Alþýðublaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 6
# Bmmnmdagttr man 1944 Ritskoðn knomm- úoista. Frh. af 4. sáðu. kvæðagreiðslu að loknum kapp- ræðum um hvert mál? Hefir S. Ö, gleymt því, að í sambands- stjórn eru uppi þrjú mismun- andi siónarmið i flestum mál- nm, eða ætlast hann til þess, að þáð sjónarmið, sem er í minni- hluta á hverjum tímá, skuli þag að í hel? Hefir S. Ö. gleymt því, að helgasti réttur minnihlutans í lýðfrjálsu landi, er að fá að birta skoðanir opinberlega, eða er það ef til vill sá réttur, sem harin vilí svifta minnihluta sam bandsstjórnar? Það er misskilningur hjá S. Ö. að grein mín liggi fyrir sam- bandsstjórn til athugunar. Hún hefir aldrei verið lögð þar fram. Þegar eftir að S. Ö. lét hafa sig itil þess að stöðva útkomu henn- ar í 1.—2. tölublaði Vinnunnar, ákvað ég að fá hana birta í Al- þýðublaðinu og eftir þann tíma stóð hún ekki Vinnunni til boða. Ágreiningur undirritaðs og S. Ö. er ekki fyrst og fremst um þessa einu grein, heldur á hann sér dýþri rætur. Stefán Ög- mundsson er sanntrúaður og ein ræðissinnaður kommúnisti. Hann vill takmarka prentfrelsi og málfrelsi að rússneskum sið. Hin pólitísku trúarbrögð hans ÍLeyfa ekki að rætt sé um málin nema frá einni hlið. Að hætti kommúnista telur hann rökræður á opinberum vettvangi skáðlegar og óviðeig- andi. Af þeirri ástæðu, og að und irlagi flokksstjórnar Kommún- istaflokksins, stafar tilhneiging hans til strangrar ritskoðunar. Undirritaður er á hinn -bóginn lýðræðissinnaður verkamaður og jafnaðarmaður. Undirritaður rtelur að rökræður á opinberum vettvangi séu nauðsynlegar í hverju máli, og viðurkennir rétt andstæðinganna til þess að koma skoðunum sínum fyrir sjónir almennings. Undirritaðui; telur að greinar skrifaðar undir- ifullu nafni, séu birtar á ábyrgð höfundar, en ekki á ábyrgð þess blaðs eða blaðsstjómar, sem birt ir þær. í þessu ljósi ber að skoða það, að hann hefir engri grein hafn- að, sem S. Ö. hefir mælt með til birtingar. Margar greinar hafa birzt i ,,Vinnunni“, sem undirritaður hefir verið að öllu leyti ósamþykkur, og þar á með al greinar eftir Stefán Ögmunds son. Undirritaður treystir lesend um „Vinnunnar“ til þess að velja og hafna, greina rétt frá röngu, og vill ekki á neinn hátt torvelda vöxt og viðgang tíma- ritsins með smásmugulegri og onærsýnni ritskoðun. Áuðnist S. Ö., að taka upp sama vinnulag á ritnefndinni, mun það vekja almennan fögnuð meðal lesenda blaðsins og verkalýðsins í land- inu, sem við S. Ö. förum með um boð fyrir um stundarsakir. Prentarar hafa löngum verið yíðsýnir og frjálslyndir menn. Ýmsir af hinum beztu forustu- mönnum verkalýðshreyfingar- ánnar hafa komið úr þeirra röð- um.--------Það hlýtur því að vera hryggðarefni hverjum frjálshugsandi manni og verka- lýðssinna að í stétt þeirra skuli liafa hafizt til valda og vegs maður, sem er eins ósjálfstæð- ur, þröngsýnn og afturhaldssam ur og Stefán Ögmundsson hefir reynzt að vera í ritnefnd tíma- rits Alþýðusambandsins, „Vinn unnar Dónárlöndin. æei; *%MALTA Mediierranean Sea dodecanese? _______________________________ IS \ J Pr©-War Bouhdaries 0 ______150 j AsOf Sept. 1.1939 STATUTEMILES ws Kortið sýnir Dóná (Danube) og löndin, sem hún rennur um: Þýzkaland, Ungverjaland, Júgóslavíu, landamæri henn- ar og ítúmeníu, landamæri Rúmeníu og Búlgaríu og síðast Rúmeníu til sjávar í Svartahafi. Olíulindasvæðið Ploesti í Rúmeníu sést ofarlega á kortinu til hægri. Örin sýnir flug- leið bandamanna frá Suður-Ítalíu til Sofia, höfuðborgar Búlgaríu, sem þeir hafa hvað eftir annað gert loftárásir á. Hitlerfogj Dónárlondin. Sæmundur Ólafsson. Frh. af 5. síðu. Dónárlöndin vegna ástar á þjóð um þéim, sem þar búa. Þá skorti olíu þeirra, málma, kvik- fé, hveiti og önnur matvæli, verksmiðjur þeirra, vegi, járn- brautir og vatnsleiðslur og að sjálfsögðu, mannafla þeirra og vinnukraft. Enda þótt einkum sé stundaður landbúnaður í Dónárlöndunum og þau séu auðug að matvælum, eru samt mikilvægar námur og hernaðar iðjuver í Austurríki, Ungverja landi, Júgóslavíu, Búlgaríu og Rúmeníu. * ÞÝZKALAND náði öllu þessu á vald sitt til þess að auka hernaðarmátt sinn. Og því tókst að fá Ungverjaland og Rúmeníu, sér í lagi Rúm- eníu, til þess að senda hundruð þúsunda vaskra hermanna til þess að berjast fyrir sig í Rúss- landi. Rúmenar hafa goldið mikið afhroð í Kákasus, við Stalingrad og annars staðar á austurvígstöðvunum. Sagt er, að enn séu mörg rúmensk her- fylki innikróuð á Krímskaga, en Rússar hafa lokað undan- haldsleiðum þaðan á Perekop- eiðinu. Þjóðverjar leitast við að verja Krímskagan sumpart vegna þess, að þeir eiga óhægt með að koma her sínum undan sjóleiðis til Rúmeníu, og sum- part vegna þess, að þeir óttast, að hægt sé að granda olíu- lindunum í Ploesti með loftá- rásum frá Krím. Á öllu svæð- inu frá Dónármynni til Odessa og austur til Krím eru Þjóð- verjar í úlfakreppu og verða að hafa sig alla við til þess að halda opinni einhverri undan- haldsleið. Límið inn myndasögur blað- anna í Myndasafn barna og ungfinga Mig furðar ekkert á því, að Rúmenar, sem hafa látið for- ustumenn sína leiða sig á villi- götur, skuli nú vera í öngum sínum né heldur það, að Búlg- arar, sem hafa látið ginna sig eins og þursa í þrem styrjöld- um, skuli óðir og uppvægir vilja yfirgefa hina sökkvandi fleytu nazista. Þá er það held- ur ekkert undarlegt, að Ung- verjar, eða öllu heldur hin ung- verska yfirráða- og aðalsklíka, sem næst prússnesku Júnkur- unum hefir um langt skeið ver- ið meðal verstu friðarspilla Ev rópu, taki nú að gerast óróir. En það, sem væri hvað fróð- legast, væri að geta skyggnzt eitt andartak inn í hugarfylsni Hitlers og lesið hugsanir hans, þó hann minnist þess, er hann hafnaði ráði því, sem Schulen- burg greifi, sendiherra hans í Moskvu, gaf honum snemma í júní 1941: — Ráðizt ekki á Rússland. En Hitler fór að dæmi Faraós, forherti hjarta sitt og réðist, ásamt Rúmenum, á Rússa áður en mánuðurinn var á enda. Þetta var meginglapparskot Hitlers. Hvernig stóð á þessu? Til er mjög fróðleg bók, sem ég vona, að út komi á ensku, eftir Grigore Gafencu, fyrriun utan- ríkismálaráðh. Rúmeníu, og síð ar sendiherra í Moskvu allt þar til stríðið hófst, sem gefur skýr ingu á þessu, er hann telur sanna. — Eftir orrustuna um Bretland, segir hann, — óttað- ist Hitler, að sjóveldi Breta og hafnbannið myndu ríða sér að fullu. Hitler taldi, að eina ráð- ið til þess að afstýra þessari hættu væri að ná á sitt vald olíu, málmum og matvælum Rússa til viðbótar því, sem er að hafa í Dónárlönd”oum. Rússneska stjórnin reyndi allt, sem hún gat, til þess að gefa ekki Hitler ástæðu til árásar og hélt fast við gerða samninga um birgðaflutninga til Þýzka- lands. Samt óttaðist Hitler, að tekið yrði fyrir flutninga þessa einn góðan veðurdag. Hann Tildi ekki eiga ráð sitt undir Rússum og afréð því að ráðast á þá og ná á vald sitt birgðum þeirra og matvælum. Bjóst hann við að geta gert þetta á hálfu ári, en þá skyldi ráðizt á Breta og þeir gersigraðir. EG HYGG, að Hitler hafi staðfest þessa skýringu, þegar hann sagði við þýzku þjóðina snemma á árinu 1942, : að áður en hann gæti gert upp við Breta í eitt skipti fyrir öll, yrði hann að gera Rússa óskað- lega. Hann sagði ekki það, sem ég einnig tel sannleika, að á árunum fyrir þessa styrjöld hefði hann ákveðið að hafa Breta og Frakka góða, unz hann hefði losað Evrópu við hina svonefndu bolsivikkáhættu, en því næst myndi h'ánn setja Bretum og Frökkum í sjálfs- vald, hvort þeir vildu ganga að kröfum Þýzkalands án styrj- aldar eða verða gersigraðir af þýzka hernum, sem hefði allan hernaðarmátt Evrópu að bak- 'hjarli. Það vill svo til, að ég veit, að árið 1936 var Hitler ráðlagt að ná á sitt vald Rúm- eníu með olíu landsins, korn- vöru og timbri til þess að geta notað hana sem eins konar bak dyr inn í Suður-Rússland og yfir Svartahaf til Kákasus í stað þess að reiða sig einvörð- ungu á innrás um anddyrið gegnum Pólland. Hann tók þessari ráðleggingu og hóf að gæla við Carol Rúmeníukon- ung, heimskan stjórnanda, sem vildi verða einvaldi upp á eig- inspýtur. Eftir hrun Frakk- lands og áður en þýzki flug- herinn hafði tapað orrustunni um Bretland gekk Carol í lið með möndulveldunum. Laun Carols voru þau, að hann missti Bessarabíu í hendur Rússum og meira en helming Transyl- vaníu í hendur Ungvérjum, hvort tveggja með þegjandi samþykki Hitlers. Carol kon- ungur varð að flýja land og Antonecu hershöfðingi tók við völdum. Hann gekk líka í gildru Hitlers, en hann vildi tryggja sér það, að Rúmenar berðust fyrir Þjóðverja gegn Rússum í þeirri von, að fá aft- ur Bessarabíu. Og með því að láta Ungverja fá meiri huta Transylvaníu mútaði Hitler þeim líka til þess að berjast með Þjóðverjum og ól þannig á sundrunginni. Nú hygg ég, að Hitler sé orð ið þungt yfir höfði. Hann veit, að Dónárlöndin eru mikilvægt landsvæði. Ég vona að þau verði einhvern tíma kjarni ein- hvers konar Bandaríkja Mið- og Suðaustur-Evrópu, eins og Austurríkiskeisarar hefðu get- að gert þau að fyrir ævalöngu, ef þeir hefðu verið vitrir menn og framsýnir. Verði sú raunin, kann svo að fara, að þjóðir þeirra riti fegurri og hamingju ríkari kafla í kvalasögu sína og hjálpi Evrópu til þess að hefja tímabil skapandi friðar. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framhald af 4. síðu. aðrar frelsisunnandi þjóðir til hins sama. Þess vegna hafa þeir líka þolað mestar raunir allra þjóða í þessari styrjöld. Þess vegna er þess líka vænst, að þeir nái full- komlega rétti sínum við friðar- borðið.“ Hér er mjög hófsamlega rit- að um þetta óhrjálega mál. Morðin í Katynskógi eru ægi- legasta morðsaga veraldarsög- unnar. Hvorir hafi unnið ofbeld isverkið, Þjóðverjar eða Rúss- ar, verður ekkert fullyrt um eins og nú standa sakir. Báðum er vel til þess trúandi og jafn- lítið að marka fréttaflutning beggja. Rússum og Þjóðverjum hefir komið vel saman í því til- liti að leiða hörmungar og á- þján yfir hina frelsiselskandi pólsku þjóð. 75 ára á inorgan Jéa lodriðasoo verkð maðir Haðarstíg 12 AMORGUN á 75 ára afmæli Jón Indriðason verkamað- ur, Haðarstíg 12., Jón Indriðason er enn mjög léttur á fæti og stundar enn vinnu sína hjá Eimskipafélagi íslands. Hann eri hinn ágætasti - félagi og hefur fylgzt af lífi og sál með málefnum stéttarfélags síns, Dagsbrúnar, og flokks síns, Alþýðuflokksins. Sést á- hugi hans m. a. áf því, að hann sækir flesta fundi félaga sinna og skemmtanir þeirra. Jón Indriðason er mjög vel látinn maðúr og hvers riianns hugljúfL Mun hann og verða var þeirra vinsælda sinna er hann nýtur á afmælisdeginum símun.. < Félúgi. 75 ára. Jón JónssoD frð Oddsbæ. J ÓN FRÁ ÖDDSBÆ er kunnugt nafn í Hafnar- firði og viðar, ef bæjarnafnið er nefnt með, vita allir hvaða Jón er átt við. Jón er fæddur 2. marz 1869 í Oddsbæ í Hafnarfirði, og hef- ur verið alla sína ævi í Hafn- arfirði. Odjdsbær var Kirkjuvegur 5,. en er nú stórt hús, sem Bjarní Snæbjörnsson læknir á. Þar bjuggu foreldrar Jóns, Jón og Kristín og var Jón hjá foreldr- um sínum meðan þau voru f Oddsbæ. Þaðan fluttist hann með bróðurdóttur sinni, Sigríði Hannesdóttur, að Austurgötu 43 og eru þau þar enn. Ég hefi þekkt Jón í 37 ár. Hann stundaði sjómennsku fyrst á opnum bátum, og svo á fiskiskútum og síðast á togur- um, en í nokkur ár hefir hann serið við ýmis afgreiðslustörf hjá F. Hansen kaupmanni hér. Mér finnst að mér sé skylt að láta sjást nokkur orð frá mér til Jóns, þó ég sé ekki formað- ur Sjómannafélags Hafnarfjarð ar nú, en ég var það fyrir rúm- um mánuði síðan. Jón er elzti maður í Sjómannafélagi 'Hafn- arfjarðar, einn með fyrstu mönn um að ganga í félagið. Tryggð Jóns við félagið er mikils virði. Jón sagði eitt sinn: „Ég fer al- drei úr félaginu, þó ég þurfi ekki í því að vera,“ og hana greiddi sitt giald alltaf á sama tíma ársins. Fyrir nokkrum árum var Jó* gerður að heiðursfélaga í Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar. Ég óska honum langra o£ hamingjusamra lífdaga. Hafnarfirði, 2. marz 1044. Þómrina Kr. Guðmund*«o*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.