Morgunblaðið - 31.05.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1947, Blaðsíða 2
1 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. maí 1947! ^ Kommúnistum er óvíðu treyst Verkin skaða þá mest MARGIR menn hjer á landi kannast við Gallup-stofnunina amerísku. Stofnun þessi hefir það hlutverk, að kanna skoð- anir manna með ákveðnum að- ferðum. Birtir hún síðan niður- Stöður sínar um viðhorf al- mennings til ýmissa mála og hefir oft þótt furðu mikið á þeim að byggja. Nýlega hefir stofnun þessi birt skýrslu um viðhorf almenn ings í Bandaríkjunum til komm únista. Er skýrslan byggð á svör um við þremur spurningum, er stofnunin hafði lagt fyrir menn með sínum venjulegu aðferðum. Fáir treysta þjóðhollustu. kommúnista. Fyrsta spurningin var á þessa leið: Álítið þjer, að með lögum ætti að banna mönnum að vera meðlimir í kommúnistaflokkn- um í Bandaríkjunum? Svörin voru: Já sögðu 61%, nei 26%, enga skoðun Ijetu uppi 13%. Önnur spurningin var svo: Hvort álítið þjer, að flestir amerískir borgarar sem eru í kommúnistaflokknum í Banda- ríkjunum, hafi almennt frem- ur hollustu við Bandaríkin eða við Rússland? Svörin voru þannig: Hollusta við Bandarík- in 18%. Hollusta við Rússland 61%. Enga skoðun höfðu 21%. Þriðja spurningin var: Ætti að banna amerískum borgur- um, sem eru í kommúnista- flokknum, að hafa fastar stöð- ur í þjónustu þess opinbera eða ættu þeir að hafa sama rjett til þess og aðrir? 67% töldu að banna ætti þeim að hafa störf í stjórnarþjónustu, 19% töldu að þeir ætti að hafa sama rjett og aðrir og 14% ljetu enga skoð un uppi. I Bandaríkjunum eru það þannig rúmlega þrefalt fleiri, sem telja, að kommúnistar sjeu hollari Rússum en Bandaríkj- unum, en þeir, sem eru gagn- stæðrar skoðunar. Ennþá óhag- stæðara er hlutfallið fyrir kom- múnista, þegar að því er spurt, hvort heimila eigi þeim að vera í opinberum stöðum. Sýnu hag stæðara fyrir þá, þegar að því er vikið, hvort banna eigi flokk inn með öllu. Ef Islendingar væru spurðir hins sama, mundi svörin áreið- anlega verða nokkuð á annan veg. Erfitt tveimur herrum að þjóna. Þó að enginn vafi sje á því, að íslenskir kommúnistar meti Rússland meira en nokkuð ann að erlent land, þá virðist mönn- um hjer sýnu meiri vafi á, að allir þeirra setji Rússland ís- landi ofar. Um meginhluta af fylgismönnum kommúnista er það . alveg víst, að þeir gera þetta ekki, enda er fæstum þeirra kunnugt hið sanna eðli kommúnismans. Óvissara er um sjálfa for- sprakkana. Sjálfsagt eru sumir þeirra í góðri trú. Ýmsir þeirra, er best til þekkja, telja t. d., áð eiður ungfrú Katrínar Thor- oddsen í fyrravor hafi verið unnin eftir bestu samvisku. f Um aðra ráðamenn er erfið- ara að svara spurningunni. Vafalaust er hvort unnt er að gera það með einföldu jái eða I nei. Sjálfsagt líta sumir þeirra þannig á að þeir sjeu færir um að þjóna tveim herrum í senn. Flestum hefir reynst það of- raun og eru litlar líkur til, að kommúnistaforsprakkarnir ís- lensku sjeu undantekning þar frá. Varast verður ótrúverðuga menn. En þó að yfirgnæfandi meiri- hluti íslendinga telji, að á skorti um þjóðhollustu hjá sum um kommúnistaíorsprökkun- um, þá eru það áreiðanlega sára fáir menn hjer á landi, sem mundu greiða þvi atkvæði, að banna kommúnistaflokkinn eða svipta meðlimi hans störfum. Islendingar hafa yfirleitt ekki trú á, að lagaboð stoði mikið í þessum efnum. Ef um ótrúverðuga menn er að ræða, verður að reyna að komast hjá því, að veita þeim sjerstakar trúnaðarstöður. Slíkt hlýtur að vera matsatriði hverju sinni. Auðvitað verður þó að gjalda sjerstakan varhug við þeim, sem grunaðir eru um meiri hollustu við erlent vald en sitt íslenska föðurland. Reynslan sker úr. Hinu trúa íslendingar ekki, að skoðunum eða hugsjónum, þótt illar kunni að vera, verði eytt með lagaboði. Slíkt kann að vera hægt um sinn, en til lengdar tjáir það naumast. Því minni ástæðu höfum við íslendingar til að óska eftir valdboði í þessu'efni, sem við treystum meira á þroska og skilning hvers einstaks Islend- ings. Ýmsar kreddur og kynja- skoðanir hafa að vísu náð hjer fylgi um sinn. Varanleg áhrif þeirra hafa samt ekki orðið mikil, vegna þess að menrrhafa lært af reynslunni. Auðvitað er ætíð hægt að telja mönnum trú um, að ýmsar nýungar sjeu betri en það, sem menn áður þekktu, meðan menn hafa ekki ennþá reynt hið nýja. Þetta hefir m. a. verið ein af ástæðunum fyrir fylgis- aukningu kommúnista hjer á landi, á meðan hún átti sjer stað. Góður fjelagsskapur dugði þeim ekki. En fylgisaukning þeirra stöðv aðist, þegar menn um stund höfðu sjeð, hvernig stjórnin fór þeim úr hendi. Áttu þeir þó því láni að fagna að hafa samstarf við mikilhæfustu stjórnmála- menn landsins, sem vörnuðu ýmsum skemmdarverkum þeirra og teygðu þá til nyt- samra athafna, er þeir ella hefðu orðið ófáanlegir til. Þrátt fyrir þetta, þoldu komm únistar ekki reynslunnar dóm. Vegur þeirra er miklum mun minni eftir liðlega tveggja ára vist í ríkisstjórninni en hann var áður en þeir komu til valda. Á hann þó enn eftir að minnka stórlega, þegar menn fara að kynnast ýmsum óþrifum, er eft ir kommúnista liggja í stjórnar athöfnum, og þeim hefir tekist að halda leyndum að mestu fram til þessa. Islendingar hafa áttað sig á illgresi kommúnismans. Þegar á þetta er litið, er ekki neinn vafi á, að það var íslensku þjóðinni til góðs, að kommúnist ar komust hjer til valda um sinn. Fyrir bragðið er betur hægt að festa hendur á fjar- stæðum þeirra og bera fögur loforð þeirra saman við raun- verulegar athafnir þeirra á meðan þeir fóru með völd. Það er þetta frelsi, bæði það, að menn eiga þess kost að sýna. hvað í þeim býr, og til að gagnrýna og rökræða þær ráð- stafanir, sem gerðar eru, er ís- lendingar telja undirstöðu alls heilbrigðs stjórnmálalífs. Þetta frelsi óttast kommúnist ar hinsvegar mest af öllu. Samkvæmt þeirra kenningu er öllum meinað að ná nokkr- um völdum eða frama, öðrum en þeim, sem ýmist eru komm- únistar eða beygja sig undir boðorð kommúnista í einu og öllu. Þar eru menn einnig sviptir frjálsræðinu til fjelaga- samtaka, til gagnrýni og frjálsra skipta á hugsunum. Skiljanlegt er, að menn reyni að verjast slíku afturhvarfi til miðaldaófrelsis með lagaboði. Islendingar trúa því þó eigi að slíkt sje skynsamlegt, enda telja þeir, að þroski þjóðar sinn ar sje svo mikill, að ekki þurfi á slíku að halda. Þjóðin sjálf mun jafnharðan með frjálsum kosningum reita illgresi komm- únismans úr stjórnmálagarði sínum og varna því, að það festi þar rætur. Edvin (. Bolf kominn til íslands UM HVÍTASUNNUNA kom hingað til lands gamall og góður vinur margra Is- lendinga, Englendingurinn Edvin C. Bolt frá Edinborg. — Hann mun dvelja hjer allan næsta mánuð, og er ráðgert, að hann kenni við sumarnámskeið á vegum Guðspekifjelagsins, eins og áður. Verður sumarnám skeið þetta að líkindum haldið að þessu sinni á Laugarvatni fyrstu dagana í næsta mánuði. Kenslan fer fram i f.vrirlcst.r- um, og þarf enginn að láta nám skeiðs- eða skólanafnið fæla sig frá þátttöku, því að þarna verð- ur ekki um annað að raeða en að hlýða á skemtilega fyrir- lestra og kynnast skemtilegum manni, sem er hvers mahns hug ljúfi og veit sitt af hverju, sem er ekki á allra vitorði, og njóta þar að auki hvíldar og ánægju úti í skauti náttúrunnar. Allar nánari upplýsingar um nám- skeið þetta lætur frú Guðrún Indriðadóttir í tje, en hún er formaður nefndar þeirrar, er annast um hina ytri hlið fyrir- tækis þesSa. Gretar Fells. — Flugslysið Framh. af bls. 1 Fundu leiðangursmenn slysstaðinn greiðlega og voru komnitf þangað skömmu fyrir hádegi. Flakið lá rjett innan við svo-> nefndar Vogatorfur, utarlega í Hestfjalli, snarbröttu ófærií fjalli, sem gengur fram vestan megin Hjeðinsfjarðar. Er flak-< ið þar í um 100 metra hæð yfir sjó,- í gili, innanvert við torl> urnar. Frá gilinu liggur skriða, stórgrýtt og grasi vaxin að nokkru. Þar komust leitarmenn upp, en ekki komust þeir á land i vjelbátunum, heldur urðu að nota til þess ljettbát, því brim var talsvert. Fleiri báta bar að þarna síðar. ! Erfiðar aðstæður í fjallinu. Leiðangursmenn áttu erfitt með að athafna sig í fjallinu, ení um kl. 3,30 í gær voru 24 líkanna fundin og flest komin unj borð í vjelbátinn Egil frá Ólafsfirði. Hlutir úr vjelinni láu á víð og dreif um gilið. Annar væng* ur vjelarinnar er nærri heill og afturhluti skrokksins, annar hreyfillinn liggur neðarlega í fjallinu. 1 gljúfrinu, þar sem flugvjelarflakið liggur er alt svart af reyk og sóti eftir brunann, sem varð í vjelinni. f Hjeðinsfirði fundu menn megna reykjarsvælu leggja inrí eftir firðinum um 3 leytið á fimtudag. Ekki vildu leiðangurs- menn róta þarna við neinu til að gera leit að eina líkinu, sem ófundið er, þar sem nauðsynlegt er að nákvæm rannsókn fari fram á staðnum og sjerfróðir menn framkvæma. •I Komið til Ólafsfjarðar. Vjelbáturinn Egill fór með líkin til Ólafsfjarðar. Þar var búið um líkin og þau sveipuð íslenskum fánum, en síðan flutt um borð í skipið Atla frá Akureyri, sem flutti þau þangað. Áður en Atli lagði frá bryggju í Ólafsfirði söng karlakór sálma lög og sóknarpresturinn mælti nokkur orð. Athöfnin á Akureyri. Frjettáritari Morgunblaðsins á Akureyri símaði blaðinu f gærlcvöldi, að athöfnin, sem fram fór við komu m.s. Atla, hafi verið mjög virðuleg og yfir henni hvílt mikil alvara. Aldrei mun annar eins mannfjöldi hafa verið saman kom- inn á Akureyri. Allir embættismenn Akureyrar og annað stórmenni var þar samankomið. Er skipið rendi að bryggju; um kl. 10 í gærkvöldi ljek Luðrasveit Akureyrar sorgarlög, ent Karlakórinn Geysir söng Hærra minn Guð til þín. Er skipið hafði lagst við landfestar, gekk sjera Pjetur Sigurgeirsson að skipshlið og flutti mjög hjartnæma ræðu, en þá er sr. Pjeturi hafði lokið máli sínu, sungu Geysismenn Lýs milda ljós. o Að þessari athöfn lokinni voru lík hinna látnu sett á bílaS og ekið til kirkju, en meðan þau voru borin þar inn voru leikiij sorgarlög á orgel kirkjunnar. Fánar voru við hálfa stöng á Akureyri í allan gærdag. | Hjer í Reykjavik voru fánar dregnir í hálfa stöng í gær- morgun er frjettin barst um, að flugvjelin væri fundin og allig hefðu látist er í henni voru. Samkomum, sem fyrirhi igaðar* voru var frestað í tilefni af þessu mesta flugslysi, sem orðið liefur á Islandi. t Endurrækta þarf á þessu vuri 100 jarðir á öskufallssvæðunum ■ M ■ I ■ J ÞAÐ MUN láta nærri, að rúmlega 100 hundrað jarðir a öskufallssvæðunum hafa spillst svo, að endurrækta þurfi þær} að meira eða minna leyti. Lætur nærri að flæmi það, er end- urrækta þurfi nái yfir hátt á annað hundrað hektara lands. Þeir Pálmi Einarssori ráðu- nautur hjá Búnaðarfjelagi ís- lands og Árni Jónsson garð- yrkjuskólakenn. hafa að undan förnu farið um nær allar þær jarðir er spilst hafa vegna vik- urs- og öskufalls frá Heklu. — Telst þeim svo til, að meiri og minni endurræktun sje nauð- synleg á 109 jörðum. En gegn- um sneitt þarf að endurtaka frá hálfum í fjóra hektara lands á þessum jörðum, með tilliti til þess að bændur geti fengið eft- irtekjur af landi þessu strax í sumar. í hinum endurræktuðu löndum munu bændur aðallega $... —.... ■■ ■—-< rækta hafra og bygg til græn- fóðurs, en jafnframt verðu$ grasfræi sáð ti-1 frambúðarrækt unar. Pálmi Einarsson, sem á sætS í nefnd þeirri, er skipuð var til að fjalla um væntanlega endur- ræktun og aðra aðstoð við bæncl ur á öskufallssvæðunum, skýrðj Morgunbl. frá þessu í stuttu viðtali í gær. Pálma sagðist ennfremur. svQ frá, að nefndin hafi beitt sjei? fyrir því, að sendar hafi verið í sveitirnar stórvirkar jarða- Framh. á bls. 1 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.