Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 16
VEÐURUTHTIÐ: Faxaflói: Hvass sunnan, dálítii rigning. UMRÆÐURNAR á Alþingí í gær á bls. 2, 5 og 9. Sunnudagur 6. október 1946 í dag er berkla- vamadagurinn í DAG er Bérklavarnadag- urinn. Samband íslenskra berklasjúklinga hefir á þessum degi, fyrsta sunnudegi í okt. á undanförnum árum leitað^til landsmanna allra um fjár- hagslegan stuðning. I dag verða um land alt seld merki SIBS, en þau eru jafn- framt happdrættismiði. Vinn- ingurinn er einn hinn glæsi- legasti sem hjer hefir verið boðinn. Ný fjögra manna flug- vjel, sem væntanleg er með skipi til landsins í lok þessa mánaðar. Menn ættu því að geyma merkin vel. Málgagn SIBS, blaðið Berkla vörn kemur einnig út og verður það einnig selt um land alt. Þeir sem leið eiga hjá sýn- ingarglugganum í Haraldarbúð, geta sjeð framleiðslu vinnu- heimilisins í Reykjalundi, en þar hefir SIBS skapað 40 berklaöryrkjum mjög lífvæn- leg skilyrði. En takmark SIBS er að geta skapað öllum.berkla öryrkjum slíks lífsviðurværis. Styrkjum og styðjum þetta mikla mannúðar- og þjóð- þrifamál. I dag kaupum við merki SIBS. Miljén mannð hcrfði á knatíspyrnu f Eng- landi í gær London í gærkvöldi. í DAG horfði miljón manna í Englandi á hina mörgu knatt- spyrnukappleiki, er fram fóru í landinu. Hefir aldrei fyrr svo margt fólk horft á knattspyrnu- kappleiki á einum degi. Einhver eftirtektarverðasti viðburðurinn í kepninni í dag, var það, að Newcastle United í annari deild vann Newport County með 13 mörkum gegn engu og voru yfirburðir New- castle svo miklir að jefnvel bakverðir skoruðu mörk. Arsenal stóð sig ekki vel og náðu rje.tt að gera jafntefli við Blackpool, sem ekki sýndi góð- an leik. Derby County vann leik sinn í dag, eftir að hafa tapað 5 leikjum í röð. —Reuter. Íta iW vesfur KARLAKÓR Reykjavíkur lagði ekki fyr en í fyrrakvöld af stað frá Keflavíkur-flug- velli áleiðis til Bandaríkjanna. Tafir þær er kórinn varð fyrir, stöfuðu af vjelbilun í flugvjel þeirri er flytja átti hann vestur. Flugvjelin mun hafa lent á La Guardia-flugvelli 'í gær- kvöldi. PILAGRIMAR TIL ' CANTERBURY LONDON. — Tvö þúsund rómversk-kaþólskir pílagrímar hafa dvalið í Canterbury und- anfarna daga. Rússar kvarta enn yfir A # Bafidarikjaber á Isiancii Kvörtunin tekin fyrir 23. þessa mánaðar t>lng BSRB kemur saman á laugardag- SJÖUNDA þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, kemur ssaman hjer í bænum á laugardaginn kemur. Að New York í gærkvöldi. Eir.kaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TALSMAÐUR Sovjetríkjanna sagði hjer í dag, að Sovjet- stjórnin hefði beðist þess að aðalsamkunda hinna sameinuðu ; þessu sjnni veröur það háð í þjóða skuli taka á dagskrá veru framandi hersveita í löndum, fyrstu kenslustofu Háskól- sem ekki voru óvinalönd í styrjöldinni. Meðal þessara landa'ans_ er ísland. Brjef til Trygve Lie. Beiðni Sovjetríkjanna um þetta var sett fram í brjefi til aðalritara sameinuðu þjóðanna, Trygve Lie, og hefir hann þeg- ar samþykt að taka málið á dag skrá aðalsamkundunnar. Sam- kundan á að koma samari þann 23. okttóber. Fyrirskipanir Sovjet- stjórnar. í brjefinu til Lie var sagt, ,,að vegna fyrirskipana Sovjet- stjórnar, fari fulltrúi hans þess á leit við hann, í samræmi við 11. grein sáttmála sameinuðu þjóðanna, að taka á dagskrá mál það er varðar veru erlends herliðs í löndum, sem ekki voru fj^pdsamleg hinum sam- einuðu þjóðurn". Þetta er raun- verulega sama málið sem Ör- yggisráðið neitaði að taka á dagskrá sína þann 24. septem- ber, eftir að Rússar höfðu kvart að um veru breskra og banda- rískra hersveita í Kína, á Is- landi, í Egyptalandi, Brasilíu, Panama og í öðrum löndum. Felt í Oryggisráði. Þegar málið var borið upp í Öryggisráði, var það felt með sjö atkvæðum gegn tveim og greiddi fulltrúi Póllands at- kvæði með Rússum á móti, en | Frakkar og Egyptar sátu hjá. „Dreamboa!" flat-g yfir íiland í gær Reykjavík í gærkveldi. RISAFLUGVIRKIÐ amer- íska, „Dreamboat", sem nú er á leið frá Honolulu til Cairo, án millilendingar og fór yfir segulskautið, flaug yfir !s- iand síðari hlluta dags í dag“ og gaf merki um að allt væri í besta lagi innanborðs. — Reuter. Þingið munu sitja milli 50 og 60 fulltrúar. Þeir munu ræða hagsmunamál opinberra starfsmanna. Þá hefur verið ákveðið, að fluttir verði tveir fyrirlestur fyrir þingfulltrúa Próf. Gunnar Thoroddsen flytur erindi um fjettindi og skyldur opinberra starfsmana Dr. Matthías Jónasson flytur erindi um skólavist og stöðu- val. Þá mun frú Sigríður Eiríks segja frá fjelögum op- inberra starfsmanna á Norð- Búið að salta í tunnur i I SOLTUNARSTOÐVUM við Faxaflóa, hafa nú alls verið saltað í um 6000 tunnur af Faxasíld. Undanfarna daga hefir lítið sem ekkert verið róið vegna veðurs. Talsvert vantar enn af síld til beitufrystingar. Þá er búist við að lítið muni verða saltað úr þessu, því margir bátar hafa hætt veiðum. urlöndum. Stjérnarandstaða í Þremenningarnir ákærðir af nýju London í gærkvöldi. SCHACHT, von Papen og Hans Fritsche munu verða dregnir fyrir dómstól þann á hernámssvæði Bandaríkja- manna, sem dæmir menn fyr- ir að hafa verið nasistar, eins og aðrir Þjóðverjar á hernáms- svæði Bandaríkjamanna, að því er hernámsyfirvöld Banda- ríkjanna tilkyntu í kvöld gegn- um útvarpið í Frankfurt. í tilkynningunni var sagt að ameríska hernámsstjórnin myndi ekki skipta sjer af at- höfnum Þjóðverja í þessu máli, nema þeir reyndu að ákæra þremenningana fyrir það sama og rjetturinn í Núrnberg hefir sýknað þá af. Eru nú hinir sýknuðu undir þýskum lögum og þýskum yfirvöldum. —Reuter. Ankara í gærkveldi. ST JÓRN AR ANDSTÖÐU- FLOKKURINN í Tyrklandi, Lvýðræðisflokkurinn svo- nefndi hefir samþykkt stefnu stjórnarinnar varðandi kröf- ur Sovjetríkjanna í orðsend- ingu frá 24. séptember, þar stm Rússar fara fram á að fá hervarnir ásamt með Tyrkj- um við Dardanellasundin. Þessa ákvörðun stjórnar- andstoðu Tyrkja, tilkynti utríkisráðuneyti þeirra í kvöld, og fyigdi með að Tyrk- ir væru nú að undirbúa svar sitt við orðsendingu Rússa. Svarsins er þó ekki að vænta fyrri en í næsta mánuði, þar| ssem þinghlje er hjá Tvrkj- um sem stendur, — Reuter. Forseti heiimækir Reykjalund FORSETI íslands heimsótti í fyrradag Vinnuheimili berkla sjúklinga að Reykjarlundi. Yfirlæknirinn Oddur Ólafs- son sýndi forseta byggingar og vinnuskála vistmanna og þótti forseta mikið til þessa koma. Aður en forseti fór gaf hann álitlega fjárhæð til stuðnings vinnuheimilinu. Hýr bátur §11 Rvíkur EINN nýr bátur bættist við íslenska flotann í gær. Það er einn af bátum þeim, er ríkis- stjórnin samdi um smíði á í Svíþjóð. Bátur þessi kom hing- að til Reykjavíkur. Bátnum hefir verið gefið nafnið: Vil- borg, RE 34. Eigendur hans eru Sigurður Þórðarson, skipstjóri, ReykjaVík o. fl: Báturinn er 90 rúmlestir að stærð. HERBUÐIR BRENNA. LONDON. — Nýlega kom upp eldur í ítölskum herbúð- um rjett við Napoli og brunnu þær til ösku. Ekki varð tjón á mönnum. Enn ein flugvjel brapsr í Júgóslah'u London í gærkvöldi. EINN af talsmönnum her- námsstjórnar bandamanna á Ítalíu sagði í dag, að fregnir hefðu borist af því frá Belgrad, að bresk flugvjel, sem var á ferð milli Bari á Ítalíu og Bukarest í Rúmeníu, hafi orðið að nauðlenda nærri borginni Nish í Jugoslavíu þann 4. þessa mánaðar. « Það er talið að flugvjelin hafi lent «vegna þess, að hún hafi fengið skipunarmerki um það frá júgóslavneskri flugvjel, og að enginn maður í flugvjelinni bresku hafi meiðst eða beöið bana. Ekkert annað er eins og stendur vitað um þenna at- burð, sem þegar hefir vakið allmikla athygli. — Reuter. KröfugönguríAþenu . • London í gærkvöldi. MIKLAR kröfugöngur voru farnar í Aþenu í dag, til þess aö láta í Ijós vanþóknun. Grikkja á því, að „Bretar ogt Bandaríkjamenn hhafi brugð- ist málstað Grikkja“ á friðar- ráðstefnunni í París. — Var ietrað á spjöld sem kröfu- göngumenn báru: „Til hver§ urðu allar okkar fórnir?“ — Kröfugangan fór til sendi herrabústaðar Suður-Afríku- manna og hyllti Smuts hers- höfðingja og Suður-Afríku- mennina á friðarráðstefnunni fyrir drengilegan stuðning við málstað Grikkja. Kröfugöngu menn kröfðust einnig þeess, að Grikkir fengju Epirus aft- ur frá Albaniu. — Reuter. - Samningurinn Frh. af bls. 1 þeim 8369 nöfn. Varð hlátur, er forseti tilkynti þetta. Ræða Gunnars er birt hjer í blaðinu. Átkvæði. Var því næst gengið til'at- kvæða. Fyrst kom til atkvæða rök- studd dagskrá frá Sigfúsi Sigurhj artarsyni og Hannibal, þess efnis að vísa málinu frá. Var rökstudda dagskráin feldt með 38 :T2 atkv. Með dag- skránni voru kommúnistar, Gylfi og Hannibal. Næst komu til atkvæða brtt. Framsóknarmanna.. Þær voru feldar með 27 :24 atkv. Með voru Framsóknarmenn (nema Jónas), kommúnistar, Gylfi og Hannibal. Barði greiddi ekkí atkvæði. ; Þá komu til atkvæða brtt. Gylfa og Ilannibals, er gengu í svipaða átt og tillögur Fram- sóknar. Þær voru feldar með 27 : 24 atkv.; einn þm. sat hjá. Atkvæðin fjellu nákvæmlega eins og við brtt. Framsóknar. Breytingartillögur meirihluta utanríkismálanefndar voru samþyktar með 39 : 1 atkv. Viðaukaiillaga Einars Olg. um þjóðaratkvæðagreiðslu var feld með 27 : 24 atkv.; einn þm. sat hjá. Fjellu atkvæði á sama veg og áður getur í sambandi við breytingartillögurnar. Loks kom samningurinn í heild til atkvæða og var hann samþyktur með 32:19.atkv.; einn þm. greiddi ekki atkvæði. Með samningnum voru allir Sjálfstæðismenn, 20, 6 Albýðu- flokksmenn og 6 Framsóknar- menn, þeir Björn Kristjáns- son, JJalldór Ásgrímsson, Ey- steinn Jónsson, Jónas Jónsson, Jörundur Brynjólfssön og Stein, grímur Steinþórsson. A móti voru 10 kommúnistar, 7 Frámsóknarmenn og tveir, Alþýðuflokksmenn (Gylfi og Hannibal). — Barði greiddi ekki atkvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.