Morgunblaðið - 28.12.1938, Page 3

Morgunblaðið - 28.12.1938, Page 3
Miðvikudagur 28. des. 1938. MORGUN BLAÐIÐ 3 Skygnst eftir •0skjugosi Ekkert sást frá Torfufelli. Dann 22. desember fóru þrír menn frá Akur- eyri upp á Torfufell í Eyja- firði til þess að svipast eftir hvort þeir yrðu varir við að eldur væri upp í Öskju. Voru þeir komnir upp á fjallið kl. 6 á Þorláksmessu- morgun. Stóðu þeir þar við í þrjár klukkustundir, höfðu gott útsýni suðaustur yfir öræfin alla leið til Kverk- fjalla og sáu engin merki þess að um eldgos væri að ræða. Einn af þessum mönnum var Trausti Einarssn kennari við Mentaskóla Akureyrar. Með kon- um voru þeir Olafur Jónsson framk.væmdastj. Ræktun arfj elags- ins og Guðmunur Arnlaugsson kennari. Blaðið átti tal við Trausta í gær. Skýrði hann svo frá: Við fjelag’ar vilclum gera tilrauu til þess að komast að raun um, livað r.jetf væri í fregnum þeim, sem borist kafa um eld í Oskju. Yið völdum okkur Torfufell sem sjónarhól. Fellið er milli Yillinga- dals og Eyjafjarðardalsins, 1240 m. á liæð. Við fórum upp í 1000 metra hæð um kvöldið þ. 22. des. og tjölduðum þar, en fórum síðan í - jt •’ fi : ' mýrkri fýrir dögun upp á fellið. Meðan við liöfðumst við í tjald- inu um nóttina, hituðum við það upp með prímus. Kalt var þar efra og harðfenni, og urðum við að fara varlega, einkum meðan dimt var. Við völdum þenna tíma sólar- hringsins til þess að geta hæði verið þarna í náttmyrkri og dags- birtu. í myrkri sæist best til eld- bjarma, en í birtu til reykjar- stróka. Lág ský voru yfir Oskju. Ef eldur væri þar uppi, hefði átt að sjást endurslýn hans í skýj- unum. En svo Arar ekki. Og reyki sáum við enga, þegar birti af degi. Við litum því svo á, að þenna dag hafi um engan eld verið að ræða, livað svo sem áður hefir veSð. En hafi þarna verið eld- gos, þá er einkennilegt að ekki skuli hafa sjest til þess t. d. frá Grímsstöðum á Fjöllum. Frá Skótustöðum í Mývatnssveit hefir, að því er jeg best veit, ekkert sjest, sem bendir á gos. Aldraður maður finst ðrendur ð Siglutirði ann 23. þ. m. um kl. 17 var lögreglunni í Siglufirði til- kynt að Páll Björnsson, Lindar- götu 11B, hefði horfið heimanað frá sjer um daginn. Var þegar iiafin leit og um kl. 10 fanst Páll örendur við bryggju Páll var 70 ára að aldri og orð- inn mjög heilsuveill. Hann lætur eftir sig konu og 3 uppkomin börn. (FÚ.). á valdi Japana Japanar hafa nú ákveðið að feta í fótspor Þjóðverja og gera þriggja ára áætlun til þess að verða óháðir inn- flutningi nauðsynlegra hrá- efna, eins og t. d. kola, olíu, lyfja o. fl. Þessi áætlun nær yfir Japan, Manchukuo og Norður-Kína (símar frjetta- ritari vor). Japanskeisari flutti ræðu í gær við 74. setningu japanska þingsins. Sagði hann að full- komin hervæðing alls landsins væri nauðsyn til þess að koma á nýju skipulagi í Asíu. Jap- anar hefðu nú 47% af öllu landi í Kína á valdi sínu og tvo þriðju hluta íbúanna. Manntjón Japana í styrjöld- inni væri 47.000, en.vissa fyr- ir því að manntjón Kínverja væri 800.000 manns. (FÚ.). Maður fellur af bíl og bíður bana að slys vildi til í gærmorgun að 19 ára gamall piltur, Friðgeir Valdemarsson frá Sól- heimagerði í Blönduhlíð, fjell út af bíl á veginum skamt frá Hjer- aðsvötnum, og beið samstundis bana. Bjllinn var að flytja fólk frái skemtun í Varmahlíð áleiðis yfin í Blönduhlíð. Sex menn stóðu i djúpum lrassa aftan á bílnum -—• en afturgafl var enginn — og var Friðgeir einn meðal þeirra. Sáu þeir, sem með honum voru,’ að hatturinn fauk af höfði hans, og í sömu svifum var hann horf- inn af bílnum. Er álitið að hann muni hafa ætlað að reyna að grípa hattinn. Bíllinn, sem var á hægri ferð, staðnæmdist þegar, en pilturinn var örendur þegar að var komið. (FÚ.). * FRÆGUR TJEKK- NESKUR RITHÖF- UNDUR LÁTINN London í gær. FÚ. árel Capek, rithöfundurinn heimsfrægi, er látinn, 48 ára gamall. Capek komst í náin kynni við Mazaryk, forseta Tjekkóslóvakíu, og skrifaði bók um hann í tveim- ur bindum. Meðal hinna mörgu bóka Capeks er ein um garðrækt, en frístundir sínar notaði hann til garðræktar og til þess að auka þekkingu sína á henni. Eitt hinna síðari verka Capeks. var leikrit, sem fjallaði um einræði og lýð- ræði. Hjer á Islandi hefir verið leikið leikrit eftir hann, „Gervimenn". Kjartan Sveinsson, sei* um margra ára skeið hefir verið starfsmaður við Þjóðskjalásafnið, hefir verið skipaður skjalavörður við safnið. Þegar Chamberlain flutti ræðuoa, sem þýsku blaHa- mennirnir vildu ebki heyra Mr. Chamberlain flytur ræðu um utanríkismál í samsæti erlendra blaðamanna í Jjondon um miðjan desember. Dettifoss bjargar þremur mönnum af vjelbáti Degar „Dettifoss" kom að vest- an- aðt'arsinótt aðfangadags sá liann?'vjelbát' með l/iia&n vjel undan Öndverðarnesi. 1 bátnum voru þrfr .menn og höfðu þeir set.t upp neyðarmerki. Dettifoss reyndi að taka bátinn í eftirdrag, ef vera mætti að hægt væri. að bjarga Iionnm liingað til hafnar. Eu báturinn sökk á leið- inni, sköjnmu gftir að skipvérjar voru komnir um. borð í Dettifoss. Einar Stefánsson, skipstjóri á Dettifossi, sagði Mbl. sa'o frá í gær unT þenna atburð. —- A Þorláksmessnkvöld um kl. 9 fórum við fyrir Öndverðarnes á leið hingað til Ileykjavíkur. Sáum við sem vorum á stjórnpalli ein- kennilegt ljós alllangt úr okkar leið. Ákvarð jeg að láta athuga þetta og er nær kom, kom í ljós að ljósið var .á v.jelbátnum Rafn- ari, sem liafði verið á leið frá Þingeyri til Reykjavíkur, en orðið fyrir vjelarbilun. Hafði bátinn rekið í fjórar klukkustundir er við komum að honum. Veður fór versnandi og tókunn við strax skipshöfn Rafnars, sem AToru þrír menn, upp í skip til okkar og ætluðum að reyna að draga bátinn til hafnar, én bátur- inn sökk um miðhætti. Sundhöllin verður lokuð til kl. 2 í dag vegna viðgerðar. Roosevelt og Evrópa London í gær. FU. meríska flotamálaráðuneytið tilkynti í gær, að frá 6. jan. n.k. mundi föst flotadeild vera höfð til gæslu á Atlantshafi. I flotadeild þessari verða 4 or- ustuskip, 8 beitiskip, 23 tundur- spillar, auk þess kafbátar og flug- vjelaskip. S.l. ár liefir aðalfloti Bandaríkjanna haldið sig á Kyrra- hafinu. Talið er að ástandið í Évrópu sje orsök þessarar ákvörðunar. Þýsk blöð hafa tekið þessari á- kvörðun illa. Eitt blaðið segir að gott sje til þess að vita að milli Þýskalands og Bandaríkjanna sje 4 þúsund mílna vegur. FROSTIÐ AÐ MINKA London í gær. FÚ. morgun rmr hægt frost í Lond- on, en nú liefir brugðið til þíðviðris víðast hvar á Bretlands- eyjum. Það, sem menn óttast mest nu, er að tjón verði af völdum flóða, ef snjórinn þiðnar mjög ört. I Danmörku rílt.ja ennþá mestu vetrarhörkur og eru mjög miklir erfiðleikar á um öll fei’ðalög. Veð- urfræðingar telja, að þetta veður muni lialdast a. m. k. á morgun, en gera sjer heldur vönir uin hláku úr því. Sæfmundur Magnússo’n, Berg- þórugötu 8, «r fimtugur í dag. Aðdragandi slyssins í Rangá „Ekki verður feigum forðað" Annað stívvjel Katrínar sál. Jósefsdóttur frá Ás- mundarstöðum hefir fundist við Rangá, en eins or’ frá var skýrt áður hjer í blað- inu hvarf Katrín 23. okt. í haust, á leið frá Keldum á Rang’árvöllum að Marka- skarði í Hvolhreppi. Stígvjelið fanst við mynni Stokkalækjar. Annað hefir ekki fundist, þrátt fyrir nákvæma leit. I nýkomnu brjefi að austan er nokkuð nánar skýrt frá aðdrag- anda slyss þessa. Katrín A-ar sem áður er getið stödd á Keldum kvöldið fyrir slys- ið, en húgðist til ferðar snemma næsta morgun, 23. okt. Guðmund- ur, sonur Sltúla bónda á Keldum, ætlað einnig þenna sama morgun að Þingskálum. Leitaði hann sjer að liesti kvöldið áður, en fann engan. Hann fór því í bíti næsta morgun, gangandi. Katrín vissi að enginn hestur hafði fundist, en vildi samt fara sinnar ferðar og gangandi. Fólkið í Keldum reyndi að kyrsetja hana, en árangurs- laust. Var einnig reynt að fá hana til að síma að Markaskarði, til þess að fá þaðan mann til að sækja hana, en það vildi liún ekki. Aldís á Móeiðarhvoli, dóttir Skúla á Keldum, var þenua dag gestur hjá foreldrum sínum, og bauð hún Katrínu liest sinn yfir Rangá. Tók Katrín' því með þökk- um. Messa átti að Keldum þenna dag, og var Katrín altaf vön að fara í kirkju; en í þetta sinn fór hún fyrir messu. Áður en Katrín lagði af stað, áminti húsfreyjan á Keldum hana um að fara yarlega; bað hana að taka með sjer staf (sem hún þó ekki gerði) og krækja lítinn spöl fyrir upptök Teitsvatna, svo að ekki þyrfti að vaða þau. Var nú Katrínu fylgt að Rangá, því fylgdarmaðurinn skyldi taka hestinn til baka. Reið svo Katrín yfir ána, en tókst ekki að reka hestinn yfir aftur. Við eltinga- leikinn vdð hestinn fjarlægðist Katrín upptök Teitsvatna. Er talið sennilegt að hún hafi vaðið vötnin og druknað í þeim. Lílc Katrínar hefir ekki fundist, en það getur auðveldlega leynst í hávöðum og fossum, sem eru þarna í Rangá. Þegar Katrín vmr búin að kveðja á Keldum, sagði einn vinnumann- anna þar: „Þetta er feig mann- eskja“, en hvað hann hafði fyrir sjer með þessum ummælum, getur ekki. Viku síðar dreymdi konu á Keldum hina látnu konu. Þótti henni Katrín mæla þessi orð: „Nú er jeg komin í skóla, og líka búin að skreþpa til Reykjavíkur“. En þangað ætlaði Katrín eftir ný- árið. Frá Englandi komu þessir tog- arar um hátíðina: Gulltoppur, Baldur, Þórólfur og Max Pemb- erton.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.