Vísir - 15.05.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 15.05.1950, Blaðsíða 4
3 ' I S I B Mánudaginn 15. maí 1950 D A G B L A Ð Otgefandi: BLAÐ A0TGÁF.AN VISIR H/F Ritstjórar: Rristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austirrstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur)’. Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan K.f, Aminning og anðmýking. Miðurstöðutölur fjárlaganna, eins og þau voru endanlega afgreidd, eru á þá lund, að tekjur eru áætlaðar kr. 298.3 millj., en gjöldin 262,1 millj. A sjóðsyfirliti eru- gjöld- in áætluð 298,6 millj., en innborganirnar kr.*300,8 millj., en samkvæmt því er greiðslujöfnuðurinn hagstæður um 2.3 millj. kr. Tölurnar einar og út af fyrir sig, hnéyksla ekki pappírinn, sem þær eru prentaðar á, en ef skyggnst er lítið eitt inn i veruleikan sjálfan og staðreyndir athug- aðar, verður allt annað uppi á teningnum. öllum áætlunum fjárlagafrumvarpsins má líkja við spilaborg, sem getur hrunið við kuldagjóst veruleikans, og það gera þær vafa- laust, ef sildin bregst, eins og gerzt hefur fimm síðustu ár. Efnahagsstarfsemi þjóðarinnar er komin í algjört öng- þveiti. Almenningur hefur lifað um efni fram, og þjóðar- heildin hefur eytt meiru en aflað hefur verið. Svo ömur- legt er ástandið í gjaldeyrismálunum, að viðskiptasanm- ingar hafa strandað á því síðustu dagana, að safnazt hafa upp vanskilaskuldir, sem ekki hefur reynzt unnt að greiða og ei heldur hefur verið unnt að sýna fram á líkindi til að staðið yrði í skilum að því er varðar vörukaup. Samkvæmt tilkynningu frá ríkisstjórninni skuldum við Dönum eitthvað á aðra milljón, fyrir húðaða ösku- hakka og útskorin husgögn væntanlega, sem Islending- ar hafa lceypt, þótt þessir munir beri elcki vott um það bezta, sem dariskur iðnaður er fær um að framleiða. Slík hönnungarviðsldpti hafa myndað þá vanskilaskuld, sem nú bera að sjálfsögðu að greiða. Kröfur dönsku samn- inganefndarinnar eru fyllilega réttmætar, þannig að þær þurfa engan að hneykslu. Ilinsvegar ættu þær að vekja jjjóðina, — en þó einkum gjaldeyrisyfirvöldin, — til hugs- unar um, hvort viðskiptin við Danmörku séu öll þcss virði, að erlendum gjaldeyri sé fórnað fyrir þau, sem og Iivort við íslendingar eigum eklci að taka upp þá manna- siði að lifa ekki um efni fram, en kaupa þær einar vörur til landsins, scm unnt er að greiða samstundis, en láta lán- uð lífsgæði sitja á hakanum, þar til hagstæður viðskipta- . öfnuður gerir þjóðinni kleift að afla sér annars en hrýn- ustu nauðsynja. Með tvennu móti er unnt að rétta við þjóðarhaginn. Annarsvegar verður jjjóðin að spara, og á Alþingi og valdamenn að ganga þar á undan með góðum fordæmum, en hinsvegar verður að leggja allt kapp á að örva útflutningsframleiðsluna, þannig að útflutningsverð- mætin svari til innflutningsþarfanna. Skera verður niður allan óþarfan innflutning og alla gjaldeyriseyðslu, sem ó- Jjarfa má telja, en í því felst að sjálfsögðu ekki að þjóðin eigi að einangra sig með öllu. Fjárlögin, sem nú liafa vcrið afgreidd, bera ekki vott um sparnað, enda eru þau að tölunum til, hæstu fjárlög sem samþykkt hafa verið til þcssa. I því sambandi ber þess Þó að gæta, að krónur.fjárlaganna cru stýfðar krónur og minna virði en þær óverulegu krónur, scm þjóðin hand- lék í fyrra. Verkefni núverandi ríkisstjórnar verður óhjá- cvæmilcga að lækka litgjaldaliði fjárlaganna mjög fyrir næsta ár, en það þýðir að taka verður upp sparnað á ölíum sviðum. Lífskjör almennings þrengjast eitthvað um stund, meðan jafnvægi er að nást í viðskiptunum, en þar við er :>Ó að athuga, að löggjafinn og ríkisvaldið getur létt slíkar byrðar stórlega með því að aflétta slcöttum og tollum eða draga verulega úr þeirn, þannig að almenningur þurfi ckki nð bera sömu byrðar og áður, þrátt fyrir versnandi fjár- öag og greiðslugetu. Jafnframt verður að hvetja þjóðina fil fjársöfnunar með sparnaði, en það verður ekki gert, nema með skattafríðindum almennt og því að vekja traust ú þeim gjaldeyri sem við höfum handa á milli, þannig, að enginn þurfi að óttast að allt sparað fé verði tekið til -opinberra þarfa, eða gert einskisvirði með stöðugum geng- islækkunum. Vfst er svo, að hægar cr að kenna hcilræðin en halda þau, og erfitt er að taka upp nýja siði, en það .verðum við þó að gera. Fegrun og skreyting bygginga. ___ J ræðu þeirri, er menntamála- rá'öherra Björn Ólafsson flutti viö opnun listamanna- ]>ingsjns fvrir nokkru síöan, gat hann m. a. um nauösyn bess, og talcli eöliiegt, aö lista- mönnuní ökkar vröu gefin rýmri tækifæri til þess aö fá verkefni i skreytingu opinberra bygginga meö listaverkum. Benti ráöherrann á venjur sumra annarra þjóða í þessum efnum, þar sem jafnvel væri á- skiliÖ með fjárveitingu til op- inberra bygginga, aö ákveöinn hlj.iti kostnaðar skvldi ætlaöur til listaverka og veggskreyt- inga. 11 ér hjá okkur hefir veriö harla lítið hugsað um þessa hliö málsins., þegar hinar meiriháttar bvggingar hafa ris- iö af grunni. Þær eru aö vísu ekki margar aö tölu, nc heldur hitt. aö erföavenjur hafi náö aö skapast, þann tiltölulega stutta tíma sem liðinn er frá þvi viö fórutn að hafa efni á því að reisa okkur hús, sem að ein- hverju levti nálgast mælikvaröa umheimsins. En siöustu tvo áratugina höf- um viö þó eignast þær bygging- ar, 'bæðf hér í Reykjavík sem úti um landiö, er gefiö hafa íullkomiö tilefni til þess að láta listamenn okkar fá verk- efni til innanhúss skreytinga. >]í Pin sú bygging í Revkjavík,. sem telja mætti sérstaklega hæfa fyrir listaverk i göngum og salarkynnum, er Háskóla- bvggingin. Eru þar ýntsir vegg- fletir, sem bíöa eftir snilligáfu myndlistamanna, og mundi síö- ur en svo hafa truílandi áhrif á hinn virðulega heildarstil þessa musteris menntanna. En vissulega fylgir því mikill vandi að velja hiö rétta. því margir eru kallaöir en fáir út- valdir, hér eins og annarsstaö- ar. Fíeiri byggingar mætti benda á, skóla, kirkjur og sjúkrahús. Ennfremur hin stærri verzlun- arluis í bænuin og samkomu- hús. Af hinum siöast nefndu hafa tvö kvikmyndahús, Nýja bíó og Austurbæjarbíó, gefiö listamönnum verkefni viö skreytingu forsala, aö ógleymdu Þjóöleikhúsinu, sem er nýjast aí nálinni. ©ú grein listanna, sem náö héfir til ílestra öpinberra bygginga, er 'málaralistin. Sennilega er þaö ekki komiö til af góðu, heldur hinu, aö þjóöin hefir ekki eignast neinn ákveð- inn stáö f-yrir listaverk sin, og því dreift þeim hingaö og þang- að til skóla og í skrifstöfuher- bergi ríkisstofnana. Ilefir þann- ig listasafn ríkisins á ó.venju- legan hátt náð til alls almenn- ings, þrátt fyrir skort á.alls- herjar samastaö, sem vonir standa til að uppkomist áöur langt líður. * JJkki er nokkur vafi á því, að augu manna eru æ meir aö opnast fyrir því, sem nauösyn- legt er til þess aö gera umhverf- iö ánægjulegra og listrænna. Er þar m. a. augljóst dæmi öll auk- in íegurðarþrá og hiröa um húsalóöir og garöa á seinni ár- um. Nokkuð er einnig fariö aö l>era á því, að listaverk séu gef- in til skrevtinga í opinberar byggingar og þá fíelzt i minningar eöa heiöursskym. Allmikill vandi fylgir þvi að veita slikum gjöfum .móttöku oft á tíðum. ,og er þar einnig fengin reynsla ánnarra þjóða. Bæöi kemur til greina list- rænt gildi gjaíárinnar, svo og staðarval innan veggja þeirra bygginga, sem listaverkiö hefir veriö ánafnaö. piestir hafa leyst vandann með því, aö nefnd listfróöra manna hefir veriö faliö aö taka ákvöröun um.listaverk og vegg- skrevtingar i opinberum bygg- ingum, — hvaö upp skuli hengt eöa sett á íótstall, og þá eink- um hvar í byggingum. Nú hittist' svo. á. að slíkur aö- ili er lögum samkvæmt til, einnig hér hjá okkur, þótt lítiö hafi boriö á honum i þessum sérstöku efniun. Er þaö mennta- málaráðiö, en í lögum um þaö, er því jafnframt lasft á lierðar aö velja og ákveöa listaverkum stáö í opinberum byggingum, og ber aö leita samþykkis ráðs- ins. Má búast viö því aö sá tírni sé koniinn, eða þá á næstu grös- um, aö þau störf menntamála- ráös færist í aukana. A. m. k. er vonandi að þeir fái nægilegt aö gera sem listdómendur um skreytingar í sem flestar opin- berar byggingar. Aðaldyrnar í Aruarhváli. JJíkaröur Jónsson myndhöggv- ari geröi á sínum tíma aðal- dyrnar í Arnarhváli, þá er hér birtist mynd af. Hugmynd1 formsins er aö nokkru tekin; eftir hinni frægu Valþjófsstaða- hurð, en myndskuröurinn sýnir landnám Ingólt's, þegar hann varpar súlum fyrir borö, og nemur siðar land í Reykjavík. Þessi hurö er eitt fyrsta verkefniö, sem íslenzkum lista- manni var gefiö i beinu sam- bandi yið. skreytingu opinben- ar byggingar hér í bænum. Hurð þessi er hin merkileg- asta listsmiöi, en hefir undan- farin ár veriö í mestu vanhiröu, og einhvernvegin glevmst aö halda henni frá skemmdum einsy og skyldi. Ber nauösvn til þess1 aö hressa hana viö, og- sýna fullan sóma. Er íorráðamönn- um Arnarhváls vinsamlega bent á þetta, að gefnu tilefni. Fram-Víkingur 6:1. Á laugardaginn fór fram fjórði leikur Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu og vann Fram Víking með 6 mörkum gegn einu. Staöan í mótinu er sú að’ Fram og K.R. hafa bæði 4 stig en Valur og Víkingur ekkert. K.R. hefir skorað 9 mörk en fengið eitt. Fram hefir sett 7 og fengið eitt. Víkingur hefir skorað 2 en fengið 11 og Valur hefir ekk- ert mark skorað en fengið 5 mörk. Næsti leikur mótsins verð ur á laugardaginn kemur og keppa þá Fram og K.R. ðaldyrnar í Arnarhváli. Skógarmenn hefja sumar- starfið. Skógarmenn K.F.U.M. hefja sumarstarf sitt í Vatna- skógi 9. júní n. k. Eins og kunnugt er gefst grengjum og unglingtun kostur á að dvelja í sum- arbúðunum í sumarleyfinu, hvort heldur er eina eða fleiri vikur í senn. Ákveðið ltefir verið að alls 9 flokkar dvelji í Vatnaskógi í sumar á tima- bilinu frá 9. júní til 18. ágúst. Gefin hefir verið út sérstök skrá yfir dvalarflokkana, mcð ýmsum upplýsingum um starfið. Er hún prýdd mörguni myndum úr sumar- búðunum. Síðastliðið sumar tókust samningar um friðun Vatna- slcógar. Með þeim liefir K.F. U.M. fengið fullan umráða- rétt yfir skóginum og munu Skógannenn liefja gi’óður- setningu nýgræðings nú á þessu vöri. Skógrækt rikisins mun láta girða skóginn og eru horfur á að þvi verki verði lokið fvrir livítasunnu. Þrjátíu manna hópur Skógarmanna mun fara til Danmerkur og Svíþjóðar á þessu sumri. Tóku þeir boði F.D.F.-drengja i Kaupm.h. og sænskra K.F.U.M.-skáta, er voru hér sumarið 1918 sem geslir Skógarmanna. — Fyrirliugað er að hópurinn fari mcð Gullfossi lunum nýja 3. júní n. k. Ilefir undir- búningur ferðarinnar slaðlð nú um skeið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.