Alþýðublaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. marz 1950 A* foÝÐUBLAÐIÐ 5 Lífið i Sívéfríkjonum í dag.- VYATSJESLAVU MOLO- TOV, sem þá gegndi embætti utanríkismálaráðherra, til- kynnti þao í nóvembermánuði 1947, að Sovétríkin hefðu náð sama framleiðslumarki og fyr- ir lieimsstyrjöldina. Síðan hófst áróðurinn í rússneskum blöðum og útvarpi; verka- menn í Rússlandi bjuggu nú ekki aðeins við betri kjör en á keisaratímunum, heldur var <Dg á allan hátt betur fyrir þeim séð en í auðvaldsríkjun- um, þar sem verkalýðurinn Var arðrændur á skipulagðan hátt. Þegar svo var komið, leyfð- ist erlendum fregnriturum ekki að senda úr landi nein- sr fregnir eða upplýsingar, sem ekki samrýmdust þessum áróðri. Slíkar fregnir hefðu veikt trú manna á stjórnartil- kynningarnar, sem slógu því föstu, ,,að í Sovétríkjunum dafnaði'állt það, sem bezt væri að finna í menningarsögu ver- aldar'1. Samt sem áður eru í heim- inum milljónir manna, er trúa því, eða þrá heitast að mega trúa því, að til sé það ríki, sem í einu og öllu lúti stjórn Vei'kamannsin s; þar sem hann sé ekki arðrændur, heldur njóíi sjálfur ábatans af starfi EÍnu; þar sem fátækt sé óþekkt fyrirhrigði og allir eigi við þjóðfélagslegt og efnahagslegt réttlæti að búa. Og sovétvaldhafarnir gera allt, sem þeir mega til þess að etyrkja fólk í þeirri trú með daglegum útvarpstilkynning- um og áróðri. Þeir skora á verkarþenn allra landa að ger- ast hluthafar í sæludraumn- um og . veita þjóðunum, sem vinna ao framkvæmd hans, alla hugsaniega aðstoð. Með þessu móti hagnýta Rússar sér þrá verkalýðsins, sér til bættr- nr aðstöðu á sviði utanríkis- máls. Enn þann dag í dag til- kynna sovétvaldhafarnir, að hinar sjötíu milljónir manna, Eem albjóðlega verkalýðssam- bandið telur innan sinna vé- banda, styðji stjórnmálastefnu Hússa. I Væru samgöngur og' frétta- Eambönd við sovétríkin með eðlilegum hætti, gæti það orð- £ð til þess að gera trúna á Hrauminn um paradís verka- lýðsins að engu. Rússar leyfa því fáum útlendingum að kynnast ástandinu í landinu, og verði einhver útlendingur, Eem þangað hefur komið, til þess að vefengja sannleiksgildi áróðursins, spara þeir sér enga fyrirhöfn til að rýja hann æru bg mannorði. Enginn slikur Snaður skyldi því gera sér leik að því að segja, að paradís Verkalýðsins væri enn fagur draumur og ekkert nema tíraumur. Tilkynningarnar segja annað. Hins vegar gefa þær til- kynningar hins opinbera, sem aðeins eiga að ná til lands- jnanna sjálfra, dálítið aðra hugmjmd um ástandið. Þar leynir sér ekki, að við örðug Vandamál er. að stríða, og hvað það er, sem Rússar leit- jast við að dylja umheiminn. í fjölda opinberra tilkynn- 5nga kemur það fram, að hinn þjóðfélagsþroskaði sovétþegn er ekki síður hvinnskur held- ur en stéttarbróðir hans í auð- Valdsríkjunum, og á auk þess á hættu þyngri refsingu, held- ur en tíðkast mun annars stað- ar í veröldinni, verði hann vís að því að reyna að komast yfir eitt eða annað, sem hann vanhagar um, en getur ekki cignazt með öðru móti, — ef til vill brýnustu nauðsynjar, mat eða klæðnað. Þannig var tilkynnt ekki alls fyrir löngu, að refsing fyrir minni háttar þjófnað eða hnupl, • hefði ver- ið þyngd úr þriggja mánaða fangelsi upp í fimm til sex ár. Hvarvetna úr Sovétríkjun- um berast tilkynningar um framleiðslusvik, hirðuleysi, cyðslu og skemmdarstarfsemi. Stórkostlegt magn af græn- meti og ávöxtum gereyði- lagðist til dæmis á járnbraut- arstöðvunum. Kom á daginn að þetta stafaði af skorti flutn- ingalesta, og tímaritið ,,Bols- jevik“ Ijóstaði því upp, að því sem næst 20% af járnbrautar- vögnunum væru óökuhæfir. Sama var að segja um flutn- ingabifreiðir. Þetta varð til þéss, að ’ framkvæmd var „hréinsun“ í liði járnbrautar- ctarfsmanna, einkum yfir- mannanna. Nokkru síðar Ijóstaði ,,Iz- vestija“ því upp, að því sem næst þriðji hver ferðamaður af þeim 10.000, sem daglega koma til Moskvu, annað hvort með flugvélum eða járnbraut- arlestum, ferðist á kostpað rík- isins. Flestir eigi þessir ferða- langar í rauninni lítilfjörleg eða engin erindi, en notfæra sér tyllierindi til þess að rkemmta sér í höfuðstaðnum. Á þessum ferðalögum tapar ríkið mörgum , milljónum rúblna, segir í ,,Izvestija“. Þá sagði blaðið og frá því, að árlega væri milljónum rúblna varið til vörzlu á af- urðum, sem fluttar eru með járnbrautarlestum. Landbún- aðarráðuneytið eitt eyddi 20 milljónum rúblna í þessu r.kyni árið 1947, samvinnubú- in 10 milljónum og ráðuneyt- isdeild sú, er sér um kolafram- leiðsluna, 5 milljónum. Verkamenn lúta ströogym aga. í stjórnartilkynningu þann 26. júní 1940, er svo fyrir mælt, að refsa megi hverjum þeim verkamanni í sovétríkj- unum með tveggja til fjögurra mánaða fangelsi, sem fer úr vinnu án leyfis. Þá skal verkamanni og met- ið til sakar, ef hann kemur tuttugu mínútum of seint til vinnu og endurtekur það brot þrisvar sinnum í sama mánuði eða fjórum sinnum á fimm mánuðum. Meðalrefsingin fyr- ir slíkt brot, er 6 mánaða fangavinna og missir fjórða hluta af launurn. Þá segir svo í tiikynningu,. varðandi verka- menn í hergagnaiðnaði, — en sú stétt manna mun fjölmenn í ráðstjórnarríkjunum — einn- ig sjómenn og járnbrautar- starfsmenn, að með þá verði fárið sem liðhlaupa og þeim á- kveðin 5—8 ára fangelsisrefs- ing, ef þeir yfirgefi starf sitt án leyfis, og öðluðust þessi á- kvæði gildi 6. des. 1941. Skömmtyoin úr glldi nymln. ’Kjör verkamanna voru að vísu dálítið bætt þegar skömmtun nauðsynja var af- numin 1947. Verðlækkunin varð þó ekki eins mikil og' fólk hafði gert sér von um. Örlítil verðlækkun varð á matvælum, en föt og unnar vörur hækk- uðu í verði um 20—100% mið- að við verð þeirra á tímabili : kömmtunarinnar. Föt, sem þá kostuðu 800 rúblur, komust upp í 14 hundruð rúblur er skömmtunin var afnumin. Þrátt fyrir þetta stendur verkamaðurinn betur að vígi cn fyrr, að minnsta kosti þeir, sem hafa frá 560 og allt að 730 rúblum í mánaðariaun. Aður gat hann ekkert feng- ið keypt af þeim vörum, sem skömmtunarseðillinn veitti hon um rétt til. Nú hafa verzlan- irnar á boðstólum gnægð mat- væla, föt og ; iðnaðarvörur, sem nú eru fluttar inn í stór- um stíl frá baltísku og austur- cvrópísku leppríkjunum. Bændurnir, en þeir eru meira en helmingur verka- lýðsins, búa við lakari kjör. Sú verðlækkun, er fyrir skipuð var á matvælum, bitnaði á þeim fyrst og fremst, að minnsta kosti ef hann seldi vörur sínar á frjálsum mark- aði, en verðið á ýmsum nauð- synjum, sem hann þurfti að kaupa, hækkaði hins vegar allverulega. Þá hefur og skatturinn, sem bóndanum er gert að grejða af einkajarðnæði sínu, verið hækkaður til muna. Sí og æ fær hann aðvaranir, varðandi þá hættu, að hann kunni að hneigjast um of til borgara- legs hugsunarháttar, ef hann leggi mikla alúð við ræktun þessa eink.ajarðskika. Hins vegar er hann að sama skapi hvattur til að leggja sem mest starf.af mörkum við samvinnu búin, en þeim er skylt að láta mikinn hluta afurðanna af hendi við ríkið, við afarlágu rerði. Þeir, sem mest þénuðu á því að skömmtuninni var aflétt, eru innan sérréttindastéttanna; yfirmenn í hernum og stjórn- arskrifstofunum, verkfræðing- ar, háttsettir embættismenn og vellaunaðir leikarar og rit- Ingólfs Café Eldri dansarnir í kvölcl kl. 9. Aðgönguiniðar seldir frá kl. 6. Sími 2826. Góð og lítið notuð loftpressa, óskast til kaups nú j*egar. LANBSSMÍÐJAN. Sími 1080. böfundar. Skömmtunin var é- kaflega naum, og því ' urðu beir að kaupa föt og annað, cem þá vanhagaði um, fram yfir skömmtun, á furðulega háu ,,verzlunar“-verði. Til dæmis að taka kostuðu fötin þrjú þúsund rúblur, ef þau voru keypt utan skömmtunar, cg einir skór þúsund rúblur. Verkalaun og fram" færsSokostoaðor. Þetta tvöfalda verðkerfi var numið úr gildi um leið og "kömintunarákvæðin, og hið ramræmda verð varð mitt á milli. Verkamaðurinn verður bví að greiða 150%. hærra verð "yrir vörurnar nú en áður, en laun hans háfa þó hækkað um aðeins 80%. Árið 1940 greiddi verkamað- urinn 0,85 rúblur fyrir kíló af rúgbrauði, en nú kostar það 2,70 rúblur. Smjörið kostaði áður 28 rúblur kílóið, nú 57,60 rúblur. Kjötverðið, sem áður var 9 rúblur kílóið, hefur nú þrefaldazt. Við skulum taka kjör iðnað- arverkamannsins Ivan Ivano- vitsj Ivanov sem dæmi. Mán- aðarlaun hans nema 750 rúbl- um. Af þeim er honum greitt 628.80 rúblúr ,en frádráttur- inn er: tekjuskattur 43,60 rúblur; sekt fyrir að hann á aðeins eitt barn, 7,30 rúblur; mánaðarleg afborgun vegna ríkisskuldabréfa, sem hann að vísu er ekki skyldaður til að kaupa, en þar eð hann hefur komizt að raun um, að þeir, sem ekki kaupa þau, geta orð- ið fyrir ýmsum óþægindum, hefur hann valið þann kostinn að verja 45 rúblum mánaðar- lega í þessu skyni; stéttarfé- lagsgjaldið, sem nemur 7,30 rúblum á mánuði. í húsaleigu greiðir Ivano- vitsj aðeins 33 rúblur á mán- uði, en híbýlarúmið e>; heldur ekki nema eitt herbergi með 25 fermetra gólffleti. Er hann samt betur á vegi staddur, hvað j^að snertir, en flestir aðrir verkamenn í Moskvu, þar eð húsnæði þeirra er að- eins 5 fermetra gólfflötur á mann, enda þótt þeir eigi í:röfu til 9 férmetra á mann, lögum samkvæmt. Húsnæðis- skorturinn er þar svo mikill, að altítt er að tvær fjölskyld- ur búi í einu og sama herberg- inu. Valdhafarnir eru hreykn- ir af því, að húsaleigan er svona lág og þreytast aldrei á að auglýsa það. Ivan þykir líka gott að búa við slíka núsaleigu, ella yrði hann að spara við sig mat. Hann má nota 600 wattstundir raf- straums daglega, og greiðir hann 4,50 rúblur fyrir á mán- uði. Eyði hann meiri raf- straum, þrefaldast afnotagjald ið, og komi það fyrir oftar en einu sinni, er lokað fyrir strauminn. Kona Ivanovitsj hefur að- gang að eldhúsi með þrem fjöl skyldum öðrum; afnotagjaldið er 6,80 rúblur.' Mánaðax-gjaldið fyrir húsnæði, rafmagn, eld- hús og hita nemur samtals 56 rúblum. Fæðfð er fábrotið. Eins og flestir aðrir Rússar neytir Ivanbvitsj aðallega rúg- brauðs, og etur hann ásamt. fjölskyldu sinni, tvö kíló á dag af þeirri fæðu. Einnig neyta þau ýmissa kálrétta í ríkum mæli, einnig eta þau mikið af kartöflum, dálítið af guli'ót- um og rauðrqtum, pylsur erú bar á borðum endrum og eins, te og sykur enn sjaldnar; nýtt kjöt, fisk og smjör sjá þau svo að segja aldrei, sökum þess hve dýr þau matvæli eru. Og enda þótt hann spari þannig við sig - og fjölskyldu sína, verður hann að greiða 600 rúblur ó mánuði í fæðis- kostnað. Fjölskyldunni fellur þessi kostur vel, enda hafa Rússar neytt hans öldum sam- an. Þegar Ivanovitsj hefur lok Lð fyrrtöldum greiðslum, á hann 70' rúblur afgangs af mánaðarlaunum sínum, þar af eyðast 20 rúblur í fargjöld avð vinnustað og frá. Það er því harla lítið, sern eftir verður,; fyrir fötum og ýmsum öðrum nauðsynjum. Hann getur því ekki, frem- ur en aðrir verkainenn í Sov- étríkjunum, séð fyrir fjöl- skyldu sinni, heldur verður cg kona hans að vinna utan heim- ilis, ef lífskjörin eiga að telj- ast nokkurn veginn mánn- cæmandi. Valdhafarnir rúss- nesku eru seinþreyttir á því að vegsama það, að konan í Sovétríkjunum njóti að öllu leyti sömu réttinda til starís og karlar. Kona Ivanovitsj er í rauninni, eins og allar konur verkamanna í Rússlandi, neydd til að taka hvert það starf, sem til fellur, meira að segja erfiðisvinnu. Iruman býður Aur- ■ iol vesfur m haf AURIOL FRAKKAFOR- SETI kom heim til Parísar í gær úr hinni opinberu heim- sókn sinni í London, og var fagnað ákaft af Parísarbúum. Það var tilkynnt opinberleg’a í Washington í gær, að Truman Bandaríkjaforseti hefði nú boð- ið Aui’iol vestur um haf. ------— —»—i' Hæsfu vinningarnir f happdrætfinu DREGIÐ var í þriðja flokki happdrættisins í gær. Tveir hæstu vinningarnir komu upp á éftirtalin númer: 15 000 kr. Nr. 18368, kom upp á fjórðungsmiða. 2/4 voru seldir í Keflavík, 14 í umboði Marenar Pétursdóttui', Reykja- vík, og !4 í Varðarhúsinu. 5000 kr. Nr. 4001, kom einn- ig upp á fjórðungsmiða; 2/4 á Akureyri, !4 á Selfossi og !4 á Akranesi. _ _ j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.