Morgunblaðið - 26.03.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.1949, Blaðsíða 8
8 31 ORGVNBLÁÐIÐ Laugardagur 26. mars 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. uíkueríi óhrífar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.0G utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Logið kjarki í liðsmenn KOMMÚNISTAR reyna um þessar mundir að ljúga kjarki í lið sitt. í því skyni boðuðu þeir til fundar í Listamannaskál- anum í fyrrakvöld. Hafði í marga daga verið auglýst að ásamt Einari Olgeirssyni og nokkrum þekktum kommúnistamál- pípum tæki „togarasjómaður“ þar til máls. Ekki var samt getið nafns sjómannsins. Þegar á fundinn kom brá hinsvegar svo við að enginn togarasjómaður talaði. Hann hafði af ein- hverjum ástæðum heltst úr lestinni. Furðaði engan á því að togarasjómenn væru ófúsir að leggja nöfn sín við slíka fundi. En tiigangur kommúnista með þessu fundahaldi er auðsær af frásögn Þjóðviljans í gær. Þar er komist að orði um hann á þessa leið: „Fundurinn sýndi að þegar Bandaríkjalepparnir leggja hinn nýja landráðasamning fyrir Alþingi, munu Reykvík- ingar tugþúsundum saman koma og mótmæla, til að hindra að hann verði gerður...“ Þarna lýsir kommúnistablaðið því berum orðum yfir, hver tilgangurinn hafi verið með þessu fundarhaldi. Hann hafi verið sá að æsa fylgismenn þess upp til þess að „hindra“ að Alþingi samþykki þátttöku íslands í varnarbandalagi lýðræðisþjóðanna. Til þess eiga Reykvíkingar að „koma tugþúsundum saman.“ Þetta eru þá áform kommúnista. Um þau þarf nú enginn að fara í grafgötur. Þeir ætla að gera aðför að Alþingi og hindra það með ofbeldisaðgerðum í því að afgreiða á þing- legan hátt þær tillögur, sem kunna að koma til kasta þess, varðandi þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu. ★ Þessi yfirlýsing íslenskra kommúnista kemur engum á cvart. Hún er í fullu samræmi við framkomu þeirra í öðrurn löndum, sem þegar hafa tekið ákvarðanir sínar í þessu máli. í ítalska þinginu stóðu kommúnistar fyrir óspektum og handalögmáli. En það hafði engin áhrif á afgreiðslu málsins. Það var samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þingsins. í Danmörku laumuðust nokkrir kommúnistabjálfar inn á áheyrendapalla þingsins og byrjuðu að æpa þar og hafa í frammi önnur skrílslæti. Þá var þeim kastað á dyr, þingið vann störf sín í friði fyrir skrílslátum þeirra og samþykkti síðan þátttöku Dana í varnarbandalaginu. Á meðan safnað- ist fámennur kommahópur saman utan við þinghúsið og sagðist vera danska „þjóðin“. Þessi „þjóð“ orgaði þarna dá- h'tla stund og snautaði svo burtu við aðhlátur almennings. En nú vill Einar Olgeirsson ljúga kjarki í sína liðsmenn. Þeir eiga svo sem ekki að verða eftirbátar dönsku komm- anna. „Þjóðin“ á svo sem að mæta við Alþingishúsið til þess að „hindra“ yfirgnæfandi meirihluta þingsins í að taka sömu ákvarðanir og aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir þegar hafa tekið. Það er ágætt að vita þetta fyrirfram. Kommún- istum er sannarlega ekki of gott að gera sig að fíflum með því að halda að einhver taki hið minnsta tillit til hótana þeirra. Þjóðin vill gjarnan fá að sjá hið rjetta andlit þessara pilta, sem gengið hafa með lýðræðisgrímu fyrir andliti og einir þóst vera sannir vinir og verjendur lýðræðis og mann- rjettinda. Ofbeldisverk þessara hræsnara munu þá e. t. v. opna augu einhverra þeirra, sem látið hafa blekkjast af raupi þeirra. Þegar sagt er frá frelsisráni og kúgunaraðferðum komm- únista í löndum þeim, sem þeir hafa brotist til valda í með stuðning rússnesks hervalds í bakhendinni, er það háttur íslenskra kommúnista að telja allar slíkar frásagnir lygi og rógburð. Byggja þeir þessa afstöðu sína jafnan á fjarlægð- inni, sem hindrar íslenskan almenning í því að kynnast á- Standinu í þessum löndum með eigin augum. Það væri þess vegna mjög fróðlegt fyrir íslendinga að kynnast af eigin sjón og raun eiginlegri afstöðu kommún- istadeildarinnar hjer á landi til lýðræðis og þingræðis. Hót- anir Þjóðviljans um ofbeldi gagnvart löggjafarsamkomunni gefa til kynna að íslendingar muni innan skamms mega eiga von á slíkri kynningarstarfsemi. . Afleiðingar hennar munu að vísu verða hrapalegar fyrir kommúnista. Það munu þeir fá að reyna. En hún getur engu að síður orðið lærdómsrík fyrir þjóðina. Keðjubrjefadella ÞAÐ er keðjubrjefadella í gangi í bænum um þessar mundir. Ekkert sjerlega frum- leg, því það er ennþá um liðs- foringjann hans de Gaulle í Afríku, sem á að hafa byrjað keðjuna. Síðan koma venjuleg ar hótanir um, að sá, sem brjóti keðjuna verði fyrir ó- hamingju, en lukka og lán þeim til handa, sem eru svo vitlausir. að skrifa 12 eintök af brjefinu og senda það kunn ingjum sínum. Það eru nú orðnir nokkrir „52 tímarnir“ — en það er fresturÍQn, sem mönnum er gefinn til að afrita brjefið — síðan jeg fjekk fyrsta keðju- brjefið. í þessari keðju og fleygði því beint í pappírskörf una. • -« Kemur frá Noreg; ÞAÐ er auðsjeð, að keðjubrjef- ið, sem _nú fer um bæinn og á vafalaust eftir að fara um land allt, því alltaf eru nógu margir það hjátrúafullir, að þora ekki annað en að skrifa tólf afrit af brjefinu er komið frá Norégi, en síðan hafa 8 ís- lendingar sent 12 afrit. Aðeins þrír íslendinganna skrifa fullt nafn sitt í brjefið. Sennilegt að þeir skammist sín fyrir að láta það sjást í þessari vitlausu keðju, en þori þó ekki annað, en að vera með. Senda það til föðurhúsanna NÚ er vitað, að fjöldi manns mun fá eitt af þessum brjefum á næstunni. Þeir, sem brjef fá og þoræ ekki annað en að af- rita það eða með öðrum orð- um hafa ekkj hugrekki til að fleygja því í brjefakörfuna, ættu að senda brjefið heim til föðurhúsanna. Þeir, sem hafa ánægju af að senda Víkverja þessa vitleysu geta haldið því áfram, því það er þó víst, að þau brjef, sem til hans koma tólffaldast ekki, eins og hjá hinum hjátrúuðu. eða þeim, sem láta hafa sig að fíflum og greiða fyrir það fjór- ar krónur og tuttugu aura í frímerkjum. • 18 daga millí Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ÞAÐ er stöðugt verið að kvarta yfir seinagangi á póstaf- greiðslu. í gær sagði kona mjer frá því, að brjef, sem hún fjekk hafi verið 18 daga á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og sömu sögu hafði hún, að segja um blaða- sendingu, sem hún vissi að var sett í póst á ákveðnum degi, en kom ekki fram fyr en seint og síðar meir. Það er varla gerlegt, að halda áfram þessu sífellda nuddi um póstafgreiðsluna. Og því er ekki hægt að neita •—• sem betur fer — að það eru undantekningar, þegar brjef eru þetta lengi á leiðinni, en undantekningar, sem eru of algengar. Þeir, sem verða fyrir þessu ættu að kæra beint til póst- stjórnarinnar. Það ætti að hafa meiri áhrif úr því sem komið er, en sífelld skrif um málið. • Vorboðinn ÞAÐ ætti ekki að dragast lengi úr þessu, að Runólfur vinur minn í Holti, komi með þá fregn, að lóan sje komin. Það er okkar vorboði. Vonandi, að þá verði togararnir farnir á veiðar og búið að taka ákvörð- un um Atlantshafsbandalagið, ganga frá fjárlögum og þing- menn komnir í páskafrí. Þá getum við farið að snúá okkur aftur að daglega lífinu, vorhreingerningum úti og inni. Þá ætti að koma líf í Fégrun- arfjelagið, en mjer er kunnugt um, að stjórn þess hefur ýmis- legt á prjónunum til fegrunar- auka í bænum. Bráðlega fara karlarnir af Grímsstaðaholtinu, að koma með vagna sína fulla af rauð- maga á göturnar. Vorið er á leiðinni. e Gistihúsnöfn FJÖLDA margar uppástungur berast daglega um nafn á gisti húsinu í Keflavík. Ein háfleyg asta uppástungan er. að það verði nefnt Island-Aero-Hotel og svo geti menn breytt nafn- inu ísland í Islande, eða Ice- land, eftir því, sem þurfa þyk- ir. ísland verður að vera í nafn inu, segir tillögumaður og fleíri hafa stungið upp á, að gistihúsið yrði hreinlega kallað Hotel ísland. En það mun vera bannað með lögum, að kenna fyrirtæki við ísland og kemur því ekki til mála, nema að undanþága verði veitt. Því miður eru ekki tök á, að birta greinargerðir tillögu- manna. Það yrði of langt mál og skulu því aðeins birt nöfn- in, sem komið hafa fram: ísa- fold, Faxaflói, Miðnætursól, eða „Midnight Sun“, Keilir, Gullfoss, Norðurljós. Þá sting- ur Suðurnesjamaður upp á „Rostungur“, vegna þess að völlurinn sje á nesi því, sem til forna hjet Rosmhvalsnes. Mættum við fá meira að heyra? MEÐAL ANNARA ORÐA .... | iiiiiiiiiiimmmimiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiimmmmimmMiimiiiiiimiiimiiiiiiMiiiiiimiiA' Frakksr leggja Eftir Russel Howe, frjettaritara Reuters. PARÍS — Skipasmíðastöðvar í Frakklandi eru nú að mestu hættar að smíða farþegaskip, en leggja í þess stað alla á- herslu á framleiðslu flutninga- skipa, til þess að fylla í skarð- ið eftir tjón styrjaldarinnar. í Frakklandi eru nú 109 versl- unarskip í smíðum, þar af 18 stór olíuflutningaskip, en með- alstærð-þeirra er yfir 4,000 tonn. Búist er við því, að franski verslunarflotinn, sem í stríðslok var 70% minni en 1939, verði 1952 orðinn um 13% stærri en hann var fyrir styrjöldina. , • • FYRIR OG EFTIR STRÍÐ 1939 VAR skipaeign stærstu siglingaþjóðanna, sem hjer segir: 1. Bretland — 16,027,000 tonn (2,'850 skip). 2. Bandaríkin — 8,125,000 tonn (1,379 skip). 3... Japan — 5,103,000 tonn (1,180 skip). 4. Noregur — 4,499,000 tonn (1,072 skip). 5. ítEÚía — 3,178,000 tonn (667 skip). 6. Frakkland — 2,678,000 tónn (555 skip). 7. Holland —- 2,670.000 tonn (537 skip). áherslu á stækkun 30. júní 1948, var skipaeign 7 hæstu landanna þannig: 1. Bandaríkin — 26,689,000 tonn (3,644 skip). 2. Bretland — 16,078,000 tonn (2,582 skip). 3. Noregur — 3,856,00 tonn (766 skip). 4. Panamá — 2,721,000 tonn (436 skip). 5. Holland — 2,513,000 tonn (448 skip). 6. Frakkland — 2,356,000 tonn (426 skip). 7. Ítalía — 1,995,000 tonn (317 skip). • • LJELEG SKIP SAMKVÆMT endurreisnará- ætlun Frakka, á verslunarfloti þeirra að vera orðinn yfir 3,' 000,000 tonn 1952. Flotanum verður í höfuðatriðum skipt þannig: 1,700.000 tonn af venju legum vöruflutningaskipum, 650,000 tonn af olíuskipum og 650,000 tonn af farþegaskipum. Tuttugu af hverjum hundrað skipum Frakka eru nú svo lje- leg, að löngu hefði verið búið að rífa þau undir venjulegum kringumstæðum. Til þess að fylla upp í þetta skarð — því sýnilegt er, að það verður varla dregið mikið lengur að leggja þessum skipum upp — leggja Frakkar áherslu á smíði stærri og hraðskreiðari skipa en fvrir stríð. — Nýju skipasfóls síns. frönsku vöruflutningaskipin ganga flest 14 til 15 milur, bor- ið saman við níu til 11 fyrir stríð. Farþega- og olíuflutninga skip Frakka, þau sem ný eru, hafa um 16 mílna gang- hraða og farþegaskip 20 mílna hraða og þar yfir. • • STÆRÐ SKIPANNA STÆRÐ nviu skipanna er einn ig athyglisverð. 1939 áttu Frakkar 341 skip, sem voru minni en 4.000 tonn (saman- lagður tonnafiöldi: 649,000 tonn). í dag eiffa þeir aðeins um 300 af þessum skipum, en tonnafjöldi þeirra nemur sam- tals 490 000 tonna. En stærri skip þeirra eru nú orðin 147 (95 fyrir st.ríð). og tonnafjöldi þessara skipa nemur 930 þús- undum tonna, borið saman við 450,000 fvrir stvrjöldina. Churchill kjörinn heiðursfjelagi OSLO 25. mars — Winston Churchill var í dag kjörinn heiðursfjelagi norska vísinda- og listafjelagsins. Aðrir erlend- ir heiðursfjelagar eru Carl Pauling, Pasadena og dr. Einar Dyggve, Kaupmannahöfn. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.