Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1936, Blaðsíða 4
4 MORGUNÍ LAÐIÐ Miðvikudagur 30. des. 1936. Nýreykt hangikjðt og Grænar baunir. Buff, Saxað kjöt, Gullash, Rjúpur, Endur, Svínasteik Aligæsir. Allskonar Grænmeti. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. B6nllfoiscc fer hjeðan á laugardags- kvöld 2. janúar, um Vest- mannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. hefir hlofið bsefu meUmæll Jólaverð. Strausykur % kg. 0.20, Mola- sykur V? kg. 0.25, Hveiti 1/2 kg. 0.25, Smjörlíki (Svanur) 0.75. Hólsfjallahangikjöt. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131. 1 dag: Kjötfars 1.40 kg. Miðdags- pylsur og bjúgu 1.90 kg. Milners Kfötbúð. Iæifsgötu 32. Sími 3416. LeikhúsiQ Kvenlæknirinn eftir breska kvmniskáldið P. G. Wodehouse. Wodehou§epersónur á íslensku ieikswiði. Jólaleikrit Leikfjelagsins, „Kven læknirinn" eftir Wodehouse, er ekta gamanleikur, til þess gerður að veita áhorfendum glaða kvöld- stund. Ljettmeti þetta er sett við- kunnanlega á svið, og leikendur ráku leikinn fjörlega áfram á frumsýningunni. Að því leyti er leikstjórn í góðu lagi. Efni er í stuttu máli: Gósseig- andi Bill Paradene er í þingum við Ijettúðarkvendi Lottie, en þeim verður sundurorða, svo hún verður taugaóstyrk og til henn- ar er sóttur læknir — „kven- læknirinn“ dr. Sally. Bill Para- dene verður heiftarlega ástfang- inn í kvenlækninum, og kallar hana út á landsetur sitt, læst vera veikur, en hún svarar engu góðu til fyrst í stað, fyrri en hann býr sig til að snúa við blaðinu, og það kemur npp úr kafinu, að hann hefir vit á mjólkurgerlum og skilvindum. Þá snýst henni hug- ur og hún fleygir sjer í faðm hans. í millitíð hafði ríkur frændi keypt kvendið hitt til þess að hverfa úr sögunni og hún hallar sjer að Pidmouth, aðalsmanns- fígúru, sem alstaðar er náíægur til að halda saman hinum losara- Jegu þráðum leikritsins. Ungfrú Sigríður Helgadóttir leikur aðalpersónuna, „kvenlækn- irinn“, en Ragnar E. Kvaran hinn ástfangna mann. Ragnar leikur vel, fjörugt, eðli- lega, sannfærandi. Hann liefir náð fullum tökum á leikpersónu þessari, og gerir hana Ijóslifandi. En sá ljóður er á öllu saman, að hvernig sem hann engist og spriklar af ást, þá geta menn aldrei fundið eðlilegt samhengi í því, að þessi kona hafi töfrandi áhrif á manninn. Við það missir leiksýningin inikið af uppistöðu sinni. Ungfrú Sigríður Helgadóttir er gerðarlegur og dugnaðarlegur kvenmaður. Hún hefir vafalaust tekið þetta hlutverk með hinni mestu samviskusemi. En saman- borið við samleikendur sína þarna kann Iiún áberandi lítið. Hún er nýliði á leiksviði. Henni hefir ekki enn tekist að yfirvinna byrj- unarerfiðleika leiklistarinnar. Hún romsar oft heilar setningar áherslu- og tilfinningaiítið, hesp- ar af, það sem hún á að segja. Þetta er ekki nema eðlilegt, þegar þess er gætt, hve litla æf- ingu (og tilsögn?) hún heí'ir fengið. Skal hjer enginn dómur lagður á hæfileika hennar eða spáð um framtíð. Hún virðist vera áhugasöm. Og hver getur spáð, hve langt hinn ómetanlegi áhugi getur borið menn áleiðis? Þau mistök, sem hjer eiga sjer stað, eru ekki henni að kenna, heldur fyrirhyggjuleysi í stjórn leikstarfseminnar. Það er alveg óþarfi fyrir Leikfjelagið að leggja aðalhlutverk þeim á herð- ar, sem jafn stutt eru komnir á sviði leiklistar. Því mega slík mistök ekki koma fyrir. Prá sjón armiði leikhúsgesta líta þau þann ig út. Leikfjelagið er nú yfir 40 ára. Starfsemi þess hefir verið borin uppi með óbilandi áhuga ýmsra mætra karla og kvenna. Eftir alt I það, sem á undan er gengið, get- ur fjelagið ekki staðið sig við að sýna vanmátt sinn með því að fleygja aðalhlutverkum í lítt- reynda nýliða, sem sýnilega valda þeim ekki. Hvað er þá orð- ið fjelagsins 40 ára starf? spyrja menn. Ungfrú Þóra Borg leikur hina uppmáluðu „blikkdós“ hressilega. 1 Það er gaman að henni, eins og yfirleitt mýmörgu, sem hinn bráðfyndni höfundur fljettar í frásögn sína. Brynjólfur Jóhannesson leikur hinn áhugasama gamla golfspil- ara. Hann er líka skemtilegur. Hefði kannske mátt vanda sig ögn betur. Og svo að lokum Indriði Waage. Hann vogar sjer ekki enn út úr sama hálfvitagerfinu, sem hann hefir sýnt á sjer í undan- förnnm leikritum. Hann er skrít- i inn. Pólk hlær að honum. Hann fer þannig með l>að, sem á tungu hans er lagt. Jafnvel þó ekki sje nema þegar hann segir hið reyk- | víska máltæki „alt í lagi“, ])á skemta menn sjer. En leikur hans ' er undarlega tilbreytingalítill. Því talar hann ekki eðlilega? Þessi rangsnúni hálf-holgóma málróm- i ur óprýðir hann. Það er rjett eins og hann sje að undirstrika, að hann sje að leika. Hann meini ekkert alvarlega með því sem hann segir og gerir. Það væri velgerningur bæði gagnvart leikhúsgestum og hon- um sjálfum, ef hann í framtíðinni tæki sjer annað óþvingaðra og fjölbreyttara leikarasnið. Efst: Þóra Borg (Lottie) og Ind- riði Waage (Lord Pidmouth). I miðju: Sigríður Helgadóttir (dr. Sally) og- Ragnar Kvaran (Bill Paradene). Neðst: Brynjolfur Jó- hannesson (dr. Hugo Draake) og Þóra Borg (Lottie). Aramótadansleik heldur Karlakór alþýðu á gamlárskvökl í hirram nýju og skemtilegu sölum Alþýðuhússins við Hverfisgötu og hefst hann kl. 10(4 e. h. Ágæt hljómsveit. Aðgöngumiðar fást hjá Hljóðfærahúsi Riykc.víkur, K. Yiðar og Eymundsen. SKEMTINEFNDIN. Ný bólc: Sjeð og lifað. Endurminningar Indriða Einarssonar. Verð 15.00 heft, 20.00 í skinnbandi. Bókaversluu Sigfústir Eymundssonar. og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR BSE, Laugaveg 34. Málverk írá Islandi sýnd í Vínarborg. Miklas forseíi opnaði sýninguna. Yínarborg í des. Nýlega opnaði Miklas for- seti stóra og afar til- komumikla málverkasýningu hjer. Er hún haldin af sam- bandi austurrískra lista- kvenna, „Heimat und Freunde“, en í þeim fjelags- skap eru allar helstu lista- konur Austurríkis. Þarna vorn viðstaddir fjölmarg ir víðþektir listamenn og konur, en auk þess ýmsir meðlimir stjórn. arinnar - og háttsettir embættis- menn, þ. á m. Theodor Innitzer erkibiskup o. m. fl. í setningarræðu sinni komst Miklas svo að orði: Vjer eigum þessum fjelagsskap þýðingarmikið starf að þakka, því hann vinnur ekki einungis að því að kynna austurríska list út á við, heldur kynnir hann okkur einnig hinum ýmsu mjög svo breytilegu staðháttum allra heimsálfna. Þessi samtök gera listakonum vor um auðið að sýna almenningi verk sín frá öllum löndum og þjöðnm, en það er menningu vorri ómetan- legur fjársjóður“. Þarna sýndi listakonan Katha- rine Wallner málverk sín frá ís- landi, 12 að tölu, og vöktu þan óskifta athygli og aðdáun allra viðstaddra. Voru þau frá Reykja- nesi, Þingvöllnm, Kálfastrandar- vogum við Mývatn og víðar, og vakti það oft athygli manns, hve auðveldlega listakonan virtist komast í samband við íslenska náttúru. Sjálf segist hún skoða þessi málverk sín sem byrjunar- tilraunir eingöngu, og vonist hún til að eiga eftir að kynnast landi og þjóð ir.iklu nánar. Ætlar hún að koma til íslands að sumri. Fiskmarkaðurinn í Grimsby í gær: Besti sólkoli 90 sh. pr. hox, rauðspetta 76 sh. pr. hox, stór ýsa 38 sh. pr. box, miðlungs ýsa 29 sh. pr. bax, frálagður þorskur 32 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 9 sh. pr. box og smáþorskur 8 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd. PB.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.