Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. des. 1936. MORGUNBLa ÐIÐ Hefir karakúlfjeð flutt Deildar- tunguveikina hingað? Veikin er landiæg í Suður-Aíríku og |iekt í Englandi -- segir prófessor Dungal. Þegar Georg VI var hrópaður tll konungs. Georg VI. Myndin tekin er hann var hrópaður til konungs. Bjó undir fölsku nafni á Hótel Borg. ■f i'Z ------ Meðan lögregla og skátar leituðu hans dauðaleít. Lögregla og skátar — als um 40 manns — leit- uðu, allan síðari hluta dagsins í gær, dauðaleit að manni einum, sem hvarf frá heimili sínu í gærmorgun klukkan 7. Maður þessi átti vanda til að falla í einskonar dá, „trancea, jafnvel úti á víðavangi, svo aðstandendur hans urðu mjög óttaslegnir um afdrif hans, er ekkert hafði spurst til hans klukkan 2 e. h. í gær. Var hvarf hans tilkynt á lög- reglustöðina og brá lögreglan þeg- ar við og bauð út öllu sínu liði, nema þeim mönnum, sem voru á ▼erði á götunum. Einnig voru skátar fengnir tii að leita. Um 40 manns tóku þátt í leitinni. Var leitað um 'allan bæ og í nágrenni bæjarins, en ekk.ert spurðist til mannsins. Maður þessi á heimili úti á landi og var hjer í kynnisför með konu sinni. Komu þau . til bæjarins á Þorláksmessu. Var konan orðin ákaflega hrædd, sjerstaklega síð- ari hluta dags, þegar leitin virtist engan árangur ætla að bera. Klukkan um 8 í gærkvöldi fanst maðurinn loksins hjer í hænum. Hafði hann tekið sjer leigt her- hergi á Hótel Borg undir fölsku nafni. Lögreglan hafði þannig upp á manninum, að einhver, sem hafði heyrt um hvarf hans símaði til lögreglunnar og sagðist hafa sjeð þenna mann í fylgd með öðrum manni. Var nii hafin leit að þeim manni og fundust þeir þá sem fyr er sagt hjer í bænum, Maðurinn, sem hvarí, var eitt- hvað lítilsháttar imdir álirifum víns er hann fanst. Lögreglan mun gera ráðstafanir til þess að honum verði hengt fyrir tiltækí þetta og þykir líklegt að hann verði dæmd- ur í sektir. Það mnn vera afar sjaldgæft og líklega einsdæmi að maður hjer á landi láti alt lögreglulið bæjarins, sem hægt er að bjóða út, ásamt skátahóp leita að sjer dauðaleit að ástæðulausu og verður að taka hart á sllku kæruleysi. Maðurinn mátti vita, að þar sem hann þjáist af þeim sjúkleik, að falla í dá, jafnvel á ólíklegustu stöðum, mundu aðstandendur hans óttast um liann er hann hvarf þannig öllum að óvörum. Nafns mannsins er ekki getið hjer af tilliti til nákominna ætt- ingja mannsins, sem enn hafa ekki náð sjer að fullu eftir hrseðsluna, s«ia frsip þá í g»r. Hún er smitandi, en engin lækningaráð fundin. Eins og kunnugt er fór prófessor Niels Dungal fyrir skömmu til Englands til þess að fást við framhaldsrann- sóknir á Deildartungupestinni, sem nú er orðin að skæðustu landplágu. Prófessor Dungal hefir nýlega skrifað land- búnaðarráðherra brjef, þar sem hann skýrir frá því að veiki þessi sje þekt bæði í Englandi og þó einkum í Suður-Afríku, að veikin sje smitandi og að vísindin standi ráðalaus gegn pestinni. Fyrsti maðurinn, sem prófessor Dungal hitti að máli, sem kannaðist við veikina var Sir John M’Fadyean, fyrv. forstöðu- maður dýralæknaskólans í London. Hann rakst fyrst á þenna sjúkdóm um 1890 og ritaði um hann, og telur prófessor Dungal ekki vafa á, að ritgerðir hans bæði þá og síðar sanni að hjer sje um sömu veiki að ræða. Þá kveðst prófessor Dungal hafa við athugun á bókasöfn- um komist að raun um, að sams konar veiki sje vel þekt í Suð- ur-Afríku, og gengur þar undir nafninu ,,jaag-ziekte“. Hefir fræg rannsóknarstofnun þar syðra sent tvær merkar ritgerð- ir um veikina, sem báðar eru birtar 1929, og er höfundurinn þektur vísindamaður, de Kock að nafni. Af lýsingum hans, myndum o. fl. telur próf. Dun- gal ekki vafa á, að hjer sje um að ræða sama sjúkdóminn og í Deildartungu. Veikin í Suður- Afríku. Þá segir próf. Dungal að einn þektasti vefjafræðingur Ame- ríkumanna, E. V. Cowdry, hafi árið 1925 rannsakað þessa veiki í Suður-Afríku og birt tvær ritgerðir um veikina. Um niðurstöður þessara rannsókna segir prófessor Dungal: „1 Suður-Afríku veldur sjúk- dómurinn yfirleitt ekki miklu tjóni. Að meðaltali drepast 1.6% af fjenu úr honum. Lömb aldrei. Einstöku ár hefir veik- in þó gert töluverðan usla. Allar rannsóknir til að finna orsök hans hafa verið árang- urslausar. Bæði de Kock og Cowdry teljast fullvissir um, að ormar sje ekki valdir að hon- um. Þeir tel$a báðir mögulegt að um ósýnilegan sýkil sje að ræða, en það er bæði óvíst og ósannað. 1 Suður-Afríku telja allir að sjúkdómurinn sje smitandi. Og bændurnir halda að hús, sem veikt fje hefir verið hýst í, geti smitað frá sjer alt að 10 dög- |um eftir að fjeð fór úr því. Þetta álit bændanna kemur ekki heim :ð tilraunir sem gerðar hafa verið. Sjúku og heilbrigðu fje hefir verið haldið saman í alt að 17 mánuði án þess að tækist að sýkja fjeð sem áður var heilbrigt. Ekki hefir heldur tekist að sýkja heilbrigt fje með því að dæla sýktum lungnavef í barka þ‘ess,' hje heldur blóði úr sýktum dýrum. Þótt ýmsar bakteríur hafi fund- ist sem líklegt sje að valdi sjúk- dómnum. Víst er um það, að veikin er ímjög erfið viðureignar. De Kock heldur í seinni ritgerð sinni, að sjúkdómurinn sje æxli og hann segir engin dæxhi til þess að nokkurri skepnu batni. Söm er okkar reynsla heima. — í Suð- ur-Afríku skera þeir hverja kind jafnóðum og á henni sjer og sama gera menn heima. í einu hjeraði í Suður-Afríku segir De Kock, að mönnum hafi tekist að draga mjög úr út- breiðslu veikinnar með því að einangra eða drepa hverja kind jafnskjótt og á henni sjer. Með þessu móti segir hann að hjeraðið hafi ekki mist nema tæplega 0,2%, sem er sajna og ekki neitt. Auðvitað er sjálfsagt að beita sömu reglu heima, enda höfum við ráðlagt mönnum það. Verst er hve erfitt er að þekkja fyrstu stig veikinnar. Okkar reynsla kemur alveg heim við reynslu Suður-Afríkumannanna um það að ómögulegt sje að þekkja allra fyrstu stig sjúkdómsins, áður en mæðin gerir vart við sig. Engin meðul og engin sjer- tök ráð til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins virðast þeir hafa fundið, svo að því leyti er ekk- ert fyrir okkur á þeirra rann- óknum að græða, sem yfirleitt á ekkert lengra en okkar. Reynsla Suður-Afríkumanna er sú, að fje, setn aldrei komi í hús, drepist sfst, en miklu frek- i«ir að fje, sem er hýst, veikist. Það gæti vel komið heim við ýkingu hvað af öðru, sem FR. AMHALD Á SJÖTTU SÍÐU. 8 Árás hans áEdward |VIII vakti gremju (sá 94. í röðinni), dr. Latig, sem rjeðist á Edward VIII. og fjelaga hans, eftir að Ed- ward lagði niður konungdóm. Erkibiskupinn er 72 ára. Flugvjet til að kortleggja ísland. Kbh. 29. des. F.Ú. Dansk Geodæstisk insti- tut er nú að undirbúa — en hefir ekki fastráðið — j að kortleggja Island úr loftinu úr einni af Heinkel- f lugvjelum s jóhersijns, og verður henni stjórnað af Grönbeck sjóliðsforingja. Flugvjelin verður send til íslands með Hvidbjörn- en. — Norsks skips með sextán manna áhöfn saknað. London 29. des. F.Ú. Óttast et að norskt skip, Vorma, sem var á leiðinni frá Englandi til Sundsvall á aust- urströnd Svíþjóðar, hafi far- ist með allri áhöfn. Björgunar* báta skipsins hefir rekið á land við Strömstad, á vesturströnd Svíþjóðar. Á skipinu var 16 manna áhöfn. Fyrirlestur í enska útvarpið um ísland. Kbh. 29. des. F.Ú. Eggert Guðmundsson listmál- ari flytur erindi í Lundúnaút- varpið næstkomandi fimtudag kl. 10,45, eftir enskum tíma um jól og nýár á íslandi. Hreingerning í nazistaflokknum í Danzig. Leynilögregla Nazista í Dan- zig var mjög ötul um hátíð- irnar, og var fjöldi manna handtekinn, þ. á m. 20 Nazist- ar, fyrverandi ,,brúnstakkar“, og er þeim gefið að sök að hafa gert samsæri gegn Nazieta- flokknum í Danzig. (FÚ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.