Morgunblaðið - 13.08.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1938, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. ágúst 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Hitaveita strax fyrir allan bæinn •i •- _ ***,vmchr k ' *mmts~: ** msátsm mms. - r-: í •_ *■>*:. . -■ v] f ^ ^ „ : Vatnið nægilegt með hjálparmiðstöð Fyrirlækið framúr- skarandi glæsilegt Álit ssnska verkfræðingsins Sænski verkfræðingurinn T. Nordensson, sem fenginn var til þess að athuga hitaveituna frá Reykjum, leggur til, að fullnaðarvirkj- Un verði hafin með því vatni sem nú er til á Reykjum og hann telur það vatn nægilegt til að hita upp allan bæinn, innan Hringbrautar ef bygð er samtímis hitamiðstöð, kynt með kolum, sem notuð verði þegar mest eru frost. Samkvæmt áætlun hr. Nordensson er hitaveitan frá Reykjum mjög glæsilegt fyrirtæki og jafnvel enn glæsi iegra en verkfræðingar hjer töldu. Hr. Nordensson telur árlegan reksturshagnað hitaveitunnar yfir miljón krónur, eða um 20% af stofnkostnaði og er þó ekki neitt áætlað fyrir hinum mörgu möguleikum sem skapast við notkun °g hagnýtingu frárenslisvatnsins. Mjög er það ánægjulegt fyrir verkfræðinga bæjarins, sem unn- ið hafa að rannsóknum hitaveitunnar, hve vel þeirra áætlun hefir gtaðist gagnrýni hins sænska sjerfræðings. Má segja, að þar skakki ekki neinsstaðar svo nokkru nemi. Álit hins sænska verkfræðings hefir verið fjölritað á íslensku °g var útbýtt til blaðanna í gær. Álitið er mjög ítarlegt og allar ksetlanir miðast við verðlag á efni eins og það var í Svíþjóð nú í *umar. Álitið er í þremur aðalköflum: 1) Rannsókn á höfuðatriðum á- ætlunarinnar, 2) Rannsókn á arðsemi hitaveitunnar og 3) Útreikn- ^ögur á arðsemi allrar veitunnar. Hverjum aðalkafla er svo skift í Úeiri undirliði og þeir raktir og skýrðir. Eðli vatnsins. I fyrsta kaflanum ræðir m. a. nia: hitaþörfina og vatnsmagnið sem fyrir er á Reykjum. Þar er °g eftirtektarverður kafli um eöli heita vatnsins á Reykjum. f*ar segir m. a.: »Til þess að geta dæmt um það, hvort vatiúð á Reykjum sje yfírleitt hæft til þeirra nota, sem hjer ræðir um, höfum vjer látið Ingenjörsvetenskapsakadiens áng 'vármeinstitut efnagreina vatnið. Únnfremur hefir bæjarverkfræð- lrigurinn að voru undirlagi látið efnarannsóknastofu íslenska ríkis- þar á staðnum rannsaka súr- efnis- og kolsýruinnihald vatnsins. bessar efnagreiningar hafa leitt 1 fjós, að vatnið er yfirleitt greini le£a lútarsalt (alkaliskt), mjög )njúkt og ennfreinur hreint og lanst við skaðleg óhreinindi, sem gsetu valdið ryði eða því að eitt- ^vað setjist í leiðslumar. Iiarka vatnsins er alt að ca. 0,2 gráður eftir þýskum mælikvarða. ^ngvármeinstitutet segir um ietta vatn, að þar sem það sje |aUst við súrefni og greiiúlega lútarsalt (alkaliskt), þá leysi það fki upp járn, og sje hægt að .0rna í veg fyrir það, að vatnið 1 ^’ensli sínu taki upp í sig súr- þá eigi engin hætta á ryði Mesta veiði á sumrinu r I framh. á sjöúndu síðu p1 inhver mesta síld sem *—• komið hefir á sumrinu kom þenna sólarhring, sím- ar frjettaritari Morgunblaðs ins á Siglufirði í gær. Til ríkisverksmiðjanna komu 46 skip, flest með fullfermi. Síldin veiddist við Tjörnes, Haganesvík, Skagafirði; allsstaðar virðist feikna mikil síld. Fjöldi skipa hefir komið með saltsíld. Allar þrær eíu að fyllast. Biðu í gær löndunar 26 skip. Áætlaður afli hinna 46 skipa er 23.700 mál. Alls var saltað á Siglufirði síð- asta sólarhring 8289 tn., þar af 2826 matjesverkað. í reknet fengust 1504 tn. og er það einnig mesta veiði á einum degi í sumar. ★ Til Djúpavíkur komu í gær 5 skip með alls 6500 mál. Við Hjalteyri biðu mörg skip eftir afgreiðslu í gær og var allan sólarhringinn verið að afgreiða. TILKYNNING írá borgarstjóran- um í Roykjavík Nokkru eftir að hr. Tom Nord- ensson verkfræðingur frá Stokkhólmi, sem hjer var staddur síðastliðið vor til þess að athuga áætlanir og tillögur um hitaveitu til Reykjavíkur frá Reykjum í Mosfellssveit, hafði lokið starfi sínu hjer og snúið heimleiðis, fór jeg utan í þeim erindum að rann- saka nánar möguleika fyrir láni í Svíþjóð til framkvæmdanna, en í utanför minni síðastliðinn vetur hafði jeg fengið vilyrði fyrir slíku láni þar. Verkfræðingurinn hefir gert grein fyrir athugunum sínum í skýrslu, sem hann hefir gefið, og felst hann á tillögur verkfræðinga bæjarins og áætlanir. Tekur hann upp þá breytingu, sem ráðagerðir hafa verið um, að heita vatnið, sem nú má ná á Reykjum, verði notað til hitaveitu um allan bæ- inn, enda verði bygð hitunarstöð, þar sem skerpa má á vatninu þeg- ar frost er meira en -ty, 8° Qí og við þá breytingu má vænta þess, að hitaveitan verði enn arðvæn- legra fyrirtæki. I stuttu máli má segja, að verk- fraiðingnum hafi litist fyrirtækið alt hið glæsilegasta. Þrátt fyrir hina hagstæðu skýrslu verkfræðingsins sannfærð- ist jeg um það, að eins og sakir standa er ekki ráðlegt að bjóða út lán hingað til lands í Svíþjóð nú. Hinsvegar mun verða fylgst vel með því, hvenær vænta megi full nægjandi árangurs af lánsumleit- uhum erlendis tif hitaveitunnar. ★ Morgunblaðið skýrir á öðrum stað frá aðalatriðunum í álitsgerð hr. T. Nobdensson. Lystisnekkjan „Warrior“ við Faxagarð. Stærsta lystisekkja Englands í Reykja vík Eigandinn frægur iðjuhöldur: Sir Hugo Cunliffe-Owen Hingað kom í fyrrinótt ein stærsta lystisnekkja * Englands í einkaeign. Lystisnekkjan, sem heitir „Warrior“, er 1124 smálestir að stærð, eða litlu minni en „Gullfoss“. Er þetta hið fríðasta skip, alt hvítmálað og skreytt með kopar. Á stefni skipsins er líkan af hermanni, sem heldur á reiddu sverði og skildi: ‘ Reykvlkingar! Fjölmennið I Hafnar- skóg á morgun Amorgun kl. 10 fer Fagranes til Akraness og kemur aftur kl. 10 annað kvöld. í Hafnar- skógi, hinum vistlega skemtistað Sjálfstæðimanna á Akranesi, verð- ur skeintuh á morgun. Þar flytur þingmaður Borgfirðinga, Pjetur Ottesen, ræðu. Þar talíá fleiri til máls. Þai* verður söngur og dans. Þangað fjölmenna Akurnesingar. Og áhugasamir Sjálfstæðismenn í Reykjavík ættu að bætast í hóp ínn. Eigandi lystisnekkjunnar er Sir HugoÚUnliffe-Öwen, frægur iðju- höldur. Með honum er kona hans, Lafði Cunliffa-Owen, böm þeirra hjóna, ættingjar og einn vinur fjölskyldunnar, alls 10 manns. fcíir Hugo er forstjóri hins mikla tóbhksfirma „Britiscli American Tobaceo Co. Ltd. og Tobacco Insurance Co. Ltd. Ejijnig er hann stjórnarmeðlimur í inörgum fleiri stórfyrirtækjum, þar á meðal bankastjóri í Midland Bank Ltd. Sir Hugo er verkfræðingur að mentun. ,,\Varrior“ kom hingað frá Skot- landi og er, ætluuin að sigla eitt- hvað meðfram strönd landsins hjer og koma svo hingað til Reykja- víkur aftu^ áður en skipið fer til Skotlands. 1 gær fór Sir Hugo og fjöl- skylda hans til Þingvalla til veiða í • Þingvallavatni og einnig getur komið til mála að liann fari að veiða lax í, einhverri ánni hjer nærlendis. Fjölskyldan er í rólegu sumar- fríij, og ósltar ekki eftir að neitt veður sje gert úr komu hennar hingað. Eins og áður er sagt er „Warri- or“ ein af s.tærstu lystisnekkjum Englands. S,kipið yar bygt árið 1904 fyrir ameríska miljónamær inginn Vanderbilt. Síðan komst skipið undir spánskt flagg og hjet þá „Gouzika ^ Izarra“. En fyrir nokkrum árum keypti Sir Hugo skipið og var þá hið uppliaflega nafn þéss „Warricr“ telcið aftur. (Öimúf' fræg lystisnekkja, sem einnig liéitír „W'arrior", var bygð fýrír Kriípp, vophasalann þýska, en það er mótorskip. Þetta skip, sem hjer er nm að ræða, er guf»- |skip). Áhöfií skipsins er 40 manns, að mestu leyti Baskar, en þeir eru frægir fyrir hve góðir sjómenn þeir eru. Yfirmenn skipsins eru allir breskir. Tóbaksfirmað „British Ameriean Tobaceo“ er kunuugt hjer á landi. M. a. er sígarettutegundin „Lueky Strike“ frá þessu firma. Sir Hugo er meðal auðugustu manna Bretlands, mörgum sinnum miljónamæringur í sterlingspund- um. ísland og samvinna Norðurlanda Khöfn í gær F.Ú. T Sigtúnum í Svíþjóð hófst í dag norrænt mót og er þar fulltrúi íslands Sveinn Björns- ion sendiherra. Huvudstads- bladet í Helsingfors flytur í því tilefni mynd af Sveini Björns- syni sendiherra og grein um ís- land, og samvinnu Norðurland- anna. Uusi Suomi flytur einnig mynd af sendiherranum og grein um samvinnu Norðurland- anna og gerir meðal annars að umtalsefni þann skerf sem Is- land hafi lagt til norrænnar samvinnu með bókum Gunnars Gunnarssonar, Halldórs Kiljan Laxness, Kambans, Jóhanns Sig urjónssonar og Vilhjálms Stef- issonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.