Morgunblaðið - 31.05.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. maí 1947 Á FARTINNI cJ^eijniiöíjFecjÍuiaCfa ejtir jf^eteP (fheutieu 21. dagur En svo sá jeg annað. Á sæt- inu lá brjefmiði og lagður þann ig að hver maður, sem leitt inn í bifreiðina, hlaut að sjá hann. A miðann var þetta skrifað: „Hvar í fjandanum eruð þjer? Einhvern tíma þegar þjer hafið ekki mikið að gera ættuð þjer að líta inn í Waterfall, Capel“. Það var engin undir- skrift. Jeg brýt blaðið saman og sting því í vasa minn. Svo fer jeg aftur inn í húsið, sest í hægindastól, fæ mjer viský og kveiki í vindling. Nú fer að koma skriður á málið. H: :i: * Klukkan ér langt gengin þrjú þegar jeg legg á stað og held í áttina að trjálundinum til þess að sækja bifreiðina, sem jeg skildi þar efir. Jeg er að yelta því fyrir mjer hvað þetta Waterfall sje, hvort það sje gistihús, veitingahús eða bara eitt af þessum einkenni- legu húsum, sem menn byggja upp í sveit í þessu landi. Mjer finst rjettast að líta á það. - Jeg set hreyfilinn á stað og ek í áttina til Dorking. Það er kolniða myrkur og jeg mæti ekkL einum einasta manni. En svo er það yst í þorpinu að jeg rekst á hjólreiðamann. Jeg spyr hann hvort hann geti sagt mjer hvar Capel sje. Hann seg- ir að það sje skamt hjeðan. Jeg spyr hann þá hvort hann þekki hús, sem kallað sje Waterfall. Hann segir já, en kveðst ætla að þar sje lokað núna. Hann horfir grunsamlega á mig. Mjer dettur í hug að þetta hús muni ekki hafa gott orð á sjer. Jeg þakka honum kærlega fyrir og held áfram. Brátt er jeg Jtominn til Capel. Þetta er snotrasti staður, en vegna þess hvað dimt er, nýtist mjer ekki af fegurð hans. Jeg skil bílinn eftir undir limgirðingu og geng svo veginn sem hjólreiðamað- urinji sagði mjer að lægi til Waterfall. Þetta er þá gamalt höfðingja setur. Tunglið kemur fram úr skýiu,m rjett í þessu svo að jeg sje húsið vel. Bogadregnar dyr eru á því og rið upp að ganga. En hvergi sjer ljósglætu í glugga. Eftir nokkra umhugsun líst mjer ekki á að reyna aðaldyrn- ar svo að jeg fer að húsbaki til þess að vita hvers jeg verði vísari. Þar kem jeg að dyrum og stend þar nokkra stund og hlust,i. Innan úr húsinu berast ómar af hljóðfæraslætti og mjer heyrist það vera fjörug músik. Þá ber jeg að dyrum. Svo stend jeg með hendur í vösum og bíð. Eftir tvær eða þrjáx mínútur eru dyrnar opn- aðar lítið eitt. Engin ljósglæta er í anddyrinu. Einhver rödd segir: „Hvað?“ „Gott kvöld“, segi jeg. „Ætli að hjer sjeu ekki einhverjir vinir mínir?“ Hann dæsir. „Hvernig á jeg að vita það þegar jeg veit ekki hver þjer eruð?“, segir hann. Je« dæsi líka. „Hvað kemur það málinu við?“ segi jeg. „En máske eru það upplýsingar fyrir yður að vita. að jeg er vinur Max Schribners?“ „Ekki spillir að vita það“, segir hann. „Hvern ætlið þjer að finna?“ „Er hún hjerna?“ segi jeg. „Það getur vel verið“, segir hann. „Hvað heitir hún?“ Jeg læt kylfu ráða kasti. ,Hún er kölluð Phelps“, segi jeg og jeg sje það undir eins á hon- um að hann kannast við hana. „Eftir hverju eruð þjer að bíða?“ segi jeg svo. „Vitið þjer það ekki að ungírú Tamara Phelps á von á manni?“ „Ójú“, seg'ir hann. „Komið þjer inn“. Jeg loka hurðinni á eftir mjer. Við förum í gegnum stórt eldhús, í gegnum stóran sal, sem líklega hefir verið borð- stofa þjónustufólks. Við förum fram hjá opnum dyrum og þar sje jeg nokkra menn að mat- reiðslu inni. Síðan förum við upp stiga. Hljóðfæraslátturinn kemur þar að ofan. Þegar við komum upp á loft eru þar dýr- indisdúkar á gólfi. Þar er bjart og mjög snyrtilegt. Svört tjöld eru dregin fyrir alla glugga. Mjer líst vel á mig hjerna. Við förum eftir löngum gangi og myndir í logagyltum um- gjörðum eru þar á veggjum. Við enda gangsins eru tvöfald- ar dyr. Þegar hann opnar þær, blasir við danssalur. Borð eru til beggja handa, en fyrir miðju er fimm manna hljómsveit. Þetta er næsta ótrúlegt. Hjer erum vjer langt upp í sveit, þrjátíu mílur frá London, og þó er hjer sá fínasti klúbbur, sem menn geta óskað sjer, og vilja hafa hvort sem stríð er eða pkki. Það er líkast því sem skemt- uninni sje lokað. Hljóðfæra- 'leikararnir leggja frá sjer hljóðfærin, fólkið rís upp frá borðum og gengur til dyra. Fyldgarmaður minn gengur rak leitt inn í salinn. Til hægri handar við hljómsveitarpallinn er stakt borð og við það situr ung stúlka og snæðir. Þarna er þá bin rjetta Tamara. En sú hepni. Jeg hefi líklega sagt ykkur það áður, piltar, að í hvert sinn, sem maður lendir í ein- hveriu þrasi, þá kemst maður í kynni við fallegar stúlkur. Ykkur finst það máske skrítið að ekki skuli vera ljótar stúlk- ur innan um. En ástæðunnar til þess þarf ekki lengi að eita. Það eru ekki Ijótu stelpurnar úr sveitinni sem rjúka til borg- anna í ævintýraleit, sem helst komast áfram. Ónei, það eru altaf þær laglegu, þær sem ganga í augun á piltunum. Og þær komast í ævintýrin. Þess vegna er það, að þegar jeg segi ykkur að þessi Tamara hefir eitthvað við sig, þá er mjer full alvar.a. Hún veit líka hvernig sjer. fer best að sitja, og hún veit hvaða föt fara sjer vel. Jeg gæti. horft á hana tímunum saman ef jeg væri þannig gerður. Jeg elti fylgdarmanninn að borðinu og á leiðinni er jeg að reyna að brenna mynd þessar- ar stúlku í huga minn, eins og menn segja. Og jeg er að hugsa um hvernig jeg eigi að fara að henni til þess að hafa sem mest upp úr henni. En jeg sje að það er ekki auðvelt að giska á það. Hún er fyrirmannleg og fall- eg, en ofurlítið alvarleg á svip. Ykkur finst það nú kanske ekki skifta máli, en jeg hefi altaf illan bifur á þeim stúlkum, sem eru alvarlegar. Þær koma manni allaf í vanda. Þær eru óútreiknanlegar. Þið vitið aldr ei hvort þeim er alvara. Og þið hafið varla gott af því að kynn ast þeim. Það er undantekning ef svo er. ____ W23G m< ''^~r ; Jeg hefi aðeins einu sinni á æfinni þekt pilt, sem gat leikið á slíka stúlku. Þessi piltur var svo ljótur, að hann hefði ekki verið ljótari þótt fallbyssukúla hefði, komið beint framan í hann. Hann komst í kynni við j hana í kolsvartamyrkri niðri í I loftvarnabyrgi. Þar byrjaði hann að kyssa hana eins og óð- ur væri og þarna trúlofuðust þau, og það var of seint fyrir hana að iðrast þegar hún sá framan í hann. Jeg er viss um að ef Konfusius gamli hefði þekt þessa sögu, þá hefði hon- um orðið eitthvað gott í munni. Eða skyldi hann hafa bölvað? Eitt af því sem hættulegt er við alvarlegar stúlkur er það, að þær eru venjulega hreinar meyjar. Blístrið í loftvarna- flautu kemst ekki í hálfkvisti við það hvernig hvín í þeim ef þær eru snertar. En sjeu þær ekki alvarlegar að eðlisfari, heldur setji aðeins á sig al- vörusvip, þá eru þær helmingi hættulegri því að það eru þá aðeins látalæti. Jeg veit ekki hvort þið skiljið mig. Konfusius gamli sagði: „Stúlka, sem setur upp sak- leysissvip, reynir með því að dylja þá skömm sem hún veit upp á sig“. # * :H Tamara situr ein við borðið ' % og snæðir rólega og kurteis- lega. Hún er í aðskornum svört um kjól, sem sýnir hið fagra vaxtarlag hennar, í gráum silki sokkum og með svarta flauels- skó með fjögurra þumlunga há um rauðum hælum. Yfir höfði hefir hún bláleita slæðu. Hárið er ljóst og það er ólitað. Svo fallegur Ijós hárlitur hefir aldr ei komið úr neinni flösku. Hör- undsliturinn er dásamlegur og munnurinn svo að hann mundi gera alla stráka vitlausa. Það eru þessar rauðu og mjúku var ir, sem maður vill helst horfa á og gleyma öllu öðru. Hún hefir líka fallegan fót og stingur hon um snoturlega fram. Þið skilj- ið? — Hún rjettir fram hendina til þess jið ná sjer í brauðsneið, og þá sje jeg að hún hefir fallega hönd með löngum mjóum fingr um. Jeg andvarpa og óska mjer þess að einhvern tíma rekist jeg á slíka stúlku, sem ekki hefir komist í kast við rjettvís- ina — en þess verður líklega langt. að bíða. Fylgdarmaður minn segir: „Hjer er maður frá Max Schrib ner“. Og svo fer hann. GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. SAGA þessi hefst þann 29. nóvember 1642, þegar Breta- konungur, ásamt prinsinum af Wales, prinsunum Rupert og Morits og hópi ágætra manna bæði ríðandi og fót- gangandi, sneri til baka til okkar frá Reading. Jeg stund- aði um þetta leyti nám við latínuskólann í Oxford, og frásögn mín hefst umræddan dag kl. 3 eftir hádegi, þegar jeg, samkvæmt venju, lagði leið mína til Mr. Drury, til þess að æfa skylmingar. Drury var ekki heima. Hús hans stóð á horninu á Skipstjórastræti og Korn- torginu, þar hafði hann stórt herbergi, heldur illa lýst, en hið snotrasta. „Nú, hann er auðvitað úti að horfa á alla viðhöfnina“, hugsaði jeg, um leið og jeg leit í kringum mig, og þegar jeg kom auga á stóra, mjúka sessu við glugg ann, settist jeg þar til að bíða hans. Jeg var ákaflega þreyttur, því jeg hafði borið stóra fánann, þegar við skóla- piltar tókum á móti konungslestinni, og enda þótt glugg- inn væri opinn, sofnaði jeg brátt. Um klukkustund seinna vaknaði jeg og hugðist loka glugganum, en kippti fljótlega að mjer hendinni og hlust- aði í staðinn. Glugginn var um 10 fet frá jörðu og sneri út að leik- velli. Þegar var byrjað að dimma, en á hæðinni fyrir ofan mig var ljós í öllum gluggum, og þar sem gluggahlerunum hafði ekki verið lokað, gat jeg sjeð hóp glaðværra drykkju bræðra, sem sátu kringum stórt borð. Að þeir spiluðu íjárhættuspil, mátti greinilega heyra á glamrinu í tening- um og háum blótsyrðum öðru hvoru. Athygli mín ein- beittist þó ekki að fjelögum þessum, heldur að leikvellin- um fyrir neðan. En undir stóru eikartrje, sem stóð á vell- inum, var bekkur, og á honum sat maður. Hann var að lesa í lítilli bók, og það var þetta, sem fyrst vakti forvitni mína, því einkennilegt þótti mjer það, að nokkur maður gæti lesið í þessu myrkri, eða, ef hann endilega vildi reyna það, að hann skyldi velja til þess kuldann á leikvellinum. Þrátt fyrir þetta, leit út fyrir, að hann væri með allan hugann við lesturinn, enda þótt hann öðru hvoru renndi augunum upp í upplýsta glugg- ÞOLIR EKKI HÁVAÐA. — Ef þú truflar mig einu sinni enn hendi jeg þjer út. ★ Stjórnmálamaður var að fara á umræðufund, er hann var stöðvaður af einum stuðnings- manni sínum. •— Hvernig hugsið þjer að leysist úr stjórnarkreppunni, sem nú er? spurði stuðnings- maðurinn. —s Ekki ónáða mig núna, svar aði stjórnmálamaðurinn. Jeg á að fara að halda ræðu, og það er enginn tími til þess að hugsa neitt. ★ Blaðamaður kom inn á rit- stjórnarskrifstofuna. „Jæja“, sagði ritstjórinn, „hvað sagði ráðherrann?“ — Ekkert, svaraði blaða- maðurinn. „Skrifaðu eins og hálfan dálk um það“. Sonurinn: — Hvað er. ham- ingja, pabbi. „Hamingja, drengur minn“, sagði faðirinn, „er það hugar- ástand, sem nágrannarnir kom- ast í, þegar illa gengur fyrir okkur“. ★ Húsbóndinn: — jeg ætla bara að láta þig vita það, Soffía, að þrír fjórðu hlutar af tekjum mínum fara í föt handa þjer. Eiginkonan: •— Hamingjan góða, hvað gerirðu við, það, sem eftir er? i ★ Lísa litla fjekk að fara á Æskulýðstónleikana með eldri systur sinni. Alt í einu tekur hún klút sin og hnýtir hnút á hann. — Hversvegna gerirðu þetta? spurði systir hennar. — Til þess að muna þetta fallega lag, þegar jeg kem heim, var svarið. Til kifpi lítið herbergi á hitaveitu- svæðinu í Austurbænum. Uppl. í síma 4909. niiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.