Morgunblaðið - 24.06.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.06.1930, Blaðsíða 5
Þriðjuclag 24. juní Í93Ö. 6 Ungmennafielagar. Munið eftir að líta inn í veitingjatjald hjeraðssam- bandsins „Skarphjeðins" á Þingvöllum. Frá Landssímannm. Ritsímastöðin í Reykjavík verður frá déginum í dag og fyrst um sinn opin allan sólarhringinn og á me'San er hægt að sendá símskeyti til útlanda á hvaða tíma dags sem er. Gisli J. Úlafsson. landssímastjóri. Karlmenn 'og slulkur þær, sem jeg hefi ráðið til síldarvinnu á Bakka í Siglufirði í sumar, er ákveðið að fari norður um miðja næstu viku. Nánar í síma 2370. Úskar Halldórsson. Hðfnm fyrirliggjandi: Nýtt rjómabússmjör í kútum og kössum. Goudaost — Mysuost — Tólg. Nýtt nautakjöt með hverri skipsferð. Nýtt kjöt af öldum sauðum og veturgömlu fje getur koniið með næstu skipsferð frá Breiðafirði. Samband ísl. samvinnnfjelaga. 1 fjarveru minni um þriggja mánaða tíma, gegnir hr. læknir Sveinn Gunn- arsson læknisstörfum mínum. Viðtalstími 4—5, Pósthús- stræti 7. Úlafnr Jóusson. Sjúkrasamlag Reykjavíkur tilkynnir hjer með að skrif- stofan verður lokuð frá 25. þ. m. til 30. þ. m. að báðum dögum meðtöldum. 5-6 sHUknr verða ráðnar til síldarverkunar á Svalbarðseyri í sumar. Upplýsingar í síma 2 í Hafnarfirði. ;s jf ! ■í i I DU RANT A . O O O D O A * ..... Duratit er góður vagn. Ein fimm manna drossía fyrirliggjandi. Umboðsmaður lúlfus Guðmundsson. íáími 1039. Eimskip. Ársskýrsla fyrir hjúkrunarfjelagið Líkn 1929. Árið 1929 er fimtánda starfsár „Líknar“. Fje'lagið var stofnað í þeim tilgangi að veita fátækum sjúklingum ókeypis hjúkrun. Að fjelagið hefir framfylgt þessari stefnu sinni, sjest best áf því að tekjur fjelagsins af vinnu 4 hjúkr- unarkvenna voru árið 1929 aðeins kringum 3000 kr. Fjelagið byrjaði með eina hjiþkr- unarkonu, sem gekk rit í heima- hjúkrun. Nú hefir það 4 hjúkrun- arkonur, berklavarnastöð og stöð fyrir heilsuvernd barna, svo að af því má marka að fjalagið hefir þrifist vel. Hjúkrunarkonurnar gerðu sl. ár 10310 sjúkravitjanir í heimahjúkr- un. Hjúkrun allan daginn var veitt í 10y2 dag, vakað í 26V2 nótt, fyrir utan þá vinnu se'm- hjúkrunarkon- urnar höfðu við stöðvarnar. Ef Lándsspítalinn ekki ljettir sjúklingum af fjelaginu, þegar hann verður opnaður, þarf það helst að bæta við fimtu hjúkrun- arkonunni, til þess að geta full- nægt kröfum þeim, sem gerðar eru til þess. Fjelagið hefir að mestu leyti getað' fullnægt beiðnum um stundahjúkrun, en hefir oft orðið að neita beiðnum um hjúkrtmar- konu til að ve'ra allan daginn og e'ins til vaka á nóttunni. Berklavarnastöðin tók til starfa 1. mars 1919 til varna gegn berkla- veiki. Læknir _hennar er próf. Sig. Magnusson. Að hún'' hafi unnið mál efninu gagn er enginn vafi. Starfs- aðferðin er alþekt, og margar e'ru þær fjölskyldur hjer í Reykjavík, sem hafa notið hjálpar og leiðbein- ingar hjá stöðinni, sjúlrlingum sín- um til handa. Árið 1929 iiafði berklavarnastöðin eftirlit með 237 heimilum, þar sem be'rkla- og kirtla veiki var. Hjúkrunarkonurnar fóru 2045 vitjanir á þessi heimili, og frá sömu heimilum komu 2206 heim- sóknir til stöðvarinnar. Læknir stöðvarinnar er nú hr. Magnús Pjetursson, bæjarlæknir. Barnaverndin hóf starf sitt 1927. Fyrst á tilraunastigi á lækninga- stofu frk. Katrínar Thoroddsen læknis, en þar se'in bæði henni og fjelagsstjórninni var ljós þörfin fyrir barnaverndarstöð tók stöðin fyrir alvöru til starfa í eigin hí- býlum í febr. 1928. I ar er tekið á móti börnum inn- an tveggja ára einu sinni í viku, og barnshafandi konum einu sinni í mánuði. Aðsóknin hefir verið e'ftir von- um góð. 1929 komu til stöðvarinnar 94 börn, sem ekki höfðu kcmið áður, 313 endurheimsóknir. 22 barnshaf- andi konur hafa leitað stöðvarinn- ai á árinu. Hjúkrunarkona stöðvarinnar hef ir gert 955 vitjanir á heimili um- getinna barna. 62 börn voru út- skrifuð frá stöðinni við tveggja ára aldur og 108 börn yfirfærð til 1930. Smábörn í hundraðatali hafa not ið hjúkrunar hjá fje'laginu, tala^ þeirra er tilfærð í skýrslu heima- hjúkrunarinnar. Reykvíkingar hafa skilið vel hlutverk „Líknar“ og fylgt starfi fjel. með áhuga og gjafmildi. Oll- um þeim, sem á einn eða annan hátt hafa styrkt fje'lagið, þakkar Engin vandræSi meí eftirmatinn NiíursoSnir ávextir handa vandfýsnu fólki. Þe'ssir ávextir eru' lesnir af trjánum þegar þeir standa í fullum blóma og»soðnir niður í tæru syk- ur sýrópi. Aðeins gómsætustu úrvals ávextir eru seldir undir nafninu „My Lady“, „My Lady“ á- vextir eru alla daga ágætir og einmitt hinn rjetti hlutur á rjettum tíma í gesta boðum og á glað- værum fundum góðra vina. 22 ljúffengar tegundir: Aldinsalat, Loganber, Brómber, Ferskjur, Per- ur, Apríkósur, Stikilber, Dverg- ölómur, Jarðarber, Victoríuplómur, Purpuraplómur, Gullplómur, Him- ber, Drottningarber, Kirsiber, An- anasteningar, Sneiddar Ferskjur, Ananas í heilu lagi, Grape Fruit, Sneitt Havia Ananas, Ribsber o. fl. ANGUS WATSON & #0., UIMITED, UONDON AND NEWCASTLE UPON TYNE, E)NGLAND X. MLF. 86-168. 1, ju.s. ..imnini ftl fer frá Reykjavík til GlasgdW 5. júlí. Pantaðir farseðlar óskast sóttir sem fyrst. Frekari upplýsingar gefur Gelr H. Zogga, umboðsmaður- Cunard Steam Ship Company Anchors Line. stjórnin hjartanlega. Bæjarstjórn Reykjavíkur á mik- inn heiður fyrir það að hafa skilið tilgang Líknar og þess vegna stutt starf f jelagsins til gagns fyrir bæ- inn. Prófessorsfrú Katrín Magnús- son ,sem hefir setið í stjórn „Líkn- ar“, síðan hún var stofnuð, var er hún gekk úr stjórninnni á sið- asta aðalfundi, kjörin heiðursmeð- limur. F. h. fjelagsstjórnarinnar. Christophine Bjarnhjeðinsson. Gnnnar Gnnnarsson og Ennýall. Mjer þótti dálítið sjerstakle'ga vænt um, þegar jeg sá þess getið, að skáldinu Gunnari Gunn- arssyni, hefði á Englandi verið sómi sýndur, sem enn frekar mið- ar til að greiða fyrir útbreiðslu bóka hans, bæði þar í landi og annarstaðar. En þe'tta „sjerstak- lega‘1 stafar af því, að Gunnar hafði þá fyrir skemstu, í skemti- legri grein, sem heitir „En Borger i Universet“ (Berlingskp Tidende 30. apríl s.l.) minst vingja.rnle'ga á bækvu' mínar, og um Ennýal haft orðin „overmaade interessant“ (þ. e. framúrskarandi fróðlegur og skemtilegur). Er slíkur vitnisburð- ur slíks snillings, vissulega ekki einskisverður, og miðar vel til að styðja þanu skilning, að það er ekki aí eintómri eigingirni, sem jeg vil, að menn lesi hókina og eignist. Því að Ennýall er bók, sem menn, þurfa að lesa aftur og aftur, og þess vegna sjálfir að eiga. Vandleg íliugun þess, se'rn i þeirri bók stendur, verður til að greiða mjög fyrir, á „ferðalagi“, sem vjer eigum öll fyrir höndum, og innan skamms, að heita má, jafnvel þeir, se'm nú eru hjer yngstir. 19. júní. Helgi Pjeturss Landlð mitt 1930. Eftir Stein Sigurðsson. Þeir eru æði margir, sem minn- ast landsins síns á þessu merkisári. Að minsta kosti hafa prentsmiðj- urnar fult í fangi með að afkasta öllu því, se'm lokið þarf að vera 1930. Það er í hugum manna eins og þetta 1930 sje aðeins 2—3 dag- jar, og þá auðvitað hátíðísdagarnir. Steinn Sigurðsson liefir lagt fram , sinn skerf í tæka tíð. Bók hans er komin út fyrir nokkru. Sjálfsagt : er hún með • einlrennile'gri hókum, Isem birst hafa á þesu ári. Það er i óvenjulegt tiltæki, að gefa út kvæðabók með myndum. Það þarf jskáldlegt ímyndunarafl til þess að ^iáta sje'r detta slíkt í hug. Það virðist fyrst. og' fremst tilgangur sbáldsins að gefa mynd af landinu, jog til þess vefur hann saman ljóð og- myndir. — Bókin er allstór, um 18 arltir, og yfir 70 landslagsmynd- um dreift um hana. Flestum mynd- unum fylgir staka, sem segir það sama og myndin sýnir. Auk þess eru mörg stærri kvæðin eins konar landsíýsingár og þjóðlífs, svo sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.