Tíminn - 17.06.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.06.1964, Blaðsíða 3
Síðast liðinn föstudag voru birtar opinberlega nýjar myndir af yngsta meðlimi brezku konungsfjölskyldunnar, Edward, prinsi, sem nú er þriggja mánaða gamall. Sama dag kom Elisa- beth drottning í fyrsta sinn fram á svalir konungshallarinnar með son sinn og var þá mikið um dýrðir. Drottning var klædd tignarbúningi og Philip drottningarmaður sömuleiðis. Hélt hann um hönd sonar síns, sem hvíldi í örmum móður sinnar, en Ijós- myndarar kepptust við myndatökur. Myndin hér að ofan var tekin eftir þessa opinberu sýningu á litla prinsinum, þegar hann var orðinn einn með móður sinni. síðustu blaðsíðu fyrir sænsk- um dómstólum, velta menn því fyrir sér, hvort lögfræðingar hans muni áfrýja dóminum yf- ir honum, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi. Talið er, að Wennerström geti fengið náð- un fyrst eftir 10 ár, en flestir reikna með að hann verði náð aður eftir 12 ár. Starf hins ó- gæfusama manns innan fang- elsismúranna er nú fólgið í því að þurrka af bókum í bóka safni fangelsisins og gæta blómagarðs fangelsisstjórans og verður sjálfsagt ekki annað næstu árin. í Svíþjóð gætir nokkurrar ó- ánægju yfir, að Krustjoff, for- sætisráðherra Sovótríkjanna, skuli koma þangað í opinbera heimsókn aðeins örstuttu eftir að endanlega hefur verið flett ofan af mesta njósnamáli í sögu sænskrar réttvísi. Geysilega umfangsmikill und irbúningur á sér nú stað á Norð urlöndum vegna komu Nikita Krústjoffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Hundruð manna í hverju landi vinna við und- irbúning dagskrár vegna hinn- ar opinberu heimsóknar og cinkum er það lögreglan, sem á annríkt, því að óttazt er, að til einhverra mótmælaaðgerða öfgamanna kunni að koma vegna heimsóknarinnar. Hundr uð lögreglumanna munií fylgj ast með ferðum forsætisráð- herrans, en sjálfur mun hann hafa með sér 20 manna lífvörð og auk þess um 50 sérstaklega í SPEGLITÍMANS Einn maður mun öðrum fremur setja svip á dagskrá danska sjónvarpsins í sumar og manninn þekkja allir. í þrett- án sjónvarpsþáttum, sem hver tekur um eina Mukkustund, mun verða brugðið upp mynd- um af baráttu, kjarki og stór- hug fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, sir Winston Churchills, í seinni heimsstyrj öldinni. Fyrsti þáttur greinir frá tíð- indum í maí-mánuði árið 1940, þegar styrjöldin var þegar byrj uð, en síðan verður fylgzt með gamla Winnie á hinum örlaga ríku dögum Englands og alls heimsins. Myndin hér að ofan er tek- in af Churchill og konu hans á þeim tíma er árásirnar á London stóðu sem hæst í stríð- inu. Þ"---------------- Enn ræða menn dómana yfir blökkumannaleiðtoganum Nel- son Mandela og félögum hans og gætir hvarvetna mikillar reiði, enda þótt margir hafi raimar búizt við, að þeir yrðu dæmdir til dauða, a. m. k. Man dela. Telja flestir, að stjórn S.- Afrfku hafi ekki þorað að ganga svo Iangt. Varnarræða Mandela við réttarhöldin hefur vakið mikla athygli, en hann lauk henni með þessum orðum: Eg hef helgað líf mitt því tak marki að binda endi á yfir- stjórn hvítra manna í landi mínu. Því takmarki vona ég að mér endist aldur til að nó. Það er líka hugsjón, sem ég er ref.ð'ubúinn til að deyja fyrir. ----------------- Nú þegar syndaregistri sænska njósnarans Stig Wenn- erströms hefur verið flett til valda menn úr sovézku örygg- islögreglunni. Lögregluyfirvöld um í um Norðurlandanna hefur borizt fjöldi beiðna frá ýmsum félagssamtökum um að fá að halda mótmælafundi, lögreglan hefur vísað öllum slíkum beiðn um á bug, þar sem ekki sé fyr ir hendi nægilegur lögregluhóp ur til að gæta slíkra samkoma. Þess má geta, að a. m. k. Sví- ar hafa keypt frá Bandaríkj- unum sérstaklega brynvarða bifreíð handa ráðherrainum. Enn eru skóladrengirnir frá Liverpool, sem nú bera einungis samheitið The Beatles, á allra vörum. Unglingar um allan heim ráula lögin þeirra daginn út og daginn inn, klæðast eins og þeir og taka upp hina sérstæðu hárgreiðslu þeirra, ef greiðslu skyldi kalla. Það er sjaldan, sem Bítlarnir geta átt einkastund- ir, hvar sem þeir koma eru ljósmyndarar, fréttamenn og ungl- ingar fyrir. En eigi að síður eiga þeir sitt einkalíf og hér birt- ist mynd af einum fjórmenninganna, gítarleikaranum John Lennon, ásamt konu hans, Cynthia, en myndin var teMn í veizlu, sem haldin var í tilefni af útkomu bókar eftir Bítilinn. Kaldir litir, léttir kjólar er kjörorð tízkusérfræðinganna nú. Ef til vill mun einhverjum finnast stúlkurnar dálítið kuldalegar, þegar þær eru komnar í klæðnað eins og þann, sem sést hér að ofan, en þar á móti segja sérfræðingarnir: Þið gleymið einu góðir herrar, og það er hitastig stúlknanna sjálfra! Kjóllinn hér að ofan er eins konar samnefnari fyrir sam- kvæmiskjóla þessa árstíma og voru myndir birtar af honum í tilefni af umtöluðu samstarfi aðalforstjóra Dior-tízkuhallar- innar og eins þekktasta tízku- sérfræðings Dana, Fritz Sims- heuser, sem er betur þekktur undir nafninu „Christian Dior hugmyndirnar. Nú er sem sagt hugmyndin að hefja fram- leiðslu hjá fyrirtæki Simsheus- er á kjólum, með nafni hins þekkta Dior-tízkuhúss og munu hinir nýju tízkukjólar ganga undir nafninu „Christian Lior Scandinavia by Sims“ í sam- ræmi við t. d. „Dior of London og „Dior of New York.“ Reiknað er með, að árang- urinn af nefndu samstarfi komi í Ijós í haust og eru fyrstu kjól arnir væntanlegir í verzlanir á Norðurlöndunum um miðjan september. En kjólarnir eru ekki aldeil- is gefnir, lágmarksverð á kvöldkjólum er talið verða um 3800 ísl. krónur, venjulegir síð degiskjólar munu kosta um 600 krónum minna, dragtir munu kósta um 6000 krónur og kápur varla undir 5500 krón- um. TÍMINN, miðvikudaginn 17. júní 1964 — r 'X' r J 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.