Alþýðublaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 6
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 11. marz 1950 AÐSENT BRÉF Ritstjóri sæll. Jæja, — nú þykir mér ljótt sthæfið þeirra þarna syðra. Fer nú allt að verða á eina taókina lært hjá þeim að mínum dómi. 'Allir hrópa þeir að eitthvað verði að gera, allir þykjast þeir vita hvað gera skuli, — en enginh gerir neitt, nema ef vera skyldi til óþurftar. Er og 'svo komið, að því er virðist, að eng- inn vill sitja í ráðherrastóli, cn þó virðast allir vilja sitja í þeim og engipn upp úr þeim standa, sem þar er eihu sinni setztur, látast þó allir sitja þar nauðugir. Veit ég ekki hvað fullorðnum mönnum, og að því er almennt er haldið óbrjáluð- um, getur gengið til, er þeir fremja slík fíflalæti; er svo að sjá, sem þeir álíti að almenning ur telji þetta fyrirmyndar framkomu og að þetta eigi svo að vera. Verður ekki annað sagt en lítils meti þeir söfnuð- inn og má vel vera að rétt sé það mat þeirra, en þakka mun ég þeim leikinn á kjördegi eir.s og ég tel vert, hvað sem aðrir gera. Áskil ég mér og rétt til að álíta, að hæfi leikendur áhorf- endum fari kjósendur þá al- mennt ekki að mínu dæmi; trúi því samt ekki fyrr en í fulla hnefana. En hvers vegna er álltaf ver- ið að rífast um þessa svokölluðu stjórn? Hvers vegna erum við að burðast með hana fyrst hún er okkur ekki nauðsynlegri en það, að við getum prýðilega, að því er virðist, komizt af án hennar hvenær sem stjórnmála- broddarnir telja sér sæmandi að fórna henni fyrir hráskinna- leik sinn um völdin og stólana? Er ekki hægt að láta þetta blessað fjárhagsráð stjórna lándinu í samráði við banka- ráðin, SÍS og Kveldúlf? Lofa svo þingmönnunum að lifa og leika sér eins og þeim bezt þyk- ir! Ef einhverjir þeir annmarkar eru hins vegar á þessu ráði, sem gera það ónothæft, má þá ekki grípa til þessa „patentráðs11, sem nú er efst í tízku og virðist dhga við öllum vandræðum? — Geta . þingmenn ekki efnt til happdrættis um ráðherrastól- ana, sem dregið væri í, við skulum segja á sex mánaða fresti, og hagað sér samkvæmt því? Mætti þá hafa „huggunar- númer“ eins og í háskólahapp- drættinu, jafnmörg og vinn- ingsnúmerin, það er að segja, ráðherrastólana, og hlyti þá sá, er ætti næsta númer fyrir ofan eða neðan stólsnúmer einhv’&rn feitan og eftirsóttan bitling í sáraætur. Færi svo, að ein- hver einn þingflokkur reyndist svo óheppinn að vinna ekki neinn ráðherrastól í happdrætt- inu þrjú skipti í röð, væri hon- um bætt það upp með leyfi til innanfloklcshappdrættis, þar sem vinningurinn væri þriggja mánaða luxusferðalag út í lönd, kostað af almannafé; mundi það og ef til vill þykja enn betri vinningur, -ef sett yrðu þau á- kvæði í happdrættislögin, er legðu blátt bann við að þeir, er slíkan vinning hlytu, mættu, hvað sem raulaði og tautaði, taka eiginkvinnur sínar með sér, en laun einkaritara væru hins vegar innifalin í vinningn- um, — og ef til vill einnig einkaritarinn. Yrði og svo látið heita, að menn þessir færu ut- an mikilvægra erinda á vegum ríkisins. Þetta hlýtur nú annars að vera rakalaus lygaþvættingur og rógur, allt það, sem sagt er um vinnubrögð þings og stjórnar, og þá mundi ég betur trúa, ef mér væri sagt, að þess- ir þjóðarinnar útvöldu gerðu allt, sem í þeirra og mannlegu valdi stendur, til þess að bjarga okkur og sjálfum sér út úr ógöngunum. Þeir hafa spáð vá og jafnvel neyð fyrir dyrum þjóðfélagstilraunabús okkar; haga sér eflaust eftir því í hvi- vetna, afleggja alla ofrausn og risnu, halda til dæmls ek'ki þingveizlur neinar, en hraða nauðsynlegum störfum alþingis sem mest þeir mega til þess að spara þjóðinni svo ssm unnt er allan kostnað. Þannig hygg ég nú að þetta sé, þegar öllu er á botninn hvolft, mætti og segja mér, að það eitt gerði að þeir eru svo. ófúsir í ráðherraemb- ættin, að þeir telji sér ekki sæmandi að þiggja ráðherra- laun þegar svo er þjóoarhag komið, en vitanlega situr sú stjórn aðeins á hálfu kaupi, sem sagt hefur af sér og hangic bara út úr vandræðum. Er leitt þeg- ar slíkir ágætismenn sem þing- menn vorir munu vera, eru rægðir og beittir þeim álygum, að þeim eyðist langur tími í flokksfundi og baktjaldamakk og sitji jafnvel á stundum skemmstan dag á reglulegum þingfundum. Með beztu kveðjum til þeirra og þín. Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. tesið Alþýðublaðið! væri eitthvað bilaðúr, drukk- inn eða réttur og sléttur lyg- ari“. „Hvað ætlið þér þá að gera?“ „Ekkert sem stendur. Hann veit ekki, að ég veit hver hann er. Ég hugsa að hann muni geyma að framkvæma ætlun- arverk sitt þangað til við kom- um til Genúa. Þegar við kom- um þangað, ætla ég að fara til brezka ræðismannsins og biðja hann um að gera lögreglunni aðvart“. „En ég hugsa, að hann viti ao þér grunið hann. Þegar við vorum í salnum áður en við íórum að borða og Frakkinn var að tala um járnbrautar- ferðalög, athugaði þessi maður yður í laumi. Kuvelti athugaði yður líka mjög náið. Þér voruð svo skrýtinn á svipinn“. Hann fann til, óþæginda í maganum og hálsinn herptist saman. „Ég býst við, að þér eigið við það, að ég hafi haft óttann uppmálaðan á andlit- inu. Og ég viðurkenni það. Var það nokkuð undarfegt? Ég er ekki vanur því, að fólk sæk- ist iftir lífi mínu“. Hann hækkaði röddina. Hann fann, að hann skalf af reiði og hræðslu. Hún greip aftur um hand- iegg hans. „Uss“, þaggaði hún niður í honum. „Þér megið ekki tala svona hátt“. Svo bætti hún við. „Gerir það svo mikið til þó að hann viti þetta?“ ,,Ef hann veit það, þá þýðir það, að hann verður að hefjast handa áður en við komum til Genúa“. „Hérna á þessu litla skipi? Hann mun ekki þora það“. Hún þagnaði . . . Svo bætti hún við og leit upp á hann: „José hefur byssu í töskunni sinni. Ég ætla að reyna að ná henni og láta yður fá hana“. „Ég hef byssu“. „Hvar?“ „Hún er í töskunni minni. Hún sést, ef ég hef hana í vas- anum. Ég vildi ekki að hann kæmist að því að ég vissi, að ég væri í hættu“. „Ef þér berið byssuna á ýð: ur, munuð þér ekki vera í neinni hættu. Lofið honum bara að sjá hana. Ef grimmur hundur sér að þér eruð hrædd- ur við hann, þá bítur hann yð- ur áreiðanlega. Slíkri mann- gerð og hér um ræðir verðið þér að sýna að þér séuð til alls búinn, og þá verður hún hrædd“. Hún tók um hinn handlegg hans. „Þér þurfið ekki að hafa svona miklar á- hyggjur af þessu. Þér munuð komast til Genúa og hitta brezka ræðismanninn. Þér getið sýnt þessu skítuga kvik- indi með ilmvatnið fyrirlith- ingu yðar. og þegar þér eruð komnir til Parísar, munuð þér hafa gleymt honum“. „Já, e# ég kemst til París- ar“. „Þér eruð ómögulegur. Hvers vegna ættuð þér ekki að komast til Parisar“. „Þér haldið að ég sé asni“. „Ég held að þér séuð ef til vill þreyttur. Sárið . . .“ „Það er bara dálítil skráma“. „Já, en það er ekki sárið sjálft, heldur taugaáfai.1ið“. . Hann langaði skyndilega til að fara að hlæja. Það var satt, sem hún var að segja, Hann hafði varla enn náð sér eftir hélvízka nóttina, sem hann var með Kopeikin og Haki hershöfðingja. Taugarnar voru í ólagi. Hann hafði allt of mikl- ar áhyggjur af þessu. Hann svaraði: „Þegar við komum til parísar, Josette, ætla ég að gefa yður bezta kvöldverð, sem hægt er að fá þar“. Hún kom fast að honum. „Mig langar ekkert til þess að þér gefið mér neitt, chéri. Mig langar til að yður þyki svolít- tð vænt um mig. Þykir yður nokkuð vænt urn mig?“ „Mér lízt vel á yður . . . Og mér þykir vænt um yður“. „Já, þér sögðuð það“. Hann snart beltið á kápunni hennar með vinstri hendi. Líkami hennar þrýsti sér að honum. Á næsta augnabliki hvíldi hún í faðmi hans — og hann kyssti hana. Þegar hann fór að verða þreyttur í handleggjunum, hallaðist hún upp að borð- stokknum. „Líður yður betur, chéri?“ „Já, mér líður betur“. „Þá langar mig að fá síga- rettu“. Hann gaf henni sígarettu og hún leit í augu hans við log- ann frá eldspýtunni. „Eruð þér að hugsa um stúlkuna heima í Englandi, sem þér er- uð kvongaður?“ „Nei“. „En þér munuð fara að hugsa til hennar“. „Ef þér haldið áfram að tala um hana, þá mun ég hugsa um hana“. ‘ „Já, ég skil. í yðar augum er ég aðeins ein persóna, sem hef ferðazt á sama skipi og þér frá Istanbul til Genúa, svona alveg eins og Kuvelti“. „Ekkj alveg eins og Kuvelti. Ég mun ekki kyssa Kuvelti, ef ég mögulega get komizt hjá 'því“. „Hvaða skoðun hafið þér á mér?“ „Ég álít, að þér séuð ákaf- lega eftirsóknarverð. Mér þyk- ir hárið yðar fallegt, augun seiðandi — og ilmvatnið, sem ■ þér notið, prýðilegt11. „Þetta er ákaflega fallega sagt. Á ég að segja yður nokk- uð, chéri?“ „Hvað?“ Hún talaði mjúklega. „Þetta skip er mjög lítið, klefarnir cru ákaflega þröngir, veggirn- ir á milli þeirra eru mjög þunnir, það er alls staðar fólk“. „Já“. „Parísarborg er mjög stór, og þar eru ágæt hótel með stórum herbergjum og þykk- um veggjum. Maður þarf ekki að rekast á neinn, sem maður vill ekki rekast á. Og vitið þér það, chéri, að þegar maður er að fara langa ferð, alla leið frá Istanbul til London, þá er ctundum nauðsynlegt að hvíla sig í París í eina viku eða nvo, áður en haldið er áfram?“ „Það er langur tími“. „Það er af því að það er stríð, skiljið þér. Maður mæt- ir allt af einhverjum erfiðleik- um. Fólk verður oft að bíða dag eftir dag eftir leyfi til að fara úr Frakklandi. Það þarf að setja alveg sérstakt merki í vegabréfið, og þeir leyfa yður ekki að taka lest- ina til Englands fyrr en þér eruð buinn að fá þetta merki í vegabréfið. Þér verðið að fara til lögreglustjórans til þess að fá merkið og þar er mikil skriffinnska. Þér verðið að dveljast í París þangað til gamla konan, sem fengið hef- ur mál yðar til afgreiðslu hjá lögreglunni, hefur tíma til að cinna því“. „Þetta eru heldur en ekki ckemmtilegar upplýsingar". Hún andvarpaði. „Yið gæt- nm eytt þessari viku eða tíu dögum á mjög rólegan og skemmtilegan hátt. Ég á ekki við Hotel des Belges. Það er óhrjálegt hótel. En þar er líka Ritz hótel og Lancaster hotel og svo Georges Cinque . . hún þagnaði og hann vissi, að hún ætlaðist til þess að hann segði éitthvað. Og hann sagði: „Og Grillon og' líka Meuriee“. Hún þrýsti handlegg hans. „Þér eruð ágætur. Og þér skiljið mig. Er það ekki? íbúð or miklu ódýrari en hótel. En það tekur því varla að taka í- búð í svo stuttan tíma. Við gætum ekki notið okkar í ó- dýru hóteli. Hins vegar er ég ekkert gefin fyrir of mikinn munað. Það eru til ágæt hótel, cem kosta minna en herbergi á Rits eða Georges Cinque, og þá væri hægt að eiga meira fé 1 íil þess að eyða í mat og dans I á ágætum o- zkernm1 "Jegum Aðeins í A lþý ðub l a ðin u. Gerizt áskrifendur. ----- Símar: 4900 & 4906.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.