Morgunblaðið - 31.05.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLÁSI0 Laugardagur 31. maí 1947 imititiHðMto Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. 1Jíhverfi álznpar: ÚR DAGLEGA LlFINU Stærsta flugslysið HÖRMULEGUR atburður hefur gerst. Ein af stærstu og nýjustu flugvjelum okkar hefur rekist á fjallshlíð og 25 manns, þar á meðal konur og börn, látið lífið. Þetta flugslys er hið stærsta og geigvænlegasta, sem orðið hefur á íslandi. Aldrei áður hefur svo stór hópur íslenskra flugfarþega glatað lífinu á nokkrum augna- blikum. Það sætir engri furðu þótt óhug setji að þjóðinni við atburði sem slíka. Tuttugu og fimm mannslíf eru hinni fámennu íslensku þjóð mikils virði. Missir þeirra er henni sár og tilfinnanlegur. Stórt skarð stendur opið og ófyllt. Flugtækninni hefur fleygt fram á síðustu árum. En slysin geta engu að síður gerst ennþá. Og hjer á landi skortir mjög á að farþegaflugið búi við hin fullkomnustu skilyrði. Flugvellir okkar eru ennþá of fáir og miðun- arstöðvar vantar. Skilyrði til þess að fljúga í vondum veðrum eru hjer mjög erfið. Þróun flugsamgangnanna hefur verið svo hröð á íslandi, að ekki hefur unnist tími til þess að búa eins vel í haginn fyrir þær og skyldi. En það verður ekki aðeins að gera miklar kröfur til flug- tækjanna, flugvjelanna og lendingarstaðanna o. s. frv. — Það verður einnig að gera miklar kröfur til þeirra, sem ílugvjelunum stjórna. Á þeim, þekkingu þeirra, æfingu og færni veltur ef til vill mest. íslenskir flugmenn hafa yfirleitt verið taldir mjög vel vaxnir vanda starfs síns. Það, hversu fá flugslys hafa orðið hjer sannar hæfni þeirra. En fáum er nauðsynlegar en stjórnendum flug- fara að gæta fylstu varúðar. Þeir mega aldrei tefla á tvær hættur að nauðsynjalausu. Þessa verða íslenskir flugmenn að minnast alltaf og allsstaðar. íslenska þjóðin harmar afdrif Douglasflugvjelarinnar, sem síðastliðinn fimtudag fórst við hlíðar Eyjafjarðar, farþega hennar og áhafnar. Hún vottar ástvinum og að- standendum hins látna fólks innilega samúð sína. Enn- fremur Flugfjelagi íslands, sem er mikill hnekkir að þessum hörmulega atburði. En hvert slys, sem verður, hlýtur að leiða til aukinnar varfærni og viðleitni til þess að skapa meira öryggi í flug- samgöngum okkar. Reynslan er dýr, en raunhæfur skóli. Ykkar er að hlýða! STJÓRN DAGSBRÚNAR hefir tilkynt atvinnurekend um, að verkfall hefjist hjer í bænum frá og með 7. júní, ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma. Ráðamenn kommúnista í Dagsbrún hafa bersýnilega talið hyggilegast að eiga ekkert undir verkamönnum sjálfum í þessu máli. Verkfall skal knúð fram, hvað sem verkamenn segja! En hvernig er þetta hægt? í Dagsbrún eru á fjórða þúsund meðlimir. Er hægt að fyrirskipa löglega verkfall, án þess fyrst að bera það undir atkvæði fjelagsmanna? Samkvæmt vinnulöggjöfinni getur „trúnaðarmanna- ráð“ ákveðið verkfall, ef lög viðkomandi fjelags fela því slíkt vald, enda hafi a. m. k. % hlutar greiddra atkvæða á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi samþykt það. Þegar vinnulöggjöfin var sett var Dagsbrún víst eina íjelagið, sem hafði trúnaðarmannaráð. Það var skipað 100 mönnum. Eftir að kommúnistar náðu völdum í Dags- brún breyttu þeir þessu þannig, að þeir hafa „trúnaðar- ráð“, skipað 100 mönnum og „trúnaðarmannaráð“, sem aðeins er skipað 4 mönnum, auk fjelagsstjórnar, sem skipuð er 7 mönnum. Og nú hafa þessir ellefu legátar fyrirskipað verkfaíl írá og með 7. júní, ef ekki hafa tekist samningar fyrir þann tíma. En þær rúmlega þrjár ;þúsundir verkamanna, sem erú i Dagsbrún, fá engu ráðið. Við höfum umboðið, áegja 11- menningarnir. Ykk^r er að hlýða! Hjer er austræna lýðræðið í framkvæmd í allri sihni dýrð! Þjóðarsorg. ÞAÐ RÍKIR ÞJÓÐARSORG í la^dinu út af hinu sviplega og hprmulega flugslysi í fyrra- dag. Það taka allir þátt í þeim harmi, sem aðstandendur og vinir.þeirra er með flugvjelinni fórust, hafa verið slegnir. Flug slysið við Hjeðinsfjörð er eitt sviplegasta slys, sem orðið hef- ir hjer á landi í langan tíma og það er þess þyngra, sem það kom óvænt. Flugvjelarnar eru orðnar það örugg farartæki, að ekki er lengur talið að teflt sje í tvísýnu að ferðast með þeim. En slysin gera ekki boð á undan sjer, og þau geta alltaf borið að, hvort sem er á sjó, á lapdi eða í lofti. * Mannamótum aflýst.; ÞAÐ SÁST BEST hve j samúðin vegna þessa mikla 1 slyss er almenn í bænum, að þegar flugvjelin var fundin og ljóst var, að enginn hafði kom- [ ist lifandi úr henni, þá var strax ákveðið að fella nið- | ur og fresta fyrirhuguðum' mannamótum hjer 1 bænum. Það voru engin sjerstök sam- tök um þetta heldur ákvað það hver fyrir sig. Samhuga þjóð. ÞAÐ VAR vitanlega sjálfsagt að fella niður fyrirhuguð mannamót, því engum kemur í hug að skemta sjer á dögum eins og í gær, þegar sorg grúfir yfir höfuðstaðnum. Þannig getum við Islending- ar v^rið samhentir og samhuga og t*kið innilega þátt í erfið- leikum samborgaranna. Við er- um eins og ein fjölskylda, þeg- ar eitthvað bjátar á. Það er einn kosturinn við að vera fá- menn þjóð. Færi betur, að þjóðin væri á öðrum sviðum jafn samhent þegar eitthvað liggur við. Tæknin er ótrygg. HVAÐ, SEM við dáumst mik ið að mannsandanum og því sem, hann hefir afrekað í fram- fara átt þá er það enn stað- reynd að tæknin er ótrygg og ekkeft er fullkomið í þessum heirpi. Flugvjelin er nýjasta farartækið, sem maðurinn á og þótt framfarirnar á sviði flug- tækninnar sjeu stórkostlegar, þá er það með flugvjelina, eins og önnur mannanna verk, að þeir ráoa ekki með öllu við það óhemju afl, sem þeir hafa beislsið. Hvert einasta slys er ný reynsla, sem eykur öryggi | þeirra, sem eftir lifa, en dýrar ( eru fórnirnar, sem færðar eru i á alýari tækninnar og það svo, I að oft finst mönnum um of. j En þróunin stöðvast ekki á með^n heimurinn byggist mun verða haldið áfram, að efla ör- yggi mannsins, hvar sem hann er staddur, í lofti, legi eða láði. • Vargar í varplöndum. ÆÐARVARPI fer stöðugt hni"nandi hvar sem er á land- inu. Er að því hið mesta tjón bæði fyrir einstaklinga og þjóð arheildina. Ólafur bóndi Bja-rn arson í Brautarholti skrifar eft irfarandi þarfa hugvekju um æða^varpið, sem á erindi fyrir almenningssjónir: „Á hernámsárunum nær ger eyddist æðarfuglinn í Hval- firði og sjálfsagt víðar á land- inu,. þar sem hermenn voru á ferð. Var eyðing þessa nytja- fugis mikið tjón fyrir eigendur varplandanna, svo ekki hefir verið bætt nema þá að mjög litlu leyti. Nú er það áhugamál allra varpeigenda að æðarfuglinn nái að fjölga og festa trygð sína á sömu stöðum og áður. En til þess, að slíkt geti látið sig gjöra, þarf mannshöndin að hjálpa til sem græðandi hönd en eigi sem eyðileggjandi hönd. Ásælni í varplönd. „VARPEIGENDUR reyna af mætti að gjöra alt sem þeim er unt til að æðarfuglinn komi aftuj, með því að stuðla að al- gjörri kyrð í varplöndum o. fl., en ýmisleg vandkvæði er þá, að þessr<r athafnir dugi eða gagni að nokkru, fyrir ásælni og stráksskap óhlutvandra manna, sem eru á ferð í nánd við varplöndin og í varplönd- unum og gjöra í einni ferð svo mikið eyðileggjandi verk, að ekki verður á neinn hátt bætt það vorið svo ekki sje dýpra í árina tekið. • Sýnið drengskap. „VIL JEG því mjög ákveðið skora á alla ferðamenn á sjó og Undi, sem eru á ferð í ná- rnunj,! við varplönd að sýna fullan drengskap og þjóðholl- ustu og forðast ágengni og alla umferð um varplönd svo auð- veldara verði að ná fullkom- inni friðun, og stuðla þannig beinlínis að því að fljótar verði hægt að græða það sár sem hernámið hefir valdið“. Þetta segir Ólafur bóndi í Brautarholti og skal tekið und- ir orð hans. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Effir McKenzie Porfer. BLÓÐIN hafa altaf öðru h'voru upp á síðkastið birt fregnir af nýrri hreyfingu, sem Churchill, fyrverandi forsætis- ráðherra Breta, stendur fyrir og hefir sem megintakmark að koma á fót Bandaríkjum Ev- rópg. Hefir Churchill flutt fjöl margar ræður um þetta efni og mun nú eiga marga fylgjendur í ýmsum löndum. Mun hug- mynd forsætisráðherrans fyr- verandi að miklu leyti grund- vallast á bandaríkjakerfi Norð ur-Ameríku. Samkvæmt góðum heimild- um, verður næsta herferðin fyrir Bandaríkjum Evrópu í París. Fylgismaður Churehills. Aðeins einn velþektur fransk ur stjórnmálamaður, Paul Reynaud, hefir þó enn sem komið er reynst fáanlegur til að ljá hinni nýju hreyfingu lið sitt á opinberum vettvangi. Enda þótt Reynaud hafi enn ekki verið beðinn um að taka upp forystuna í Frakklandi fyr ir hugmynd Churchills, er þó vitað, að í ræðu þeirri, sem hann hygst flytja, er umrée.ður fara fram í franska ■þinglnu juu&i árangur Moskvaráð.stefnunnar, mun hann látajL Jjós stuðríing sinn við;; stpfnsptningu eynóp- iskra bandaríkja. Bandaríki Evrópu. Cþarles de Gaulle hershöfð- ingi, hefir enn sem komið er ekki viljað aðhyllast hreyfing- una, en engar ástæður hefir hann gefið fyrir þessu, hvorki lýst yfir andúð sinni nje fylgi. Blum erfiður. Eftir því sem hið nýja franska dagblað „L’Intransi- geant“ hefir skýrt frá í dálkum sínum, hefir Churchill tvívegis farið fram á það við Blum, fyr- verandi forsætisráðh. Frakka, að hann fylkti sjer undir fána þeirra, sem telja Evrópu best borgið sem einni ríkjasam- steypu. Segir blaðið, að Blum hafi í bæði skiftin neitað, en sumir telja meginástæðuna fyr ir þessu þá, að hann óttist það ao spilla aðstöðu sinni innan franska sósíalistaflokksins og þeim mikla vildarhug, sem breski Vérkamannaflokkurinn ber til hans. Hvort Churchillshreyfing- unni tekst að afla sjer sæmilegs fylgis í Fraklandi, er því af mörgum ennþá álitið vafasamt. En ýmsir benda þó á þá stað- reynd, að Paul Reynaud er öfl- ugur stjórnmálamaður, er góð- ur vinur margra styrjaldarleið toganna og nýtur almenns álits meðal lýðræðissinna. (KEMSLEY). Egypsk lögregta handtekur vopna- smyglara Cairo í gær. LANDAMÆRALÖGREGLAN egypska náði í gær í úlfalda- lest, sem í voru 17 úlfaldar hlaðnir miklu af skotfærum og vopnum. Atburður þessi gerð- ist um 100 kílómetrum fyrir sunnan Mersa Matruh, en lest- ih náðist"ékki fyr en éftir langa viðurelgn. þar sem' bæði lög- regían og vopnasmyglarnrnir bejuu skotvopnum. uí j ",í Lögreglan hafði fylgát fnéð ferðum smyglaranna í þvínær 40 klukkustundir, en þegar lestinni var skipað að nema staðar, lagði hún á flótta og hóf skothríð á lögreglumenn- ina. Tókst ekki að handsama vopnasmyglarana fyr en eftir langan eltingarleik; /: t >■ í fórum þéi’Ffaföndust meðal 1 annars 70.000 pakkar af skot- færúm,1 8'5 ríflár, tíú marg- [ hleypur óg þrjár briðskotkbyss , tír. ^‘'ítéötefÁ Í.M : ■mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.