Morgunblaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. nóv. 1943 MORGUNBLAÐIÐ 11 írrrg yícki mm Undrahesturinn Skjóni Æfintýri eftir Jörgen Moe. 7. Faðir Yutsing var næstum undrandi yfir að sonur sinn skyldi ekki hreyfa neinum mót mælum gegn því að kvænast á hinn forna ináta. Sannleikur inn var sá, að Yutsing I.jet undan í þessu efni, þar eð hann ætlaði að koma öðrum og mikilvægari málefnum fram við föður sinn og hann fylgdi gamla, spakmælinu: láta dálítið undan, öðlast þeim niun meira. Ilann sagði aðeins „■leg' vil ekki koma með reirða fætur“. Gamli Chang horfði ertnislega á hann eins og hann ségði: 1 Ivað veist þú um kven lega fætur? En móðir hans sagði liughreystandi „Fong Y-urig hefir stóra fætur og klæðist á nútímavísu, og hún hefir gengið í einn hinna ný.ju skóla“. Að dálitilli stundu lið- inni bætti Yutsing hálf feimn- islega við: „Og mig langar einnig til að sjá hana áður en jég kvænist henni.“ Móðii' hans brosti aðeins við þessi orð hans, en svaraði engu. Samningarnir voru þegar und- irritaðir og Chang fjölskyldan gat elcki dregið sig til baka án þess að stórmóðga fjöl- skyldu Fong Yung og baka sjálfri-sjer ævarandi smán. — Fánl dögum síðar bauð móðir Yutsings honum að koma með sjer til hafs Rauða Skýsins og þar sá hann Fong Yung, sem kom þangað á sama tínia á- samt móður sinni, til að biðj- ast fyrir og fórna pappírs- petiingum og. reykelsi. Ilún var lítil og grönn og var í silki treyju ísaumaðri gulum blóm uni, og pilsi og háhæla skóm, eins og tíðkuðust meðal stúlkn anna í Shanghai. Hún ein- blíndi á reykilsið sitt og ljet ekki sjá á sjer nokkurt merki þéss, að hún hefði tekið eftir Yutsing Chang. Yutsing var óviss hvernig honuin leist á hana. Hann þrá- bað föður sinn um að fresta brúðkaupinu í nokkrar vikur og Chang ljet tilleiðast, eink- lun vegna þess að spámennirn ir. spáðu að ákveðinn dagur í öðrum mánuði frá þessum degi yrði sjerlega giftudrjúg- ur. „Mjer leikur hugur á að ferðast dálítið með vini mín- um“, bað Yutsing ennfremur. „Syninum ber ekki að ferð- ast um 1 iMidi ð svo lengi sem foreldrar hans eru á lífi. Ef hann þá ferðast, verður það að vera til ákveðins staðar“, mælti Chang og hló við. „Þú ert orðinn Ameríkumaður í húð og hár. Þeir eru á stöðug- um flækingi“, bætti hann við en það skein út úr svip hans að hann var hreykinn af syni sínuni. Um leið og hann mælti þetta varð honum hugsað til sinnar eigin æsku og óeyrðar- innar, sem knúði hann nið- ur með ánni, og hann leyfði piltinum að fara. Yutsing sím- aðl til llenry, sem hann hafði nýlega rekist á í Shanghai, til að láta hann vita að hann ætl- aðí að slást í för með honum. Ilann ól í brjósti leynda von um að ferðalag hans með vini sínum kynni að losa huga hans við óvissuna og efann um framtíðina; þvi að Yutsing var óánægður og reikull eins og svo margir yngri landar hans um þessar mundir. Byltmgin hafði misheppnast og lýðveldið var lítið annað en blóðugt spilaborð hershöfð- ingjanna. Að sætta sig við þá og semja við þá, eins og faðir hans gerði myndi aðeins steypa landinu í enn dýpri glötun. Yutsing var ekki nógu nógu kristinn til að sætta sig við að hafa sameiginlegan málstað með útlendingunum, og ekki nógu kínverskur til að gera sig ánægðan með gang málanna í Ivína. Hann hafði les ið blöð, hlustað á ræður. — I lenry hafði skrifað honum brjef þrungin eldmóði frá Canton og sent honum bækl- inga. Nú langaði Yutsing til að ferðast um í fjelagsskap hans, sjá með eigin augum, hugsa með eigin heila og' síð- an marka s.jer stefnu í lífinu. Þannig atvikaðist það að vin- irnir tveir lögðu upp í ferða- lag. Þeir ferðuðust ýmist með járnbraut" eða skipum, þeir stóðu við í smáborgum og þorp um, þeir ferðuðust fótgang- aiidi frá einu þorpinu til ann- ars eða ljetu bera sig í burð- arstóluin til hofa þar sem fjöldi pílagríma safnaðist sam an. Heimili bans við Vestra Vatnið og skólinn hafði raun- verulega hvorttveggja verið fangelsi,'þar sem hann sá ein- ungis það sem honum var ætl- að sjá. Nú sá hann raunveru- leikann í fyrsta skipti. Hann sá órjettlæti og eyðilegging, ofbeldi og varnarleysi, mútur á yfirborðin og kúgun undir niðri, hann sá hóglífa hers- höfðingja með halarófu kvenna á eftir sjer, spillingu ineðal stúlknanna í þorpunum, opinbera aftöku hins saklausa, hann sá óþrifnað, hungur, flóð á einum staðnum, regn- leysi á öðrum, sjúkdóma alls- staðjar; hann hafði shrdlr staðar; hann kýntist einnig þjóðinni, þjóð hans, sem hafði átt við böl að búa í fjögur þúsund ár, og hjelt áfram að lifa. Ilann sá hin þolinmóðu óþreytandi elju hennar, hæfi- leika hennar til að sætta sig við hons örðugustu kjör, halda áfram að lifa, þrátt fyrir sult og seyru. Hann sá hvernig menn brostu við minnsta til- efni, og hann uppgötvaði hve margt börn þjóðarinnar gátu skemt s.jer við. Hann sá þol- gæði þjóðarinnar og hann fann lífsspeki í jafnvel heimsk asta burðarkarli. Iíann sá á- stúð og umhvggju foreldra er lutu yfir börn sín og ánægj- una sem skín út úr þeim er þeir horfðu á mánann, pílvið- artrje eða fugl, og hann hugs- aði með s.jer: Kína er ekki frekar hægt að troða undir fótum en stöðuvatn, hver sá, sem reynir það drukknar og vatnið er óbreytt eftir. Kína helst einnig óbreytt, En Jiessi niðurstaða var ekki fullnægjandi, enda þó honum væri huggun í henni, því að Yutsing fæddist með tönn í munninum. Eina ályktuu dró hann af öllum viðræðunum hið Ilenry: Allt þetta fólk bygði vonir sínar á Nýja flokknum, hinu unga Kína_, hinni ný.ju bylting sem skyldi koma frá Canton og sem hinn mikli meistari Sun Yat-sen hafði lofað. Yutsing sneri aftur lieim og kvöldið fyrir brúðkaupið tjáði liann foreldrum sínum að hann hefði ekki í hygg.ju að taka til starfa í bankanum nje fá stöðu hjá st.jórninni, n.je fara til liá- jikólans í Shanghai. Hann færi ekki einu sinni til Ame- ríku til náms. Hann ætlaði til Canton, hins eina staðar, sem ungum mönnum bar að dvel.j- ast. I deilunni sem á eftir fór var móðir hans aðal kraftur- inn, enda þótt hún talaði blíðri röddu og með fullri ró og kurteisi; faðir hans varð ekki nærri eins ofsareiður og Yut- sing hafði búist við. Banka- stjórinn hafði hálf gaman að s.já, að sonur hans hafði vilja og dug til að standa uppi í hárinu á honum. Hinir ungu h'ugsaði hann verða að tala digurbarkalega og æsa sig upp. Það hlaut að hverfa með tím- anum. Hann úafði oft tekið eftir að háværustu og æstustu stjórnmálamenn í æsku sefuð- ust æ með aldrinum og tóku sönsum. Brúðkaupið var haldið há- tíðlegt á venjulegan hátt. — Gestirnir höfðu verið að konia í nokkra daga. Þei rkomu hundruðum sanian til að ■heiðra ættina Chang.og fylltu alla garðana. Brúðurin var borin að hliðinu í burðsj'stóli, sém tjaldað var fyrir rauðum gullsaumuðum tjöldum, í fylgd með henni var fjöldi (þjóna og tvær hljómsveitir, hvor um sig gerði sitt besta til að yfirgnæfa hina. Yutsing láttu oddana snúa út, veltu svo tjörutunnunni spölkorn frá mjer, og klifraðu svo upp í stóra grenitrjeð þarna. Þegar hesturinn kemur, stendur eldur úr nösum hans og þá kviknar í tjörutunnunni. Taktu svo vel eftir: Ef loginn hækkar, þá vinn jeg á, en ef hann lækkar, þá verð jeg undir. En ef þú sjerð að jeg vinn, þá legðu við hinn hestinn beislið, sem jeg er með núna, þá verður hann spakur“. Ekki hafði piltur fyrr kastað uxahúðunum yfir Skjóna, en annar hestur kom þjótandi utan úr skóginum, og stóð af honum gneistahríðin, svo kviknaði í tjörutunnunni á augabragði, og svo ruku þeir saman, aðkomuhesturinn og Skjóni, og varð heldur aðgangur. Þeir bitu og slógu, rótuðu upp jörðinni með hófunum, og stundum horfði piltur á þá, en stundum á tjörutunnuna, og lengi stóð bardaginn, en að lokum lækkaði loginn. Piltur var þá ekki seinn á sjer að klifra niður úr trjenu og leggja beisí- ið við ókunna hestinn, sem hafði orðið að lúta í lægra haldi vegna naglanna, sem voru í húðunum, sem breidd- ar voru yfir Skjóna, og var nú svo spakur orðinn, að hvert barn hefði getað stjórriað honum. Hann var skjótt- ur líka, þessi og svo líkur Skjóna, að erfitt var að þekkja þá sundur. Piltur settist svo á bak skjótta hestinum, sem hann hafði náð og reið aftur heim í konungsgarð, en Skjóni „ hljóp laus með honum. Þegar hann kom að höllinni, stóð * konungur úti. „Geturðu sagt mjer hvorn hestinn jeg átti áður og hvorn jeg kem nú með í fyrsta skifti?“ sagði piltur. „Get- irðu það ekki, þá sýndist mjer dóttir þín helst ætti að verða konan mín fljótlega. Konungurinn fór og leit á báða hestana og athugaði þá gaumgæfilega svo langt sem hann náði, en ekki yar nokkurn minsta mun að sjá á klárunum. „Nei“, sagði kóngur, „það get jeg ekki sagt þjer, og fyrst þú hefir nú útvegað dóttur minni svona myndar- legan brúðarhest, þá skaltu fá hana fyrir konu. En eitt verðum við að reyna fyrst; og það er nú svona: Nú skal hún fyrst fela sig tvisvar og svo skalt þú fela þig tvisvar og ef þú getur fundið hana þegat hún felur sig, en hún þig ekki, þegar þú felur þig, þá skaltu fá hana fyrir konu“. „Ekkert var nú um þetta samið“, sagði piltur, „en mað- ur verður víst að reyna, úr því þetta á svona að vera“, * og svo átti konungsdóttir að fela sig fyrst. Leg'steinsálitrun: William Straíton frá Pad- dington hvílir h.jer, grafinn 18. dag niaíiiiánaðar 1734, 97 ára að aldri. Átti með fyrstu konu sinni 28 börn, með annari 17, var faðir 45 barna, afi 86, langafi 23ja, alls 154 niðjar. ★ Booth Tarkington týndi hundi sínum á meðau hann dvaldi í lítilli Indíánaborg. „Er ekki eitthvert blað í borginni“, spurði hann gest- gjafa sinn. „Hjerna hinum megin við götuna, bak við skósmíðaverk stæðið þarna“, sagði gestgjaf- inn, „besta smáblaðið í þess- um hluta borgarinnar. Tarkington fór þangað og var vel tekið, jafnt af prent- uruni, sem ritstjóra. „.Jeg er nýbúinn að týna hundi“, sagði Tarkington, er hann hafði sagt til nafns síns, „og mjer þætti vænt um, ef jeg gæti fengið þessa auglýs- ingu í blaðið. „Fimmtíu dollara fær sá, sem finnur veiðihund, er gegn ir nafninu Rex. Ilvarf úr garði Mansion House á mánu- da gsnóttina' ‘. „Við erum alveg að fara í prentun, herra“, sagði rit- stjórinn, en okkur er sjerstök ánægja að seinka útgáfunni örlítið til þess að koma aug- lýsingu yðar inn. Við svo búið fór Tarkingtón aftur til hótelsins. En er hann hafði verið þar í nokkrar mín- úttir, datt honum í hug, að best yrði að bæta við auglýs- inguna, „fyrirspurnum ekki svarað“. Svo hann fór aftur til skrifstofu blaðsins. Þegar þangað kom varð hann mjög undrandi að hitta þar fyrir engann annan en lít- inn snáða, sem stóð upp á stól og horfði ranhsakandi út um gluggann. „Hvar er allur mannskapur inn?“ spurði Tarkington. „Farnir að leita að hundin- um“, sagði drengurinn án þess að líta eitt augnablik úr glugg anum. ★ Mjög gömul kona og mjög lítill drengur sátu eitt sinn hlið við hlið í kirkjunni. Þeg- ar farið var að ganga um með samskotabaukinn, virtist drengnum, sem konan ókyrð- ist nokkuð. Ilann sneri sjer því að kon- unni og sagði: „Hjerna, taktu mitt gjald og settu það 1 baukinn. Jeg er svo lítill, að jeg get vel falið mig undir bekknum“. ★ „Hversvegna kaupirðu ekki orðabók?“ spurði maður kunniiigja sinn, sem spurði, hvernig ætti að stafa nokkur ákveðin orð. „Hvað hefi jeg að gera við orðabók?“ var svarið, „ef jeg get ekki stafað orðin, get jeg ekki fundið þau í orðabókinni, og ef jeg get stafað þau, þarf jeg ekki á orðabók að halda“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.