Alþýðublaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 7
 líojmudagur S. man 1144 I3>1 >♦•••»•»•»»»»»»»»••••« Bœrinn í dag.I Helgídagslæknir er María Halll- grlmsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturlæknir er í nótt i Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturaukstur annast B. S. í. . ÚTVARPIÐ: l!l.00 Morguntönleikar (plötur): ■Óperan „Troubador" eftir Verdi; 1. og 2. kafli. 12.10—13.00 Há- ■ degisútvarp. 14.00 Messa í Hall- grímssókn (séra Jakob Jónsson). 115.30— 16.30 Miðdegistónleikar <plötur): Óperan „Troubador" eft ir Verdi; 3. og 4 kafli. 18.40 Bama tími (Pétur Pétursson o. fl.). 19.25 Hljómplötur: Páll ísólfsson leikur & orgel: a) Passacaglia og fúga í dj-moll, eftir Bach. b) Fantasía í G-dúr eftir sama. 20.00 Fréttir. 20.20 Kvöldvaka Norræna félags- ins: Ávörp og ræður (Stefán Jóh. Stefánsson, Pálmi Hannesson, Guð laugur Rósinkranz). — Upplestur (Tómas Guðmundsson, Vilhj. Þ. ’Gíslason). — Tónleikar o. fl. Sam- felld dagskrá. 2150 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Á MORGUN: Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, simi 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Litlabíla- :stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30— -1,6.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzku .kennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Eystra :salt og Eistland (Knútur Arn- grímsson kennari). 20.55 Hljóm- plötur: Lög leikin á gítar. 21.00 Um daginn og veginn (Gunnar 'Benediktsson rithöfundur). 21.20 XTtvarpshljómsveitin: íslenzk al- 'þýðulög. Einsöngur (Ungfrú Svava Einarsdóttir): a) Taktu sorg mína, eftir Bjarna Þorsteinsson. b) Stjama stjörnum fegri, eftir Sig- urð Þórðarson. c) Vögguvísa, eftir Járnefelt. d) Czardas, eftir ■Strauss. 21.50 Fréttir. IHiff íslenzka prentarafélag heldur aðalfund sinn í dag kl. '2 í Aiþýðúhúsinu. Messnr i Hallgrímsprestakalli. Kl. 11 f. h. bamaguðsþjónusta i Austurbæjarskólanum, séra Sig- nurbjörn Einarsson og kl. 2 e. h. sér Jakob Jónsson. "Leiffrétting. Fyrir nokkru síðan var frá því skýrt hér í blaðinu, að Bifreiða- stöðin Hekla væri hætt störfum. Er hér um misskilning að ræða. Að vísu hefir bifreiðastöðin hætt afgreiðslu á fólksbílum 4—7 manna til innanbæjaraksturs, en starfrækir sem áður stóra lang- ferðabíla, bæði í einka- og áætl- iinarferðir. ..Útför Jóns Magnússonar skálds fram frá dómkirkjunni í gær að viðtöddu miklu fjölmenni. seasa Mrtast ®iga í Alþýðubla'ðinu, verða að vera koaanar til Aagiýs- ingagkrifstofumiar í Alþýðuhásian, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 aS Mdi. Sími 4906. HðtíðaHjémteikar Horræna féiagsins í Gamla Bió í dag Norræat útvarp i kvðld NOJRíRÆNA FÉLAGDE) efnir til hátíðahjómleika i Gamla Bíó í dag kl. 1,30 í tilefni af 25 ápa aÆmæli sínu. Leikur þar strengj ahljómsveit undir stjorn v. Urbantschitsch, og Karlakór inn 'Fóstbræður syngur undir stjóm Jóns Halldórssonar. í kvöld er dagskrá útvarpsins að miklu ieyti helguð Norræna félaginu í tilefni af afmælinu. Hikill vöxiur í Alþýðu- flokknum á ísafirði. Frá aðalfundi Alþýðu- flokksfélagsins Alþýðuflokksfélag ISAFJARÐAR hélt aðal- fund sinn 25. febrúar s. 1. Á fundinum bættust félaginu um 60 nýir meðlimir. í stjórn félagsins voru kosnir: Form.: Sverrir Guðmunds- son, ritari: Ágúst Elíasson, og gjaldkeri: Gunnar Bjarna- son. Varastjórn skipa: Birgir Finnsson, varaformað- ur, Ragnar G. Guðjónsson, vara ritari og Kristján Kristjánsson, varagjaldkeri. Landsmót í handknatt- leik annað kvöld. Átta félög taka þátt í mótinu. ¥_| ANDSMÓT í handknatt- leik innan húss hefst annað kvöld kl. 10 í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar. Að þessu sinni taka 8 félög úr Reykjavík og Hafnarfirði þátt í mótinu þ. e. Ármann, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Fram, Haukar, í. R., K. R., Valur og Víkingur. Senda þau alls 25 lið, en keppt verður í þremur karla- flokkum, meistaraflokki, I. fl. og II. fl., og eru átta lið í þeim fyrsttaldá, en sex í hinum tveim og loks eru fimm lið í kvenfl. í karlaflokkunum er útsláttar- keppni en venjuleg stiga keppni hjá kvenfólkinu. Þetta er 5. innanhússmótið, sem haldið er í handknattleik- I fyrra urðu Haukar í Hafnar- firði sigurvegarar í meistara- flokki, en Valur bæði í I. og II. fl. og Ármann i kvenflokki. Annað kvöld munu þessir leikir fara fram: Kvenflokkur Ármanns og I. R„ dómari Sig- urjón Jónsson, II. fl. F. H. og I. R., dómari Ánton Erlendsson, meistaraflokkur Valur og Vík- irtgur, dómari Siguirjón Jóns- son. ALÞTPUBl' OIO Hilmar Jóhannsson F. 4, marz 1924 D. 11. jan. 1944 Kveðja frá eiginkonu. STUTT var samveran, sorgin sker, sólin lífs míns er hnigin. Hjartkær vinur, mér horfinn er, himnanna drottinn blessi þér birtuna bak við skýin. Ástin, sem tengdi hjarta og hönd, huga minn alltaf gleður. Aftur við hittumst á eilífðar- strönd, aldrei sem slitna kærleikans- bönd; víst tilgangur lífinu er léður. Kveð ég þig, vinur, og þakka þér, þú varst mín hamingjan mesta. Minning þín hrein og eilíf er, alltaf mun skína og lýsa mér. Þú varst og verður það bezta. Kveðja frá foreldrum og systkinum, Okkur finnst sú þrautin vera þung, þegar deyja blómin okkar ung. Það er sárt að sjá þau falla fríð, frá oss burt á miðri æskutíð. Eina huggun okkar verður sú, af alhug treysta guði í von og trú. Þetta líf er tími í reynslu rann, raunir allar bætir sumra hann. Systkinin klökk nú kveðja bróður sinn, kærust þeim verður hugljúf minningin. Þakka þau allar yndisstundir heitt, er hann í þessu lífi fékk þeim veitt. Við viljum kveðja kæra soninn bezt, kærleik hans þakka, er gladdi okkur mest. Minningin hreina gleður, græðir sár, grátnar hún þerrar sorgarinnar brár. A. G. ijTi'i <r» 0-m,0ní r« r« r»r<ir* Nefnd Sil að rannsaka ASÍÐASTA bæjarstjórnar fundi var kosin 5 manna nefnd til að rannsaka tekjur bæjarsjóðs af rekstri kvik- myndahús§nna í bænum. I nefndina voru kosnir: Frið- finnur Ólafsson, viðskiptafræð- ingur, Arnfinnur Jónsson, kenn ari, Ingólfur Jónsson, lögfræð- ingur, Tómas Jónsson, bórgar- ritari og Bjöm Steffensen, end- urskoðandi. Klukkunni var flýtt í nótt. ¥ LUKKUNNI var flýtt í nótt kl. 1 um eina klukku- stund, og þar með tekinn upp sumartími, eins og fyrir er mælt í lögum að 'gert skuli fyrsta suranudaginn í marz. FfogferSir á íslandi. Frh. af 2. síðu. göngum, þótt eigi sé vafi á, að meginhluti farþegaflutnings milli landa muni í framtíðinni verða með flugvélum. Svo sem nú háttar, kann að vera örðugt fyrir íslendinga að koma á eigin millilandaflug- férðum. En hitt er víst, að mikl ar flugsamgögnur eru til og frá landinu. Af hálfu umráðamanna þeirra mun eigi hafa verið fyr irstaða á, að landsmenn hefðu þeirra gagn, ef þeir færu í op- iriberum erindagerðum og í neyðartilfellum af sjúkdómsor- sökum. Er skylt að þakka þá velvild, sem í þessu hefur lýst sér. En slíkrar fyrirgreiðslu er eigi síður þörf fyrir ýmsa aðra og um póstsendingar, Af þessum sökum var sam- þykkt á alþingi 9. febr. 1942 sú ihvah saOkJði fæst aú «g fraaivegis í flestuna kjötbúðum bæjarins ímn AUGLÝSIB í ALÞÝDUBLAÐINtJ Fyrir 6 krónur á mánuði fáið þið bezta og læsilegasta dagblað landö- ins og gildir það verð í Reykjavik og nágrenni. Araa- arstaðar 5 kr. (Ekki 4 kr., eins og misprentast hafðí í ffrri auglýsingu). KAUHPIÐ ALÞÝÐUBLAÐBÐ áskorun, sem í fyrirspurninni greinir, og er þess-nú vænzt, að grein verði fyrir því gerð, hvað gert hefur verið til að hinda þessu máli fram.“ Norræna iélagið. Frh. af 2. síðu. heyTenda. Áður en staðið var upp frá borðum tilkynnti foxv maður . félagsins, að stjórn Norræna félagsins hefði kjörið Svein Bjömsson, ríkisstjóra heiðursfélaga sinra í viðurkenn- ingarskyni fyrir fmgöngu hans að stofnun félagsins hér á landi og fyrir mikla og margháttaða aðstoð við félagið fyrr og síðar. og afhenti honum síðan heið- ursfélagsskírteini og merki félagsins úr gulli. Ríkisstjóri þakkaði með stuttri ræðu þá sæmd er honum hefði verið sýnd og minntist á hið norræna samstarf. Hann sagðist stund- um hafa verið spurður um það af einstökum mönnum, hvað við hefðum upp úr því að taka þátt í hinni norrænu samvinnu. Það væri kannske erfitt að benda á það í krónutali, en að hann hefði nú um langt skeið fylgst með því sem gerst hefði í norrænni samvinnu og það væri sín sannfæring að við hefðum ekki efni á því að taka ekld þátt1 í hinni norrænu samvinnu. Við Islendingar get- um hvergi notið okkar betur en meðal frændþjóðanna á Norð- urlöndum. Og þrátt fyrir það að fundum vorum með frænd- þjóðunum hefur fækkað um skeið hefur vinátta vor og samúð síst minkað sagði ríkis- stjórinn að lokum. Að borðhaldinu loknu var dans stíginn af miklu fjöri til kl. 3. deilda löggjöf skyldi öðlast fullt gildi eða ekki. En væri forsetinn þjóðkjörinn, kvað Haraldur sér finnast eðlilegast, að hans vald skyldi vera gild- andi í þessu tilliti. Atkvæðagreiðslan fór á þá leið, að.breytingartillaga stjóm arskrámefndar var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 9 atkvæðum gegn 8. Já sögðu: Brynjólfur Bjarna- son, Bjarni Benediktsson, Eirík ur Einarsson, Gísli Jónsson, Kristinn E. Andrésson, Láms Jóhannesson, Magnús Jónsson, Bernhard Stefánsson og Stein- grímur Aðalsteinsson. Nei sögðu. Guðm. I. Guð- mundsson, Haraldur Guðmunds son, Hermann Jónasson, Ingvar Pálmason, Jónas Jónsson, Páll Hermannsson, Pétur Magnús- son og Þorsteinn Þorsteinsson. Lýðveldisdjómar- skráin. Frh. af 2. síðu. af því hefði þó ekki orðið. — Varðandi synjunarvald forseta kvað Haraldur, að auðvitað mætti endalaust deila um það, hvor aðilinn ætti að ráða, þingið eða forsetinn, þangað til skorið hefði verið úr því með þjóðaratkvæði, hvort hin um- Barnakórinn Sólskinkieildin sön| til ágóða fyri^Barnaspítala sjóð Hringsins, í Nýfli Bíó, síðast- liðinn sunnudag og varð hreinn á- góði krórnu- 2.787.50. Söngstjóra, söngflokki, eigendum Nýja Bíó og öllum þeim er á einn eða ann- an hátt studdu að skemmtun þess- ari, færir stjórn Hringsins sínar beztu þakkir. VIÐ sem nutum ánægjulegr- ar skemmtunar er unglingaskól- inn á Eyrarbakka efndi til fyrír eldra fólk, laugardaginn 26. febr., viljum hér með bera fram okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er stóðu að þess ari skemmtun og lögðu til marg vísleg skemmtiatriði. Sérstaklega viljum við þakka skólastjóra unglinga- skólans séra Áreiíusi Níelssyni mikla fyrirhöfn og hugulsemi við undirbúning og forstöðu skemmtunarinnar, svo og nem- endum unglingaskólans. Einnig þökkum við hjartan- lega kvenfélagi Eyarbakka, sem veitti rausnarlega góðgerð- ir á skemmtuninni. Blessist öll ykkar störf fyrir unga og gamla á Eyrarbakka. Boðsgestirnir. T 'í' 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.