Tíminn - 11.11.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1962, Blaðsíða 2
A FÖRNUM VEGI LÆKNISLEIT Lönguin var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kónigur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Menn hafa lengi raulayy þessa vísu Stephans G. — raulað hama með angurtrega og samúð með lífi einyrkjans, þess sem býr að mestu utan við lijálparkerfi mannlegs samfélags. Þetta liefur verlð talin cinhver snjalIaSta og raunsannasta Iýsing á slíku lífi — Iífi, sem heyrði fortíðinni til, sem betur færi. Nútíma samféla.g manna er byiggt á öðrum grunni. Steinar þess grunns eru sérliæfðar og sér- menntaðar stéttir sem vinna á- kveðin verk, og þannig vinna mennirnir saman og hver fyrir annian. Þroski oig framvinda nú- tíðar þjóðfélags eru talin mjög undir því komin, að hver steinn í þessari bygigingu skipi sitt rúm vel og bili í en.gu, því að þá getu.r allt húsið skekkzt. AÍIar stéttir eru mik'ilvægar, en tímamir fá þeiin þó verkefni í hendur með misjafnlegri þýðingu. f dag er starf þessarar stéttar mikilvæigast — á morgun annarr- ar. Verkefni nútíma þjóðfélags kalla svo misjafnt að. Óhætt mun þó að fullyrða, að síðustu áratug- ina hefur vöxtur og framfarir þjóð arinnar öðru fremur verið kominn undir starfi þeirra stétta, sem ann ast vísindi, tækni og menntun. Það er ekki nema rúm öld síða,n engar stéttir læknia, verkfræðinga og kennara voru til í landinu. Nú er þjóðfél.ag óhugsandi án þess- ara stétta. Ef þær hyrfu frá okk- ur, mundum við hrapa í einu vet- fangi niður á annað tilverustig, sem meira ætti skylt við hellisbúa fomaldar en nútíðarmenningu. Ýmislegt hefur gerzt í þjóðfélagi okkar síðustu missirin, sem bendir til, að þessi hætta sér ekki óhugs- andi. Menn muna, hvernig gengið hefur að fá kennara til starfa, og það er opinbert leyndarmál, að það er ekki svo vel skipað liði í alla skóla um þessar mundir, að hægt sé að segja að öllum fræðslu- og menntamálum þjóðarinnar sé vel borgið — og kcmur fleira til en manneklan. En sleppum kenn- urunum. Hættan er enn geigvæfl. leigri í öðru.m stéttum, sem lengri skólagönigu eiga að b,aki. Mikil deila hefur undanfarið slaðið við verkfræðinga og hlé á í bili. Fjöldi þeirra starfar er- lendis, og skorturinn hér heima tefur framkvæmdir þjóðarinnar. Okkur vantar og fjölda langskóla- manna til vísindastarfa. Og svo komum við að læknunum — það er mál dagsins. Menn geta vafalaust orðið sam- inála um ag tvennt sé einna nauð- syrilegast til þess að efla efnalega velferð og lífsöryggi — verkleg kunnátta og læknis- og heilbrigð- isþjónusta. Hvort tveggja krefst langmenntunar fremur cn flest annað. Þeir, sem öðlazt hafa tækni — og vísindamenntun og læknis- menntun eru nú eftirsóttastir til starfa, og þeim standa allar dyr opnar í flestum löndum heims.Þjóð irnar heyja harða samkeppni um þessa menn. Þær kosta kapps um og spara ekkert til að mennta slíka menn heima en reyna auk þess að laða til sín menn af þcssu tagi frá öðrum þjóðum. Framfarir og lífs- kjör almennings næstu áratugi eru talin fara mjög eftir því, hve marga þessara manna þjóðirnar hafa að störfum eða fá til starfa á næstu árum. íslendingar standa þarna illa að vígi. Þeir verða að sækja þcssa menntun ag verulegu leyti út fyr- ir landsteina. Þeir hafa ekki enn getað eða viljað bjóða þessum mönnum lífs- og starfskjör til jafns við aðrar þjóðir. Afleiðingin er sú, að þeir hafa misst hlutfalls- lega fleiri verkmenntamenn, vís- indamenn og lækna úr landi til starfa með öðrum þjóðum. Og cftir síðustu gengislækkanir vant- ar mikið á, að við séum samkeppn isfærir um þjónustu þessara manna. Það hefur sífellt hallað meira á ógæfuhlið i þessum málurn og má segja, ag nú sé komið að þvi að snarast með læknadeilu þeirri, sem nú stendur. Yfir vofir, að VALVER LAUGAVEGl 48 Við aðstoðum yður við að gleðja börnin. Avallt úrval af leikföngum. VALVER SlMJ 1 56 92 Sendum heim og I póstkrofu um land allt. Sendísveinn óskast Skrifstofa ríkisspítalanna óskar eftir að ráða sendi- svein nú þegar. Umsóknir sendist Skrifstofu rik- isspítalanna Klapparstíg 29. Reykjavík, 10. nóvember 1962 Skrifstofa ríkisspítalanna fjöldi lækna fari nú til útlanda til viðbótar þeim sem þar eru fyr- ir, en eftir sitjum við með læknis- laus sjúkrahús og lamaða heil- brigðisþjónustu. Því verður varla neitað, að kröfur lækna eru studdar veiga- miklum rökum. Þeir hafa bent á þá staðreynd, að ævilaun þeirra nái ekki launum strætisvagnabíl- stjóra. Þetta beinir athyglinni að því, að laun má ekki eingöngu miða við mánaðargreiðslur fyrir starfstíma. Tillit verður einnig að taka til þess tfma af ævinni, sem fer í undirbúning starfsins. Læknisnámið er lengsta háskóla nám, sem enn er stundað. Læknir inn, sem numið hefur sérgrein, á ag baki um 20 ára námsferU eftir skyldustig fræðslunnar. Menntaskólanám tekur 5—6 ár. Háskólanám og skylduþjónusta um 10 ár og síðan sérnám 4—5 ár. Þegar hér cr komið og læknirinn getur hafið ævistarfið er hann orð inn um 35 ára, hefur eytt beztu árum ævi sinnar í námið, og nú aðeins eftir um 30 ára starfsferil ef vel lætur. Starfsferillinn verður aðcins þriðjungi lengri en náms- ferillinn. Auðvitað ber þess að gæta, að þjóðfélagið hefur greitt að nokkru nám slíks læknis og þannig greitt honum nokkur náms laun. En hann á sámt mikið inni. Þetta verður hann ag fá endur- greitt í starfslaunum að einhverju Ieyti á hinni stuttu starfsævi, eða þá að horfið verði að því að greiða hærri námslaun. Læknadeilan minnir á eina mestu hættu, sem vofir yfir fs- Icnzka þjóðfélaginu. Sú hætta er víðfeðmari en læknisleysi. Úr verður ekki bætt nema frain fari alveg nýtt mat á brýnustu störf- um langmenntamanna í þjóðfélag inu, og á slíku mati verði byggt kjarakerfi, sem tryggi samkcppnis hæfni fslendinga uhí þessa menn, tryggi það, að við verðum ekki að láta þessa menn af hendi í hópuin við þær þjóðir, scem belur bjóða. Þennan grundvöll verður löggjaf inn að leggja og það er ekki til setunnar boðið. Bráðustu vand- ræði, eins og þessa læknadeilu, verður ríkisstjórnin hins vegar að leysa í bili, og það verður ekki gert með dómsúrskurðum eða laga hoðum, til þess að halda læknun- um í bóndabeygju en num sinn.Það verður aðeins gert með samning- um við læknana um kjör, sem þeir geta uriað. Annars missum við þá og getum aftur farið að kveða af sannfæringu: Löngum var ég læknir minn. — Hárbarður. 10.530,00 8.520.00 RÍN AUBLÝSIR: \ Harmonikur f t a I s k a r : \ Zero Sette 62 model 120 bassa 7 skiptingar — Kr. Zero Sette 62 model 120 bassa 3 skiptingar — Kr Tombolini 120 bassa 7 skiptingar — Kr. 6,200,00 Scandalli 120 bassa 5 skiptingar — Kr. 5.920,00 Scandalli 32 bassa — Kr. 1.625.00 Scandalli 24 bassa — Kr. 1,475,00 Þ ý z k a r : ítóyal Standard 120 bassa 5 skiptingar Kr.. 7.980,00 Royal Standard 80 bassa 5 skiptingar — Kr. 5,280,00 Royal Standard 62 model 60 bassa^2 skiptingar — Kr. 3.900,00 Royal Standard 60 bassa 2 skiptingar — Kr. 3.200,00 Royal standard 34 bassa 2 skiptingar — Kr. 2,700,00 Weltmeister 120 bassa 9 skiptingar — Kr. 4,980.00 Weltmeister 120 bassa 5 skiptingar — Kr. 4,900,00 Weltmeister 62 model 80 bassa 5 skiptingar — Kr. 5.863,00 Weltmeister 62 model 42 bassa 5 skiptingar — Kr. 4.900,00 Weltmeister 48 bassa 2 skiptingar — Kr. 3,200.00 Weltmeister 48 bassa — Kr. 2.500,00 Weltmeister 12 bassa — Kr. 1.625,00 Tvöfaldar 8 bassa hnappaharmonikur — Kr. 1,892,00 Tvöfaldar 8 bassa hnappaharmonikkur — Kr. 1,670,00 Tvöfaldar 8 bassa hnappaharmonikur — Kr. 1,290,00 Einfaldar 2 bassa hnappaharmonikur 3 skiptingar — Kr. 894,00 Einfaldar 4 bassa hnappaharmonikur — Kr. 8^4,00 GÍTARAR: Gítarar frá kr. 388.00 Höfner gítarar krá kr. 1,134,00 Rafmagnsgítarar frá kr. 1,894,00 Höfner rafmagnsgítarar með vibration, tveim pick-up og stilli. Höfner rafmagnsgítarbassar. Ilöfner magnarar með vibration kr. 4.820,00 Höfner pick-up frá kr. 315.00 Gítarstrengir, gítarbönd og gítarpokar. MANDOLÍN Mandolín kr. 585,00 BLÁSTURSHLJÓÐFÆR' ítalskir Orsi saxófónar, alt og tenor ítalskir Orsi trompetar Klarinett. Athugið að við póstsendum um allt land Verzlunin Njálsgötu 23 — Sími 17692 2 T I M I N N, sunnudagurinn 11. nóv. 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.