Morgunblaðið - 24.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1930, Blaðsíða 3
MOP.GUNBLAÐIÐ o Erlendar símfregnir. Flugbátarnir ensku koma. Plymouth: Tveir þriggja mótora flugbátar lögðu af stað frá Mounatbatten-flugstöðinni á sunnudag áleiðis til íslands, þar eð veðurhorfur höfðu batnað. Flugbátarnir lentu í Stornoway til þess að bæta á sig bensí'ni seinni hluta dags; halda áfram þaðan seinni hluta dags í dag til Færeyja; taka þar bensín, ■og halda svo áfram fluginu til Reykjavíkur, eftir skamma við- dvöl. Veðrið (mánudag kl. 5): Loft- þrýsting er nó orðin lægst um hafið milli íslands og Noregs, en tiltölulega há yfir Grænlandi. — Veldnr það norðlægum loftstranm- nm um Grænlandshafið og mikinn hluta af N-Atlantshafinu. Hjer á landi hefir skift um veð- ur, svo að nú er þurt og bjart •orðið sunnan lands, en þokuloft «g stild á NA-landi. Undanfarnar 5 vikur hafa lægðir lagt leið sína norður eftir Grænlandshafi og valdið þrálátri S-átt og votviðrum um S og V-land, en hitum og þurkum fyrir norðan og austan. Veðurútlit í Rvík í dag: N- læg- ur kaldi. Ljettskýjað. Læknavcrður á Þingvallavegun- um. Athygli fólks skal vakin á auglýsingu frá Ökuskrifstofunni, um læknavörð á Þingvallavegunum 24.—29. jiiní. Bf slys skyldi verða á vegunum, má nokkumveginn reikna út livar sjúkrabifreið er á hverjum tíma. Sigurður Skagfield söngvari kom heim með Brúarfossi í gær. — I vetur stundaði hann söngnám hjá ufbragðs söngkennara í Berlín nm tveggja mánaða skeið og segir hann að rödd sín hafi stórum fegr- ast við það. Seinna söng hann í ■Óperunni „Hollendingurinn fljúg- andi‘ (Eirík) í Hannover og fekk þar ágætar viðtökur. Næsta vetur «r hann ráðinn til að syngja í Hannovek, Rostoek, Chemnitz og fíeiri borgum í Þýskalandi. Sig- urður ætlar að syngja opinberlega í Nýja Bíó kl. 3 á sunnudaginn. Rrlendu skipin sem hingað koma VCgna Alþingishátíðarinnar ern væntanleg í dag og á morgun. Etíska heísldpið Rodney kemur kl, 12 á hádegi í dag. — Polonia kem- ur beint frá Ameríku á morgun. M'eteor frá Noregi annað kvöld. Á fimtudagsmorguri kemur Stella Polaris. Morgunblaðið er 6 síður í dag Skipakomur. Hvaðanæfa stre*yma nú gestir hingað til bæjarins. Með Gullfossi í fyrradag komu að norð- án um 350 farþegar. Brúarfoss kom í gær frá útlöndum og Aust- fjörðum, með um 150 farþega. — Lagarfoss um sama leyti einnig frá útlöndum og Austfjörðum með um 30—40 manns. Goðafoss kom frá Vestfjörðum í gærkvöld með 200— 300 manns. Lyra ltom frá Noregi í gærmorgun með liðlega 70 manns Á sunnudag kom Dr. Ale'xandrine úr hraðferð frá Höfn, með á annað hundrað farþega og Botnia frá Englandi með um 100 farþega. — Auk þessa kom Nova i fyrradag og Esja í gær með fjölda farþega. Gullfoss fór um hæl aftur á sunnu dag til ísafjarðar til þess að sækja farþega a. m. k. um 170 manns. Silfurbrúðkaup eiga í dag Guð- mundur Gestsson, dyravörður Mentaskólans og kona hans Vil- borg Jónsdóttir. Bátar verða við steinbryggjuna kl. 9 í kvöld handa gestum þeim, sem boðnir eru um borð í franska herskipið „Suffren." Togaramir Brag'i, Karlsefni, Max Pemberton komu af veiðum í gær. Andri kom frá Austfjörðum í gær. Frá höfninni. Suðurland kom frá Breiðafirði í fyrradag. Olíu- skipið Britisli Pluek fór í gær. Kolaskipið Muninn kom í gær með farm til Kol og Salt. Tveir norskir selveiðarar komu í gær. Knattspymumót íslands. Mótið hófst á sunnudag me' ðskrúðgöngu knattspyrnumanna frá Alþingis- húsinu. Á leiðinni suður á völl var staðnæmst í ldrkjugarðinum og lagður blómsveigur á leiði ölafs sál. Rosenkranz og Egils sál. Jac- obsen kaupm. Formaður knatt- spyrnuráðsins Erlendur Pjetursson talaði nokkur orð við bæði leiðin og þegar út á völl var komið setti hann mótið með hvatningarræðu til íþróttamanna. Síðan hófst kapp leikur milli Vals og Víkings og fór hann á þá leið að Valur sigraði Víking me'ð 5:0. í gærkvöldi keptu Ve’stmannaey- ingar við K. R. og fóru leikar svo að K. R. sigraði með 4:2. Síðan var mótinu frestað til mánudags. Á Landsspítalanum voru miklar annir í gærdag. Verður ekki noklc- ur leið að ganga frá lista yfir Vestur-físlendinga þá, sem með Montcalm komu, fyr en í dag, og mun hann að öllu forfallalausu verða birtur í blaðinu á morgun. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Vala Ragnars og Halldór Sigurbjörnsson, Ási. Söfnin. Þjóðminjasafnið er nátt- úrugripasafnið verða opin daglega frá kl. 1—3 fram til 1. júlí, vegna Alþingishátíðarinnar. Merki Skaftfellinga (fáninn) á þjóðhátíðinni á Þingvöllum er tákn mynd: Baugur með exi innan í, og verður nánari skýring gefin af merkinu síðar. Merkið hefir gert Jón listmálari Þorleifsson frá Hól- um í Austur-Skaftafellssýslu í sam- ráði við Gísla sýslumann Sveinsson í Vík. Fyrir alveg sjersitök óhöpp og misskilning tókst svo illa til, að engin var við í herberginu í Iðn- skólanum í gær fyr en kl. 5 til þess að taka á móti því sem sent var þangað til veitinganna í kvennatjaldinu. — Eru allar þær góðu konur, sem sendu þangað með kökur beðnar mikillega afsökunar á þessu. í dag verður tekið á móti og væri það vel gert ef konur þrátt fyrir annríkið, sem nú er hjá öllum gæti komið því við að senda þangað einhvern tíma milli 1—6. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni, Þorbjörg Björns- dóttir frá Hámundarstððum í Vopnafirði og Ólafur Fr. Jóliann- dsson sjóm., Grettisgötu 20 c. Tialdnúmer fyrir Norðmýlinga og Seyðr firðinga verða afhent á Hó- tel ísland kl. 4—5 í dag. Arnalds. Embættisprófi í læknisfræði hafa nýlega lokið Gísli Petersen með 1. einlt. 1682/3 stig og Ásbjörn Ste- fánsson II. eink. betri, 134% st. Vestur-fslendingar, sem vilja fá tjöld á Þingvöllum yfir liátíðis- dagana komi á Elliheimilið (nýja) 1 dag. Farmiðar til Þingvalla, fyrir þá sem leigja tjöld, verða seldir þar á sama t.íma. Síra Jón Sveinsson (Nonni) kom hingað með Brúarfossi í gær. Er nú langt síðan að hann hefir litið ættjörð sína, en þó talar hann is- lensku enn furðanlega vel. Fimleikaflokkur K. A. (stúlkn- anna frá Akureyri) hafði sýningu í Iðnó í gærkvöld. Var það leiðin- legt hvað sýningin var illa sótt, því að stúlkurnar eru vel æfðar og söngdansar þeirra ljómandi fallegir og skemtilegir. Alþingismenn verða fluttir til Þingvalla annað kvöld (sjá augl.) Sparisjóðsbækur Útvegsbankans hinar nýju, sem getið e'r um í grein um bankann í Hátíðarblaði Morgunblaðsins, komu ekki svo snemma sem ráð var fyrir gert, og koma ekki fyr en í öndverð- um næsta mánuði. BúSum vérður e'kki lokað fyr en kl. 11 í kvöld. Á morgun verður lokað kl. 4. Ejnar Foss Bergström ritstjóri við ,Svenska Dagbladet* í Stokk- hólmi, kom hingað í gær. Hann var hjer um tíma í fyrra sumar. — Hann hefir síðan ritað margar greinar í sænsk blöð um íslands- mál. Hann er maður óvenjulega glöggskygn, og hafa íslendingar gagn af að kynna sjer hvernig „gestsauga“ hans hefir litið á það sem hjer er að sjá. Hann liefir nýlega gefið út bók sem heitir „Island i Stöpsleven“, og er hún komin í bókaverslanir. Bókarinnar verður nánar getið síðar. Akstur til Þingvalla. Morgunbl. frjetti í gær, að sú saga ge'ngi um bæinn, að undirbúningsnefnd Al- þingishátíðarinnar ætlaði að tak- marka notkun þeirra bifreiða við Þingvallaakstur, sem einstakir menn hafa umráð yfir. Er fram- kvæmdastjóri hátíðamefndarinnar var spurður að þessxi í gærkvöldi, sagði hann að þetta væri hinn mesti misskilningur, undirbúnings- nefndinni væri það þvert á móti hið mesta áhugamál, að allir bílar sem á annað borð væru til taks, notuðust sem best við fólksflutn- ingana til Þingvalla. Okuskrifstof- an hefir samkv. reglugerð það skipulag, að venjulegir fólksflutn- ingsbílar fara 4 ferðir á dag til Þingvalla, en kassabílar 3 ferðir. En ef bifreiðastöðvarnar hafa fleiri bílstjórum á að skipa, en einum á hvem bíl, þá geta þær haft bil- ana á fe'rðinni alla nóttina. Björn Ólafsson hefir skýrt Mbl. frá. að einkabifreiðar megi aka á þeim tímum sem hjer segir: Frá Rvík: kl. 7—9 árd., kl. 1—2, kl. 6—7 og frá kl. 10—12 á miðnætti. Frá Þingvöllum: kl. 9—10 árdegis, kl. 3—4 e. h. og kl. 10—11 e'. h. og alla nóttina. Engir bílar mega aka gdgnum Almannagjá á daginn frá því að morgni þess 25. júní, nema hvað vörubílar mega aka með vör- ur milli kl. 12 á miðnætti til ld. 6 að morgni. Allir þeir, sem aka -G AlþÍMÍsmenn verða fluttir til Þingvalla á miðvikudagskvöld kl. 9 frá Hótel Borg og verða að koma þangaðí þeim töskum, sem þeir geta tekið með sjer í bílinn. Ef um meiri farangur er að ræða en litlar töskur, verða þingmenn að hafa komið þeim farangri til flutnings með vörubíl í Liverpools-port fyrir kl. 6 síðdegis í dag, og merkja hann fullu nafni sínu. Skrifstoia Alþingis 24.16. Mjólkurbúðir okkar verða opnar um Alþingishátíðóna: yimtudaginn 26. kl. 8—11 f. h. Föstudaginn 27. kl. 8—liy2. Laugardaginn 28. kl. 8—liy2 og 7—9 e. h. MiðlKurllelan HevHiauiRnr. Huglysing til bifreiðarstjóra. Bæjarstjórnin hefir gert samþyktir um bifreiðastæði og um takmörkun umferðar í Reykjavík og fást sam- þyktir þessar hjá lögreglustjóra. Þeir, sem kynnu að vilja leigja bifreiðastæði fyrir leigubifreiðar eða einkabifreiðar til mannflutninga, sendi skriflegar umsóknir til borgarstióra fyrir 15. júlí næst- komandi. Borgarstjórinn í Reykjavík, 23. júní 1930. K. Zimsen. lokan lyiiabQða. Að fengnu leyfi verður aðeins ein af lyfjabúðum bæjarins opin í senn, hátíðisdagana. Lyfjabúðin Iðunn fimutdag 26. júní og eftirfarandi nótt. Reykjavíkur Apótek föstudag 27. júní og eftirfarandi nótt Ingólfs Apótek laugardag 28. júní og eftirfarandi nótt. Laugavegs Apótek sunnudag 29. júní og eftirfarandi nótt Nýkomfð: ferðafónar. ■ skápfónar. plötur. Einnig nokkrar ný-innspilaðar ísl. plötur (sopran-sóló). HUððfærasalan Laugaveg 19. Frí bæjnrsíisiannm. Símanotendur eru vinsamlega beðnir að nota ekki bæjarsímanfi meir en hið nauðsynlegasta, þar eð upphringingar eru orðnar svO miklar, að miðstöðvarstúlkurnar geta ekki annað afgreiðslunni stQ í góðu lagi sje. Reykjavik, 23. júní 1930. B æ j arsímst j órinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.