Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. des. 1936 —8---------------------------- JllorðtistMttðid Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rit3tjórar: J6n KJartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgCarmaSur. Ritstjðrn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsing-astjöri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Heimasimar: Jðn KJartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árnl Óla, nr. 3046. E. Hafberg, nr. 3770. Áakriftagjald: kr. 3.00 á mánuSl. t lausasiílu: 15 aura elntaklO. 25 aura naeS Lesbðk. „Hitinn í iialdinu:‘, Á bæjarstjórnarfundi 17. þ. m. báru stjórnarflokkamir fram tillögu um að ekkert yrði aðhafst um framkvæmdir hita- veitu frá Reykjum í Mosfells- sveit, fyr en lokið væri rann- sókn á hitasvæðinu í Henglin- um og öðrum nálægum jarð- hitasvæðum. Að loknum þeim rannsóknum, átti svo loks að ákveða, hvaðan heita vatnið skyldi leitt. Hin víðtæka .rannsókn, sem hjer var farið fram á er geysi- mikið og kostnaðarsamt verk og mundi taka mörg ár, jafnvel tug ára. Ekkert mátti aðhafast að Reykjum méðan á þessari rannsókn stæði. Þannig var sýnilegt að þetta mikla fram- fara og menningarmál Reykja- víkur yrði tafið um ófyrirsjáan- legan tíma. Nú liðu fimm dagar. Á fundi bæjarráðs 22. þ. m. flytja tveir þeirra bæjarfulltrúa, sem stóðu að frestun málsins, svohljóð- andi tillögu: „Með tilliti til þess, hve seint gengur jarðhitarannsóknum á Reykjum með vinnufyrirkomu- lagi því, sem nú er, en það hlýt- ur að tefja fyrir lagningu hita- veitu til bæjarins, samþykkir bæjarráðið að fela borgarstjóra að láta tafarlaust eftir áramót hraða borunum með því að hafa tvískiftar vaktir við bor- anirnar á Reykjum“. Svona snarsnerust þessir full- trúar Alþýðuflokksins þá finjm daga, sem liðu milli bæjarráðs- fundarins og bæjarstjómar- fundarins. Fimtudaginn 17. des- ember mátti hitaveitan bíða meðan verið væri að rannsaka hitasvæði upp um fjöll og firn- indi. Þriðjudaginn 22. desem- ber er ófært annað en að tví- skifta vaktinni á Reykjum, til þess að „tefja ekki fyrir“ fram- kvæmd hitaveitunnar . Það, sem gerðist á þessum fimm dögum var fyrst og fremst það, að Morgunblaðið sýndi fram á, hvernig stjórnar- flokkarnir væru að bregðast þessu máli. Allur almenningur í bænum fylgdi Morgunblaðinu. Þegar bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins höfðu þannig „hitann í haldinu“ sáu þeir sjer þann kost vænstan að snúa alveg við blaðinu, og heimta nú að hraða sem mest þeim framkvæmdum, sem draga átti árum saman — fimm dögum áður! Hrossakaup Breta og Mussolini í Miðjarðarhafi. Pað er búist við að samkomulag Breta og Itala um Mið- jarðarhafið verði undirritað innan skamims. Er mælt að ekki standi á öðru en því, að Mussolini greiði að fullu J»að gjald, sem Bretar hafa sett upp fyrir að gera samn- inginn. „Paris Soir“ segir að í samkomulaginu („exchange of assurances“, eins og það er kallað í Englandi) viðurkenni háðir aðiljar hagsmuni hvors annars í Miðjarðarhafi og því lýst yfir, að siglingar sjeu frjálsar inn og út úr Mið- jarðarhafinu. Báðir aðiljar viðurkenna þá yfirráðaskift- ingu, sem nú ríkir við Miðjarðarhafið (yfirráðarjett Itala í Abyssiniu meðal annars, þó ekki sje það sagt berum orðum). Sjerstaklega er dregið fram, að ítalir hafa ekki í huga að færa út yfirráð sín við Ægæeiskahafið, í Júgóslavíu eða á Baleareyjunum. Einnig verður undirróður útvarpsstöðvarinnar í Bari, gegn Bret- um, stöðvaður. Búist er við að samkomulag jafni • allar deilur Breta og Itala sem risu út af Abyssiniu- stríðinu. En afleiðing samkomulagsins er talin munu verða sú, að fulltrúar Abyssiniumanna verði reknir á burt úr Þjóðabandalaginu á þingi þess í janúar. Á þingi þessu verða Egyptar teknir upp í Þjóðabandalagið. Ein af orsökum þess, að Bretar fellust á að gera þenna samning er talin ósk þeirra að stía í sundur Itölum og Þjóðverjum. Frá Spáni. Þýska skipinu slept, Aðstaðan við Madrid óbreytt. London 29. des. F.Ú. askastjórnin hefir orðið við tilmælum Þjóðverja um að láta af hendi þýska skipið Pal- os, sem tekið var á að- fangadag og flutt til Bilbao. Þýska herskipið Königsberg kom til Bil- bao með beiðni um lausn skipsins fyrir hönd þýsku stjórnarinnar. Víðkunnur Þýskur herforingi látinn. Hans von Seeckt. Baskastjórnin neitar þó að láta af hendi spánskan far- þega sem var með Palos, þar sem farþegi þessi hafði eyði- lagt skírteini sí'n. Ennfremur neitar hún að láta af hendi hluta af farmi skipsins, er hafi verið bannvara. í opinberri tilkynningu sem gefin hefir verið út í Berlín er sagt að enn jsje ekki til fulln- ustu gengið frá samningum við Baskastjórnina um lausn skips- ins og varnings þess. Orustur við Madrid. í tilkynningu frá varnarráði Madridborgar í dag segir að bardaga þeim, er stóð í gær suðvestan við borgina hafi lok- ið með sigri fyrir stjórnina. BERLIN í gær. FÚ. Látinn er í Þýskalandi Hans von Seeckt, yfirhershöfðingi. von Seeckt var sá, sem skipulagði rík- isherinn þýska, á tímum Weimar- lýðveldisins, og lagði þar með grundvöllinn að nútímaher Þjóð- verja. Sonur Caballeros á lífi. LONDO-N í gær. FÚ. Það er opinberlega tilkynt frá Avila, að sonur Largo Caballero, sá er sagt var 27. nóv. að tekinn Jiefði verið af lífi, sje enn á lífi og sje látinn sæta góðri meðferð, sem fangi uppreisnarmanna. Standa Rússar 09 Þjúð- verjar í vegi fyrir friði áSpáni? Þýsku herforingjarnir vilja ekki rjúfa Evrópufriðinn. Rússar fallast á sjálf- boðaliðabannið. Skiftar skoðanir eru um það, hverju Hitl- er muni svara málaleitan Breta og Frakka um bann gegn þátttöku sjálfboðaliða í borgarastyrjöldinni á Spáni. Hitl- er er enn að yfirvega svar sitt. Frönsk blöð eru í dag vondauf yfir árangrin- um af málaleitun þessari. Þau gera ráð fyrir því, að stjórnirnar í Berlín, Róm og Lissa- bon muni bera sig saman, áður en þær tilkynni svör sín (segir í Lundúnafregn FÚ), og að þau mun ekki verða annað en vífilengjur, þegar til komi. I Berliner Diplosmatischer Korrespondenz er sagrt í dag" að eina áhugamál ÞjóÁverja í sambandi við borgarastyrjöldina, sje það, að sjálfstæði Spánar verði eftir sem áður óskert og að Spánn verði ekki enn ein miðstöð fyrir útþreiðslu kommúnism- ans. — Aðrir telja aftur á móti að Hitler muni tæplega tefla á þá hættu að rjúfa friðinn í Evrópu vegna Francos; þar eð Mussoiini hafi dregið saman seglin í stuðningi sínum við uppreisnarmenn, þá verði Þjóðverjar að gæta allrar varúðar. I þessum hóp er talið að Hitler muni svara málaleitunum Breta og Frakka vingjarnlega og setja aðeins sem skilyrði, að íhlutun Rússa til stuðnings kommúnistastjórninni í Valencia verði stöðvuð.. Hefir Sovjetstjórnin nú þegar fallist í grund- vallaratriðum á það að banna þátttöku sjálfboðaliða í styrj- öldinni (segir í Lundúnafregn FÚ). „Manchester Guardian“ telur að kleift muni að semja frið á Spáni (símar frjettaritari vor) ef Þjóðverjar og Rúse- ar draga sig í hlje. örðugleikar Hitlers. Hinsvegar er vakin at- hygli á hinni erfiðu að- stöðu Hitlers. Þjóðverjar leggja á það á- herslu, að þeir hafi fyrst í stað stðngið upp á fullkomnu hlut- leysi gagnvart styrjöldinni á Spáni, en Rússar og alþýðufylk- ingar-marxistarnir í Frakklandi hafi gengið á snið við þessar uppástungur. Upphafið að því, að sjálfboðaliðar fóru til Spán- ar hafi Frakkar og Rússar átt. Nú er aftur á móti svo komið, (svo er rökrætt áfram) að örlög Francos velta á afstöðu Þjóðverja. Ef allir sjálfboðaliðar frá Þýskalandi verða kallaðir heim frá Spáni, þá verður afleiðing- in sú, að Franco bíður lægra hlut. En ef sjálfboðaliðunum verður leyft að vera kyrrum, en frekari aðstoð við Franco verð- ur stöðvuð, þá eru sjálfboða- liðarnir ofurseldir spönsku marxistunum. FRAMH Á ÁTTUNDU SfÐU. — Matvæli — handa Þjoðverjum: 7 þús, vagnhlöss. Gjöf frá olíukóngi FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KIIÖFN í gær. Hollenski olíukóngurinn, Sir Henry Deterding, forstjóri „Royal Dutch Oil“, ætlar að gefa Þjóðverjum sjö þúsund vagnhlöss af hollenskum land- búnaðarvörum, til þess að bæta úr matvælaskortinum í Þýska- landi og jafnframt að ljetta undir með útflutningsörðugleik- um hollenska landbúnaðarins. Að verðmagni jafngilda þessi vagnhlöss þrjátíu miljónum króna. Sir Henry Deterding er einn af auðugustu mönnum í heimi. Hann er nú sjötugur að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.