Morgunblaðið - 28.12.1938, Síða 7

Morgunblaðið - 28.12.1938, Síða 7
Miðvikudagur 28. des. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 7 Minning Erlendar Þórðarsonar P. 6. mars 1864. D. 16. des. 1938. Barst mjer til eyrna með bylgjum lofts andlátsfregn þín, Erlendur. Hljóður varð jeg, nú Iirynja tár allra, sem þjer unna. Traust var lund þín, trúr varstu starfi, íslendingur, íturmenni. Bætti þjóðarhag best er kunnir, meðan líf ljeðist. En það andartak er mig kvaddir allra síðast, Erlendur. Leiftruðu geislar hulinsheims gegnum hrörlegt hold. Heilaga trú hjálpin stærsta von og vissa veikum mönnum. Kristur hefir sagt lcvíðið engu andinn mun lengur lifa. Þ. E. Þakkir. Við viljum hjer með votta þakklæti okkar í garð lækn- anna og hjúkrunarkvennanna hjer, sem hafa sýnt okkur sjerstaka alúð og nærgætni í allri umgengni, og hvað þær á allan hátt hafa reynt að gera okkur hátíðina sem ánægjulegasta, og að við metum þann systurlega kærleika sem þær hafa látið okltur í tje í svo ríkum mæli. Guð launi þeim öllum. — Sjúklingar á nr. 10 á handlækningadeild Landspítalans. □ Edda 59^glgm — tóiatrje að Ilótel Borg.' Aogongttmfða sj| vitjað til S.‘. M.‘. fyrir hádegi í dag. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- átt með skúrum eða jeljum. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): Milli íslands og Noreg's er allstör lægð, sem er að grynnast. Ný lægð er að nálgast úr SV. Vindur er orðinn SA vestanlands, en er enn hvass N—NV á A-landi. Frost er á flestum stöðum, mest 6—8 st. á Norðurlandi. Gera mun SA- átt og' þíðviðri um alt l'and, en líklega gengur vindur til SV á morgun á S- og V-landi. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími 2161. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og' Lyfjabúðinni Iðunn. Hjúskapur. Á jóladag voru gef- in saman í hjónaband ungfrú Helga Jónsdóttir, Ljósvallagötu 28, og Karl Sæmundsson húsa- smiður. Heimili ungu hjónanna er á Víðimel 41. Hjónaefni. Á aðfangadag opin- beruðu trúlofun sína Sveina Da- víðsóttir og Sigurður Karlsson, Njálsgötu 92. Hjónaefni. Trúlofun sína'’ opin- beruðu á aðfangadag ungfrú Svein sína Narfadóttir og Stefán Helga- son, Hafnarfirði. Hjónaefni. Á jólakvöldið opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Ragn- .heiður Jónsdóttir frá Akureyri og Bjarni Jónsson bílstjóri hjá Shell Leikfjelag Reykjavíkur hafði frumsýningu á sjónleiknum Fróðá á annan í jólum og fekk leikur- inn ágætar viðtökur. Næst verður leikið á morgun. Vefnaðarstofan Hafnarstræti 11 hefir sýningu á handavinnu nem- enda sinna í sýningargluggum Jóns Björnssonar & Co'. næstu þrjá daga. Sýningarskálinn í Austurstræti var hátíðlega og smekltlega skreyttur um jólin. Búið var að taka allar auglýsingamyndirnar iir Rafskinnu og setja biblíumyndir í staðinn. E.s. Edda kom frá Ítalíu á jóla- dag. Skipið var með eitthvað smá- vegis af vörum hingað til Reykja- víkur og saltfarm til Keflavíkur. B.v. Reykjaborg kom af veiðum í gær. Hafði skipið aflað um 3500 körfur í ís og 10 smálestir í salt. A U G A Ð hvílist tneð gleraugum frá THIELE Sundhöll Reykjavlkur verður aðeins opin frá kl. 2—10 e. h. í dag vegna viðgerðar á rafmagnslínu að hitaveitu. Reykjaborg fór áleiðis til Eng- huids í gær með aflann. Sjálfstæðismannafjelag 10. des. var stofnað. Sjálfstæðisfjelag Vill- íhgaholtshrepps. Formaður var kosinn Jón Jonsson. Hnausi; með- stjórnendur Ólafur Einarsson, Þjótanda, og Einar Einarsson, Eg- ilsstöðum. Eimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafbss er í Hamborg. Brú- arfoss er í Kaupmannahöfn. Detti- foss fer til Hull, Rotterdam og Hamborgar í kvöld kl. 10. Lagar- foss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reykjavík. „Hatten av for islendingene!“ heitir grein um ísland og Islend- inga, sem nýlega birtist í dag- blaðinu Tidens Tegn í Osló. Grein- in er eftir kommandörkaptein O. J. Willoch, sem verið hefir skip- herra á norska eftirlitsskipinu Fridthiof Nansen. Greinin er sjer- stalrlega vingjarnleg í okkar garð og sýnir að höfundur hefir tekið ástfóstri við land og þjóð. Ólafur Ólafsson kristniboði og Gunnar Sigurjónsson cand. theol. halda almenna samkomu í Betaníu við Laufásveg í kvöld kl. 8y2. Allir velkomnir. Jólaskemtun U. M. F. Velvak- andi verður haldin í Kaupþings- salnum í kvöld og hefst kl. 8y2. Byrjað verðúr með sameiginlegri kaffidrykkju, erindi verður flutt, ennfremur verða gamanvísur, upp- leStur, mandolín og guitar dúett o. fl. Fjelögum heimilt að taka með sjer gesti. Síðastliðinn jóladag’, á undan guðsþjónustu, var Viðvíkurkirkju í Skagafirði afhent vönduð altar istafla. — Nokkrar konur í sveit- inni ásamt sóknarnefnd höfðu gengist fyrir fjársöfnun til henn- ar. Altaristaflan er mynd af upp- stigningunni og hefir prófessor Magnús Jónsson málað töfluna. (FÚ.). Jólasveinninn alkunni, sem skemt hefir börnum hjer ár eftir ár, heldur jólaskemtun fyrir börn í G. T.-húsinu í dag kl. 4 og' dans- íeik þar fyrir fullorðna kl. 10. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ Frá Kristínu Björnsdóttur 10 kr Afh. af Bj. Eyjólfssyni. Með þakk- læti móttekið. Guðm. Gunnlaugs- son. Útvarpið: Miðvikudagur 28. desember. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 19.20 Hljómplötur: Lög leikin á harpsichord. 19.50 Frjettir. 20.15 Leikrit: „Fyrirvinnan“, eft ir W. Sonxerset Maugham (Ragnar E. Kvaran, Soffía Guðlaugsdóttir, Arndís Björns dóttir, Regína Þórðardóttir Alda Möller, Brynjólfur Jó hannesson, Indriði Waage Gunnlaugur Ingvarsson). 22.15 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Skrifstofur vorar Lokað i dag frá kl. 1-4 vegna farðarfarar. Verslunin Bristol. Jarðarför konunnar minnar, Katrínar Einarsdóttur, fer frami föstudaginn 30. desember kl. 1 e. h. frá heimili henli- ar, Öldugötu 45. ^ Ólafur Kristjánsson. Gagnið að auglýsingum fer auðvitað eftir því hvað marg- ir lesa þær. Munið að Morg- unblaðið er langsamlega út- breiddastá blaðið. Tugir þús- únda lesa það daglega. Það ber boð yðar til allra. Það selur fyrir ýður. Það tryggir gamla viðskiftavini og útveg- ar nýa. Það er boðberi við- skiftalífsins. eru lokaðar frá kádegft i dag vegna jarðarfarar. Skúli Jóhannsson & Go. Hjer með tilkynnist að Karítas Guðmundsdóttir frá Drift í Mosfellssveit andaðist á Landspítalanum, 24. þ. m. Jarðarförin ákveðin frá Lágafelli laugardaginn þ. 31. (gaml- ársdag) kl. 1. Vandamenn. Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum, að konan mín elskuleg. Ingibjörg Örnólfsdóttir, andaðist 25. þ. m. að heimili sínu, Vitastíg 15. Guðmundur Helgason. Dóttir mín og systir okkar, Jónína Þóra Kristjánsdóttir, andaðist á Elliheimilinu 25. þ. m. Guðrún Gísladóttir og börn. Jarðarför míns hjartkæra eiginmanns, föður og tengda- föður, Erlendar Þórðarsonar frá Reykjafossi fer fram í dag og hefst með húskveðju að heimili hans, Bergþórugötu 25, kl. 1 e. h. og síðan frá fríkirkj- unni. Jarðsett verður í Fossvogi. Jónína Bjarnadóttir. Laufey B. Jóhannesdóttir. Óskar B. Erlendsson. Jarðarför Davíðs Atla Guðmundssonar frá Þingvöllum er ákveðin fimtudaginn 29. desember kl. iy2 e. h., frá dómkrikjunni. Jarðað verður í Fossvogi. Málfríður S. Jónsdóttir. Guðmundur Davíðsson. Klara Guðmundsdóttir. Jarðarför okkar hjartkæra eiginmanns og föður, Elíasar Hjörleifssonar, múrarameisara, fer fram, frá fríkirkjunni fimtudaginn 29. des. Athöfnin hefst kl. 1 y2 með húskveðju á heimili hins látna, Njálsgötu 94. Ingibjörg Guðmundsdóttir og börn. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur marg- víslega hjálp og samúð við fráfall og jarðarför Ingvars Helgasonar frá Bruhnastöðum, Vandamenn. * Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Kristjáns Guðjónssonar frá Arnarnúpi í Dýrafirði. Foreldrar og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.