Tíminn - 17.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS 107 Hún gerði hlé á, en bætti síðan við Iðngunarfullum rómi: „Það mundi gleðja mig mjög, ef eigin- maður minn gæti á ævikvöldi sínu notið þess að eiga þátt í þeim miklu umbótum, sem gert er ráð fyrir í fjögurra ára áætlun þeirri, er hann lagði fram fyrir tveimur árum." Clementine veitti athygli við- brögðum fólksins við hinum bitru ádeiluræíðum hans og þeirri harð- neskjulegu baráttu, sem hann barðist, þegar hann ávarpaði fjöldaúttfund á Walthamstow Sta. dium. Þetta var á heimavelli Win- stons — í hans eigin kjördæmi — og samt sem áður byrjuðu óróa- seggir að hrópa hann niður hvað- anæva úr mannþyrpingunni. And- staðan og framíköllin urðu svo gegndarlaus, að hann gat varla lokið ræðu sinni. Tveimur dögum síðar var kastað að þeim flugeldum í Tooting í London. Skeytið hitti hann í and- litið og sprakk örskammt frá þeim. Það var kraftaverk, að þau skyldu ekki meiðast. ' Þjóðin gekk að kjörborðinu 5. júlí. Það var mikill dagur fyrir Winston og Clementine. Þau voiu saman þann dag. Fyrst komu þau á kjörstað í Woodford. Þegar út var komið, lét hún hann setja upp hattinn, þar sem mjög andkalt var. Hann var þreytulegur, en hún brosti enn. Og hún brosti enn, þegar Winston sagði síðar við flokksstarfsmenn- ina á staðnum: „Ástkær eiginkona mín kom mér til hjálpar þar, og hefur átt mikinn og stóran þátt í starfinu.“ Clementine bætti við og sagði við aðstoðarmennina, sem söfnuðust saman í kringum faarin: „Ég er viss um, að bænir ykkar og hjálp verða helgaðar manni mínum.1- Ekki átti að telja atkvæði fyrr en 27! sama mánaðar, svg að unnt yrði að senda og telja* atkvæði herjanna, sem erlendis voru. Á því tímabili var Clementine boðið að koma til Oxford-háskól- ans til að veita þar viðtöku heið- ursdoktorsnafnbót í einkarétti. Halifax lávarður, kanslarinn, kvaddi hana með orðunum: „fylgi- nautur hins ósigrandi Júpíters vors, sú, sem gætti og annaðist hann, á meðan hann annaðist heim, sem riðaði til falls.“ Winston var í för með henni og fékk sérstakt sæti í Sheldonian- leikhúsinu, svo að Clementine gæti strax eftir að henni hefði verið veitt doktorsgráðan, hlýtt fyrirmælum stjórnandans, sem sagði: ,,Veitum henni sama heið- ur og elginmanni hennar, og vís- um henni til hins fasta sætis hennar — við hlið bónda síns.“ Við athöfnina hélt talsmaður há- skólans ræðu, þar sem hann mál- aði sterkum litum „manninn, sem stýrir heimili Churchills.“ „Á meðan hann er önnum kaf- inn við vandamál heimsmálanna, gleymir hann matmálstímum, eða þá að hann kemur alls óvænt til málsverðar, svo að kona hans þarf að vera viðbúin að vega út þann mat, er honum er skammt- aður. Og skyndilega er hann allur á burtu og er þá þotinn á einhverja ráðstefnuna einhvers staðar. Hvað getur exginkonan gert? Annað-1 hvort fer hún með honum eða hún sækir hann til Egyptalands nær dauða en lífi, eða þá að hún geldur liku líkt og leggur leið sína sjálf og án hans til Moskvu. Auk þess er hann eins og eld-1 fjall, dreifir öskunni um öll gólf.“ Það var sjaldan sem henni var veittur slíkur heiður persónulega. í þetta sinn var Winston viðstadd- ur, þegar hún gekk framar hon- um, hvað persónulega viðurkenn- ingu snerti. Hún hefði getað séð sig í Ijóma og dýrð sviðsljósanna, en hún kaus frekar að ganga í skugga hans. Þegar hún var heiðruð, var henni lýst sem eiginkonu sem átti sér engan líka Þegar eiginmaður- inn kom heim frá skrifstofunni, voru vandamálin, sem hann kom með . með sér, vandamál alls heimsins. Þegar hann kom of seint til kvöldverðar eða lét öskuna falla á gólfteppið, var það ef til vill vegna þess, hve hann var þungt hugsi um vandamál þau, er steðjuðu að heiminum. En Clementine fylgdi bónda sínum staðföst og trygg. Heilli ævi hafði hún eytt til að tryggja hon- um dálítinn samastað heimilisfrið- ar og öryggis. Hún sagði eitt sinn: „Heimili á að vera slaður, þar sem ríkir gleði, ánægja og notaleiki, þar sem börn eru alin upp, og þar sem unnt er að njóta friðar og þæginda." Einmitt þannig var það heynili, er hún bjó Winston. Á meðan hann hafði nóg að gera við að fást við heimsvanda- málin og við að stemma stigu við framgangi slíkra illmenna, sem Hitlers, gætti hún þess að hann fengi gott að borða, og hafði þá sönnu staðreynd í huga, að her- fylkin — og allir hermennirnir — ganga fyrir mat. Ásamt henni veittu eftirtaldir menn viðtöku heiðursdoktorsnafn- bót í einkarétti sama dag: Mount- batten aðmíráll, King og Stark, aðmírálar í bandaríska flotanum,1 Spatz flughershöfðingi í banda- ríska flughernum. Cunningham vísigreifi af Hyndhope flotaaðmír- áll, sir James Sommerville aðmír- áll, Creai hershöfðingi í kanadíska hernum, Portal lávarður af Hung- erford flugmarskálkur brezka flug hersins, Dowding lávarður flug- herráðsforingi, sir Ramaswami Mudaljr, formaður indversku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum og herforinginn sir Ma- lik Khizar Hyat Khan Tiwana, for- sætisráðherra Punjab.' Enn var óvíst um úrslit kosning- anna 1945 og Potsdam-ráðstefnan átti að hefjast síðari hluta júlí- mánaðar, svo að þau ákváðu að þiggja boð um stutt frí í höll nokkurri í Frakklandi, sem var í eigu aldraðs iðnrekanda. Höllin var í þriggja mílna fjarlægð frá spönsku landamærunum. Winston I jafnaði sig . þar í návist þeirra ! Clementine og Mary, enda var , honum ekki vanþörf á hvíldinni. En dag nokkurn sagði hann upp úr eins manns hljóði við hádegis- verðarborðið: „Við þurfum bráð- um að halda aftur til LUNDÚNA til að gá, hvort þeir hafi sparkað mér út 1 rennusteininn." Þegar kominn var tími til að halda af stað til Potsdam, þurfti Clementine að fara til Lundúna, svo að hún sendi Mary með Win- ston til Berlín til að líta eftir honum. Jafnvei Stalín var fullviss um, að Winston yrði endurkosinn for- sætisráðherra, enda sló hann því föstu, að þær upplýsingar, sem honum bárust frá kommúnistum og annars staðar frá, væru réttar, og renndu þær stoðurn undir þá trú hans, að Winston mundi a.m.k. áttatíu sæta meirihluta. Winston vildi ekki spá neinu fyrir fram. Hann vildi jafnvel ekki spá neinu um úrslitin fyrir Cle- mentine, þar sem hann sagðist ekki viss um. hvernig herirnir hefðu greítt atkvæði. 25. júlí kom hann heim aftur á Northolt-flug- völlinn. Þau snæddu ein þetta kvöld. Miðstjoin íhaldsfloksins var viss um, að flokkurinn mundi fá hrein- an meirihluta Hið fræga kortaherbergi Win- stons í varnarmálaráðuneytinu, var nú um tíma orðinn sama- staður manna, er háðu pólitíska baráttu. Winston sat í stól for- sætisráðherrans og fylgdist með kosningatölunum, um leið og þær bárust, þar sem þær voru krítað- ar upp á heljarstóra töflu á veggn- um. Að kvöldi dags 26. júlí — úr« slitakvöldið — um það leyti, sem tími var kominn til að ganga til 14 inn. Það hafði verið ófyrirgefan- legt, já, beinlínis ruddalegt að reiðast Tracy af því að hún hafði slett sér fram í einkamál Nans. Hvernig gat hann áfellzt Tracy núna fyrir það, sem hún hafði gert alla tíð — sem sé að rázka með líf annarra manna, bæði í stóru og smáu? Samt hafði hon- um orðið hverft við. Hafði hann verið svo mikið flón að búast við að Tracy hefði eitthvað breytzt hið innra þó að andlitið væri öðru vísi en áður? Að hún hefði fengið nýja eiginleika jafnhliða nýju út- liti? Auðvitað ekki. Hún hafði enn skemmtun í að kippa í þræðina, sem stjórnuðu lífi ann- arra og hún hafði alltaf átt sér- lega auðvelda bráð þar sem Nan var annars vegar. Samt var ekki að vita, hvort það sem gerðist fyrir fjórum árum var gert af beinni mannvonzku eða hreinu og kláru hugsunarleysi. Nan var að sjálfsögðu ekki í neinum vafa og það ásamt ýmsu öðru hafði fyllt Nan heift í garð Tracy, svo að ekkert fékk því breytt. Auk þess tilbað hún Mark á auðmjúkan og gagnrýníslausan hátt. Og núna þeg ar hún hafði minnt á að hún var undir vilja móður sinnar í einu og öllu mundi vekja allar gömlu tilfinningar hennar, sem hún hafði reynt að dylja fyrr um kvöld Samt sem áður átti ég ekki að tala svona hrottalega við Tracy, hugsaði hann. Hún hlýtur að vera dauðuppgefin og ráðþrota og hrædd. Þessi dagur hefur ekki ver ið áreynslulaus fyrir hana. Ég hefði átt að vera vingjarnlegri. Ég vona bara að hún sé of þreytt til að brjóta heilann meira um þetta áður en hún sofnar En Tracy var ekki syfjuð. Loks- ins var þessi dagur á enda, hugs- aði hún og hallaði sér út í glugg- ann og teygaði f°rskt loftið. Tungl ið var á lofti og kastaði birtu yfir rústirnar í fjarska. Ugla vældi í tré, þorpið fyrir handan var í svefni. Þetta var Avebury, hér var Pilagrims Barn, þar sem hún hafði búið mest alla ævi sína. Þetta var ekki lengur nafn án þýðingar heldur staðir sem voru hér umhverfis hana. Hún hlaut að muna eftir þeim! Nokkrar sekúnd ur barðist viljinn örvænting- arfullri baráttu við tómið í heil- anum, en hún gafst upp örmagna. Hún vissi þetta var þýðingarlaust og hættulegt. Doktor Brodie hafði varað hana mjög eindregið við gera tilraun til að þvinga sig til að muna. Hún gekk frá glugganum, stillti sér upp á miðju gólfinu, leit í kringum sig og reyndi af öllum kröftum að vera róleg. Hún var í svefnherbergi á Pilgrims Barn og það hlutu að vera hér ýmsir munir sem gátu vakið einhverjar minningar hjá henni, eða minnsta kosti gefið henni bend- ingu um að hún væri komin heim. Á litla skrifborðinu og á arin- hillunni stóðu nokkrar myndir. Hún tók þær, settist á rúmið og kveilcti á náttborðslampanum og virti fyrir sér myndirnar. Það fyrsta sem hún leit á var mynd af ungum manni. Hann var 1 hvítri skyrtu og bindislaus og hafði slengt jakkanum yfir öxl sér. Þetta var Mark — hún vissi það strax af lýsingu Bretts. Hann var ólíkur Brett hárið ljóst, and- litsfallið allt annað og pétursspor í hökunni. Tracy fannst hún einkennilega móð, en hún neyddi sig til að virða fyrir sér myndina af þessum óþekkta manni — sem var eigin- maður hennar. Með vilja tók hún skref frá sjálfri sér. Þessa stund- ina var hún ekkí Tracy Sheldon, hún var ekki heldur Tracy Bertr am, en það hafði hún heitið fyrir giftinguna. Hún var ókunnug kona sem skoðaði mynd af ókunn ugum manni og reyndi að skynja, hvort hann væri sú manngerð, sem hún gæti orðið hrifin af, án þess að þekkja hann. Doktor Brod ie sagði henni það yrði hægur vandi. Hugboðið mundi ætíð beina henni á rétta brautir. En hugboð- ið virtist ekki sérlega öruggt. Hún hafði ekki minnsta grun um, hvort hún hefði kosið sér þennan mann að eiginmanni ef henni hefði gef- izt tækifæri til þess öðru sinni . . . Jæja, hún varð að hugleiða það nánar seinna. Næsta mynd. Það var mynd af tveimur manneskj- um. Sama unga manninum, nú var hann klæddur í kjólföt og með nelliku í hnappagatinu. Við hlið hans stóð hvítklædd brúður með slör sem flaksaðist aðeins í októ- bergolunni . . . Tracy lokaði fast augunum og skyndilega fannst henni herbergið snarsnúast. Hún hafði ekki kjark til að skoða þessa mynd, samt varð hún að gera það. Hún gat ekki neitað að mæta sjálfri sér eins og hún hafði verið áður. Hún setti myndina á borðið undir lampann. Konan var miklu lægri en hinn hávaxni eiginmað- ur hennar, það var rétt hún náði honum í öxl. Lítil gyllt kóróna sat á uppsettu hárinu, sem var miklu þykkara og síðara en hár- ið á henni var núna. Andlitið var glaðlegt. Augun eilítið skásett, kinnarnar ávalar. Hún þurfti ekki annað en líta til hliðar, þá sá hún sig í speglinum. Hvernig gátu þessi tvö andlit tilheyrt einni og sömu manneskju? Andlitið sem hún haíði núna var allt öðruvísi, nefið beint, drættirnir skarpari. Það var ekkert sem kom heim og saman, nema ef til vill hárið og þó fannst henni það vaxa á annan hátt. Það var ekkert við þetta andlit sem kveikti minnstu glætu hjá henni. Og mikið skelfing var hún dauf og leiðinleg konan í speglinum miðað við ungu lífs- glöðu stúlkuna á myndinni! Hún horfði á hinar tvær mynd- irnar. En það gilti einu hversu lengi hún horfði, hún fann aðeins sekúndubrot til örlítils æsings. Það var þegar hún skoðaði mynd- ina af bræðrunum saman. Mark skipti hana engu máli, en Brett aftur á móti . . . Hún horfði Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðing'ana. Bragðtegundir: — Súkkulaði. karamellu. vanillu og jarðarberja. 14 T í M I N M miðvikudaaur 17. iúní 19M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.