Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐIH Sunnudagur 6. okt. 1946 Bjimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim[Hiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiii!iiii!ii!iiiiii!imii!!!iimmiiiiii!ii!i!imiii!iiii!iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiii!| jE = I BLÓÐSUGAN Cftir JoL vi Cj oodujivi sjmiimimmmiiiiimiiiiiiiimtiiiiimimiiiimiiiiiiimiimiim immmmiimmmimmmimmmimmmimiimmimmimH 5. dagur — Jeg verð að gera nánar grein fyrir sjálfum mjer, sagði hann. — Jeg er Craven frá Cravenshaw — nafnið er gott, vona jeg, og óðalið er nú orðið, að minsta kosti, góð eign. Hvað snertír efnahag minn og mann- orð, vona jeg að hvorttveggja þoli hvaða rannsókn sem er. Þetta eru náttúrlega ekki ann- að en hversdagsleg atriði, en mjer finst þjer eiga rjett á- að vtia um það. Og mjer þætti gaman að bæta við, að undan- farið hefi jeg verið að hugsa til viðskifta við yður, sem voru alt annars eðlis? — En þetta er mikilvægt mál .... það mikilvægasta, sem jeg hefi nokkurntíma átt við. Jeg hefi ekki talað við dóttur yðar nema fáeinum sinnum. En jeg elska hana og hún mig. Og nú hefir hún lofað að verða konan mín. I stað þess að svara, rjetti frú Garth út höndina og í sama bili kviknaði á tveim sterkum lömpum, sem voru í loftinu, og birtan skein beint framan í Craven. Konan ætlaði ósjálfrátt að grípa andann á lofti, en tókst þó að láta ekki á því bera, með því að bíta saman tönnunum. Snöggvast brá fyrir glampa í augum hennfir, rjett eins og hún sæi einhverja ófreskju eða skuggann af einhverju illu, sem hún gæti ekki horfst í augu við, — einhvern löngu gleymdan svip úr fortíðinni. Það var ekki laust við, að Craven yrði dálítið hverft við þessa birtu, sem skein á hann svona snögglega. Augu hans drógust saman og hann hörfaði ofurlítið aftur á bak. Þegar augu hans sneru aftur að konunni, sá hann ekki ann- að en hið rólega yfirbragð heimskonunnar, sem ekki vildi láta neinar geðshræringar fá vald yfir sjer. Frú Garth hafði tekist að leyna tilfinningum sínum, en það kostaði meira erfiði en nokkurn hefði getað grunað. Hún hreyfði sig þannig, að ljósið skein beint í'andlit hern- ar, Craven leit á hana með eft- irvæntingu, eins og hann ætl- aði að grátbiðja hana um svar. Enn hafði hún ekki opnað munninn. — Má jeg vonast eftir svari, sem getur gert mig hamingju- saman? spurði hann blíðlega. Frú Garth stóð upp. Augu hennar voru nú hörð eins og tinna. — Það er hægast að gefa svarið, sagði hún í ísköldum tón. — Það er kunnugt, að þjer takið þátt í fjármálafyrirtækj- ir-T', — röddin varð nístandi f .. ^sleg, — sem enginn af minni fjölskyldu gæti verið ’ tur fyrir. Og jeg skoða það örgustu smán, ef nafti dóttur minnar • skyldi verða nefnt í sambandi við vður, þó ekki væri nema rjett snöggv- ast. Craven stökk á fætur. — Frú Garth ,.'.. þjer talið eins og þjer \æruð óvinur minn eðn hefðuð að minsta kosti v< r- ið að ljá óvinum mínum eyra. Þjer þekkið jafn lítið til mín og jeg til yðar. Ef rjettlætið . . — Við þurfum ekki að orð- lengja þetta frekar, tók hún fram í fyrir honum. — Hefði jeg vitað svolítið fyrr það, sem jeg hefi frjett í dag, hefðuð þjer aldrei komið hjer inn fyr- ir dyr. Hafið þjer yður burt sem skjótast, Sir Melmoth! Strikið þjer mig út sem vin yðar og látið aldrei sjá yður hjer innan dyra framar! — Eruð þjer með öllum mjalla? sagði hann loðmæltur og stórar æðar bólgnuðu upp á enni hans. — Ef þjer eruð ekki farinn tafarlaust, skal jeg gefa yður ástæðurnar opinberlega hjer í mínum eigia danssal og barmeð útiloka yður úr hverju heiðar- legu húsi í borginm, sagði hun, og stappaði hælnum í gólfið, um leið og hún benti á dyrnar. — Út! Craven horfði í augu henni og sneri sjer u^dan, án bess að segja orð Úti við dyrnar sneri hann sjer við og leit á hana. —• Mjer er ekki grunlaust um, að yður kunni að iðra þess arna, sagði hann. Augnabliki seina var hann farinn. Frú Garth ljet fallast niður í stólinn og byrgði and- litið í höndum sjer. Hún stundi og um hana fór viðbjóðshryll- ingur. Craven, sem var .mfölur m ð augun rauð af reiði, var kom- inn niður í miðjan stigann, Þar hitti hann Margaret, sem kom móti honum með útr jetta hör.d- ina. — Er alt í lagi, Melmoih? sagði hún glöð í bragði. — Jeg gat ekki stillt mig um að segja henni það strax — jeg gat ekki beðið .... Hvað gengur að þjer? Hann greip hendur honnar. — Margaret, sagði hann hás- um rómi. hún rak mig út! Einhver óvinur minn hefir rægt mig við hana. En mundu aðeins þetta: Þú ert mín um tíma og eilífð og jeg muií krefjast þín, hvað sem allur heimurinn seg- ir. Heyrirðu það? Ef þú veist hvað ást og trygð er, þá upp- fyltu þinn hluta af skyldunni og jeg skal sjá um minn. Hann leit til hennar þessum vinnandi augum, sem hún þekti svo vel nú orðið, og greip hendur hennar svo fast, að það lá við, að hún æpti upp af sárs- auka. En svo slepti hann tak- inu snögglega og gekk út þegj- andi. 3. KAPÍTULI. Margaret var með grátstaf- inn í kverkunum, er hún gekk upp stigann aftur, eins og í svefni. Hún var gripin undrun og skelfingu. Hún ljet það verða sitt fyrsta verk aÖ leita að móður sinni, en krókurinn þar sem hún hafði setið, var manntómur, og nokkur stund leið áður en hún fann móður sína, sem var einkennilega föl og veikindaleg, en var samt að tala við frægan stjórnmála- mann inni í danssalnum, eins og ekkert hefði í skorist. Undir eins og Margaret komst að, dró hún móður sína afsíðis. Húsmæður! Þjer getið valið úr 77 kross-saums- og prjóna- munstrum í nýju, litprentuðu hannyrðabók- inni. — ÚTGEFANDI. Verslunarpláss hentugt fyrir vefnaðarvöruversiun, eða vefn- aðarvöruverslun í fullum gangi óskast. Tilb. merkt: „VERSLUNARPLÁSS“ sendist afgr. Mbl. sem fyrst. I Skrifstofustúlka Eitt af eldri heildsölufyrirtækjum bæjarins óskar eftir duglegri vélritunarstúlku. Um- sóknir með meðmælum ef fyrir hendi eru á- samt kaupkröfu sendist afgr. Mbl. fyrir mið- vikudagskvöld merkt „skrifstofustúlka'1'. Ræða Gunnars Thoroddsen Framhald af bls. 9. þá lítið orðið úr fullveldi flestra ríkja í Evrópu. I fimmta lagi er staðliæft, að það ákvæði 4. gr., að taka skuli tillit til sjerstöðu þessara flug- vjela og áhafna þeirra varðandi tolla, landvist og formsatriði, sje fullveldisskerðing. Sam- kvæmt þjóðarrjetti ^ilda sjer- reglur um herflugvjelar og á- hafnir þeirra, og er þetta á- kvæði ekki annað en staðfest- ing þeirra reglna. í sjötta lagi er sagt, eins og flugmálaráðherra, Áki Jakobs- son, hjelt fram, að Bandaríkin geti hafl hundruð herfiugvjela með fast aðsetur á vellinum eins lengi og þau vilja og þess vegna sje þetta herstöðvarsamningur. Auðvitað-veit maðurinn að eng- in heimild er í samningnum fyr- ir sliku; lendingarrjettur og um- ferðarjettur sá, sem 4. gr. veitir, skapar engan rjett til varan- legs aðseturs fyrir neinar flug- vjelar á vellinum. I 5. og 7. gr. er íslensku ríkis- stjórninni tryggður rjéttur til að banna slíkt. Þessii’ háttvirtu andstæðingar hefðu getað talað um skerðingu fullveldisins þegar herinn kom hingað. og meðan vjer erum undir hervernd Bandaríkjanna og her þeirra er hjer. En að hefja hróp um skerð- ingu á fullveldinu þegar her- verndin fellur niður og herinn er fluttur á brott og við fáum yfir- ráð alls landsins, — til þess þarf meira ímyndunarafl og brjóst- heilindi en íslendingar almennt hafa. EndemisræSa Áka. Um þá endemisræðu. s'cin Aki Jakobsson hjelt, vil jeg segja það eitt, að jeg hygg, að ekki hafi það áður fyrir komið, hvorki lijer nje annarsstaðar, að einn ráðherra í ríkisstjórn talaði þannig í garð forsætisráð- herra. En þessi ráðherra er nú alltaf með sínu lagi. MálsmeðferSin. Það hefir verið deilt á máls- meðferðina. Áki Jakobsson kvartar yfir, að sósíalistar hafi ekki fengið að fylgjast með und- isbúningi málsins. Sósíalistar höfðu margsinnis lýst því yfir, að þeir vilji ekki semja við Bandaríkin, heldur kæra þau. Það var því ástæðulaust, og hefði verið óviðeigandi að hafa slíka menn með í viðræðunum. Andstæðingarnir kvarta yfir því að forsætisráðherra hafi við- haft ofbeldi, pukur og levnd í þessu máli. Mál þetta hefir ver- ið undirbúið á svipaðan hátt og annarsstaðar tíðkast um utan- ríkismál. Sá, ráðherra. sem með utanríkismál fer, undirbjó það með viðræðum við hinn aðilann. Þegar ráðherrann hafði náð þeim árangri, sem hann taldi hægt að fá bestan, kallar hanri saman Aiþingi, en lcggur málið áður fyrir ríkisstjórnína. Um málið voru ákveðnar tvær um- ræðúr. Fyrri umræða stóð vfir í tvo daga, og málinu var vísað til utanríkismálanefndar. Það er algjör misskilningur, að nokk- urt ákvæði þingskapa hafi ver- ið brotið, þau ákveða ekkert um, á hvaða stigi máls skuli leita álits utanríkismálanefndar. Nefndin og þingflokkarnir hafa haft málið til athugunar í tvær vikur. Og nú er útvarpað síðari umræðu. Jeg held varla, að þeir menn geti verið heilir á sönsum, sem út af þessari málsmeðferð koma kveinandi og emjandi yf- ir því, að pukur, leynd og of- beldi sje viðhaft af hálfu for- sætisráðherra í þessu máli. Þjóðareining sósíalista! Sósíalistar tala mjög um J>jóð areiningy, gegn frumvarpinu. Það hefir ekki verið sparað að ýms fjelög hafi verið fengin til að gera samþykktir gegn mál- inu. En þær samþykktir eru ýmsar til orðnar með einkenni- legum hætti. T. d. var boðað til fundar í verkamannafjelagi í nágrenni Reykjavíkur til þess að mótmæla samningnum. í fje- laginu eru um 700 manns. 25 menn mættu og meiri hluti þeirra mótmælti. Og þannig hef- ur verið um flestar aðrar sam- þykktir. En ekki hefir verið sparað að birta þetta allt í út- varpinu sem vilja þjóðarinnar: Sjálfstæðismenn hafa haldið í Reykjavík 3 fundi, meðan um- ræður hafa staðið yfir um mál- ið. Á öllum þessum fjölmennu fundum hefir ríkt algjör eining um samningsfrumvarpið og sam þykkt meðmæli með því. Hvað líður undirskriftunum? En jeg "vil leyfa mjer að spyrja: Hvað líður undirskrift- * unum, sem sósíalistar stofnuðu til, undirskriftunum urn að 1 heimta þjóðaratkvæði? Það var 1 gengið í hvert hús í bænum. Smölunin hefir staðið yfir í tvær ^ vikur. Hvers vegna hefir árang- urinn ekki enn verið leiddur í J dagsins ljós? Er það vegna þess, að sósíalistar hafi orðið fyrir einhverjum vonbrigðum með ár- angurinn? Um þjóðaratkvæðið vil jeg segja það eitt: Jeg tel sjálfsagt, að engu ríki sjeu veittar hjer herstöðvar án þjóðaratkvæðis. Þetta frumvarp felur engar her- stöðvakvaðir í sjer. Þess vegna er ástæðulaust að leita þjóðar- atkvæðis. Ef það væri gert, væri með því ranglega gefið í skyn, að samningurinn fæli í sjer her- stöðvar. | Af þeim ástæðum, sem jeg , hefi greint, greiði jeg atkvæði ! með þessari þingsályktunartil- lösu. Stúlka | 14.—15. ára óskast hálfan = eða allan daginn, til sendi- I ferða og snúninga. Fyrir- [ spurnum ekki svarað í 1 síma. | Hálsbindagerðin Jaco. i iiiiiiiiiiifmiMifiimnai 11^11111111111^1111111111111111111]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.