Alþýðublaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 5
 Sunnndagur 5. marz 1944 Orðsending til farþega í strætisvögnum. — Tillögur, sem ég vona að verði vel tekið — Hætta, sem verður að af- stýra. — Umbót á afgreiðslu. VIÐ ERUM ALLXAF ákaflega kröfuhörð. Það er líka sjálf- aagt að gera kröfur til annarra, en þó, vel að merkja, því aðeins, að við gerum kröfur til okkar sjálfra. Sá, sem ekki gerir kröfur til sjálfs sín, á engan rétt til að gera kröfur til annarra. Það er lika nauðsynlegt að muna það, að við getum gert ákaflega margt sjálf til þess að gera samlíf okkar auðveldaxa og gleðiríkara. Þetta Jhvort tveggja datt mér í hug í gær- Jkveldi, þegar ég beið eftir strætis- vagni á torginu og ég fór með vagninum dálítinn spöl. ÉG HEF OFT skrifað um stræt- Isvagnana. Ég hef oft gagnrýnt fé- lagið, sem rekur þá, og ég hef líka hvatt fólk, sem ferðast með þeim, til þess að sýna lipurð og nær- gætni, þegar það fer með vögn- unum. Ég hef hvatt til þess að fólk kæmi i alltaf með mátulega peninga, til þess að bifreiðarstjór- inn, sem alltaf verður að reikna í sekúndum í starfi sínu, tefðist ekki. Og ég hef hvatt til kurteisi í vögnunum. I GÆR SÁ ÉG, hvernig fólk tróðst inn og út úr vögnunum, hvernig það stökk að þeim á ferð og svipti opnum hurðunum og lá eitt sinn mjög nærri slysi. Þessu verður að breyta. Það er ekki ein- ungis verk félagsins eða bifreiða- stjóranna. Þetta er fyrst og fremst hlutverk okkar, sem notum vagn- ana. Það má aldrei svipta hurðum vagnanna opnum; eftir að þeir eru komnir af stað. Það er gersamlega óþolancþ — óg það getur valdið stórslysum. FÓLK Á ALDREI, ef nokkur rnaður bíður á stoppistöð, að fara út úr vagni um framdymar, held- mr ætíð um afturdyrnar. Fram- •dyrnar eiga aðeins að vera fyrir þá, sem koma inn í vagninn. Ég veit ekki, hvort að hægt er að taka upp algilda reglu um þetta, þannig að afturdyrnar séu aðeins notaðar til þess að fara út um þær, en framdyrnar aðeins til þess að fara inn um þær. En ef þetta er hægt, þá á að taka upp þessa reglu. Ef þetta verður gert, mun af- greiðsla vagnanna ganga miklu betur, og fólki líða betur í þeim. ÉG VIL EINDREGIÐ mælast til þess við farþegana, að þeir taki nú þessa reglu upp, og ég er sann- færður um það, að þó að ein- hverjum þyki ef til vill súrt í broti, fyrst í stað, að þurfa að fara framarlega úr vagninum o'g út um afturdyrnar, þá koma kostir þessa strax í ljós, og allir komast að raun um, að þetta er mikil um- bót. Nú er straumurinn inni í vögn unum á stoppistöðvum, í tvær átt- ir og oft lendír allt í þvögu af þessari ástæðu. Við skulum nú taka höndum saman um þetta í samráði við vagnstjórana. Þetta er til hægðarauka fyrir alla aðila, og það kostar ekki neitt að sýna kurteisi og vera nærgætinn, en slíkt er prýði á hverjum manni og hverju samfélagi. STRÆTISVAGNARNIR ERU orðnir svo stór og þýðingarmikilf liður í bæjarlífinu, að nauðsyn krefur, að rekstur þeirra sé sem beztur og háður sem einföldustu og þægilegustu skipulagi. Við skulum gera kröfur til Strætis- vagnafélagsins um góða og hreina vagna og auknar ferðir um út- hverfin, en við skulum líka gera kröfur til okkar sjálfra um góða og þægilega umgengni um vagn- ana. Við skulum yfirleitt gera bifreiðastjórunum starf þeirra eins létt og unnt er. Það er líka áreið- anlega þægilegast og bezt fyrir okkur sjálf. Hannes á hornlnu. GLIN6A vantar okkur nú þegar til að bera biaðið una Bergþórugötu ©g Hverffisgötu. HÁTT KAUP ÁlþýðublaÖið. — Sími 4909. Sehdisveinn óskast strax. — Upplýsingar í afgreiðslunni. ÁlþýÍublaÖiÖ. — Sími 4900. Friður náttúrunnar. Friður náttúrunnar, fjarri öllua stormum styrjaldarinnar hvílir yfir þessari mynd. Það er ein af Aleuteyjunum, sem sést á henni, og í haffletinum speglast skýin yfir Alaska. Hitler og Dónárlöndin. MILLI Mið- og Suður-Ev- rópu liggur landflæmi það, sem Dóná rennur um. Það er nefnt Dónárlöndin én ekki Dónárdalurinn, því að allmikill hluti fljóts þessa, sem er um tvö þúsund og sjö hundruð kílómetrar að lengd, rennur ékki eftir dal. Dónárlöndin telja mörg lönd og þjóðir, sem eru þátttakendur í styrjöld þairri, er nú geisar, enda þótt sumar þeirra muni vart geta gert sér þess grein, hvað því veldur. Iiver þessara þjóða á sér langa sögu, og þeim hefir eigi ávait komið sem bezt sam- an. Saga þeirra, eða sögur, síð- ustu fimm aldirnar er nátengd „spurningunni um Austur-Ev- rópu“. Vandamál það, er hér um ræðir, hófst, þegar Tyrkir brutust fyrst inn í Evrópu á fjórtándu öld óg virtust mundu leggja undir sig gervallan Balk anskagann svo og Dónárlöndin. Þeir fóru sveipandi sverði um konungsríkið Búlgaríu, keisara dæmið Serbíu, Rúmeníu, svo og mestan hluta Ungverja- lands og komust allt að Vínar- borg, höfuðborg Austurríkis. Þar voru þeir ofurliði bornir og hraktir hrott. En fáir munu minnast þess, að þegar Tyrkir höfðu náð Konstantinopel á 'vald sitt árið 1453 og lokað hinni fornu samgönguleið milli Evrópu og Indlands og annarra Austurlanda, var mikill áliugi vakinn fyrir því að finna nýja. leið til Indlands. Þetta varð svo meðal annars til þess, að Kol- umbus fann Ameríku um fjöru tíu árum síðar. Nú var „spurningin um Aust ur-Evrópu“ eigi aðeins í því fólgin, hversu frelsa skyldi Evrópu undan yfirgangi Tyrkja og hrekja þá aftur til Asíu. Það var einnig um það að ræða, hver skipa skyldi sæti þeirra í Evrópu. Þetta er einnig mjög á dagskrá um þessar mundir, þegar rætt er um Dónárlöndin. Hvorki Austurríki, en Þýzka- landskeisari drotnaði þá þar í landi, né Frakkland eða Eng- land æsktu þess, að Rússar skip uðu sess Tyrkja. Eins voru Rússar því mótfallnir, að Aust- urríki eða Þýzkaland skipaði sess þeirra. Hver styrjöldin af annarri var háð, þar á meðal nokkrar milli Rússa og Tyrkja. |TJ.REIN ÞESSI var upp- haflega flutt sem er- indi í brezka útvarpinu af H. Wickham Steed og fjall- ar um Dónárlöndin aðstöðu þeirra fyrr og nú og þess, hvers megi af þeim vænía í komandi framtíð. Hér er greinin þýdd úr útvarps- tímaritinu Fhe Lisíener. Þá kom Krímstyrjöldin til sögu 1854—1855, styrjöldin milli Rússa og Tyrkja 1877— 1878, þegar Serbar og Rúmen- ar endurheimtu sjálfstæði sitt úr greipum Tyrkja og Rússar frelsuðu meginhluta Rúmeníu einnig undan yfirráðum þeirra. Svo komu Balkanstyrjaldirnar til sögu 1912—1913, sem voru undanfari heimsstyrjaldarinnar 1914—1918. Það er því ekki rétt að vanmeta mikilvægi Dónárlandanna, enda þótt þau verði vart talin anddyxi að Aust háttað. Hitler hefir notað þau urlöndum eins og nú er málum sem hliðardyr að Rússlandi, og einnig sem hliðardyr að Balkan- skaga og austanverðu Miðjarð- arhafi. Báðar þessar hliðardyr virðast nú vera lokaðar honum, og ein aðalástæðan fyrir því, að hann mun leggja alla þá á- herzlu, sem hann framast má, á það að halda þeim, er sú, að" í heimsstyrjöldinni hinni fyrri voru Þjóðverjar og bandamenn þeirra ofurefli bornir á bökk- um Dónár mun fyrr en þýzki herinn á vesturvígstöðvunum neyddist til uppgjafar. Hann óttast það, að svo kunni að fara öðru sinni, að Dónárlöndin verði notuð sem bakdyr. að Þýzkalandi, sem honum stafi hætta af. En ástæður Ilitlers fyrir því að treysta yfiiráð sín yfir Dón- árlöndunum sem bezt eru mun fleiri eins og gefur að skilja. Á leið Dónár til Svartahafs falla í hana afrennsli ýmissa stórra vatnsfalla, sem hafa upp tök sín í Karpatafjöllum og Transylvaníuölpum. En að dómi Þjóðverja hafa Karpata- fjöllin og Transylvaníualparnir mikla þýðingu. Þau liggja eins og geysistór hálfmáni í suður og suðvestur frá austurlanda- mærum Tékkóslóvakíu, unz þau tengjast Dóná við mikla klettaþröng, sem nefnist Jám- hliðið, á landamærum Júgó- slavíu og Rúmeníu. Þau eru, ef svo mætti að orði kveða, hinn hringmyndaði hryggur Rúm- eníu. Bardagarnir á Italíu hafa fært manni heim sanninn um það, hversu Þjóðverjar geta varizt lengi 1 fjalllendi, og hin virði vöxnu Karpatafjöll og Transylvaníualpar myndu reyn ast Rússum mikiU farartálmi jafnvel þótt þeim auðnaðist aS ná Bessarabíu við Svartahaf, Moldavíu og Vallakíu á vald sitt. Þess ber að geta, að það eru miklar líkur á því, að rúm- enska þjóðin hefði liðið undir lok, ef forfeður hennar, sem talið er að hafi aðaUega verið rómverskir hermenn eða róm- verskir frumbyggjar, hefðu ekki bjargað sjálfum sér og tungu sinni, sem er af latnesk- um uppruna, með því að flýja upp í fjöllin á annarri og þriðju öld samkvæmt okkar tímatali, þegar hver hópur siðlausra þjóðflokkar af öðrum kom frá Asíu og óðu yfir Dónárlöndin eftir að Rómverjar hurfu það- an. .* ENN verður ekki séð, hvort Þjóðverjar muni víggirða og verja Karpatafjöll og Trans- ylvaníualpa. Enn sem komið er kjósa þeir heldur að halda aust urhliðum Transylvaníualpa £ kringum Ploesti, en þar eru auðugustu olíulindir í Evrópu utan Rússlands. Ef Þýzkaland myndi tapa rúmensku olíulind- unum, gæti það orðið til þess að lama mjög hernaðarvélina þýzku. Ef til vill yrði Þýzka- land að gefa upp Dónárlöndin og freista þess að verja miklu styttri víglínu nær heimaland- inu. En ég er enginn hernaðar- sérfræðingur og legg því engan dóm á þessi mál. En ég hefi séð mikið af Dónárlöndunúm allt frá landamærum Austurríkis til Svartahafs og ég held þess vegna, að ef Hitler missti þau, myndi af því hljótast stjóm- málalegt, fjárhagslegt og hern aðarlegt hrun Þýzkalands. Þjóð verjar lögðu ekki undir sig Framhald á 6. síð«.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.