Morgunblaðið - 13.08.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.1938, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. ágúst 1938. ÍUttLt o Trjesrniður einn hafði fengið vinnu á dönskum bóndabæ og húsfreyjan var þekt fyrir hve nísk liún var. Trjesmiðurinn hafði sjálfur mat með sjer nema eftirmið dagskaffi fekk hann á bænum. Dag nokkurn er húsfreyja kom með kaffið og brauð með, var harla lítið smjör á sneiðunum og varla sjáanlegt. Trjesmiðurinn byrjaði að kvarta sáran yfir sjóndepru, sem væri farin að ásækja sig. — Það hlýtur að vera eitthvað að mjer í augunum, sagði hann. Jeg er næstum alveg hættur að sjá. — En hvað það er sorglegt, sagði húsfreyja. Er þetta mjög slæmt? — Að minsta kosti get jeg ekki sjeð smjörið ofan á brauðinu, svaraði smiðurinn. Þetta samtal varð til þess að rausnarlegar var smurt á brauðið daginn eftir. Húsfreyja inti smið- inn eftir hvernig gengi með sjón- ina og hann svaraði: — Jæja, jeg held að hún sje að skána aftur. Að minsta kosti get jeg nú sjeð ofan í botn á kaffibollanum. ★ Þriggja ára gamall snáði, sem á heima í bænum Epsom á Eng- landi strauk að heiman á dög- unum vegna þess að móðir hans vildi ekki gefa honum aura til að fara í bíó. Hann fanst skömmu seinna. Þetta er í þriðja skiftið í sumar, sem hnokkinn strýkur að heiman. ★ Hópur þýskar hermanna sem tóku þátt í franks-þýska stríðinu, fengu um daginn að fljúga yfir Berlín í boði hermálaráðuneytis ins. Þeir voru 10 saman og sam- anlagður aldur þeirra var 924 ár. ★ Reiðhjóla kappakstursmaðurinn hollenski, Piet von Pampen, hefir stundað þessa íþróttagrein í 20 ár samfleytt. Oft og mörgurn sinn- um hefir hann dottið og slasast hættulega. Er sagt að ekki sje eitt einasta bein í hans skrokki, sem ekki hafi brotnað einhvern- tíma. Eu hann hefir grætt tvær miljónir króna á hjólreiðum. ★ Greta Garbo, sem nú dvelur í Svíþjóð er í þann veginn að leggja af stað til Parísar, en það- an fer hún til Ameríku. Sænsk blöð skýra frá því í þessu sam- bandi, að Garbo liafi aldrei flogið í flugvjel. Henni er bannað það Brúnt lyklaveski tapaðist í fyrradag í Austurstræti, Vest- urgötu eða Grófarbryggju. Vin- samlega skilist í S.Í.F., Ingólfs- hvoli. Q&Xsfvœ&L 1 herbergi og eldhús óskast 1. október. Tilboð merkt „1. október“, leggist inn á af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. ágúst. Tvö sólrík herbergi til leigu frá 1. okt. eða fyr. Laufásveg 2. samkvæmt samningi sem hún hefir við kvikmyndafjelag sitt. . ★ Barnakennarar í Mexico hafa farið fram. á það við stjórnina að hún láti þá fá frítt skambyssu og 5000 skot árlega. Einnig fara þeir fram á að fá leyfi til að bera hlaðna skammbyssu í kenslustund unum. Kennararnir fara þó ekki fram á þetta vegna nemendanna, heldur vegna bófa sem kynnu að ráðast inn í skólana. ★ Erfðaskrá Napoleons mikla með hans eiginhandar undirskrift var nýlega seld á opinberu uppboði í London. Erfðaskráin var seld á 15000 krónur. r f fyrir haustið. A •Jfaups&apue Telpubolir, litlar stærðir, frá 1,25 stk. Dömubolir, silki, frá 2,35, 2,95, o. fl. Silkibuxur frá 2,75. Silkiundirkjólar frá 5,85. Undirlíf á 1,95. Brjósthaldar- ar frá 2,25. Versl. „Dyngja“. Satin í peysuföt, 3 teg. Slifs- isborðar. Svuntu- og Upphluts- skyrtuefni í miklu úrvali. — Herrasilki, nýkomið. Verslunin „Dyngja“. ______ Tölur og Hnappar í miklu og ódýru úrvali. Rennilásar frá 10 cm. Versl. „Dyngja“. Pigmentanolía. Violaolíur og Krem. Amanti Krem og púður. Rósól Krem og Púður. Varalit- ur. Naglalakk og fleiri snyrti- vörur. Versl. „Dyngja“. Niðursuðuglös allar stærðir;,. Syltuglös i/ó og 1/1 kg. ódýr- ust í Þorsteinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12,v sími 3247. Hitabrúsar, ný gerð, lítt brjótanlegir. Líterbrúsar og Í4 iíterbrúsar venjuleg gerð. Vara- gler í allar tegundirnar. Þor- steinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803; Grundarstíg 12, sími 3247. Nýkomnir rósóttir eftirmið- dagskjólar. Sumarkjólar seldir með afslætti. Saumastofa Guð- rúnar Arngrímsdóttur, Banka- stræti 11. Sími 2725. Kaupum flöskur, flestar teg. Soyuglös, meðalaglös, dropa- glös og bóndósir. Versl. Grett- isgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. Allskonar smávörur í miklu úrvali. Versl. „Dyngja“. Seljum næstu daga: Upp- hlutsskyrtu- og svuntuefni á kr. 9,88 í settið. Einnig nýtt úrval af Georgette á 11,25 í settið. Margt fleira með afar lágu verði. Versl. „Dyngja“. Silkisokkar 2,25 parið. Versl. „Dyngja“. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, dropaglös með skrúfuðu loki, whiskypela og bóndósir. Sækjum heim. Versl. Hafnarstræti 23 (áður B. S. í.) Sími 5333. Í^IS ‘U0A 'RðuiueeaS ngaú jb 'ií '0 qosnnnS ‘>nais 1 ‘jjnq 1 iot'r[nddÁai íslenskar kartöflur 45 aura kg. íslenskar gulrófur 30 aura, pr. I/2 kg. (ekki í búntum). Þorsteinsbúð, Hringbraut 61, Sími 2803, Grundarstíg 12, sími 3247. íslenskt bögglasmjör, glæ- nýtt, ný egg 1.60 pr. 1/2 kg. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12, sími 3247; Hringbraut 61, sími 2803. Roskinn verslunarmaður, van— ur skrifstofustörfum, óskar eft- ir atvinnu við skrifstofustörf eða innheimtu. Kaup eftir sam- komulagi. Upplýsingar í síma 4331. Saumaðir dömukjólar Og blúsur á Óðinsgötu 26, niðri. Friggbónið fína, er bæjarini besta bón. MAjlGARET PEDLER: DANSMÆRIN WIEUTZSKÁ 20. „Mjer er sagt að þjer hafið sjerstaka hæfileika til að láta það koma frarn í málverkum yðar — hvort held- ur það er karl eða kona, sem þjer málið“. „Jeg get ekki gert að því, það kemur að sjálfu sj’er fram, ef maður er heiðarlegur í list sinni“. „Og þjer — eruð ávalt heiðarlegur í listinni“. „Jeg geri eins og jeg get“. | I’au voru komin að búningsherbergi Mögdu og ■Tirginie — sem hafði horfið úr stúkunni strax og Eansinn var búinn — tók á rnóti þeim þegar lafði lárabella bankaði. f MICHAEL BREYTIR FYRIRÆTLUNUM SÍNUM. Búningsherbergi Mögdu var nokkuð öðruvísi en slík jherbergi gerast alment. Stjórn Ieikhússins liafði látið úttíúa baðhergi við búningsklefann, þar sem Magda |gat baðað sig eftir erfiði danssýninganna. Hún var að koma úr baði þegar lafði Arabella, Gillian og Michael Quarrington komu í heimsóknina. Hún sat í hægindastól við arininn og gæddi sjer á rjúkandi hei.tu tei. „Jeg kem með hr. Quarrington með mjer hingað vegna þess að jeg hjelt kanske að þú vildir fá heilla- óslcir frá fleirum en fjölskyldunni". „Leyfið þjer að jeg líti inn?“ spurði Quarrington og tók í höndina á Mögdu, sem hún rjetti honum. „Eða eru þjer of þreyttar til þess að taka á móti gestum?“ Magda leit í augu hans. „Mjer er það sönn ánægja að sjá yður“, sagði hún blátt áfram. Hún leit út dins og sraá telpa, þar sem hún sat í þunnum hvítum silkislopp og hin fagra líkamsbygg- ing liennar naut sín fyllilega. Hið silkimjúka hár henn ar var bundið upp í einfaldan hnút í hnakkanum. Það var ekkert, sem benti á að þetta væri fræg dans- mær og Michael datt í hug hinn saklausi Og hreini •Jómfrúsvanur. Hann átti bágt með að gera sjer í hugar- lund að þetta væri sami kvenmaðurinn, sem hafði eyðilagt líf vinar hans. „Jæja, var þetta gott!“ Magda leit á Gillian spyrj- andi augnaráði. „Hvort það var gott!“ Rödd Gillian lýsti óblandinni hrifningu. „Það var dásamlegt, Magda. Fegursti dans sem jeg hefi sjeð í lífi mínu“. Virginia bauð gestunum te. „Þú eyðileggur taugarnar, Magda, með því að drekka te á þessum tíma nætur“, sagði laðfi Arabella ásakandi en fekk sjer um leið fullan bolla. „Jeg gæti þess að hafa það ekki sterkt“ sagði Magda. „Það er það einasta sem jeg kæri mig um eftir að jeg er búin að dansa“. En lafði Arabella, Gillian og Virginie voru farnar að tala saman um dansinn og voru allar jafn innilega sammála um að hann hefði verið dásamlegur. Michaei og Magda voru ein út af fyrir sig. „Jeg mun ekki gleyma þessu kvöldi í bráð“, sagði hann og færði stól sinn nær henni. „Þjer hafið þá haft ánægju af dansinum ?“ sagði hún hikandi og næstum feimin. „Ánægju, það er varla hið rjetta nafn. „Og samt sem áður er jeg kvenmaður, sem þjer hatið“, sagði hún hægt. „Þjer gerið manni ekki Ijett fyrir að standa í þeirri trú“, sagði hann stuttur í spuna. Hún þagði um stund. „Þjer voruð afar óvingjarn- legur við mig á dögunum", sagði hún að lokum. „Ef til vil er jeg óvingjarnlegur við yður til þess að vernda sjálfan mig“, svaraði hann. „Mikið eruð þjer eigingjarn. Og eruð þjer nú eklti dálítið dularfullur ?“ „Finst yður. Er ekki sjálfselskan aðal driffjöður mannsins, og það sem heldur horium uppi?“ „Er hættan svona yfirvofandi ?“ „Jeg held það næstum því. Þess vegna hefi jeg hugs- að mjer að vera svo skynsamur að komast hjá henni“. „Á hvern hátt?“ sagði Magda fljótt. „Á þann auðvelda hátt, að flytja af hættusvæðinu. Jeg fer til Parísarborgar á mor.gun". „Til Parísarborgar?“ Magda varð vör við einkennilega tilfinningu. Ilún gat ekki skilið af hverju, en lienni fanst sem burtför Quarringtons tæki fyrir alla gleði. Með erfiðismunum tókst henni að tala í eðlilegum tón. „Og þar næst — á eftir París?“ „Kanske til Spánar. Eða Afríku“ sagði hann hlæj- andi. „Hver talar um Afríku?“ sagði lafði Arabella hvell- um rómi. „Heim í rúmið er það sem jeg ætla mjer. Gillian, þjer komið með mjer. Bíllinn getur svo ekið með yður áfram til Hampstead, þegar biiiS er að skila mjer heim. Yirginie getur fylgst með Mögdu“. „Já, farðu með Marranie“, sagði Magda, en Gillan. horfði spurnaraugum: á liana. „Jeg þarf að skifta um. föt núna“. Gestirnir gengu allir í áttina til dyrauna. „Sælir“. Magda rjetti Quarrington hina mjúku litlu hönd sína. „Mjer — mjer þykir leiðinlegt að þjer skul- uð vera að fara í ferðalag, sankti Michael“. Michael var sá eini, sem heyrð síðustu tvö orðin.. Hann sneri sjer við í flýti og fór á eftir Gillian og lafði Arabellu. „Þjer ættuð að hætta við þetta ferðalag til Afríku„ herra Quarrington“, sagði lafði Arabella. í næstu viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.