn- hefur brotið á bak aftur uppreisn Barnetts fylkisstjóra og hlotið að laun- um viðurkenningu upplýstra, leiðandi manna í suðurríkjun- um, sem óneitanlega mega sín meira. Eina skyssan, sem hann gerði, var að láta löngun sína (til að stilla til friðar leiða til þess, að treysta fylkisstjóran- um um of.Forsetinn trúði fylk- issijóranum til þess að hindra ofbeldi múgsins. Það kom á dag inn, að fylkisstjórinn lét múg- inn reyna að framkvæma það, sem hann hafði hótað að gera, en reyndist svo ekki fær um, þegar til kastanna kom. Hann lýsti því yfir, að lögreglu fylkis- ins yrði fylkt til hindrunar því, að lögum' sambandsrikisins yrðij framíylgt En þegar hann stóð andspænis liðsafla ríkisins hvarf ba'SUJ frá þessari hótun sinni, en leyfði fylkislögregl- unni að láta múginn ráðast á ríkislögreglumennir.a. Þetta var ömurlegur endir „meðalgöngu“ kenningarinnar. KENNINGIN sjálf hefur ver- ið sett fram hvað eftir annað í meira en hálfa aðra öld. Höf- undar hennar voru Jefferson og Madison. Þeir sömdu hana •sem yfirlýsingu fylkisstjórn- anna j Virginia og Kentucky, þegar þeir voru að reyna að ó- gilda andstöðu- og uppreisnar lögin, sem sambandsmenn höfðu samþykkt. Ályktanirnar héldu fram rétti fylkis til þess að hafa að engu lög, sem það teldi stríða gegn stjórnar- skránni. Til ályktana þessara var aldr- ei gripið, því að uppreisnar- lögin voru numin úr gildi, þeg- ar Jefferson var kosinn forseti árið 1800. Árið 1803 lagði Mar- shall yfirdómari — í hinu fræga máli Marbury gegn Madi- son — áherzlu á þá meginreglu stjórnarskrárkerfis okkar, að það sé greinilega verkefni og skylda dómsmálaráðuneytisins að skera úr um, hvað séu lög “ Meðalgöngu-hugmyndinni skaut aftur upp 24. nóvember 1832, þegar löggiafarsamkoma Suður-Karólínu samþykkti að ' ógilda lögin, sem nefnd voru „verðskrá viðbjóðsins“, og rík isþingið hafði sanrþykkt Andrew Jackson forseti svaraði þessari „óvildingarákvörðun" í yfirlýsingu 10. des. 1832, þar sem hann kvaðst álíta „vald. sem fylki tekur sér til þess að Iógilda lög Bandaríkjanna. ó samrýmanlegt tilveru ríkjasam bandsins . . “ Úr því að „meðalgangan" ei i raun og veru sama og aðskiln aður frá ríkjasambandmu, þá má minna á. að það var aðai Kennedy forseti málið, sem borgarastyrjöldin útkljáði.“ KENNINGIN.um meðalgöngu, ógildingu og jafnvel aðskilnað bar enn á góma eftir 1954, þeg- ar hæstiréttur dæmdi í málinu Brown gegn kennslumálaráðu- neytinu, og úrskurðaði aðskiln- að kynþátta í opinberum skól- um ósamrýmanlegan stjórnar- skránni. Gremjan gegn þessum úrskurði hefur verið undirrót anarrar gremju við rikisstjórn ina, gremju gegn sköttum, fé- lagslegum aðgerðum, reglutm um iðnað; og landbúnað og öðru þess háttar. Þessi gremju upphleðsla er sá grunnur, sem ákveðnustu hægrisinnarnir standa á, allt frá hinum róman tíska Goldwater til ruddamenna eins og Walkers hershöfðingja í stóru ríkjasambandi, eins og hér hjá okkur, kernur senni lega aldrei að því, að fylki. sem telja sambandsstjórnina ógna lífsháttum sínum, reym ekki að mótmæla. Eins og sakir standa beinist kjarni andstöð unnar gegn ódcilni opinberra skóla.' Þó að forsetanum hafi tekizt að láta lögin gilda við Mississippiháskóla, þá er varla við því að búast, að andstaðan gegn ódeildum skólum fjari út Ilún mun lifa og henni skýtur efalaust upp aftur, þegar her sveitirnar og ríkislögreglumenn irnir eru á burt sem vandamálið ’er hvað við- kvæmast, eins og til dæmis í Mississippi og Alabama. Það er ekki frambærileg stefna að grípa til ríkishers til þess að styðja einstakling, bam eða mann, sem hefur fengið eða látið fá fyrir sig ákvörðun sam bandsdómstóls. Þetta er að vísu óvefengjanleg framkvæmd laga. En það, sem þörf er á, er tiifinning fyrir löghlýðni í ríkjum eins og Missjssippi. Ég hef þá von — og byggi hana á framkomu í flestum suðurríkjunum, allt, frá Louis- iana lil Virginía, — að hægt væri að koma sér saman um stefnu, ef leitað væri samkomu lags um eftirtalin meginatriði- í syðsiu fylkjunum sé sameig- inleg kennsla kynþáttanna lát in byrja við nám úrvals negra í lögfræði, tæknisfræði. verk fræði, guðfræði. kennslu og blaðamennsku, en j náinni framtíð sé ekki lögð yeruleg á- herzla á það erfiða viðfangs- efni, að kennsia beggja kyn- þátta fari fram í sama sam- skóla unglingastigsins Herra Meredith er gott dæmi í þessu sambandi Hann ei1 eng inn unglingur Hann er orðinn 29 ára. kvæntur og á börn, og er reyndur hermaður Það virð ist auðséð, að hann ætli sér að verða leiðandi maður í hinum vjðskvæmu samskiptum kyn- báttanna í sínu fylki ANDSTAÐAN rís upp aftut nema því aðeins. að sambands stjórnin gangist fyrir því, sem húu hefur látið undir höfuð leggjast síðan hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn Hún hefur údrei lagt fram stefnu. aldrei reynt að ræða áætlun eða sam komulag við hrna upplýstu for uslumenn suðurríkjanna, þar' Mér er ljóst, að aðférðin, sem eg stmg upp á, er ekki í sam- ræmi við stöngustu grundvall- aralriði lagalegs jafnréttis. En ég held að hún aki til með ferðar, hvernig takast megi — með þeim hraða. sem verulejk inn gerir framast kletft — að fá grundvallaratriðin viður kcnnd að iokitm r í M I N N, þriðjudagurinn 9. okt. 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.