Tíminn - 17.06.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.06.1964, Blaðsíða 2
NTB-Lundúnum. Richard Butler, utanríkisráð herra Breta, skýrði frá því í neðri deild brezka þingsins í dag, a'ð hann myndi fara í 5 daga oplnbera heimsókn til Sovétríkjanna, sennilega hinn 27. júlí, í boði sovézku stjórn- arinnar. Butler hefur aldrei áður far ið til Sovétríkjanna og ekki heldur haft persónuleg kynni af æðstu ráðamönnum þar. Tal ið er, að hann muni m. a. ræða Laosvandamálið við Krústjoff og Gromyk.ó. ÍTB-Kappstaden. Dr. Hendrik Verwoerd, for- íætisráðherra Suður-Afríku, sagði á þingfundi í dag, að réttarhöldin yfir Nelson Mand- ela, „svörtu akurliljunni“ og félögum hans sjö, hefðu af- hjúpað kommúnistískt sam- særi, sem ekki væri einungis beint gegn Suður-Afríku, held- ur og öllum hinum vestræna heimi. Sagði hann, að . við- brögð manna við lífstíðardóm- unum yfir þeim félögum, bæru furðulegan keim af vilja til að gera þá að píslarvottum, en Mandela og félagar hans væru einungis sama manngerð og njósnarar, sem han-.Ueknir væru og líflátnir í Bandaríkj- unum, Bretlandi eða öðrum vestrænum löndum. Aðils-Khöfn. Nikita Krústjoff, forsætisráð herra Sovétríkjanna, kom til Kaupmannahafnar í morgun ásamt fjölskyldu sinni, Gro- myko utanríkisráðherra og fjöl mennu fylgdarliði öðru. Koma R forsætisráðherrans er talinn K einn mesti merkisatburður í ] Danmörku um langa hríð, en j þessi heimsókn er liður í opin- f berum heimsóknum hans til | allra Norðurlandanna að fs- S landi undanskyldu. Geysivið- ( tækur undirbúningur hefur staðið yfir í Danmörku síðustu vikurnar fyrir þessa heimsókn sem er cin sú mest umtalaða og mest undirbúna í sögu landsins. Froskmenn höfðu rannsakað höfnina við Löngu- Iínu, áður en skip forsætisráð herrans Iagðist að bryggju. Hundruð lögreglumanna höfðu varðstöðu við alla vegi í. nágrenninu og víðs vegar um borgina mátti sjá lögreglu á virðbergi. Tuttugu og einu fallbyssuskoti var hleypt af í þann mund er skip Krústjoffs lagðist að hLfnarbakkanum en iíðan bauð Kraag, forsætisráð- herra Dana, hina tignu gesti velkomna, en Krústjoff þakk- aði fyrir lieimboðið. Mikill mannfjöldi hafði safn azt saman á þeim stöðum, sem búizt var við, að Krúst- joff og föruneyti hans færi um, en leið þeirri, er ekið skyldi með forsætisráðherrann hafði þó verið haldið leyndri af öryggisástæðum. Fyrst var ekið að SAS Royal hótelinu, en síðan rakleitt til embættisbústaðar Kraags og þaðan til Christiansborgar, þar sem fulltrúar þjóðþingsins tóku á móti Krústjoff. Klukkan 1 var svo hádegis- verður í ráðhúsinu. « FSÍfilK I VIKU BEINA LEIÐ TIL LONDON Stórborgin London er höfuðsetur lista, mennta og heimsviðskipta. London er brennipunktur flugsamgangna um allan heim. Við fljúgum 10 sinnum í viku til Bretlands í sumar, þar af þrjár ferðir beint til London. Tíðustu ferðirnar, þaegileguscu ferðirnar, beztu ferðirnar, það eru ferðir Flugfélagsins. tÍÆf re/at Afgreiðslutími almsiitiafrygginga í S^eykjavík Skrifstofur vorar að Laugavegi 114 eru opnar til almennrar afgreiðslu sem hér segir: Mánudaga kl. 9—1.8, þriðjudaga til föstudaga kl. 9—17, laugardaga kl 9—12, nema mánuðiiia júni—september er lokað á laugardögum. ÚTBORGUN BÓTA fcr fram scm hér scgir: Mánudaga kl. 9,30—16, þriðjudaga ti) föstudaga kl 9,30—15, laugardaga kl. 9,30—12, nema mánuðina júní—september. Útborgun bóta, sem falla til útborgunar þá laugardaga, sem lokað er, hefst næsta virkan dag á undan. Aðrar breytingar á útborgunartíma frá því er segir á bótaskírteinum, verða auglýstar sérstaklega. ÚTBORGUN F'JÖLSKYLDUBÓTA til 1 og 2 barna f-'-'-'-Hrá fvrir 2 ársfjórðung heíst fimmtudaginn 18. júní, þar eð 20. i laug ardag. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Grátandi konur leita ættingja NTB—Tókíó, 16. júní Miklir jarðskjálftar urðu í n-orð uir hluta Japan í dag. Síðustu fréttir af jarðskjálftun um herma, að 23 hafi farizt, en margra er saknað. Bærinn Niigata er algerlega einangraður og síðdegis í dag urðu þar miklar sprengingar í olíu- tönkum og í kvöld börðust hundr uð slökkviliðsmanna við eldana, sem loga hvarvetna í bænum. Þessir voldugu jarðskjálftar hafa valdið dauða og eyðleggingu í fjórum nyrztu héruðum Japan og eru nú þúsundir manna heim- ilislausir. Harðast úti hefur bærinn Nii- gata orðið. en þar búa um 300.000 manns. Má segja, að þriðjungur bæjarins liggi undir vatni, vegna flóða, sem orsökuðust af jarð- hræringunum, en í hinum hluta bæjarins loga gífurlegir oliueld- ar. Snemma í morgun sprungu tveir stóiir olíutankar í loft upp og í kvöld var óttazt að fleiri sprengingar yrðu, þar sem ekkert ræðst nú við eldana. Börn og gamalmenni hafa hreiðr að um sig í skólum og öðrum opin berum byggingum, sem enn standa uppi, en aðrir vinna við björgun arstörf. Þéttur blásvartur reykur hvílir yfir bænum, þar sem grátandi konur ganga um í rústunum í leit að vinum og ættingjum. Mikil eyðilegging varð einnig í borginni Yamagaía skammt frá Niigata og þar fórust meðal annars þrjú börn, er tveggja hæða hús hrundi í rúst i einum jarðskjálftakippn- um. GJALDÞROT Framhald at 16 síðu. íyrirtækisins munu vera í kring um átta og hálf rnilljón króna, en söluverðmæti eignanna ekki yfir tvær milljónir. Lánardrottnarnir eru margir, og mtsjafnár upphæðir sem um er að ræða. Sumir lánar drottnarnir haía góð veð fyr'r skuldunum en aðrir engin. Eig- andi fyrirtækisnrs hefur boðið lánardrottnunum að greiða einn fjórða af skuldunum, og búist er við að sumir þr-irra að minnsta kosit gagni að því. Gjaldþrotsmál þetta er eitt hifi stærsta setn upp hefur komið hcr á landi. HEILDARÞÝÐING Framhaíc' ai 16 síðu. þýtt Heimskringlu fyrir annan útgefanda En það varð að samkomulagi með honum og Steinvik, að . aðizt yrði í heild arútgáfu íslendingasagna á sænsku. Dr Ohlmarks lauk þessu mikla verki á þrem ár- um. Fyrstu tvö eintökin komu þeir felagar með til landsins í morgun og munu á morgun af- henda þau 1 skrautútgáfu að gjöf vegna 2(1 ára afmælis iýð veldis'ns, forseta fslands ann- að, Landsbókasafninu hitt. , Fyrsta seplember kemur verk ið foimlega út í Stokkhólmi. Þá verður Svíakonungi afhent þriðja skrauteintakið op í til- élni oess höfð opinber móttaka í Óperukjallaranum í Stokk- hólmi. 2 T ( M I N N, miðvikudaginr. 17. iúní 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.