Morgunblaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MiðVikudagur 3. nóv. 1943 inúttsttMðfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Yíirlýsing ríkisstjórn arinn ar VIÐHORFIÐ til sjálfstæðismálsins hefir stórum batn- að með yfirlýsingu þeirri, sem forsætisráðherra landsins gaf á Alþingi síðastliðinn mánudag, um afstöðu ríkis- stjórnarinnar til málsins. Forsætisráðherrann lýsti yfir því, að ríkisstjórnin væri fylgjandi stofnun lýðveldis hvenær sem er. Ríkisstjórnin liti svo á, „að hið raunhæfa ástand, sem staðið hefir í aðalatriðum óbreytt hátt á fjórða ár, sje nægilega styrkur grundvöllur til form- legrar ákvörðunar um stofnun lýðveldis á íslandi, jafn- skjótt sem Alþingi vill gera slíka ákvörþun, hvað sem skýringum á 18. grein sambandslaganna líður“. Með þessu markar ríkisstjórnin afstöðu sína svo skýrt og greinlega, að ekki getur verið um að villast. Stjórnin lítur svo á, að „hið raunhæfa ástand“, sem ríkt hefir hjer á landi frá 10. apríl 1940, veiti íslendingum ótvíræðan rjett til að taka hverjar þær ákvarðanir varðandi fram- tíðar stjórnskipan landsins, sem þeim þóknast, því að sambandslagasamningurinn frá 1918 sje ekki lengur til. Þessu sama hefir Sjálfstæðisflokkurinn haldið fram í deilu þeirri, sem staðið hefir um þetta mál að undanförnu, og er flokknum það því mikið fagnaðarefni, áð stjórnin skyldi taka þessa afstöðu til málsins. ★ Það var mjög mikilsvert að fá þessa ótvíræðu yfirlýs- ingu frá ríkisstjórninni, ekki síst nú, þar sem menn eru að verki, sem leggja alt kapp á að tvístra þjóðinni á úr- siitastundinni. Þessir menn hafa gengið svo langt, að þeir hafa ekki hikað við að halda því fram, að íslendingar hefðu engan rjett til einhliða sambandsslita, nema með því að fylgja sambandslögunum út í æsar, vitandi það, að þetta var og er enn gersamlega ómögulegt.— Ekki er vafi á því, að undanhaldsmenn í sjálfstæðis- málinu hafa verið að vona, að ríkisstjórnin tæki aðra af- stöðu til málsins en hún gerði. Þeir vissu um sundrung- ina á Alþingi og treystu því, að ef ríkisstjórnin snerist gegn lausn sjálfstæðismálsins á næsta ári, myndi takast að stöðva framgang þess, því að flokkarnir myndu aldrei geta komið sjer saman um stjórnarmyndun, jafnvel þótt ekki væri til annars en að leysa þetta mál. Á þetta reyndi ekki, og nú er svo komið, að þessi veika von sundrung- armanna er ekki lengur til. ★ Nú er það Alþingis að taka sínar ákvarðanir í sjálf- stæðismálinu. Vafalaust verður niðurstaðan sú, að fylgt verði tillög- um stjórnarskrárnefndar, þannig, að lýðveldið verði stofnað 17. júní næsta ár. Þær raddir hafa verið uppi í þinginu, að taka málið ekki fyrir á þessu þingi, heldur bíða þar til eftir áramót. Láta svo þingið koma saman strax upp úr áramótum og afgreiða málið þá. Sje þessi leið líkleg til þess að sameina flokkana, er ekkert við hana að athuga, enda sjá þá alþjóð gert kunnugt, að þessi leið verði farin. Hitt má ekki ske, að það verði dregið lengur en til fyrstu dagana í janúar, að Alþingi taki lýðveldisstjórn- arskrána til meðferðar og fullnaðar afgreiðslu. Með lengri drætti væri beinlínis verið að stuðla að því, að sundrung- armenn ;gætu haldið áfram skemdarstarfi sínu. Þeir hafa þegar haft of langan tíma til áróðurs, því að óvissan sem ríkt hefir um afgreiðslu málsins, hefir haft illar verk- anir. Um hitt þarf svo ekki að efast, að þjóðin mun fylkja sjer um lýðveldið, þegar Aiþingi hefir tekið sínar ákvarð- anir og hennar samþykkis verður leitað. En það er mjög áríðandi, ekki síst vegna áróðursins, sem verið hefir gegn málinu, og honum mun verða haldið áfram, að Alþingi dragi það ekki að taka sínar ákvarðanir. í Morgunblaðinu fyrir 25 árum Enn um Kötlugosið. 14. okt. „Hólmavík í gær: Eldblossar meiri og minni sáust hjeðan í suðaustri í alt gærkvöld. Dynk- ir heyrðust og allmiklir í alla nótt og í morgun, en titring hafa menn eigi orðið varir við“. „Frá Vestmannaeyjum: Frjettaritari vor í Vestmanna- eyjum símaði oss í gær. Kvað hann gosið hafa sjest mjög greinilega úr Eyjum. Hafi glær- ingarnar verið svo miklar, að al- bjart hafi verið þau augnablik- in í 'Eyjunum. f gæfdag sást eld- ur við og .við úr jöklinum, en öskufall var þar ekkert“. „Frá Garðsauka var símað í gær, að öskufallið væri töluvert að minka. Það var svo bjart kl. 4, að menn gátu slökt lampaljós- in, sem logað höfðu allan dag- inn vegna öskumyrkurs“. „Af Sterling, sem í fyrrakvöld var í siglingu fyrir Vestfjörðum, sást greinilega eldurinn úr Kötlu Að öllum hkindum hafa glæring arnar sjest víðast hvar á land- inu“. Meira um Kötlugosið. 15. okt. „Akureyri í gær: Á laugar- dagskvöld sáust eldblossarnir úr Kötlu hjeðan og í nótt tók að falla hjer aska. Pollinn lagði í nótt og nú er ísinn grár af ösku. Frá Reykjahlíð í Mývatns- sveit sást eldurinn mjög vel, eins frá Breiðumýri, Húsavík og sveitunum þar fyrir austan, Kelduhverfi og Öxarfirði. í dag hefir verið mikið öskufall í Mý- vatnssveit og Bárðardal“. Öskúfallið hjer í höfuð- staðnum. 15. okt. „í fyrradag var verið að skipa út fiski hjer á höfninni. En vegna öskufallsins varð að hætta vinnunni. — Fiskurinn myndi hafa orðið svartur af ösku“. Þjóðverjar vildu fá frið. Um það segir m. a.: 15. okt. „Þjóðverjar hafa svarað Wil- son og fallist að öllu leyti á skil- mála þá, er hann bar fram í þingræðu sinni 8. janúar og í síðari ræðum. Vilja Þjóðverjar aðeins ræða ítarlegar ýmislegt, sem við kemur friðarsamning- unum í framkvæmdinni. Vonast 1 þeir til þess, að bandamanna- þjóðirnar gangi að þessum skil- yrðum“. Wilson krafðist þess, að yf- irburðir bandamanna yrðu viðurkendir. 1 ræðu, sem hann hjelt, segir m. a.: 17. okt. Það verður að takast skýrt fram, að skilyrði fyrir brottför úr herteknum hjeruðum og vopnahljei eru mál, sem verður að leggja undir dóm og ráðlegg- ingar hernaðarráðunauta Banda ríkjanna og stjórna bandamanna, og forsetinn telur það skyldu sína að taka það fram, að stjórn Bandaríkjanna getur eigi geng- ið að neinu samkomulagi, nema því aðeins, að fullkomlega sjeu trygðir yfirburðir þeir, sem Bandaríkjaherinn og herir bandámanna hafa nú á vígstöðv- unum“. \Jíliverji óLrijo ar: dac^lecýci lijinu t VVVVVVVVVVvVVvv4** Furðusögur um Hitaveituna. FURÐU SÖGUR MIKLAR fljúga um bæinn eins og fiski- sögur um margskonar efni. Nú er það Hitaveitan, sem er aðal- umræðuefnið og þó oft hafi verið „krítað liðugt“ þá hafa sögurnar sjaldan verið jafn æfintýralegar og jafnvel spennandi, eins og sagt er um eldhúsrómana. Vinsælasta útgáfan af þessu smásögusafni um Hitaveituna er sú, að nú horfi til stórvandræða, Vegna þess, að allar leiðslur sjeu fullar af rottum. Það sje meira að segja vafamál hvort það muni takast að hreinsa pípurnar af þessum óþverra. Það er jafnvel tæpt á því, að rotturnar soðni í rörunum. Það þarf töluvert ímyndunar- afl til að búa til svona sögur, en það ætti ekki að þurfa nema meðalgáfur til að sjá hvílík heimska það er, að mikið sje um rottur í hitaveiturörunum. Vitanlega er það ekki ómögulegt, að ein og ein rotta hafi vilst inn í hitaveiturör.En varla myndi hún hafast við þar lengi. Það er ekk- ert æti fyrir rottur í rörunum, því þó valskan hafi sterkur tenn úr getur hún ekki nagað stál- rör. Það er alveg óhætt að full- yrða bæjarbúa um, að hitaveitu- framkvæmdum seinkar ekki vegna rottugangs í leiðslunum. e Enn þá vitlausari saga. ÖNNUR ÚTBREIDD saga í bænum og jafnvel enn vitlaus- ari er það, að þá fyrst verði Reykjavíkurbær paradís fyrir rotturnar er hitaveitan kemur. Þá geti þær hreiðrað um sig í hlýjunni við hitaveiturörin í rennunum í götunni. Það getur hvert barn gengið úr skugga um það strax hvílík fjarstæða þetta er með því að ganga um götu, þar sem verið er að fylla upp í hitaveiturennu. Utanum rörin er fylt með rauðagjalli, pottþjett svo að ekki kemst fluga á milli, hvað þá rotta. • Leiðslurnar reyn- ast vel. Loks eru sögurnar, sem ganga um það, að leiðslur allar sjeu ' ónýtar og það taki langan tíma að kippa þeim í lag vegna galla. Sannleikurinn er sá, að verk- ^fræðingar telja það furðulegt hvað fáir og óverulegir gallar hafa hingað til komið fram á leiðslunni,sem búið er að reyna. Hitt er svo auðvitað mál, að það er alveg óhugsandi, að í jafn- |Stóru verki og hitaveitan er, komi ekki einhverjir smágallar fram. Það verður ekki langt að biða, j, <5 Hitaveitan komi í nokkur , hverfi í bænum og síðan smám saman í fleiri og fleiri. Það er ' vitanlega ekki hægt að fullyrða J neitt, en spá mín er sú, að allir t verði ánægðir með Hitaveituna og einnig þeir, sem ávalt hafa fjandskapast við þessar fram- kvæmdir og unnið Hitaveitunni og bæjarbúum ómeíanlegt tjón með skammsýni sinni og öfund við þá menn, sem höfðu vit til rð 'eggja út í verkið Brjef um barna- tímana. SIGGA, 10 ára, skrifar mjer um barnatíma útvarpsins og seg- ir m. a.: „Viltu skila því til út- varpsins fyrir mig, að mjer þyki barnatímarnir miklu leiðin legri, en þeir voru áður. Nú nenn um við krakkarnir ekki einu sinni að hlusta á þá lengur, en áður vildum við alltaf hlusta á barnatímana. Okkur þykir mest gaman að fá stuttar og skemti- legar sögur og harmonikumúsik. Sögurnar hans sjera Friðriks Hallgrímssonar voru alltaf svo ljómandi skemtilegar og eins var gaman að hlusta á hann Braga Hlíðberg. Af hverju koma þeir aldrei meira í barnatímann? Svo þykir öllum krökkum gaman að heyra í öðrum krökkum, sem skemta í barnatímanum. Segðu líka útvarpinu, að fæst (bm krökkum þyki gaman. að löngum og leiðinlegum sögum“. Mjer er ánægja að því að birta brjefið frá henni Siggu og vona að þeir, sem sjá um efni barna- tímanna taki það til greina. Jeg hefi víða orðið var við, að börn- in eru að missa áhuga fyrir barnatímunum vegna þess að ekki er valið nógu skemtilegt efni og við barna hæfi. Það get- ur verið gott útaf fyrir sig, að hafa fræðandi og þroskandi efni fyrir yngstu hlustendurna í út- varpinu, en það verður þá að vera þannig útbúið, að börnin fáist til að hlusta á barnatímana. © Alvarlegur skrípa leikur. Sprelliverk ríkisstjórnarinn- ar með kartöfluverðið er orðinn alvarlegur hlutur. Launamenn landsins eru látnir gjalda fyrir mistök og fyrirhyggjuleysi vald hafana í sumar, er þeir gleymdu kartöflunum, með því að laun þeirra eru lækkuð mánuð eftir mánuð með gerfivísitölu, sem bygð er á kartöfluverði. Þó fyrst færist skörin alvar- lega upp í bekkinn, er síðasta kartöflulækkun var tilkynnt. —- Kartöflupundið er lækkað um 20 aura og lækkar það, eftir því sem fróðir menn komast næst vísitöluna um 2 stig. — Þetta er gert á þeim tíma, er flestir heimilisfeður eru búnir að byrgja sig upp fyrir veturinn ,með kartöflur og greiða þær dýrara verðinu. Kartöfluverð- lækkunin mun því ekki hafa minstu vitundar áhrif á fram- færslukostnað manna yfirleitt. Hver veft upp á hverju vald- hafarnir taka næst. Kannske þeim: hafi dottið það þjóðráð í hug, að gefa kartöflurnar eftir næstu mánaðamót til að geta lækkað vísitöluna um 8 stig. Almenningur getur skilið og virðir» þá viðleytni, að lækka dýrtíðina. En það verður gerast á heiðarlegan hátt. Því ef oft er leikin skrípaleikur eins og í kartöflumálinu, þá missir þjóðin ekki einungis áhugann fyrir að taka þátt í að reyna að lækka dýrtíðina heldur og þ^ litlu trú, sem hún kann að hafa haft á þeim mönnum, sem hafa tekið að sjer að stjórna málefnum henn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.