Morgunblaðið - 27.09.1939, Síða 6

Morgunblaðið - 27.09.1939, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. sept. 1939. « Frönskunámskeið Alliaoce Frangaise í Háskóla fslands hefjast í byrj'un október. Kennari verður fyrst um sibn Magnás G. Jónsson, konsúlritari. Kent verður í byrjendadeild og ftímbaldsdeild. ! ': 1 -Z'' 1 r Námskeiðið (okt.—des.) 25 kenslustundir kosta 25 krónur, er greiðist fyrirfram. Áskriftalisti liggur frammi á skrifstofu forseta fjelagsins í Að- atetræti 11 (sími 2012) og eru væntanlegir nemendur beðnir að gefa sig fram sem fyrst. L' . i : Sfýrimannaskólinn verður settur mánudaginn 2. október kl. 2 síðdegis. Þeir af umsækjendum um siglingafræðinámskeiðin á fsafirði og í Neskaupstað, sem ætla sjer að stunda nám við. skól- ann í vetur, en hafa ekki enn tilkynt þátttöku, verða að gera það fyrir næstkomandi laugardag. SKÓLASTJÓRINN. líts/ör. - Dráttarvextir. • :S Nú um mánaðamótin fellur síðasti hluti útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1939 í gjald- daga. Jafnframt falla dráttarvextir á þriðja [?:; hluta útsvaranna. Gi rn: H í október verða gerð lögtök hjá þeim, sem hafa ekki greitt a. m. k. þrjá fimtu hluta útsvarsins. Borgarritarinn. Iðnskólinn í Reykjavik verður settur mánudaginn 2. okt. kl. 6y2 síðd. í Baðstofu iðnaðarmanna. Að skólasetningu lokinni hefjast inntöku- próf og bekkjapróf. SKÓLASTJÓRINN. Tilkynnið flutninga á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Tjarnargötu 12, sími 1222, vegna mælaálesturs. Rafmagnsveita Reybfavíkur. Ull Timburverslun | P. VJU. lacobsen & 5ön R.s. Stofnuð 182 4. = Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenbavn S. |H Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- = mannahöfn. ------------- Eik til skipasmíða. ----------- Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi. Hefi verslað við ísland í cirka 100 ár. ÍfllfllllililllliíSlllliiDllllti!flfllHflil)lll!Ulllllilij|IIMII!fl!!l!flllSíllllllti'fliii!lflííii!liiiiii:iii!:)!!flllttÍ Klraðterðir Sleindórs til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga og laugardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðaötöð Oddeyrar “ S t e i n d «i r - simi 1580.““ Rannsókn á tireindýr- um á Brúaröræfum Helgi Valtýsson rithöfundur hefir nú nýlokið við rann- sóknir á hreindýrum á Brúaröræf- um. Segir hann svo frá rannsókn- inni: Að tilhlutun viðskiftamálaráð- herra fór Helgi Yaltýsson rithöf- undur austur á Brúaröræfi í sum- ar til þess að rannsaka hve mik- ið muni vera af hreindýrum á þeim slóðum og lífsskilyrði þeirra á heiðum og öræfum. Helgi var í ferðinni frá 21. ágúst, er bann fór frá Akureyri, til 10. september. Með bonum var Eðvald Sigurgeirs Son ijósmyndari á Akureyri, en fyigdarmaður var Priðrik Stef- ánsson bóndi í Hóli í Fljótsdal. í efsta hluta Brúaröræfa, svo- nefndán Kringilsárrana upp víð jökulrætur komust þeir 28. ágúst, eftir að bafa farið fyrir upptök Kringilsár á .Jökii. I>eir dvöldu í Kringilsárrana á ífjórða dag og könnuðu þar vítt landsýæði. Hreindýr vorn þar í stærri o»g- minni hópurti, en alis telur Helgi að í Kringiisárrana jnuni verá um 100 hreindýr. Telúr hartn þan mjög þroskuð að vexti, enda sje gott hréindýraiand uni þessar Slóðir. Segist Helgi hafa sjeð gamla hreintarfa, geysimíklar skepnur ineð ægilega stór horn og hvítt fax ofan á bóga, Hann giskar á, að af eldri karldýrum sjeu þarna irm 40, af hreinkum einnig um 40 og af kálfum sennilega 20— 25 alls. Þeir fjelagar komust í ná- lægð við dýrin og tók Eðvaid Sigurgeij)*son margt myndá', bæði venjulegar myndir og litaðar kvikmyndir. Girt umhveríis hverina í Hverageröi Oirt verður umhverfis stærstu hverina í Hveragerði. Eftir slysið, sem vildi til um daginn, er ungur maður fjell ofan í einn hverinn og heið bana, tók Slysavarnafjelag íslands að sjer að athuga hvað hægt væri að gera tii þess að hindra að slík slys gætu komið fyrir, og fór Jón Odd- geir Jónsson austur síðastliðinn mánudag. Varð það að samkómulagi milli hans og þeirra aðila, sem hvera- svæðið eiga, að girt skyldi um- hverfis hverina, sem hættulegir eru að því leyti að menn kunni að falla ofan í þá. Einnig mun Slysavarnafjelagið setja upp nokk- rtr viðvöruuarmerkí við hættuleg- ustu svæðin. Girðingarnar verða settar upp í haust eða næsta vor. „Svalt og Bjark' heítir ný bók eftir Jakob Thorarensen skákl. Eru það 8 st.uttar sögur. Bókiu kom á markaðinn um síðus.tu helgí. — Svalt og bjart, er það ekki ágætt nafn? Það gæti verið sannheiti á heildarútgáfu af rit- verkum skáldsins, bæði í bundnú máli og óbundnu. Það er altaf eitthvað svalt í þeim, en þjart h'ka, funafrost og heiðríkja. Samningarnir í Moskva FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. til þess að stöðva landvinninga Þjóðverja. Rússar eru fyrir sitt leyti sagðir fúsir til slíkrar sam- vinnu með því skilyrði að nokkr- ar breytingar verði fyrst gerð- ar á landamærum á Balkan- skaga. Það sem fyrir Rússum vakir er að hagnýta sjer öll stór-slaf- nesk öfl og ótta smáríkjanna á Balkanskaga við Þjóðverja, til þess að heimta aftur af Rúm- enum Bessarabíu (rússneskt hjerað, sem Rúmenar fengu eftir stríðið) og auk þess Bu- kowinu. Líklega munu Rússar auk þess reyna að fá Karpato- Ukraníu (Rutheníu) frá Ung- verjum (Ungverjar fengu þetta hjerað í sinn hlut þegar Tjekkó slóvakíu var skift í vor) gegn því, að þeir fái hjeraðið Sieb- enbúrgen í Rúmeníu (þar sem búa um 2 milj. Ungverjar). Eftir að búið er að búta Rúm- jejníu í sundur á þenna hátt, vilja Rússar taka að sjer að ábyrgj- ast landamæri hennar gegn framrás Þjóðverja. I Búkarest er talið, að 100 herfylki rússnesk sjeu á leið til suðurlandamæra landsins og landamæra Rúmeniu. Ræða Churchill FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. uppi kafhát, sem orðið hefði vart við. Þessvegna hefði þýski kaf'bát- urinn komist nær en ella. Mr. Chnrchill taldi upp þrjár aðferðir til þess að sigrast á kaf- bótahættunni; 1) að tundurspillar fylgdu kaup förum; 2) að vopna kaupförin sjálf. Þetta væri nú verið að gera í stórum stíl; 3) að elta kafbát- ana uppi með flugvjelum og tund urspillum og sökkva þeim. Hama. sagði, að í síðasta stríði hefði þurft 14—16 tundurspilla til að elta uppi og sökkva kafhát. Nú nægðu tveir tundurspillar. Siglingar um Ermarsund FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. strönd Frakklands, munu fá jeiðbeiningar hjá frönskum yf- ■íifvöldum uni það, hvérnig þau .< igi að sigla til Boulogne. V. Skip, sem.ætla áð leggj- ast við akkeri, verða annað hvort að < gera það í ,,The Downs“ eða í „Dungeness East Roads“. VI. Skip, sem vanrækja að fara eftir þessum reglum, gera það á eigin ábyrgð. Jafnvel ungt félk eykur vellíðan sína með því að nota hárvötn og ihnvöln Við framleiðum: EAU DE PORTUGAL EAU DE QUININE EAU DE COLOGNE BAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1.10 til kr. 14.00, eftir stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖTNUM úr hinum bestu erlendu efnum, og eru nokk- ur merki þegar komin á markaðinn. — — Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötnum og hárvötnum, og snúa verslanir sjer því til okkai", þegar þær þurfa á þessum vörum að halda. — Loks viljum vjer minna húsmæðurnar á bökunar- dropa þá, sem vjer seljum. Þeir eru búnir til með r j e 11 u in hætti úr rjettum efnum. — Fást allsstaðar. — Áfengisverslun ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.