Morgunblaðið - 03.11.1943, Síða 5

Morgunblaðið - 03.11.1943, Síða 5
Miðyikudaguv 3. nóv. 1943 MORGUNBLAÐIÐ Stofnum lýðveldið 17. júní 1944 RÆÐA JÓHANNS HAFSTEIN Góðir áheyrendur! Hversu mörg ykkar, sem hjer eruð saman komin, er- uð ekki fædd eftir þann drottins dag 1. des. 1918? Og þið, sem kunnið að vera eldri en svo, hafið þá senni- lega flest verið að slíta fyrstu barnsskónum, enda- þótt jeg sjái einnig eldri andlit þeirra, sem bersýni- lega hafa áhuga á því að vera.jafnan þar, sem sjálf- stæðismálið er rætt. Með öðrum orðum, — flest þau, sem mætt eru hjer í dag, eru börn fyrirheitna lands- ins, þess Islands, sem lofað var 1. des. 1918, að það skyldi eitt mega ráða öllum* sínum málum, þá að 25 ár- um liðnum, eða eftir árs- lok 1943, algjörlega full- valda og frjálst af fyrri tengslum. Við erum í dag saman komin andspænis því, að tímamótin nálgast. Við er- um saman komin til þess að treysta þann ásetning, sem mæður og feður fengu okkur í arf, — til þess að búa okkur undir að taka á móti gjöfinni, er okkur var heitin fyrir 25 árum. Er þessi tímamót bera að sjónum er mannkynið statt í myrkum dal, vegna þess, að þjóðir fengu ekki að lifa í friði, frjálsar og óáreittar í sínum löndum, í sínum heimkynnum, í sínum heim- ilum, við sín störf og við- fangsefni, við sitt fjelags og fjölskyldulíf, við sínar ást- ir og vináttu. En aldrei hafa þjóðir þó fært stærri fórnir til þess að hefjast úr skugg- anum til Ijóssins, — sókn þjóðanna eftir frelsi hefir aldrei verið einbeittari. . Við erum ekki í skugga- legu djúpi dalsins. Við er- um heldur ekki fyrir ofan eða handan dalinn. Á nú þessi tilvera að lama þrá okkar og viðleitni til þess að vera alfrjálsir? Er það líklegt, að þessi tilvera, — þetta viðhorf annara þjóða, — dragi úr samúð þeirra með frelsisþrá þjóð- ar okkar? * s{< Hið raunhæfa viðfangsefni: Það bíður okkar í dag raunhæft viðfangsefni. — Hvort við eigum án tafar að láta fram koma eins og til stóð það, sem okkur var lof- .að, endanlegt brottfall hins lögformlega sambands við Danmörku, er hvílt hefir á sambandslögunum frá 1918, — og endurreisa lýðveldið í landinu. Um þetta hafa því miður orðið deilur. Þið hafið heyrt talað ura „hraðskilnaðar- menn“. ,,Hraðskilnaðurinn“ er ekki meiri en svo, að vilja láta. firani i koma' gefið lof- orð óg gerða samninga fýr- Afstaða æskulýðsfundarins í Camla Bíó Eins og áður hefir verið frá skýrt, ríkti fullkomin eining á hinum fjölmenna fundi æskulýðsfjelag- anna um sjálfstæðismálið í Gamla Bíó síðastliðinn sunnudag. Fara hjer á eftir ræður fulltrúa Heimdallar, fje- lags ungra Sjálfstæðismanna, á fundinum, — og ályktanir þær, er fundurinn gerði. að ganga nú endanlega frá sambandsslitum og stofnun lýðveldis, í skjóli þeirra við- trygginga ir 25 árum, þegar áramótin næstu eru gengin um garð. Þið hafið heyrt talað um „hið svokallaða sjálfstæðis- mál“. Það er torskilið hug- tak um þá athöfn að stofn- setja lýðveldi í landinu. Og loksins ber þessi fund- ur þess vott, þar sem tvö stjórnmálafjelög ungra manna, er boðin var þáttaka í fundinum, eiga hjer enga fulltrúa, að til eru ungir menn, sem telja ekki „tíma- bært“ að tala um þetta helsta mál þjóðarinnar. Er þessum ungu mönnum sjálf- rátt? I Málið þolir ekki bið: Um sjálfstæðismálið hefir í seinnitíð mikið verið rætt og ritað. Hvorki þarf jeg að lýsa afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til málsins eða af- stöðu fjelags ungra Sjálf- stæðismanna, ,,Heimdallar“. Hvorttveggja er alkunnugt fyrr og síðar. En jeg skal svara fyrir mig vegna hvers jeg vil taf- arlausar aðgerðir og vegna hvers ekki bið, vegna hvers sambandsslit og lýðveldis- stofnun eigi síðar en 17. júní 1944: 1. Vegna þess, að alt ann- að væri í ósamræmi við og afturhvarf frá fyrri stefnu og þrá þjóðarinnar. 2. Vegna þess, að við höf- um fullan og ótvíræðan rjett til þess. 3. Vegna þess, að fullnæg ing þessa rjettar nú, er fyr- irfram viðurkend af einu mesta lýðveldi heimsins og aðstaða okkar með því trvgð á sem ákjósanlegastan hátt. 4. Vegna þess, að með stofnun lýðveldis nú tökum við ekki neitt af neinum, sem við ekki eigum jafn- framt samningsbundinn rjett til, ef framkvæmd þar að lútandi samnings hefði ekki hindrast vegna styrjald arinnar. 5. Vegna þess, að hinni minstu smáþjóð, sem verður að vísu að byggja alla sína frarfitíðar tilveru sjálfstæð- is og fullveldis á því að fara hvergi út fyrir takmörk laga og rjettar, nægir ekki það eitt að eiga aðeins rjettinn, ef hún ekki á hverjum tíma sýnir í verki fyllsta vilja og vakandi hug á því að nota einnig rjett sinn að ystu mörkum, en lætur ekki fjör- eggið liggja afrqekt á glám- tbekk. i r . j. i-í-U 6. Vegna þesfej að'm.eð því urkenninga^fljQg stórvelda, erTýrir liggja, er aðstaða ríkisins oruggari og framtíð. okkar feld í trvgg- ari farveg, en ef fyrst ætti að ráða fram úr þessum mál um í styrjaldarlok í því ölduróti umróts, er þá' má vænta. 7. Vegna þess, að þó að einhver kynni að segja, að sambandsþjóð okkar væri það viðkvæmt nú, að end- anleg sambandsslit færu fram þegar, jafnvel þó að viðurkent sje og vitað, að málefnalega skiftir það hana hvorki til nje frá, þá skortír mig í fyrsta lagi rök fvrir, að svo sje, og í öðru lagi hlytu þá tilfinningar mínar, hversu viðkvæmar, sem þær kynnu að vera í garð Dana, að vera ennþá viðkvæmari fyrir því, sem jeg tel minni eigin þjóð fyrir bestu. 8. Vegna þess, að jeg er þess ekki fullviss, ef við vanrækjum að nota okkur þann rjett, er við nú eigurn, að svo gæti ekki farið, að við kynnum að eiga í vök að verjast gegn því, að sam- bandslögin tækju gildi á ný, eftir að at'vik þau, sem hindr að hafa framkvæmd þeirra, væru úr vegi. 9. Vegna þess, að jeg tel hvorugu sambandsríkjanna sje greiði gerður með bið- inni og lít svo á, að hið hörmulega hlutskifti, er danska þjóðin á nú við að búa, sje fremur líklegt til þess að auka samúð henn- ar með þrá íslensku þjóðar- innar til sjálfstæðis, en að búa henni gremju yfir því, þó að íslenska þjóðin sæki nú án tafar eftir því, sem við vitum sjálfa dönsku þjóðina þrá mest, sem er al- gert fullveldi og frelsi, og við óskum af alhug, að' hún megi endurheimta hið fyrsta. 10. Vegna þess, að hvað sem segja má um mál þetta varðandi samband íslands og Danmerkur, þá eigum við síst við Dani eina varð- andi örugga framtíð sjálf- stæðis og fullveldis lands- ins — og ■ við getum með engu móti verið vissir um í annan tíma að hafa hag- stæðari aðstöðu gangvart öðrum þjóðum, er miklu skiftir, en nú. 11. Vegna þess, að það er ekki hyggilegt að geyma til morguns rácfstöfun þess, sem þjóðina varðar mestu, ef vitað er, að í dag má ráð- stafa því með fyllsta rjetti og án þess að með því sje á nokkurn hallað. Er sæmancli að vanrækja vóggugjöfina? Er það'sæmandi, að þeir, sem hlutu fyrirheitin frá 1918 í vöggugjöf, láti sig engij skifta um framkvæmd þeirra við fyrsta tækifæri? Sumir segja, að það sje „hje- gómi“ að tala um sjálfstæði og lýðveldisstofnun í dag, og vitna til þess ástands, sem af utanaðkomandi atvikum ríkir, í landinu. En það er ekki hjegómi að vilja. Og það er ekki hjegómi að vita hvað við viljum. Og það er allra síst hjegómi að vílja landið alfrjálst. Og þá er enginn hjegómi að búa þannig í haginn, sem við teljum öruggast og best, jafnvel þótt hvað eina sje ekki með þeim hætti að öðru leyti, er við helst kysum. Við eigum ekki að hika við að taka höndum saman og stofna lýðveldið eigi síð- ar en 17. júní 1944! Alþingi á að hraða afgreiðslu stjórn arskrárinnar, og þjóðin mun þá ekki láta sitt eftir liggja! ÁSyktanir fundarins Fundurinn samþykti eftirfarandi ályktanir: SJÁLFSTÆÐISMÁLIÐ. „Fjölménnur æskulýðsfundur haldinn í Gamla Bíó 31. október 1943 skorar á Alþingi að afgreiða stjórnarskrár- breytingu í sambandi við sjálfstæðismálið samkvæmt til- lögum stjórnarskrárnefndar Alþingis, þannig að gengið verði frá stofnun lýðveidis á íslandi eigi síðar en 17. júní 1944“. SAMVINNA NORÐURLANDA. „Fundurinn lýsir aðdáun sinni á baráttuþreki norsku og dönsku þjóðanna og væntir þess að takast megi öflug samvinna Norðurlandaþjóðanna að stríðinu loknu á igþilndvelli. fuHkótmins frelsisi og sjálfstæðis þessara ••þjúðaÁ* -------Uii. RÆÐA LÚÐVÍGS HJÁLMTÝSSONAR Góðir íslendingar! Frelsisbarátta þjóðar á að vera hafin yfir allar ahnerin ar deilur um dægurmal. Frelsið er sameign allrar þjóðarinnar og þegar það er sótt eða varið, eiga allir góð- ir drengir að standa fast saman og láta hvergi hlut sinn. Þannig litum við i stjórn Heimdallar á þeita mál, þegar við ákváðúm að boða til þessa fundar ©g buð um öllum öðmm pólitisk- um æskulýðsfjelögum bæj- arins þátttöku. Hinsvegar hafa tve< f jelög ekki sjeð sjer fært að taka þessu tilboði okkar. Fram- sóknarmenn á þeim grund- velli, að það sje ekki tíma- bært að ræða þetta mál. Um mótbárur Jafnaðarmanna er mjer ekki kunnugt. Eiít er víst, þeir hafa ekki treyst sjer að mæta á þesstim fundi. Jeg vil þó upplýsa það, að báðir þessir aðilar, • er jeg nefndi, voru á öllum J umræðufundum um undir- búning þessa fundar mál- efnalega á sömu skoðun og við fundarboðendur. En hvað er það þá, sem veídur, að ungir menn vil ja eða geta ekki komið opinberlega fram og rætt um helgasta mál þjóðarinnar, sjálfstæð- ismálið. Er það vegna þess, að þeir sjeu í hjarta sínu á móti því, að stofnsett verði hjer lýðveldi 17. júni 1944? Á móti því mæla ummæli þeirra sjálfra á fundum með okkur. Hin skýringin er svo sú, að þeim sje bannað af fox- ráðamönnum flokks síns að koma hjer fram og skipað að vera á móti því, að þjóð- in fái lýðveldisstiórnar- skrá næsta sumar. Þessi skýring er sennilegri a. m. k. um Jafnaðarmenn. því, eins og allir vita, sem lesa Alþýðublaðið, hefir stefna þess í sjálfstæðismálinu nú á skömmum tíma þokast úr því að vera ágreiningur um það, hvenær ný stjórnar- skrá skyldi taka gildi, í þuð að gera tilraun til að sanna, að í raun og veru hafi ís- Iendingar ekki r jett til sam- bandsslita eins og sakir standa. Um misskilning og röksemdafölsun á þjóða- rjetti-, sem Alþýðublaðið hef ir birt, þarf ekki að ræða. Því hefir verið svo kyrfi- lega svarað af sjerfræðing í þeirri grein, að öll tvímæli um rjett íslendinga eru þar tekin af. En eru þá til ís- lendingar á íslandi, sem í raun og veru eru á móti hin- um islenska- málstað? Menn, s.em í hjarta sínu trúa því, að við sjeu betur komnir undir erlendri yfirstjórrif? Skrif Alþýðublaðsins og um mæli ákveðinna fnánna cefa i < [ i í 5 * t X+Yamhi á 8. Ííðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.