Tíminn - 11.11.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.11.1962, Blaðsíða 6
Bandarfkjamenn vilja framsækna stjórn Þmgkosningarnar, sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudaginn var, urðu mikill sigur fyrir Kennedy forseta og flokksbræður hans, demokrata. í öldungadeild- inni stybktu demokratar meirihluta sinn, sem var þó ríflegur áður. í fulltrúadeild- inni héldu þeir nokkurn veg inn sama meirihluta og áður. Þetta eru mjög glæsileg úr- slit, þegar þess er gætt, að venjulega tapar flokkur forsét ans í þingkosningum, er fara fram milli forsetakjörs. Það hefur aðeins komið fyrir einu sinni áður um margra ára- tuga skeið að stjórnarflokk- urinn hafi unnið á í slíkum kosningum. Það var 1934 eða 1 fyrstu kosningum eftir að Franklin D. Roosevelt hafði hafið hið mikla umbótastarf sitt. Flest bendir til, að Kúbu- málið hafi ekki haft veruleg áhrif á þessi úrslit, enda kom þar ekki fram veruleg- ur stefnumunur hjá flokkun um, heldur hjá einstökum frambjóðendum. Þeir íram- bjóðendur, sem lengst gengu í Kúbumálinu og vildu jafn- vel láta gera innrás, virðast yfirleitt hafa tapað. Þannig féll Capehart sem búinn var að vera öldungadeildarþing- maður í Indiana í 18 ár og lengi vel þótti viss um end- urkosningu, en hann var helzti talsmaður innrásar- stefnunnar. Það, sem tvímælalaust hef ur ráðið mestu um sigur j demokrata i þingkosningun- um ,er stuðningur kjósenda við umbótastefnu Kenhedys forseta í innanlandsmálum. Mörg umbótamál forsetans voru felld á seinasta þingi, m.a. vegna þess, að íhalds- samir flokksbræður hans gengu til liðs við republikana í andstöðunni gegn þeim. — Kennedy bað um sérstakan stuðning kjósenda við þá frambjóðendur, er fylgdu stefnu hans. Þeim gekk líka yfirleitt vel í kosningunum. Kosningarnar sýna, að megin þorri bandarískra kjósenda vill frjálslynda og framsækna stjórnarstefnu. Þetta sést líka á því, að ýms:r afturhaldssömustu þingmenn repúblikana féllu, m.a. þeir tveir þingmenn, er lýst höfðu stuðningi við hinn illræmda John Birch-félags- skap. Aðalstefna þess félags- skapar er að stimpla alla frjálslynda og framsækna menn fylgisveina og erind- reka kommúnista. Rockefeller næst? í ríkisstjórakosningunum gekk demokrötum ekki eins vel. Þeir töpuðu ríkisstjórum í nokkrum stórum ríkjum, þar sem þeir hafa farið lengi með völd, eins og í Michigan, Ohio og Pennsylvanía. Þar birtist sú bandaríska venja, að láta ekki sama flokkinn stjórna of lengi. Bandaríkjamenn eru mjög þeirrar skoðunar, að rétt sé að skipta um stjórn með hæfilegu millibili. í New York-ríki var Nelson Rockefeller endurkosinn rík- isstjóri. Kosningaúrslitin urðu þó ekki verulegur sigur fyrir hann, því að hann sigr- aði með minni meirihluta en í ríkisstjórakosn:ngunum 1958 og með nær helmingi minni meirihluta en þeir flokksbræður, sem voru kjöm ir í önnur trúnaðarstörf ríkis ins. Þrátt fyrir þetta þykir Rockefeller nú líklegasta forsetaefni republikana 1964, því að hinir nýju ríkisstjór- ar þeirra, Romney í Michig- an og Scranton í pennsyl- vaniu, munu heldur kjósa að bíða til 1968. Sennilega hefur það dregið nokkuð úr vinsældum Rocke- fellers, að hann skildi við konu sína fyrir nokkru. Senni lega verður farið að fyrnast meira yfir það eftir tvö ár, en þrátt fyrir það er ekki líklegt að hann sigri Kennedy þá, a. m.k. ekki eins og nú horfir. Ef hann þætti eigi að síður standa sig vel, getur hann haft möguleika til að reyna aftur 1968, en þá getur Kenne dy ekki gefið kost á sér. Ósigur Nixons Það, sem einna mesta at- hygli hefur vakið í kosning- unum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, er fall Nixons í Kaliforníu, þar sem hann reyndi að ná kosnmgu sem ríkisstjóri. Þar vann hann í forsetakosningunum fyrir tveimur árum með um 30 þús. atkvæða mun, en tapaði nú með nær 300 þús. atkvæða mun. Ósigur hans er enn me’'ri, þegar þess er gætt, að flokksbróðir hans, Kuchel, náði endurkosningu með 400 þús. atkvæða mun, en hann j tilheyrir hinum frjálslyndari' arm: republikana Þessi ósigur Nixons þykir líklegur til að binda enda- hnútinn á pólitískan feril hans. Hann mun að vísu geta haft mikil áhrif áfram, en ólíklegt er hins vegar að hann komi aftur til greina sem for- setaefni. Ofnotaður áróður Nixon hefur verið einn um deildasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna. Hann er tví- mælalaust greindur og slyng ur áróðursmaður, en hefur ekki þótt vandaður að meðul- um. Megináherzlu hefur hann oftast lagt á það í á- róðri sínum að notfæra sér kommúnistahræðsluna í Bandaríkjunum og því stimpl að keppinauta sína sem und- anlátssama eða fylgisama við kommúnista. Þessi áróð- Rockefeller — næstl kepplnautur Kennedys? ur hans tryggði honum sigur, er hann bauð sig fyrst fram t!l þings, og oft síðan. í 'kosningabaráttunni nú lagði Nixon mikla stund á þennan áróður og deildi mjög á Brown ríkisstjóra fyr:r unn anlátssemi og fylgispekt við kommúnista. í þetta skipti brást NixonT enda eru BandariKjarnenn Sfarnir að vara sig mikiu1 'be'iur á þessum kommúnistaáróðri en þeir gerðu um skeið. Nixon hefur hér fallið á því bragði að ofmeta þennan áróður. Bann við kjarnorku- sorengingum Tvennt hefur gerzt gleði- legt í kjarnorkumálunum alveg nýlega. Annað er það, að Kennedy hefur tilkynnt, að Bandaríkjamenn væru hætt:r tilraunum sínum með kjarnorkusprengingar í há- loftunum, ofanjarðar og neð ansjávar, en myndu gera enn nokkrar tilraunir neðanjarð ar, og að Krustjoff hefur til- kynnt, að Rússar myndu hætta tilraunum sinum fyrir 20. þ.m. Báðir hafa þeir Kennedy og Krustjoff lát:ð í Ijós þá von, að nú ætti að vera tækifæri til að semja um bann við slikum tilraun- um. Hitt er það, að þing Sam- e'nuðu Þjóðanna hefur skor að á kjárnorkuveldin að semja um stöðvun slíkra til- rauna fyrir áramót, en hafi slíkir samningar ekki verið gerðir fyrir þann tíma, verði eigi að síður gert bráðabirgða samkomulag um að tilraunir verði ekki hafnar að nýju. Kjarnorkuveldin sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um þessa tillögu en um 80 riki greiddu atkvæði með henni. í framhaldi af þessari á- lyktun allsherj arþings S.Þ., mun afvopnunarráðstefnan í Genf bráðlega hefja störf sin að nýiu og eru horfur nú tald ar betri á því en áður, að samkomulag náist um að hætta kjarnorkusprenging- um. Slíku samkomulagi myndi fagnað um heim all- an. Vanmegna stjórn Það eru nú ekk: nema æst- ustu stjórnarsinnar, sem neita að viðurkenna það, að núverandi ríkisstjórn sé veik og vanmegna stjórn, sem ráði ekki við vandamálin. i Glundroðinn í efnahagsmál- unum og upplausnin í launa málunum. eru ótvírætt vitni um þetta. Slíkur glundroði myndi vissulega ekki síður haldast, þótt stjórnarflokkarnir fengju endurnýjaðan meiri- hluta á Alþingi i næstu kosn ingum. Ekki myndi þeim bet ur takast að fást við verð- bólguna þá en á þessu kjör- tímabili. Það, sem blasir hér við er það, að ekki er hægt fyrir stjórn stórgróðavaldsins, eins og núverandi stjóm er, að stjórna með nauman meirl- hluta að baki sér. Það er ekki hægt fyrir stjórn að byggja á stéttasundrungu og stétta- baráttu, eins og núverandi stjórn gerir. Ranglát lagaboð og gerðardómar munu aðeins gera illt verra, þótt misnota megi veikan þingmejrihluta á þann hátt. Vandamálin, sem við er að fást, munu ekki leysast far- sællega, nema hægt sé að UM MENN OG MALEFNI skapa víðtæka samvinnu stéttanna um lausn þeirra. Þetta tókst vinstri stjórninni ekki, og því kaus hún að fara frá áður en í óefni væri kom- ið, eins og er skylda allra stjórna í lýðræðislöndum, sem ekki fá fram þá stefnu, sem þær telja nauðsynlega. Núverandi rikisstjórn hefur aldrei ráðið neitt við vanda- málin, en hangið samt and- stætt öllum heilbrigðum stjómarvenjum. Því blasir nú við meira öngþveiti í efna- hagsmálum en áður er dæmi um. Það væri ekki til annars en auka það, að láta núv. stjórn hanga áfram. Samvinna stéttanna Þegar „viðreisnarlögin“ voru sett sællar minningar, vöruðu Framsóknarmenn mjög við þvi, að reynt yrði að leysa málin með því að auka stéttabaráttu og stéttaskipt- ingu, eins og var óneitanlega meginstefna viðreisnarlag- anna. Framsóknarmenn lögðu þvert á móti til, að reynt yrði að leysa málin með sem allra vlðtækustu samatarfi stétta og flokka. Þessari tillögu Framsóknarmanna hafnaði rífc'sstjórnin með miklum gorgeir. Víðtækt samstarf mátti ekki heyrast nefnt á nafn. Engin stétt fékk að vita fyrirfram um efni „við- reisnarlaganna", nema stór- atvinnurekendur. Nú sjá menn afleiðingarnar. Stétta- barátta og stéttasundrung í algleymingi. Aldrei meirl dýr tíð og óðaverðbólga. Aldrei meiri glundroði í launamál- um. Aldrei aumari og ráðvillt ari ríkisstjórn. Framsóknarmenn bentu vissulega á hina réttu leið. Aðeins með víðtæku sam- starfi stéttanna verður tryggt | það bolmagn, sem þarf til I þess að framkvæma raun- hæfa v:ðreisnar- og fram- ! farastefnu. Máttarstoðir kommúnista Útlendingar sem hingað koma, undrast oft yfir því, hve sterkur sé flokkur komm únista hér á landi. Þetta hefur hins vegar sína ákveðnu skýringu. Kommún- istar eiga hér tvær máttar- stoðir, sem eru óþekktar í ná- lægum löndum. Önnur mátt arstoðin er Alþýðuflokkurinn. íhaldssöm forusta hans um langt skeið hefur hindrað það að hann gæti náð svipaðri forustu og jafnaðarmanna- flokkarnir annars staðar á Norðurlöndum. Hin, máttar- stoðin er Mbl. Ekkert víð- leslð blað í nálægum lönd- um, hefur rekið þann áróð- ur að stimpla umbótabarátt- una kommúnisma og umbóta menn kommúnista. Það hef- ur aðeins þekkzt hjá Mc- Carthy-istum og John Birch- istum í Ameríku. Á þennan hátt hefur Mbl. fengið fjöl- marga til að halda, að komm Framhald á bls. 13. 6 T f M I N N, sunnudagurinn 11. nóv. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.