Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. des. 1036. Deildartungupestin: rannsóknum áfram Dungal helöur í Dýskalandi. Ekki hafa bændur borið mik- ið úr býtum af fje þessu; skinnin, sem verðmætust voru talin, hafa yfirleitt selst fyrir mjög lágt verð. Dungal farinn til Þýskalands. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fekk hjá forsæt- isráðherra er prófessor Dungal nú farinn til Þýskalands til þess að reyna að komast þar á snoðir um pestina. Ef veikin skyldi hafa borist hingað með karakúlfjenu hlýtur hún að vera í Þýskalandi. Það stóð til að flytja sýkt fje hjeðan til Englands og fá það rannsakað þar. Bjóst pró- fessor Dungal við að innflutn- ingsleyfi myndi þar fást fyrir fjeð. En á síðustu stundu neit- uðu Englendjngar um innflutn- ingsleyfi, og þá var afráðið að prófessor Dungal færi til Þýskalands. * Eins og sjest af brjefi pró- fessors Dungals til landbúnað- arráðherra er annað en glæsi- legt framundan fyrir þau hjer- uð, sem Deildartungupestin hef ir fest rætur. Menn' vita ekk- ert um hvernig veikin smitast, en smitandi er hún. Menn standa ráðalausir gegn pestinni, og verður að drepa hverja þá kind, sem fær veikina. Hjer virðist því vera á ferð- inni landplága, sem enginn get- ur enn sjeð fyrir hvaða tjón getur af hlotist. Eldur nærri olíutönk- um Shell og B. P. I Eyjum. Skemdir á ffsk- þarkaDarhúsi Eldur kom upp í gær í fiskþurkunarhúsi, sem stendur við Edinborgar- bryggju í Vestmannaeyjum. Olli eldurinn töluverðum skemd- um, en slökkviliði Yestmannaeyja tókst að hefta útbreiðslu hans áð- ur en hann komst í norðurenda hússins. En við norðureuda hússins eru bensín og olíutankar olíu- fjelaganna Shell og B. P. og hefði því eldurinn gert feikna tjón, ef hann hefði náð að breiðast út. Eldsins varð vart um kl. 4y2 í gærdag og er álitið að hann hafi komið upp út frá vjel fiskþurk- unarhússins, sem er í miðju hús- inu. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var vjelahúsið alelda. Eftir rúmlega klukkutíma baráttu við eldinn tókst slökkviliðsmönnum að kæfa hann. Vjelahúsið hefir eyðilagst. Ver- ið var að þurka fisk í húsinu og mun hann hafa skemst mikið af reyk og vatni. Annars var ekki fullkunnugt um hve tjónið er mik- ið er þessi frjett var send í gær- kvöldi. Fiskþurkunarhúsið var áður eign Gísla Johnsen, en nú átti Utvegsbankinn húsið. Stanley Baldwin, frli. 6 nUMHAZJ) AF 3. SIÐU. magnast þegar fjeð er í þrengsl um. Hinsvegar benda tilraunir Suður-Afríkumanna ekki til að slík smitun eigi sjer stað, en tnaður hlýtur að álykta, að ein- hvernveginn hljóti fjeð þó að smitast. Við erum nú með til- raunir í gangi heima, sem ganga í sömu átt, og verður ffóðlegt að sjá hvort þær verða einpig algerlega neikvæðar. Ekki er ósennilegt að veik- in sje svo skæð heima vegna þess hve fje er miklu meira hýst þar en annars staðar“. Hefir karakúlf jeð flutt pestina inn í landið? Bændur í Borgarfirði hafa verið þeirrar skoðunar, að Ðeildartunguveikin væri komin inn í landið með karakúlfjenu, sem flutt var til landsins frá Þýskalandi sumarið 1934. Einn karakúlhrúturinn fór sem kunn ugt er til Deildartungu. Ásgeir Einarsson dýralæknir hefir kynt sjer þessa hlið máls- ins all-rækilega ,og telur hann miklar líkur til þess að skoðun börgfirskra bænda sje rjett. Ásgeir hefir í samtali við Morgunblaðið staðfest þessa skoðun sína. Hann segir að um- ræddur hrútur hafi komið til Deildartungu um jólaleytið 1934 og hafður með mislitu án- um það sem eftir var vetrar. Vorið 1935 var hrútur þöSsi rekinn á fjall með öðru fje, en þá var hann orðinn lafmóður, en það eru glöggustu einkenni veikinnar. Þetta sumar (1935) drápst hrúturinn á fjalli, og onginn gat því rannsakað dauðaorsökina. {«— Jeg tel, segir Ásgeir, að þárna sje að finna fyrstu sjúku kindina. Þessi skoðun styðst og við það, að einmitt næsta haust fer veikin að magnast, og fyrstu æmar sem drápust úr pestinni voru æmar sem hrúturinn var roeð um veturinn. Úpp úr þessu breiðist pestin ört út, einkum eftir rjettir haustið 1935, en í rjettunum var vitanlega smithættan mest. Þetta er álit Ásgeirs Einars- sonar dýralæknis, og styðst það við almenna skoðun bænda í Borgarfirði. Víxlsporið. Ef það skyldi eiga eftir að aannast, að karakúlfjeð hafi flutt inn hina illræmdu Deild- artungupest, ætti þetta tilefni að verða alvarleg áminning til okkar að gæta mein varúðar um innflutning erlends fjár en gert hefir verið upp á síðkastið. Meðan Magnús heitinn Ein- arson dýralæknir var ráðu- nautur ríkisstjórnarinnar um þessi mál, stóð hann altaf fast á móti slíkum innflutningi. .1 meira en 20 ár stóð um þetta mál látlaus barátta milli Magn- úsar dýralæknis og Búnaðar- þihgs, en Magnús ljet sig aldrei. Svo strangur var Magnús, að hann lýsti. yfir því, að ef stjórn og þing gengi inn á þá braut að leyfa innflutning erlends fjár, vildi hann ekki koma þar ná- lægt að neinu leyti. Svo fell Magnús Einarson frá og nýir ráðunautar komu til sögunnar. Þá var þetta mál auðsótt, og voru lög um þetta samþykt á Alþingi 1931. Upphaflega var aðeins farið fram á heimild til innflutnings á bresku holdafje, en svo bætt- ist við karakúlfjeð frá Þýska- landi. Var það Páll Zophónías- son sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarfjelags íslands, sem sótti það mál fastast, og fekk landbúnaðarnefnd Ed. til þess að flytja breytingartillögu um það. Karakúlf jeð. Þetta karakúlfje var svo flutt til landsins sumarið 1934. « Það var 18 talsins, 3 ær og 15 hrútar, keypt rándýru verði í Þýskalandi. Þegar hingað kom var fje þetta einangrað í Þerney, en engirt íslensk kind höfð með því. Að einangrunartímanum loknum var fje þessu dreift þannig um landið: 3 ær og 2 hrútar fóru að Hólilm, 2 hrút- ar fóru í Borgarfjörðinn, 1 hrút- ur í Gnúpverjahrepp (drapst), 1 í Ölfus í Árnessýslu, 1 í Þver- árhlíðarhrepp í V.-Hún., 1 í Kaldrananeshrepp í Strandas., 2 í Þingeyjarsýslu, 1 í Vopna- fjörð, 1 á Fljótsdalshjerað (drapst), 1 í Breiðdal, 1 í Hornafjörð og 1 að Fagurhóls- mýri í öræfum. FRAMH. AP FIMTU SÍÐU. var við völd 1924-^1929, en þá var meirihluti hans mjög geng- inn til þurðar. Hann gekk nú til kosninga á Safety First stefnunni og beið mikinn ósigur. Stjórn háns á árunum 1924—29 er mjög athyglisverð, því 1935 er Baldwin aftur kominn til valda með fyrir- heiti um 5 ára valdatímabil fram undan. Árin 1924—29 spáðu engu góðu. Forsætisráðherrann virtist varla hafa nægilegan áhuga á starfi sínu, til þess að halda tök- um á málunum, og leiddist út í aðgerðaleysi, vetlingatök og ráð- leysi. Hann fór skakt að í kola- málinu. Hann gerði gælur við ýmsar fyrirætlanir um endurbæt- ur á lávarðadeildinni, þ. e. a. s. að styrkja hana, og út úr því öllu kvað Garvin upp þann úrskurð í „Observer“, að stjórnin væri dauðadæmd. Utanríkis’.áðherra hans, Sir Austin Chamberlain, skrifaði undir Locarnosamning- inn, en að öðru leyti var utanrík- ispólitík stjórnarinnar tóm mis- tök. Hún feldi Genfarsamþyktina, auðmýkti Þýskaland með því að tefja fyrir upptöku þess í Þjóða- bandalagið, ýtti undir Mussolini í Albaníu og Abyssiníu, skrifaði ekki undir Kelloggs-sáttmálann fyr en hún var búin að murka úr honum lífið, vakti gremju Banda- ríkjamanna með bresk-franska flotasamkomulaginu og lagðaði flot.amálaráðstefnuna í Genf svo illyrmislega, að Cecil lávarður gekk úr stjórninni í mótmæla-. skyni. En þegar Baldwip varð aftur forsætisráðherra 1935, hafði hann yfirgnæfandi meirihluta enn að nýju. Það bragð hans, að ganga til kosninga 14. nóv., þeg- ar allar þjóðir voru staddar í mesta öngþveiti og nienn hlutu þessvegna óhjákvæmilega að styðja sterka, „örugga“ stjórn, þótti fremur óvandað. En hvað sem því líður, þá var þetta sterk- ur pólitískur leikur. Og kosninga- úrslititL urðu mikill persónulegur sigur fyrir Baldwin. Kosningarn- ar snerust ekki svo mjög um íhaldsflokkinn eða þjóðstjórnina; þær snerust um mann. Og þær snerust um það, sem Baldwin sagðist standa og falla með — friðinn. Pað er haft eftir Steed, að Rudyard Kipling, systrung- ur Baldwins, hafi stundum strítt honum á því, að hann væri rithöf- undurinn í ættinni. Og það er á- reiðanlegt, að forsætÍ3ráðherrann er prýðilega orðhagur. Og þegar hann «r að tala, þá kann hann að velja orðin eftir áheyrendunum. Erindi hans, sem komið hafa út í tveim bindum, eru ímynd enskr- ar hefðar, sem sameinar stjórn- mál og bókmentir. Hann talar oft um starfshætti og kosti lýðræðisskipulagsins, t. d.: „Hið mikla hlutverk þessarar kynslóðar er í mínum augum að bjarga lýðræðinu, að halda því við og efla það. Hugsjónir lýð- ræðisins eru hinar göfugustu. En engar hugsjónir geta lifað af sjálfu sjer. Og ef lýðræðið á að þrífast og bera þá ávexti, sem fylgjendur þess óska að sjá, þá er eina leiðin, að hver einstakling ur leitist við, svo sem í valdi hans stendur, að hlynna að því og rækta það“. inu sinni sagði hann, að Eng- land hefði aldrei æskt eftir öðrum Cromwell. En það má vel vera, að þeir vilji fá annan Bald- win. Hann beið mikinn álitshnekki út af kákinu í sambandi við „frið- aráætlun“ Hoare og Lavals í des. 1935, en hefir aftur áunnið sjer virðingu fyrir framlcomu sína í kvonfangsmáli konungs. Hjálpræðisheriim. í kvöld kl. 8y2 opinber jólatrjeshátíð. Söng- ur, hljómleikar og upplestur. Allir velkomnir. NesKaapstaöurgengur í ábyrgð íyrir togaraíjelag. Mib.il gremfa meðal bæjarbúa. Frjettaritari vor í Nes- kaupstað símar að þar ríki megn óánægja meðal bæjarbúa vegna framkomu meirihluta bæjarstjórnar í sambandi við Togarafjelag Neskaupstaðar. Framkvæmdastjóri Tog- arafjelagsins hafði krafist þess að bærinn £engi í á- byrgð fyrir láni til fjelavs- ins. Voru haldnir margir fundir um mál þetta off voru menn mjög ósammála á fundunum. Loks var bæjarstjórn Neskaup-: staðar kölluð saman á lokaðan skyndifund og þar var samþykt tillaga frá Ólafi Magnússyni um „að bærinn takist á hendur á- byrgð á alt að 35 þús. króna víxli við Landsbankann í Reykjavík, er Togarafjelag Neskaupstaðar h.f. sje sam- þykkjandi að og felur Jóhasi Guðmundssyni að ganga frá öllum skjölum því viðvíkj- andi, fyrir hönd bæjarstjórn- ar“. Ennfremur er það tekið fram í tillögu þessari að bæjarstjórn á- skilji sjer rjett til að breyta á- byrgðinni síðar þannig, ef um það fæst samkomulag milíi hlutháfa, að hver þeirra takist á hendur ábyrgð þessa í rjettu hlutfalli við hlutafjáreign sína í fjelaginu. Á- skilið er samþykki ríkisstjórnar- innar fyrir ábyrgðarskuldbinding- unni og að Landsbankinn láni fje til klössunar á togara fjelagsins, „Brimi“, og sjái fjelaginu fyhir rekstursláni án bæjarábyrgðar svo togarinu, yerði starfræktur hjer á komandi ári. Tillaga þessi var samþykt, að viðhöfðu nafnakalli, með 5 at~ kvæðum gegn 2. Já sögðu allir fulltrúar sósíal- ista, þeir Ragnar Bjarnason, Aút- on Lundberg, Sigþór Brekkan, Jóhann Eyjólfsson og Ólafur Magnússon. Nei sögðu Ingvar Pálmason og Jón Sigfússon, en Ármann Eiríks- son greiddi ekki atkvæði, þar sem hann hafði ekki enn fengið þær upplýsingar um rekstur fyrirtæk- isins, sem hann hafði krafist á síð- asta bæjarstjórnarfundi. Áður en gengið var til atkvæða um tillöguna bar forseti undir bæjarstjórn hvort Ólafur Magnús- son mætti greiða atkvæði urn hana, þar sem hann væri hluthafi í Togarafjelaginu, og var samþykt að leyfa það með 4 atkv. meiri- liluta. Um ábyrgð þessa er afar mikið talað og flestir ljúka upp einum munni um að hún sje gerræði við bæjarbúa. Nýlátinn er Gestur Bárðarson bóndi á Ljótarstöðum í Skaftár- tungu, 85 ára gamall, og elstur maður í þeirri sveit. — Bjó hann langan búskap og altaf á sömu jörð. — Jarðarför hans fer fram í dag. (FÚ.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.