Tíminn - 11.11.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1962, Blaðsíða 8
án Bersi Ólafsson skrifar frá Svíþjóð: ÁTTRÆÐUR KONUNGUR OG FORNLEIFAFRÆDINGUR Klukkan 8.45 á sunnudagsmorg- uninn verður öllum kirkjuklukk- um Svíaríkis samhringt í heilan stundarfjórðung. Þanni.g hefjast hátíðáhöld dagsins í tilefni af átt- ræði'Safmæli konungsins, Gustafs VI. Adolfs. í rauninni er dálitið erfitt að trúa því, að Sviakonungur sé kom- inn þetta til ára sinna. Hann lítur ekki út fyrir að vera gamalmenni og er það heldu-r ekki. í augum þjóðar .sinnar er hann ekkert sér- lega gamall. TJm föður hans gegndi öðru máli. Gustaf V. var ekki einu sinni orðinn sjötugur, þegar almennt var farið að tala um hann sem „gamla kónginn“, og þegar hann kom fram áttræður til að taka á móti hyllingum fólks- ins, virtist mörgum hann eins og ævintýravera og táknmynd löngu liðinna tíma. Sonurinn, sem nú er að komast á níræðisaldur, er hins vegar í vitund allra maður, sem stendur í fyllsta samræmi við nú- tímann. Svíakonungur er iðjusamur mað- ur, og starfsþrek hans virðist vera ótakmarkað. Þj óðhöf ðingj astarf ið er ekki sá dans á rósum, sem lesa má í þarnaævintýrum. Konungur- inn verður að halda ríkisráðsfundi vikulega og skrifa undir allar stjómaraðgerðir (og það er alls ekki svo lítið starf í allri skrif- finnsku og paragraffavitleysu nú- tímans); hann verður að taka á móti sendiherrum og erlendum þjóðhöfðingjum og fara sjálfur í opinherar heimsóknir; hann þarf að vígja iðjuver brýr og opinberar byggingar; hann verður að halda ræður og margar ræðurnar krefj- ast mikils undirbúnings f samráði við forsætis- eða utanríksráðherra. Auk þessa þarf konungur Svía að taka á' móti forystumönnum alls konar stofnana og stýra fundum við úthlutun úr ýmsum sjóðum, þeirra á meðal þeim, sem stofn- aður var á sjötugsafmæli hans fyrir tíu áram og varið er til styrktar sænskum vísindum og menningarstarfsemi. Og þeim tíma, sem hann hefur afgangs frá þessum og öðrum skyldustörfum, ver hann til að sinna áhugamálum sínum. Fomleifafræði heillaði huga hans ungs og sá áhugi hefur haldizt óskertur í hálfan sjöunda áratug. Liðlega tvítugur gaf hann út fyrstu vísindaritgerð sína í tímaritinu „Fornvannen", og hann hefur verið hvatamaður að vís- indalegum uppgröftum, sem Svíar hafa unnið að bæði á Kýpur og í Grikklandi og víðar. Nú um margra ára skeið hafa Svíar unn- ið að fornleifagreftri í gömlum etrúskabyggðum á Ítalíu og Gustaf Adolf hefur alltaf gefið sér tóm til að fara þangað nokkrum sinn- um á ári og taka þátt i starfinu nokkrar vikur í senn. Þekking hans á þessu sviði er sögð mjög víðtæk og djúp. Sumir hafa jafn- vel fullyrt að væri hann ekki kon- ungur og fæddur til þess starfs, gæti hann sem hægast verið pró- fessor í fornleifafræði við hvaða háskóla sem er. Það eru þó kannski ýkjur, en hann jafnast eflaust á við marga yfirsafnverði fornminjasafna og hefði sem hæg- ast getað séð fyrir sér með slíku starfi, væri hann ekki til annars hlutverks borinn. Það er alkunna, hve tímaáætl- anir eiga til að fara úr skorðum við opinberar heimsóknir Gustafs Adolfs ekki sízt, þegar hann er leiddur í gegnum söfn og gamlar byggingar. Hann er ákaflega spur- ull við öll slík tækifæri, og það leynir sér ekki, að það er ekki fyrst og fremst af kurteisi, heldur stafar af einlægri fróðleiksfýsn. Hann lætur sér ekki nægja að heyra undan og ofan af því sem fram fer, heldur vill fá nákvæma vitneskju. Það er alls ekki óvana- legt, að drottningin sé búin að fá nóg o-g hafi dregið sig í hlé, löngu áður en fróðleiksfýsn konungsins er svalað. Fornleifafræði er engan veginn eina áhugamál hans. Hann er ötull safnari kínverskra listmuna, og fyrir tOstilli hans verður áður en langt um líður sett á fót í Stokk- hólmi eitthvert bezta safn í heimi yfir austurasíaska list. Og ekki alls fyrir löngu kallaði hann til sín fjölda blaðamanna, bæði sænska og erlenda, ekki til að gefa þeim viðtal, heldur til að eiga viðtal við þá og fræðast um blaðamanns- starfið. Gustaf Adolf gerir sér far um að fylgjast með á sem flestum sviðum og öðlast sem víðtækasta þekkingu. Síðustu árin hefur hann meira að segja sökkt sér niður í bækur um kjarneðlisfræði til að geta betur rætt við vísindamenn, sem hann hittir á rannsóknarstofn unum og við veitingu Nóbelsverð- launanna. Gustaf VI. Adolf er ástsæll með þjóð sinni. Sem krónprins naut hann mikils álits sem duglegur og áhugasamur stjórnandi fjölmargra stofnana og menningarfélaga góð- ur ræðumaður og vinsæll fulltrúi lands síns við margvísleg tækifæri erlendis. En það er fyrst og fremst þau tólf ár, sem hann hefur setið á konungsstóli, sem hann hefur náð sífellt auknum vinsældum hjá þjóðinni. Auðvitað á embættið sjálft drjúgan þátt i þeirri mynd, sem Svíar gera sér af honum. Kon- ungsnafnið varpar alltaf ljóma á þann, sem ber það. En þetta er þó ekki næg skýring á ástsæld Gustafs Adolfs. Miklu mun ráða maðurinn sjálfur. Og Svíakonung- ur er alþýðlegur, án þess þó að glata virðingu sinni; honum er ljúft að blanda geði við fólk og spyrja það um1 áhugamál þess. Kunnugur maður hefir sagt að þess verði meira vart á umhverfi hans en honum sjálfum, að hann sé konungur. Lítill atburður, sem gerðist í Gautaborg fyrir ellefu árum lýsir honum talsvert. Kon- ungurinn var staddur í geysileg- um mannfjölda, verndaður af sterkum lögregluþjónum, sem mynduðu hring allt í kringum hann og kom þá auga á litla stúlku, sem við erfiðar aðstæður reyndi að beina að honum lítilli kassavél. Hann gaf lögregluþjón- unum bendingu, og hvernig sem þeir fóru að, hafði á örstundu myndazt örlítið sund í mannhaf- inu. í öðrum enda þess stóð stúlk- an með kassavélina og í hinum konungurinn og reyndi að brosa, svo að stúlkan yrði ánægð með myndina. | Nú er engan veginn ótrúlegt, að Gustaf VI. Adolf verði síðasti konungur Svía. í Svíþjóð er alltaf talsvert sterk hreyfing fyrir því, að setja á fót lýð'veldi og leggja konungdæmið niður, og það er m. a. á stefnuskrá jafnaðarmanna, sem fara með stjórn í landinu. En þeir hafa engan áhuga eins og er að framfylgja þeirri stefnuskrá. Erlander forsætisráð'herra var fyr ii skömmu á fundi meðal stú- denta við háskólann í Stokkhólmi spurður, hvers vegna stjórnin beitti sér ekki fyrir stofnun lýð veldis. Hann svaraði: — Auðvitað gætum við gert það, en þá gerð- um við heldur ekkert annað lang- an tíma á eftir. Þetta er eflaust rétt hjá for- sætisráðherra Sænska þjóðin myndi vera treg til að styðja þann flokk, sem svipti hana þeim kon- ungi, sem hún býr við núna Og það er ekkert sem bendir til þess að konungaskipti séu í vændum í náinni framtíð. Gustaf Adolf er heilsugóður og heldur enn starfs- kröftum sínum. Þeir frændur Svíakonungar hafa oft orðið lang- lífir. Gustaf V varð 92 ára, bræð- ur hans þrír 94, 90 og 82 ára Það þyrfti því engum að koma á óvart, þótt Gustaf VI. Adolf yrði a. m. k. tíræður. Friðrik Ólafsson skrifar um skák: NÝTT FYRIRKOHULAG í ÁSKORENDAMÖTI Á aðalfundi sínum í september s.l. samþykkti Alþjóðaskáksam- bandið (FIDE) að taka upp nýtt fyrirkomulag á Áskorendamótum framvegis. Þetta nýja fyrirkomu- lag er í eðli sínu allfrábrugðið fcinu gamla og ætla ég nú með nokkrum orðum að reyna að lýsa því, í hverju breytingin er helzt fólgin. Réttindi til þátttöku í Áskor- endamótinu eru nú áskilin sömu skilyrðum og áður. Þannig mun á ræsta móti tefla sá aðilinn, sem lægri hlut bíður í heimsmeistara- einvíginu á næsta ári, þ.e. annað hvort Botvinnik eða Petrosjan, sá keppandinn, sem hlaut annað sæt- ið á síðasta Áskorendamóti (Keres) og síðan bætast við sex þei efstu úr Millisvæðamótum, svo að keppendur verða alls átta. Breytingin er nú fólgin í því, að þessir aðilar tefla nú ekki einn við alla og allir vig einn, eins og áður var, heldur verður háð út- siáttarkeppm Þeir tveir, sem fyrst voru nefndir og tveir þeir efstu úr Miliisvæðamótinu fá hver fyrir sig sem mótstöðumann í fyrstu umferð (kvartfinal) einn þeirra, sem 3.—6. sætig hlutu á Millisvæðamótinu. í þessari fyrstu umferða eða réttara sagt fyrsta hluta verða tefld fjögur einvígi alls. Sigurvegararnir í einvígun- um öðlast rétt til áframhaldandi þátttöku, en hinir falla úr leik. I r.æsta hluta mótsins verða nú tefld tvö einvígi, þar sem sigurvegar- arnir úr fyrsta hlutanum mætast og að lokum veður teflt eitt ein- j vígi, og sker það einvígi úr um, I hver /rétt hlýtur til að skora á | heimsmeistarann í einvígi. í ! hverju þessara einvígja eru tefld- ! ar 10 skákir í lokaeinvíginu þó tólf. Ætlazt er til að keppendur fái minnst viku hvíld milli ein- 'úgja. Eg vona pú, að ég hafj getað gefið mönnum nokkug glögga hug mynd um þetta nýja fyrirkomulag, enda er það ákaflega auðskilið. Hins vegar ekki í fljótu þragði 1 svo auðvelt að sjá í hverju kostir þessa nýja kerfis eiga ag vera fólgnir, enda munu vera uppi margar raddir um það, að hér hafi einungis verið farið úr öskunni í eldinn. Benda hinir efasömu á, að í stað 28 skáka, sem þátttakend ur þurftu áður ag tefla, verð'i þeir nú að tefla 32 skákir, sem lengst komast. Þetta er að sjálfsögðu satt, en ég held að þessi mótbára reyn- ist smámunír einir, þegar þess er gætt, að þetta nýja fyrirkomu- lag kemur algjörlega í veg fyrir Framhald á 13 síðu T í M I N N, sunnudagurinn 11. nóv. 1962. — 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.