Vísir - 08.01.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 08.01.1955, Blaðsíða 7
jLsugardagiun 8. janúar 1955 VÍSIE ■ar Gleraugnaverzlunin OPTIK LA.KJAR TORC i er flutt úr Lækjargotu 8 í Hafnarstræti 18 (beint á móti Helga Magnússyni & Co.) það var málrómur Michaels. Og merki Courtenay’s, sem eg fann þar á staðnum, var aðeins til að villa sýn. ÞaS var auðvelt að komast yfir slík merki. — En hver er ástæðan? Hver er ástæðan? Francis yppti öxlum: — Roger treysti honum aldrei vei. John hugsaði sig um andartak, en sagði síðan: — Eg held eg viti nú, hver ástæðan er. Hann kallaði mig til sín og vildi fá mig til að kvænast Elizabetu prinsessu og gerast. síðan kon- ungur. En eg vildi ekkert við þetta eiga. Frncis barði hnefanum í borðið: — Var Roger með yður? — Já, eg krafðist þess, að hann væri viðstaddur samtal okkar.. En við sórum báðir að þegja yfir þessu. — Sérðu! Hvaða Ráðsmaður metur svardaga? Gröfin ein geym- ir leyndarmál, engu öðru er óhætt að treysta. Otterbridge hefði verið tekinn af lífi, ef þér hefðuð sagt frá þessu. Hann hefir aldrei getað sofið væran blund síðan hann opinberaði ykkur þessa fyi’irtætlun sína. Hvers vegna sögðuð þér frá þessu? — Við höfðum lofað því, að. segja ekki frá því. En nú er eg ekki bundinn neinni þagnarskyldu lengur. — Lávarður minn, sagði Blackett og var nú ákveðinn. — Það var rangt af yður að segja okkur ekki frá þessu, en eg get skilið afstöðu yðar, þótt um hitt megi deila, hvort hún var rétt eða ekki. Þar eð við vissum ekki hið rétta í málinu, vorum við að reyna að vernda yður fyrir Courtenay lávarði og sendiherr- anum á Spáni, sem vissulega höfðu horn í síðu yðar, þótt þeir væru ekki eins harðsnúnir mótstöðumenn yðar og Otterbridge lávarður. Francis hefir á réttu að standa. Með því að taka Roger af lífi og koma yður annaðhvort í gálgann eða í fangelsi, var h.ann óhultur. — En það var hann, sem lét mér í'té hugmyndina um að flýja. — Það var hyggilega gert. Þá átti hann' ykkur bræður að, ef uppreistarmenn sigruðu. Nú fóru þeir allir þrír að ræða málið sín á milli. — Hver stóð á bak við áreksturinn við menn Courtenays .... Enginn! Það var aðeins tilviijun. Otterbridge lávarðiir mundi -aldrei nota svo klaufalega aðferð. -r- En hver sendi nafnlausu bréfin til Ráðsins? — Auðvitað Otterbridge lávarður. Hann hefir fengið upplýs- ingamar hjá herra William. — Hann hefir bannað yður að fara frá London tii þess eins að geta fylgzt betur með því, hvað þér takið yður fyrir hendur. — Hvers vegna reyndi hann ekki að eitra fyrir yður? — Það er ekki víst, að eldasveinninn hafi v-iljáð Ijá sig til slíkra verka. Ennþá er þó til ofurlítill heiðarleiki í heiminum. í öðru lagi er sterkur þefur af öllu eitri og þess vegna er erfitt að nota það til að ryðja fjandmanni úr vegi. Það yrði löng yfirheyrsla — of strÖng til þess, að Otterbridge vilji eiga það á hættu..... ' i — Það var auðveldara að fella yður á því, sem kalla mætti föðurlandssvik. Þá gat hann látið drottninguna vinna verkið fyrir sig.... — En hvenig stóð á náðuninni? Þar hefir Renard ef til vill staðið' á bak við. Að minnsta. kosti alls ekki Otterbridge lá- varður .... —• Ottterbridge olli aftöku Rogers. Það er jafnvíst og að eg drap William. Eg fer á fund drottningarinnar og kem upp um hann. — Nei, lávarður minn, Það gerið þér ekki, sagði herra Blackett og setti upp lögspekingssvip. — Þér hafið verið rægð- ur við drottninguna. Þér getið ekki búizt við því, að hún hlusti á yður, og allra sízt, ef þér komið með ákæru á Ráðsmann, sem nýtur slíkrar virðingar sem Otterbridge nýtur. Það er tilgangs- laust að reyna að leita hjálpar, þar sem hún er. — Hvað eigum við þá að gera? — Rekum hann í gegn með rýtingi og hefnum Rogers á þann hátt, sagði Francis. „ — Svei attan, hei’ra Killigrew! Þetta er blindur maður. — Hvers vegna á blindur morðingi að fá að leika lausum hala? — Francis hefir mikið til síns máls, herra Blackett. Við látum okkur ekki detta í hug, að hann láti staðar numið við eitt morð. Hann hefir gert mig' að skotmark. Hvers vegna ætti eg að hlífa honum. -—■ Þetta er blindur maður, endurtók einkaritarinn. Fancis reiddist og hreytti út úr sér: — Þér eruð of penpíu- yVWVVWVVWVUVWJVVWÍVlAWUIAVVWVWVVUVtfWVrtVW Lóðanefnd ríkisins Kópavogshreppi óskar eftir skrifstofuherbergi í Kókpavogi, sem næst Hafnarfjarðarvegi. Tilboð sendist formanni nefndarinnar, Hannesi Jónssyni, Álfhólsvegi 30, Kópavogi, Uppl. i sima 6092. Lóðanefnd ríkisins, Kópavogshreppi. Á kvðidvokumri. Paul van Zeeland, hinn belgiski, átti nýlega tal við góð- an kunningja sinn, sem var í sendiráði Breta í Belgíu. Bret- inn ætlaði að stríða honum og sagði: „Eg hefi alltaí undrast þáð, að Belgía, sem hefur svona lítinn flota skuli leyfa sér það óhóf að hafa svona stórt flota- málaráðuneyti." „Á, er það?“ svaraði van Zee- land. „Ekki er það furðulegra. en hið geysi mikla matvæla- ráðuneyti Breta.“ Maður nokkur kom skjálf- andi og timbraðúr inn í veit- ingahúsið. Þjónninn kom á móti honum og sagði: „Þér verðið að afsaka, en mér varð það á að reikna yður einu glasi of lítið í gærkveldi.“ „Það hlaut að vei-a,“ mælti sá timbraði, „fyrsti lögreglu- þjónninn, sem ég hitti á heim- leiðinni, sagði, að eg hefði feng- ið einu glasi of mikið.“ Eftir að lokið var við a<$ gera filmuna um H. C. Ander- sen hafði Sam Godwyn engan frið fyrir höfundum, sem buðu fram hugmyndir sínar fyrir stórar kvikmyndir. Einn höf- undur gat troðið sér inn til kvikmyndajöfursins og hóf þeg ar stanzlausa ræðu. „Eg hefí fengið sjaldgæfa hugmynd fyr- ir kvikmynd. Hann og hún. Hann heldur framhjá henni og hún heldur fram hjá honum. Það er ekið yfir barnið þeirra. og á banabeði þess sættust þau.“ „Kæri ungi maður“, sagði kvikmyndakóngurinn, „þessi hugmynd er gatslitin. Það hafa verið gerðar þúsundir kvik- myndir um þetta efni“. „Það veit ég vel, sagði höf- undurinn. „En mín hugmynd er samt spónný. Hún er nýtízku hugmynd. Kvikmyndin á að gerast á Saturnusi!1* Þegar ýmis skjöl Henry Fords voru skoðuð eftir lát hans, fannst m. a. þessi klausa eftir hann sjálfan: „Dearborn Independent11 flutti grein með fyrirsögninni: Hvað getum við gert fyrir hið þjáða mannkyn? Daginn eftir kom svohljóðandi svar í öðru blaði: Bætið nokkr- um blöðum í fjaðrirnar á bílum yðar, herra Ford.“ TARZAIM C & Sumufké Cyprxltól15dt»nIlloeBorMustts,Xnc.—Tid.Rpb U.S.Vat. OO- Distr. by Unittíd Feature Byndicate, Inc. Hvíta stúlkan hafði lagzt til svefns, en Tarzan stóð vörð á meðan. ( Þegar hún vaknaði af værum blundi, sá hún Tarzan standa þar skammt frá. Tarzan mælti: „Þér gætuð e. t. v. ' sagt m,ér, hver þér eruð og hvaðan þér komið.“ Stúlkan strauk hendinni um augun og var hugsa. Svo sagði hún: „Það var hræðilegt.11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.