Tíminn - 11.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.11.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afg’reiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka. stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Lausn síldveiðideil- unnar Einn helzti útgerðarmaður landsins, Haraldur Böðvars- son á Akranesi, skrifaði nýlega grein í Mbl. þar sem hann skýrði frá því, að afli síldveiðibátanna myndi geta numið frá 15—20 millj. kr. að verðmæti samanlagt á dag, ef sæmilega veiddist. Þetta sýnir bezt, hvílíkt tjón hefur þegar hlotizt af stöðvun síldveiðiskipanna, sem hefur nú staðið hátt á annan mánuð. Þetta tjón nemur orðið hundruðum milljóna króna. Öllu þessu tjóni hefði strax mátt afstýra, ef farin hefði verið sú sáttaleið í deilunni, er Framsóknarmenn hafa bent á. Leiðin, sem Framsóknarmenn hafa bent á, er í höfuð- atriðum þessi: Meðan verið er að vinna að framtíðarsamningum milli sjómanna og útvegsmanna, verði sjómenn skráð- ir á skipin samkvæmt gömlu síldveiðisamningunum, enda eru þeir enn í gildi á nær þriðjungi flotans. Það, sem ber svo á milli gömlu samningana og þess, sem útgerðarmenn telja sig þurfa að fá, verði útgerð- inni endurgreitt af gengishagnaðinum, sem var rang- lega tekinn af henni á síðastliðnu ári. *f ■■■ -.; fctfh.r N • '• ‘ i rt . . , , t , , Það, sem hér ber á milli, mun sennilega ekki nema öllu hærriupphæð á vetrarveiðunum en 10—15 millj. kr., jafnvel þótt vel veiðist. Gengishagnaðurinn, sem tekinn var af útgerðinni, nam hins vegar 150 millj. kr., og átti hann meginþátt í því, að ríkissjóður var með nær 60 millj. kr. greiðsluafgang á síðastliðnu ári. Það þarf m. ö. o. ekki til þess að jafna deiluna. Þess má svo geta, að ríkissjóður er þegar búinn að tapa miklu meiru en svarar þessum 15 millj. kr., sem hann hefði gengið beint og óbeint í tekjur, ef veiðarnar hefðu verið stundaðar að undanförnu. Þetta tap ’ríkissjóðs evkst með hverjum degi, sem hður. Deiluna er því auðvelt að leysa, án þess að Iagðir séu á nokkrir nýir skattar. Þvert á móti getur það valdið svo miklum tekjumissi hjá ríkinu, ef deilan leyst- ist ekki að leggja verði á nýja skatta. Það eru hreinustu falsrök, sem nokkuð hefur verið reynt að hampa af stjórnarsinnum, að með þessu væri skapað fordæmi að nýju uppbótakerfi. Þetta er ekkert meira uppbótakerfi en t. d. niðurgreiðsla vátrygginga- gjaldanna. í báðum tilfellunum leggur útgerðin raun- verulega sjálf til féð. Annars er broslegt að vera að tala um nýtt fordæmi í þessum efnum, það sem í fjárlaga- frumvarpinu fyrir næsta ár, er áætlað að verja fleiri hundruðum millj. kr. til alls konar uppbóta. Það, sem hér er um að ræða, er að afstýra stórflldu tjóni og leggja grundvöll að því, að deiluna megi leysa með samkomulagi og friði. Það er ekkert annað en þrjózka og heimska, sem veldur því: að ekki er löngu búið að leysa deiluna á þennan hátt. Þjóðm getur ekki unað slíku lengur. Það er skýlaus krafa hennar, að valdhaf- avnir dragi ekki lengur lausn deilu, er levsa má iafn auðveldlega. Það tjón, sem þegar hefur orðið, má fyrst og fremst skrifa á reikning ríkisstjórnarinnar vegna þess að hún hefur hafnað þessari lausn. Sök stjórnarinnar þyngist með hverjum deginum, sem deilan er óleyst. Waítep Upsimann ritar um alþjóSamál " ■■■■» nn 'æmæm Árás Kínverja á Indland er einnig stefnt gegn Rússum VAFALAUST er það tilvilj- w**1 .„iMiMBMBMMMMHBMKiroiM VAFALAUST er það tilvilj- un, að kínversk innrás í Ind- land skyldi ná hámarki sam- tímis og til úrslita dró am Kúbu. Þó að þessi tvenn átök sitt hvorum megin á hnettin um standi ekki í sambandi hvort við annað, þá eiga þau sammerkt í mikilvægu atriði. Á Kúbu urðu Sovétríkin að hætta við tilraun til þess að ná fótfestu fyrir vald sitt í Ameríku, en í átökum Kína og Indlands standa þau and- spænis ákveðnum og áber- andi áhrifamissi í miðri Asíu. Okkar athygli hefur ein- göngu beinzt að átökunum um Kúbu og það með réttu, því þar var á ferðum meiri og brýnni hætta. þar sem kjarnorkuveldin tvö áttust við. Atburðirnir í Indlandi fela ekki í sér bráða hættu á heimsslysi. En ef mælt væri á annan mælikvarða en mæli- kvarða kjarnorkualdar, þá væru atburðirnir í Asiu næsta mikilvægir. KÍNVERJAR ’hafa knúið Rússa til að viðurkenna, að það séu ekki framar yfirvöld- in í Moskvu, sem úrslitum ráði í Asíu, heldur yfirvöldin í Peking. Til skamms tíma hafa áhrif Sovétríkjanna í Delhi einkum hvílt á þeirri trú, sem Sovétríkin hafa eflt. Rússland mundi\ gerast ..árl Indlands gegn árás áífÚ’Kinverja. Það er vegna þessarar trú- ar, að indverska stjórnin hef ur ekki talið nauðsyn á að gera herverndarsáttmála við Vesturveldin. Hún hefur hlýtt ráðum yfirvaldanna í Moskvu í því efni, að leggja ekki kín versku árásina fyrir Samein- uðu þjóðirnar, en þessi árás hófst í ra.un og veru fyrir fimm árum. Enn fremur hef- ur indverska stjórnin sparað útgjöld til hernaðarþarfa til þess að draga ekki úr efna- hagslegri þróun. Síðast liðinn hálfan mánuð hefur grunnurinn hrunið und an stefnu indversku stjórnar innar og áhrifavaldi Sovét- ríkjanna. Samkvæmt „örugg um, sovézkum hernaðarheim Nehru og Krishna Menon á kosningafundi 1 febrúar s.l. að ver w ildurn" hafa Sovétríkin ögilt samþykkt sína á sölu tólf orr ustuflugvéla af gerðinni MIG 21 til Indlands. Pravda og Is- vestia hafa í fyrsta sinn lát- ið af hlutleysi í kínversk- indversku landamæraátök- unum og tekið upp stuðning við málstað Kínverja. Það er þó mikilvægast, að Sovétrík- in hafa reynzt ófær um að halda aftur af kínversku inn rásinni, en hún er nú að kom ast á það stig, að innan skamms má búast við að kín verska hernum hafi tekizt að opna leið til innrásar á lnd- versku sléttuna. Hlutleysisstefna Indlands byggðist á aðstoð Sovétríkj- anna gegn árás Kínverja. Þessi stefna hefur brugðizt og því til sönnunar má nefna, að Nehru forsætisráðherra hefur beðið opinberlega um hérnaðaraðstoð Bandaríkj- anna. Þessi beiðni hefur þeg- ar verið tekin til greina. Það hefur ekkert verið þráttað um fjárhagshliðina., og það var alveg rétt. Við höfum ekki farið fram á nein ákveð in loforð af hálfu Indverja, en það hefði getað leitt til enn opinskárri aðstoðar Sovét ríkjanna innrás. við hina kínversku Grunnt á þvi góöa ÁTÖKIN í Asíu varða okk- ur mjög miklu. Okkur ríður á miklu, að Indland, stærsta lýðveldið í Asíu, sem ekki lýtur kommúnistum, verði ekki kúgað eða eyðilagt. Okkur kemur þetta einnig mikið við vegna þess, að við erum bandamenn Pakistan, en afstaða Pakistan til varna Indlands er mjög mikilvæg. Bezti hluti indverska hers- ins, sem ætti í raun og veru að taka þátt í vörninni gegn Kínverjum, býður reiðubúinn á landamærum Pakistan og Indlands, vegna deilunnar um Kashmír, sem er óleyst. Það er enginn timi til að leysa Kashmír-deiluna áður en varúir Indlands eru treyst ar; .Það er því mjög mikil- vægt að takast megi að forða frá hernaðarátökum um Kashmír í bráð, til þess að indverski herinn losni og geti snúizt til varnar gegn Kín- verjum. Stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna vinna báðar að þessu. Við verðum ,að vona að Pakistanbúar hætti að gleðjast yfir erfiðleikum Ind verja og geri sér ljóst, að ef þeir leyfa fall Indlands. þá hafa þeir svikið sína eigin hagsmuni. OKKUR varðar auðvitað næsta miklu, hvaða afleiðing ar breytingin á aðstöðu Sovét ríkjanna í Asíu kann að hafa, en kínverska árásin stefnir ekki Indverjum einum í voða Pólitískum áhrifurrf valdhaf anna í Moskvu stafar einnig hætta af henni svo og megin hagsmunum Rússa allt frá Úralfjöllum til Kyrarhafs Við verðum að fara mjög gætilega. Nokkrar grunsemd- ir hljóta þó að vakna um, að sá dagur kunni að vera nær en okkur dreymdi urn fyrir hálfum mánuði, að spá de Gaulle rætist. Hann hefur rengi gert ráð fyrir því. að Rússum muni um síðir verða Ijóst. að Rússland sé fyrst og fremst Evrópuveidi og vernd ar meginhagsmu’.ra bess og öryggis sé því fyrst og fremst að leita í vestri. T I M I N N, sunnudagurinn 11. nóv. 1962. — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.